Morgunblaðið - 25.08.2010, Side 32

Morgunblaðið - 25.08.2010, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 Það var ekki góður dagur hjá tón- listarmanninum George Michael í gær, en þá játaði hann í dómsal í Lundúnum að hafa verið undir áhrifum kannabisefna þegar hann keyrði á útibú Snappy Snaps í Hampstead í byrjun júlí. Hann ját- aði einnig að hafa haft í fórum sín- um kannabisvafning og á yfir höfði sér fangelsisdóm vegna brotanna. Söngvarinn, sem er 47 ára gam- all, þurfti að brjótast í gegnum hóp ljósmyndara er hann kom í dómhúsið í gær enda hefur þessi fyrrverandi meðlimur hljómsveit- arinnar Wham ávallt verið vinsælt myndefni hjá ljósmyndurum slúð- urblaðanna. Dómarinn í málinu útilokaði ekki að söngvaranum yrði stungið í steininn enda um alvarlegt brot að ræða. Var Michael þegar sviptur ökuréttindum í sex mánuði en dómur verður kveðinn upp í mál- inu 14. september nk. Þá vísaði dómari til fyrri dóms yfir söngv- aranum frá árinu 2007 þar sem hann missti bílprófið í tvö ár eftir að hafa játað að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Hann var þá sakaður um að hafa ekið á þrjár kyrrstæðar bifreiðar og síðan stungið af án þess að tilkynna það lögreglunni. Michael játar sekt Reuters Brosa Lögreglumenn héldu aftur af ljósmyndurum þegar söngvarinn George Michael yfirgaf dómssal í Lundúnum í gær. Samkvæmisljónið Paris Hilton tísti um það á Twitter að hún hefði vaknað við það í gærmorgun að maður vopn- aður hnífum hefði reynt að brjótast inn til hennar. „Mjög ógnvekjandi, ég vaknaði við það áðan að gaur var að reyna að brjótast inn til mín með tvo stóra hnífa í hönd- um. Lögreglumenn voru að handtaka hann,“ tísti Hilton. Með færslunni fylgdi svo mynd sem Hilton tók af fjölda lögreglumanna við heimili hennar. Þá sést maður í járn- um á myndinni. Slúðurvefurinn TMZ segir manninn á fimmtugsaldri og að hann hafi verið færður í fangaklefa. Maðurinn mun ekki hafa náð því að brjótast inn, komst ekki inn til Hilton. Hún sá manninn í öryggismyndavél berja á glugga hússins og hringdi á lögreglu. Hilton mun ekki kannast við manninn. Reuters Ógnvekjandi Maður reyndi að brjótast inn til Hilton. Maður handtekinn við heimili Hilton Leikkonan Jennifer Aniston mun brátt sjást á skjánum á ný með vin- konu sinni úr Vinum, Courteney Cox Arquette, í þáttunum Cougar Town. Cox fer með aðalhlutverkið í þeim þáttum. Aniston á að leika sál- fræðing í þáttunum að nafni Bonnie og konan sem Cox leikur, Jules, leitar til hennar með vandamál sín. Aðstoðarframleiðandi þáttanna, Bill Lawrence, lýsir sálfræðingnum þannig að hann sökkvi sér fullmikið í líf skjólstæðinga sinna. Cox og An- iston séu svo góðar vinkonur að samband þeirra sé í raun sambæri- legt og samband Bonnie og Jules. Slúðurvefsíður höfðu áður haldið því fram að vinkonurnar myndu leika saman í fjórðu Scream- kvikmyndinni en það mun ekki vera raunin. Aniston hefur áður leikið í þáttum sem Cox hefur farið með aðalhlutverk í, árið 2007 lék hún í dramatísku þáttaröðinni Dirt en þar kysstust vinkonurnar inni- lega. Aniston í þætti Cox Reuters Vinkonur Courteney Cox og Jennifer Aniston á góðri stund. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK NÚ ÞURFA HUNDAR OG KETTIR AÐ SNÚA BÖKUM SAMAN EF EKKI Á ILLA AÐ FARA FYRIR MANNFÓLKINU... SÝND Í Frábær ástarsaga með Amöndu Siefried úr Mamma Mia ásamt óskarsverðlaunaleik- konunni Vanessu Redgrave og Íslands- vininum Gael Garcia. Ástin blómstrar á vínekrum Ítalíu í þessari hjartnæmu mynd Ástin á ávallt skilið annað tækifæri HHH / HHHH R.EBERT, CHICAGO-SUN TIMES HHH / HHHH ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI ÆÐISLEG FJÖLSKYLDUMYND MEÐ FRÁBÆRUM HÚMOR 7HHHH „Hinn fullkomni sumarsmellur“ - W.A. San Francisco Chronicle FRÁBÆR MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK NICOLAS CAGE - JAY BARUCHEL HUNDAR OG KETTIR 2 3D m. ísl. tali kl.43D -63D L SALT kl.8 -10:10-10:50 14 HUNDAR OG KETTIR 2 m. ísl. tali kl.4 -6 L THE SORCERERS APPRENTICE kl.8 -10:20 7 LETTERS TO JULIET kl.5:50-8-10:20 L SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl.4 -6 L INCEPTION kl.7 -8-10 L LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 4:20 L INCEPTION kl.5 -8 VIP-LÚXUS LEIKFANGASAGA 3 - 3D m. ísl. tali kl. 3:403D L / ÁLFABAKKA / K LETTERS TO JULIET kl.8:10-10:30 L HUNDAR OG KETTIR 2 3D m. ísl. tali kl.43D -63D L THE LAST AIRBENDER 3D kl.5:503D -83D 10 THE SORCERERS APPRENTICE kl. 5:40-10:50 7 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 10.september gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað börnum og uppeldi. Víða verður komið við í uppeldi barna bæði í tómstundum þroska og öllu því sem viðkemur börnum. MEÐAL EFNIS: Öryggi barna innan og utan heimilis. Barnavagnar og kerrur. Bækur fyrir börnin. Þroskaleikföng. Ungbarnasund. Verðandi foreldrar. Fatnaður á börn. Gleraugu fyrir börn. Þroski barna. Góð ráð við uppeldi. Umhverfi barna. Námskeið fyrir börnin. Barnaskemmtanir. Tómstundir fyrir börnin. Barnamatur. Barnaljósmyndir. Ásamt fullt af spennandi efni um börn B0r n og upp eldi NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 6. september. Börn & uppeldi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.