Morgunblaðið - 25.08.2010, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 25.08.2010, Qupperneq 27
Velvakandi 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG GET VEL KLÁRAÐ MÍNA EIGIN SUDOKU-ÞRAUT! ER LÚLLI KOMINN AFTUR? ÞESSI FYRSTA LOTA HEFUR VERIÐ ANSI LÖNG JÁ, HANN ER KOMINN... SNOOPY OG FJÓLA ERU LÍKA KOMIN ÚR HÁDEGISMAT EN NÚNA ERU LÍSA OG FRÍÐA FARNAR HEIM Í KVÖLDMAT... HRÓLFUR, HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA NÚNA? ENGAR ÁHYGGJUR... ÉG HEYRÐI AÐ EF MAÐUR BER HÁKARL Á NEFIÐ ÞÁ SYNDIR HANN Í BURTU MÉR ER ALVEG SAMA ÞÓ HANN SÉ FRÆGUR... ÉG VIL LOSNA VIÐ ÞETTA SKÍTUGA NAGDÝR! NEIBB! OH, LALLI... EINN AF SJÚKLINGUNUM MÍNUM SEGIR AÐ FÓLK LJÚGI STANSLAUST HVORT AÐ ÖÐRU HELDUR ÞÚ AÐ ÞAÐ SÉ RÉTT HJÁ HONUM? SEGIR ÞÚ MÉR OFT EITTHVAÐ SEM ÞÚ VEIST AÐ ER EKKI SATT? ÞÚ SAGÐIST HAFA HITT KÓNGULÓAR- MANNINN? JÁ, ÉG GLEYMI HONUM ALDREI HVAÐ MYNDI HÚN SEGJA EF HÚN VISSI HVER ÉG ER? AF HVERJU SEGI ÉG HENNI EKKI BARA SANNLEIKANN? M.J., MIG LANGAR AÐ SEGJA ÞÉR LEYNDARMÁL HVAÐA LEYNDAR- MÁL? Peysa tapaðist í Esjuhlíðum Svört Cintamani-peysa tapaðist í Esjuhlíðum 27. júlí sl. Hafi einhver fundið peysuna er sá hinn sami vinsamlega beðinn að hringja í Írisi Ósk í síma 586-1263 eða 861-9144. Setjum ólar á frelsið Það er erfitt að hugsa til þess að borgaryfir- völd ætli að apa eftir vitleysunni þarna í Ár- borg varðandi að setja ólar á kattargreyin sem vön eru frelsinu en kattardýr kunna illa frelsissviptingu, enda ekki í kattarins eðli. Ætli sú stefna myndi ekki útrýma þessum sjálf- stæðu gæludýrum? Rætt er um að kettir éti fuglana úr trjánum. Gott og vel. Hundarnir eru nú farnir að éta hver annan skv. fréttum enda orðnir að mörgu leyti svo „vel rækt- aðir“ að það vantar bara á þá stíg- vélin. Ég vil því benda frelsissvipturum á, að fjöldi borgarbúa yrði afar feg- inn ef settar yrðu ólar á mávana. Þeir skíta á gluggana og grillin og svo éta þeir líka litlu fuglana, t.d. eru gera þeir árlega „vorhreingern- ingu“ á Tjörninni fyrir framan Ráðhúsið. Þar komast nú u.þ.b. 20% andarunga á legg, ef það nær því þá. Harpa Karlsdóttir. xxx Gamlar bækur óskast Ég undirrituð er að leita að eftirtöldum bókum: Kisa veiðikló, Draumalandið nr. 25 (frá Bókaútgáfunni Björk), Með straumn- um eftir Sigurð Árna- son (útg. 1950 af G Ó G), Rökk- urstundir, (dýralífsbók, útg. 1937 höf. Grímur), Litla músin og stóra músin, (frá 1945, höf. Grímur), Sagan um hann Nóa (útg. 1957, höf. Grím- ur), Óður um gleðina (eftir Ólöfu frá Hlöðum), Merkir Íslendingar nr. 3 (nýr flokkur). Einnig vantar mig síð- ustu útgáfu af Læknatalinu. Ef einhver getur lánað mér eða selt mér einhverjar þessara bóka þá vinsamlegast hafið samband í síma 551-6443. Inga. Ást er… … að finna bréfið hans inn á milli ruslpóstsins. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9-16. Dalbraut 18-20 | Félagsmiðstöðin er op- in kl. 9-16.45, vinnustofa kl. 9, versl- unarferð kl. 14.40. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin; leiðbeinandi við kl. 10- 17, félagsvist kl. 13 og viðtalstími FEBK kl. 15-16. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, kvennabrids kl. 13. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9, ganga kl. 10, kvennabrids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Skráning í tómstunda- og íþrótta- námskeið haustsins fer fram í Jónshúsi þessa viku. Brids og bútasaumur kl. 13, sala á miðum í ferð FEBG í Land- mannalaugar 31. ágúst kl. 13-15, verð kr. 9.000, ekki tekið við greiðslukortum. Opið í Jónshúsi kl. 9.30-16 alla virka daga. Háteigskirkja | Kaffi kl. 10 og fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 11, súpa og brauð og brids kl. 13. Hraunbær 105 | Hjúkrunarfræðingur verður við kl. 9-11. Hraunsel | Opið virka daga kl. 9-16.30. Morgunrabb kl. 9, biljard í kjallara, gler- bræðsla kl. 13, bingó kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Stefánsganga kl. 9. Skráningu lýk- ur 30. ágúst. 55 hugmyndir liggja á borðinu! Ert þú með einhverja hugmynd sem þú vilt koma í framkvæmd? Við byggjum starf okkar á frumkvæði og vilja fólksins. Uppl. í s. 411-2790. Norðurbrún 1 | Félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaað- gerðir kl. 9-16, aðstoð v/böðun kl. 9-12, sund kl. 10-12, hádegisverður kl. 11.30- 12.30, verslunarferð í Bónus, Holtagörð- um kl. 12.10-14 og kaffiveitingar kl. 14.30 -15.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morgun- stund, handavinnustofan opin, fram- haldssagan kl. 12.30, verslunarferð kl. 12.15, dans kl. 14 með Vitatorgsband- inu. Byrjað er að skrá í námskeið vetr- arins, uppl. og skráning í síma 411- 9450. Húnvetningurinn Pétur Pét-ursson hlakkar til Braga- þings, landsmóts hagyrðinga, sem fram fer næstu helgi, ef marka má vísu sem hann ber á torg: Brestur senn á Bragaþing og bítast hagyrðingar. Með kvíðahroll og kveisusting nú kveljast Þingeyingar. Húnvetningar munu nefnilega mæta Þingeyingum á landsmótinu. Árni Jónsson var ekki seinn til svars, en hann er í liði Þingeyinga: Sumum gatan sýnist hál sannleikann í kringum. Lengi hafa lygimál liðist Húnvetningum. Og Friðrik Steingrímsson keppir einnig fyrir Þingeyinga: Húnvetninga skelfdu skinn skríða í viskusvelti. Breiða yfir ótta sinn með innantómu gelti. Pétur Pétursson sagðist glaður ef sér hefði skjátlast um sálar- ástand Þingeyinga: Gott er að ekkert óttist þið átakafund, því aumingjagóðir erum við á örlagastund. Friðrik sagði að þeir ættu það eitt sameiginlegt: Þótt löngum við látum sem óðir þá líklega sitjum við hljóðir. Allir við þegjum, og ekkert við segjum, við erum svo aumingjagóðir. En Árni var ekki hættur: Tali þeirra trúi laust, til og frá þeir svinga, enda ber ég ekkert traust enn til Húnvetninga. Bragaþingið verður haldið næst- komandi laugardag, 28. ágúst, á Grand hóteli. Er það hugsað bæði fyrir vísnavini og vísnasmiði. Áhugasamir geta skráð sig hjá Sigrúnu Haraldsdóttur, sem er með netfangið sigrun@landspitali- .is. Vísnahorn pebl@mbl.is Af einvígi og landsmóti Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.