Morgunblaðið - 25.08.2010, Síða 33

Morgunblaðið - 25.08.2010, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 2010 Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is „Já, hann sem sagt syngur eitt lag á plötunni okkar nýju sem á að koma fyrir jól,“ segir tónlist- armaðurinn Curver Thoroddsen. En það er enginn annar en David Byrne sem er oftast kenndur við hljómsveitina Talking Heads sem mun syngja lag á væntanlegri plötu frá dúettnum Ghostigital með þeim Curver og Einari Erni Benediktssyni. „Þetta kom þannig til að Ein- ar og David hafa þekkst í gegnum tíðina. Hann spilaði á tónleikum hérna á vegum Smekkleysu fyrir einhverjum fimmtán árum í Háskólabíó og þeir hafa haldið laus- legu sambandi síðan þá.“ Það vildi svo vel til að fyrir þremur árum, stuttu eft- ir að síðasta hljóðversplata Ghostigital kom út, var Byrne staddur í fríi hér á landi og fékk hann eintak af plöt- unni hjá Curver og Einari. Curver segir að þegar vinna hófst við nýja plötu hafi honum dottið í hug að gaman væri að fá Byrne til að syngja inn á hana. „Mér fannst röddin hans svo skemmtileg blanda við rödd Einars. Þær eru báðar mjög sér- stakar og við höf- um verið að leika okkur með að blanda þessu öllu saman.“ Byrne tók vel í hug- myndina og fyrir nokkrum dögum sendi hann lokaupptökur af framlagi sínu sem hann tók sjálfur upp í New York, til Curvers og Einars. Byrne er þó ekki eini gesturinn sem kemur fram á plötunni, því auk hans lögðu hönd á plóg rappdúettinn Däle , Alan Vega úr hljómsveit- inni Suicide og gítarleikararnir King Buzzo úr Melvins og Nick Zinner úr Yeah Yeah Yeahs. Ghostigital hefur þó ekki setið auðum höndum frá því að síðasta hljóðversplata þeirra kom út, því dúettinn hefur sent frá sér þrjár tón- leikaplötur í samstarfi við Finnboga Pétursson. Cuver segir ekkert ákveðið með tón- leikahald á næstunni. Hann og Einar reyni að spila að jafnaði á þriggja mánaða fresti í New York þar sem Curver er búsettur. „Við ætlum að reyna að halda okkur við það, en þetta skýrist allt þegar nær dregur plötunni,“ segir Curver að lokum. David Byrne syngur með Ghostigital  Ný plata vænt- anleg í vetur  Fengu fjölda gestaspilara til liðs við sig Morgunblaðið/Eggert Plata væntanleg Ghostigital spiluðu á Iceland Airwaves árið 2009. http://www.ghostigital.com/ David Byrne Hljómsveitir eins og My Morning Jacket og Ok Go og tónlistarmenn- irnir Mike Mills úr REM, Tom Mor- ello úr Rage Against The Machine, Wayne Kramer úr MC5, Steve Earle, Bonnie Prince Billy og Laura Veirs eru á meðal þeirra sem gefið hafa lög á góðgerðarsafnplötuna Dear New Orleans. Safnplatan er gefin út til að minn- ast þess að fimm ár eru liðin frá því að fellibylurinn Katrína gekk yfir New Orleans-borg með þeim skelfi- legu afleiðingum að fjöldi fólks lét lífið og þúsundir manna misstu heimili sitt. Allur ágóði af sölu safn- plötunnar rennur til góðgerð- arsamtaka í borginni sem aðstoða þá sem hvað verst urðu úti þegar felli- bylurinn fór yfir. Á safnplötunni er að finna þrjátíu og eitt lag og er hún nú fáanleg sem stafrænt niðurhal á vefsíðunni www.dearneworleansmusic.org. Reuters Aðstoða Zack de la Rocha og Tom Morello úr Rage Aginst The Machine. Fimm ár liðin frá Katrínu Milljónaútdráttur Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 8. flokkur, 24. ágúst 2010 Kr. 1.000.000,- 3299 H 8982 H 9239 H 20067 B 22426 B 23298 B 32105 E 32345 B 36251 G 40471 G TIL HAMINGJU VINNINGSHAFAR SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HHHH 1/ 2/HHHHH „Því er best að hvetja fólk til þess að drífa sig í bíó og narta í þetta gúmmelaði, því svona, já akkúrat svona, á að gera þetta.“ DV.IS HHHHH/ HHHHH „Óskarstilnefningar blasa við úr hverju horni.“ „Það er tillhlökkunarefni að sjá hana aftur og fylla upp í eyðurnar." „Það er óstjórnanlegur ... í fyrsta meistaraverki ársins.“ S.V-MBL SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI HHHHH “ÓMENGUÐ SNILLD YST SEM INNST.” “HÚN HEFUR SVO SANNARLEGA ALLA BURÐI TIL AÐ VERÐA VINSÆLASTA OG BESTA MYND SUMARSINS” S.V. - MBL HHHH "TOY STORY 3 ER ÞAÐ BESTA SEM ÉG HEF SÉÐ Í BÍÓ Á ÞESSU ÁRI HINGAÐ TIL OG ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ SJÁ HANA AFTUR!" - T.V. KVIKMYNDIR.IS STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRATÍMA Á ÍSLANDI HHHHH „ÞETTA VERÐUR EKKI MIKIÐ BETRA“ - Þ.Þ FRÉTTABLAÐIÐ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK HHH „Jolie stendur sig vel sem kvenkyns útgáfan af Jason Bourne og myndin er hugsanlega ein sú hraðskreiðasta sem ég hef séð í allt sumar.” T.V. - Kvikmyndir.is FRÁBÆR GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! SÝND Í HUNDAR OG KETTIR 2 m. ísl. tali kl. 8 L KNIGHT AND DAY kl. 10 12 KARATE KID kl. 8 L 22 BULLETS kl. 10:50 16 HUNDAR OG KETTIR 2 3D m. ísl. tali kl. 6 3D L LETTERS TO JULIET kl. 8 - 10 L SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl. 6 L THE SORCERER'S APPRENTICE kl. 8 7 INCEPTION kl. 10:20 12 HUNDAR OG KETTIR 2 m. ísl. tali kl. 8 L LETTERS TO JULIET kl. 10 L THE LAST AIRBENDER kl. 8 10 THE SORCERER'S APPRENTICE kl. 10:10 7 / KEFLAVÍK/ SELFOSSI/ AKUREYRIKRINGLUNNI INCEPTION kl. 8 -10:10 12 SHREK: SÆLL ALLA DAGA 3D m. ísl. tali kl. 3:403D L LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 3:40 L SÝND Í ÁLFABAKKA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.