Morgunblaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gagnrýni Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var gagn-
rýninn á störf ríkisstjórnarinnar líkt og fleiri ræðumenn í gærkvöldi.
BAKSVIÐ
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð-
herra sagði í stefnuræðu sinni á Al-
þingi í gærkvöldi að mikið ósætti ríkti
í samfélaginu en menn yrðu nú að
slíðra sverðin, ekki grafa sig niður í
skotgrafir. Endurskoða þyrfti lög um
landsdóm og ráðherraábyrgð, þing-
menn yrðu að vinna saman að því að
græða sárin eftir átök síðustu vikna.
„Það hefur að sjálfsögðu ekki farið
framhjá mér að ýmsir þingmenn kalla
eftir kosningum. Muni nýtt þing, ný
ríkisstjórn og tafarlausar kosningar
auðvelda úrlausn þeirra viðamiklu
verkefna sem framundan eru þá mun
ekki standa á mér að víkja til hliðar,“
sagði Jóhanna. Hún sagði skuldamál
heimilanna erfiðasta viðfangsefnið en
gagnrýndi harðlega bankana fyrir
seinagang. Í skýrslu eftirlitsnefndar
með skuldaaðlögun bankanna kæmi
fram að aðeins 128 heimili hefðu feng-
ið greiðsluaðlögun og 51 fyrirtæki.
„Á Íslandi starfar ríkisstjórn sem
gefur enga von,“ sagði Bjarni Bene-
diktsson, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins. „Hafi háttvirtir þingmenn efa-
semdir um það er rétt að þeir gangi út
á Austurvöll og ræði við fólkið sem er
að mótmæla hérna fyrir aftan mig.“
Minnka þarf ríkisbáknið
Það væri rétt hjá fjármálaráðherra
að taka þyrfti rækilega til í ríkisfjár-
málunum og minnka ríkisbáknið.
Hins vegar yrði ekki bundinn endi á
kreppuna með niðurskurði og skatta-
hækkunum og mestu skipti að stuðla
að uppbyggingu atvinnulífsins. „Það
er með hreinum ólíkindum að ráð-
herrar ríkisstjórnarinnar skuli hvað
eftir annað stöðva atvinnuskapandi
verkefni, annað hvort með beinum
ráðherraákvörðunum eða með svo
miklu fálæti að fjárfestar gefast upp á
biðinni,“ sagði Bjarni.
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra sagði það rangtúlkun að
stjórnvöld hefðu heitið Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum að ekki yrði gripið til
frekari aðgerða til hjálpar heimilun-
um. Hins vegar hefði verið heitið að
lækka ekki skuldir með flatri niður-
fellingu sem yrði allt of dýrt fyrir rík-
ið. Steingrímur sagði að bankarnir
hefðu fengið opinbert fé til að geta
sinnt þessum málum. „Ég vil segja
það alveg skýrt, stjórnvöld ætlast til
þess að skuldaúrvinnslumálin verði
sett í algeran forgang,“ sagði hann.
Formaður Framsóknarflokksins,
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
minnti á að flokkurinn hefði þegar í
ársbyrjun 2009 árangurslaust lagt til
flata skuldaleiðréttingu vegna þess að
allt of seinvirkt yrði að fara yfir mál
hvers og eins. Það hefði nú orðið
raunin.
Talsmaður Hreyfingarinnar, Þór
Saari, sagði m.a. að forsætisráðherra
hefði flutt stefnuræðu pólitískrar yf-
irstéttar sem „gefur frekar lítið fyrir
almenning í landinu og sem síðastlið-
inn þriðjudag hikaði ekki einu sinni
við að stúta réttarríkinu til að geta
verndað sína eigin pólitísku og per-
sónulegu hagsmuni“.
Föst skot á bankana
Jóhanna Sigurðardóttir segir aðeins 128 heimili hafa fengið greiðsluaðlögun
Sjálfstæðismenn segja ráðherrana hvað eftir annað stöðva atvinnusköpun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stefnuræða Jóhanna Sigurðardóttir flutti stefnuræðuna við sérstakar að-
stæður í gær, við hávær mótmæli á Austurvelli á 68. afmælisdegi hennar.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010
Bautabúrs ungnautahakk
kr.
kg989
ódýrt og gott
ALLA DA
GA
LÁGT VE
RÐ!
’
Ásakanir, af-
sakanir eða
skammir eru von-
laus viðbrögð við
vanda, viðbrögð
sem við höfum
engan áhuga á.
Það eina sem við höfum áhuga á er að
koma hlutunum í lag.
Guðbjartur Hannesson, félags-, trygginga-
og heilbrigðismálaráðherra.
’
Bóndi úr Dölunum er jafnt þing-
maður bankastarfsmanns í
Reykjavík og álversstarfsmanns á
Austurlandi og hann er þeirra sem
deila með honum kjörum fyrir vestan.
Prófessor úr Reykjavík er jafnt þing-
maður sjómannsins í Bolungarvík og
kennarans í Grindavík og hann er ná-
granna sinna.
Og aukinheldur er þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins frá Kópavogi líka þing-
maður samfylkingarfólks í Hafnarfirði,
og þingmaður VG utan af landi er líka
þingmaður Framsóknarmanna í
Reykjavík.
Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG.
’
Það vantar for-
ystu til að
leiða saman ólíka
hópa og draga
vagninn áfram inn í
framtíðina. Það
vantar leiðsögn
sem markar stefnu til framtíðar. Hér
situr ríkisstjórn sundurlyndis og tor-
tryggni. Íslendingar, við þurfum að
losa okkur við ríkisstjórn sem neitar
að viðurkenna að henni hefur mistek-
ist á öllum sviðum að skapa aðstæður
fyrir þjóðina til að rísa upp úr vand-
anum.
Ólöf Nordal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
’
Hróp um vanhæfa ríkisstjórn í
mótmælunum 2008 voru ekki
ákall um vanhæfari ríkisstjórn en sat
þegar hrunið varð. Þó virðist sem
sumir hafi kosið að skilja slagorðið
með þeim hætti.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður
Framsóknarflokksins.
’
Það er hefð
fyrir því og
þykir góð þing-
venja að ávarpa
þingmenn með
orðinu háttvirtur
en ráðherra með
hæstvirtur hér úr ræðustól Alþingis.
Mér hafa alltaf þótt þessi ávarpsorð úr
takti við nútímann en nú þegar bæði
þingið og þingmenn eru rúnir virðingu
virka þau eins og öfugmæli eða lélegur
brandari.
Margrét Tryggvadóttir,
þingmaður Hreyfingarinnar.
Orðrétt
af Alþingi
Andrés Tómasson, maðurinn sem
saknað hefur verið frá 24. september
síðastliðnum, fannst látinn í bifreið
sinni í Kleifarvatni síðdegis í gær.
Staðfesti lögregla þetta í gærkvöldi.
Tilkynning barst lögreglu í gærdag
frá manni sem hafði verið á báti á
vatninu og taldi sig hafa séð bílflak í
því. Voru kafarar kallaðir út til að
rannsaka málið. Það var svo þyrla
Landhelgisgæslunnar sem fann bíl-
inn og var hann hífður upp úr vatn-
inu síðdegis í gær. Reyndist hann
vera bíll Andrésar sem lögregla
hafði lýst eftir.
Mikil leit var gerð að Andrési sem
var saknað í tíu daga. Þannig leituðu
yfir 200 björgunarsveitarmenn að
honum um helgina. Leitað var um
allt höfuðborgarsvæðið, Reykjanes,
Hvalfjörð og upp í Borgarfjörð og
eitthvað austur fyrir fjall. Þá hafði
þyrla Landhelgisgæslunnar verið
send aftur út til leitar um hádegi í
gær að beiðni lögreglunnar. Leitaði
hún frá Hvalfirði og um Reykjanes-
svæðið áður en tilkynningin barst.
Andrés var fjörutíu og eins árs
gamall, til heimilis í Hólmgarði 38 í
Reykjavík. kjartan@mbl.is
Lík Andrésar fundið
Tilkynnt var
um bílflak í Kleif-
arvatni í gær
Morgunblaðið/Jakob Fannar
Leit Björgunarsveitir leita við Kleifarvatn. Tilkynning barst lögreglu um
bílflak í vatninu og var það híft á land undir kvöld í gær.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís-
landsbanka, segir ómaklegt að
reyna að færa alla ábyrgð á stöðu
mála yfir á bankana. Hún segir
mikla vinnu hafa verið unna innan
bankastofnana frá hruninu.
„Ég get sem dæmi nefnt að inn-
an Íslandsbanka hefur á annan tug
þúsunda lánasamninga ein-
staklinga verið breytt með ýmsum
úrræðum,“ segir Birna. Verið sé að
senda endurútreikning bílalána til
um 5.000 við-
skiptavina. Hún
segir úrlausn-
armálin flókin
og erfið og kall-
ar eftir frekara
samstarfi við
stjórn-
málamenn í
stað þess að
þeir reyni að slá pólitískar keilur
og beina athyglinni annað.
Ómakleg gagnrýni á bankana
BANKASTJÓRI ÍSLANDSBANKA SVARAR JÓHÖNNU
Birna Einarsdóttir