Morgunblaðið - 25.08.2010, Síða 30
AF ÍÞRÓTTALÝSINGUM
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Ég náði blessunarlega aðhorfa eitthvað á heims-meistaramótið í knatt-
spyrnu í sumar meðfram sumar-
frísdútli og öðrum verkefnum sem
féllu utan vinnunnar á málgagninu.
Blessunarlega er ég nú kominn aft-
ur að lyklaborðinu og get nú loks, í
formi þessa pistlings, blásið út um
ákveðið mál sem fór algerlega í mín-
ar fínustu þegar ég var að fylgjast
með leiknum fagra. Ég efast ekki
um að einhverjir deili þessum pirr-
ingi með mér.
Umkvörtunin varðar beinarlýsingar sjónvarpsins frá leikj-
unum. Tveir aðilar sáu um að lýsa
leikjunum, svo sátu aðrir fjórir (með
Þorsteinn J. í öndvegi) og fóru yfir
leikinn, bæði fyrir, eftir og í hléi.
Þær umræður voru svosem í góðu
lagi en sjálf lýsingin var fyrir neðan
allar hellur, svona oftast nær. Við
erum flest alin upp við enska bolt-
ann og heyrum oft hvernig enskir
lýsa leikjum. Þar finnur maður
hvernig menn ókyrrast í sætum,
hrópa upp yfir sig þegar færin
koma, eiga ekki til orð yfir markinu,
hneykslast á framgöngu einstakra
leikmanna og myndast við að sund-
urgreina það sem fram fer – af
ósvikinni ástríðu – frá fyrstu mín-
útu. Þetta smitar út frá sér og mað-
ur lyftist upp í sófanum. Leiklýsing-
arnar hér heima voru eins og að
tveir menn sætu á fundi hjá Hinu ís-
lenska bókmenntafélagi (með fullri
virðingu fyrir því ágæta félagi) og
væru að fara í rólegheitum yfir
gamlar ársskýrslur. Framvindu var
lýst með eintóna seimi, nánast eins
og mönnum væri slétt sama og jafn-
vel áhugalausir. Maður efaðist
stundum um að blóðið rynni í þess-
um blessuðu mönnum. Menn eins og
Hjörvar Hafliðason tosuðu þetta ei-
lítið upp en það var ekki nóg.
Í mínum huga er þetta óskiljan-
legt. Ég þykist vita að þarna séu
ekki bara fagmenn á ferðinni heldur
líka einlægir áhugamenn um knatt-
spyrnu. Og þegar menn eru komnir í
þessa stöðu, að lýsa leikjum í sjón-
varpi, ber þeim skylda til að veita
því áfram til áhorfenda. Draga þá
inn í leikinn, gera hann spennandi,
leyfa tilfinningum að flæða, heilla og
skemmta. Ég er ekki að tala um box-
lýsingar að hætti Bubba og Ómars,
bara smávegis líf, takk.
Nóg ætti að vera af knatt-
spyrnufróðum galgopum sem gætu
tekið þetta að sér. Út með morkið og
ládeyðulegt skriffinnskuhjal, inn
með æsilegt og ástríðufullt fótbolta-
tal. Takk fyrir.
Hvar er ástríðan?
» Leiklýsingarnarhér heima voru eins
og tveir menn sætu á
fundi hjá Hinu íslenska
bókmenntafélagi
Reuters
Tilfinningar Andres Iniesta fagnar marki sínu fyrir Spán í úrslitaleik HM.
Ástríðan er ósvikin. Gaman væri ef slíkt væri að finna í svipuðu magni hjá
þeim sem lýstu keppninni hér á Fróni.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010
ALLAR SVÖLUSTU HASARHETJURNAR
Í EINNI FLOTTUSTU MYND ÁRSINS
HHHHH
Fyrir alla KARLMENN í heiminum þá er þessi mynd mesta veisla sem
hægt er að fara á. Það er einfaldlega upplifun að sjá þessa mynd.
Gillz - DV
HHH
T.V - Kvikmyndir.is
HHHH
„Magnad madur, magnad”
ÞÞ - FBL
TOPPMYNDIN Í DAG Á ÍSLANDI OG USA!
HHH
The Expendables uppfyllir
það sem hún lofar...
S.V. - MBL
2 VIKUR Á TOPPNUM Í
USA!
Scott Pilgrim kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Ljóti andarunginn og ég kl. 3:30 (650 kr) LEYFÐ
Expendables kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára The Last Airbender 3D kl. 3:20 B.i. 10 ára
Expendables kl. 5:40 - 8 - 10:20 LÚXUS Karate Kid kl. 5:10 LEYFÐ
Salt kl. 8 - 10:10 B.i. 14 ára Shrek 4 2D íslenskt tal kl. 3:30 LEYFÐ
Vampires Suck kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
Sími 462 3500
Scott Pilgrim kl. 8 (uppselt) - 10:10 B.i. 12 ára
Vampires Suck kl. 6 B.i. 12 ára
The Expendables kl. 8 - 10 B.i. 16 ára
Salt kl. 6 B.i. 14 ára
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó,
Háskólabíó
og Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó,
Háskólabíó
og Borgarbíó
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
Jackie Chan kennir
ungum lærling sitthvað
um Kung fu í vinsælustu
fjölskyldumynd ársins!
Missið ekki af myndinni
sem sló í gegn í
Bandaríkjunum og
fór beint á toppinn.
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
FRÁ LEIKSTJÓRA HOT FUZZ OG SHAUN OF THE DEAD
KEMUR EIN FYNDNASTA OG FRUMLEGASTA MYND ÁRSINS
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með K
„Ég veit að þið þurfið tónlist. Þess
vegna ætla ég að gefa eitt nýtt lag á
netinu vikulega fram að jólum,“ tísti
rapparinn Kaney West á sam-
skiptavefnum Twitter í vikunni.
Hann sagði einnig að lögin yrðu ekki
endilega bara eftir hann, heldur gætu
komið lög eftir tónlistarmenn á borð
við Jay-Z. West vinnur nú að sinni
fimmtu breiðskífu en rapparinn hefur
ekki viljað gefa upp hvenær hún ná-
kvæmlega kemur út eða hvað hún
mun koma til með að heita.
West sagði að í tónlist skiptu aðdá-
endurnir mestu máli og hann væri að
gera þetta fyrir þá. Ekki er víst hvort
lögin verða fáanleg í gegnum Twitter
eða bloggsíðu rapparans, en nýtt lag
er væntanlegt á föstudaginn kemur.
West er þessa dagana staddur í Prag
í Tékklandi þar sem hann vinnur að
kvikmynd sem mun fylgja útgáfu
nýju plötunnar.
Gjafmildur
Kanye West