Morgunblaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 9
Ingvar heitir hann Í umfjöllun um Héðinsfjarðargöng í Morgunblaðinu í gær fórst fyrir að nafngreina forseta bæjarstjórnar Fjallabyggðar, sem rætt var við. Hann heitir Ingvar Erlingsson. Beð- ist er velvirðingar á þessu. Árni Páll, ekki Guð- bjartur Hannesson Í grein Björgvins Guðmundssonar í Mbl. 4. okt. 2010 um málefni aldr- aðra er talað um félagsmálaráð- herra. Þar er átt við fyrrverandi ráð- herra, Árna Pál Árnason, en ekki núverandi ráðherra, Guðbjart Hann- esson, þar eð greinin var send Morg- unblaðinu fyrir rúmum mánuði. LEIÐRÉTT FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010 ÚR BÆJARLÍFINU Karl Ásgeir Sigurgeirsson Hvammstangi Í liðinni viku var afhjúpað sögu- skilti við Vatnsenda í Vesturhópi um Rósu Guðmundsdóttur skáldkonu. Hún bjó um tíma á Vatnsenda og var gjarnan kennd við þann stað, en einnig oft kölluð Skáld-Rósa. Hún var fædd í Hörgárdal, en flutti í Húnavatnssýslu og bjó á nokkrum bæjum. Líf hennar einkenndist af miklum ástríðum, tvígift, en átti einnig börn með Natani Ketilssyni, síðar kenndum við Illugastaði. Kvennabandið í V-Hún vildi heiðra minningu Rósu með þessum hætti og hefur áður sýnt minningu hennar sóma með gerð legsteins á leiði hennar í Efra-Núpskirkjugarði.    Annað minnismerki var af- hjúpað á dögunum við Stapa á Vatnsnesi, er það um Guðmund Bergþórsson rímnaskáld sem fædd- ist þar. Kvæðafélög í Húnaþingi, Reykjavík og Akureyri stóðu fyrir framkvæmdinni, sem styrkt var af Menningarráði SSNV.    Laxveiði er lokið þetta sumar í Húnaþingi vestra. Í Miðfjarðará veiddust 4.040 laxar á 10 stengur sem er nýtt veiðimet í ánni. Ein- göngu er veitt á flugu og stórum hluta afla er sleppt aftur í ána. Í Víðidalsá veiddust 1.252 laxar á átta stengur, sem er nokkru minna en í fyrra. Þar veiddust yfir 1.000 sil- ungar en veiði er ekki lokið á sil- ungasvæði. Í Hrútafjarðará veidd- ust rúmlega 500 laxar og 160 bleikjur. Að sögn kunnugra virðist mikill lax í ánum eftir veiðitímann og eru vonir bundnar við end- urheimtur hans á komandi sumri.    Trébáturinn SIF HU 39, um 50 tonna skip, hefur legið í Hvammstangahöfn um árabil, ónýt- ur og ekki augnayndi. Hringrás ehf. tók að sér að fjarlægja bátinn og var hann rifinn með afkastamiklum vél- um á einum degi. Járnið var sett í endurvinnslu og timbur mun gleðja augu í áramótabrennu á Hvamms- tanga á næsta gamlársdag.    Kvenfélagið IÐJA safnaði fé fyr- ir rafinntaki í veitingahús sem félagið á við Miðfjarðarrétt. Um 30 konur gengu Miðfjarðarhringinn um 40 km og söfnuðu með áheitum 400 þús. krónum. Heildarkostnaður var um tvær milljónir, en gestir í Miðfjarð- arrétt fengu kaffi og bakkelsi í haust, með orku frá Rarik. Minning Vatnsenda-Rósu Morgunblaðið/ Karl Ásgeir Sigurgeirsson Vígsla Fulltrúar Kvennabandsins heiðra Vatnsenda-Rósu við Vatnsenda. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Þessi spurning er fyrst og fremst notuð í áróðri gegn kirkjunni og til að framkalla viðbrögð sem síðan eru túlkuð gegn henni. Ég er mjög hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju og hef unnið að því á undanförnum árum að ríki og kirkja verði að- skilin,“ segir Gunnlaugur Stefáns- son prestur á Heydölum í gagn- rýni á þá spurningu í nýrri könnun Gallups hvort skilja beri að ríki og kirkju. Hefur verið að festast í sessi „Það náðist mikill áfangi í þeim efnum árið 1997 þegar það var staðfest í lögum að kirkjan væri sjálfstætt trúfélag. Fram að því og eftir það hefur þessi aðskilnaður verið að festast í sessi,“ segir Gunnlaugur sem ræddi málið í prédikun í gær. „Ég fór ítarlega yfir þetta í ræðu í Bústaðakirkju. Þar fjallaði ég um hvernig aðskilnaður ríkis og kirkju væri orðinn að reynd og hvernig ríki og kirkja hefðu gert með sér samkomulag á grundvelli samninga sem hefðu verið gerðir eins og gildir um mörg frjáls fé- lagasamtök á Íslandi, verkalýðs- félögin, sveitarfélögin, Rauða krossinn og svo framvegis.“ – Telurðu spurninguna ranga? „Já. Spurningin er fráleit. Hún er fráleit, vegna þess að hún geng- ur út frá því sem vísu að ríki og kirkja séu eitt en svo er ekki. Það er skýrt tekið fram í lögum um þjóðkirjuna að hún er sjálfstætt trúfélag. Síðan hefur kirkjan fullt fjárhagslegt forræði, sér um sinn rekstur sjálf og ber ábyrgð á sín- um málefnum.“ Gallup biðjist afsökunar Gunnlaugur gagnrýnir Gallup. „Mér finnst þessi vinnubrögð óábyrg og alls ekki fagleg. Mér finnst að Capacent Gallup eigi að lýsa því yfir að þarna hafi verið ófaglega að verki staðið,“ segir Gunnlaugur sem kveðst hafa rætt málið við starfsmann Gallup fyrir ári. Sá hafi ekki vitað af aðskiln- aðinum en spurningin engu að síð- ur verið endurtekin í ár. Segir Gallup taka þátt í áróðri gegn kirkjunni  Séra Gunnlaugur Stefánsson fordæmir skoðanakönnun Spurningin er frá- leit. Hún gengur út frá því sem vísu að ríki og kirkja séu eitt en svo er ekki. Gunnlaugur Stefánsson Lögreglan á höf- uðborgarsvæð- inu segir, að bráðabirgðanið- urstöður lífsýna, sem voru sendar til Svíþjóðar til rannsóknar vegna morðmáls- ins í Hafnarfirði í ágúst, séu teknar að berast. Ekki sé þó hægt að greina frá nið- urstöðum að svo stöddu. Dómkvaddur sérfræðingur ann- ast nú geðrannsókn á Gunnari Rúnari Sigþórssyni sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá 27. ágúst svo unnt sé að meta geðrænt sakhæfi hans. Málið verður sent rík- issaksóknara til afgreiðslu þegar formlegar og endanlegur nið- urstöður krufningar, lífsýna og geðrannsóknar liggja fyrir. Rannsókn miðar vel Kafað Frá leit í Hafnarfjarðarhöfn. www.feminin.is • feminin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópavogi • sími 544 2222 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 NÝJAR VÖRUR FRÁ Stærðir 38-56 Síðar mussur Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 100% bómull Litir: grátt og svart Verð 4.900 kr. Mjódd, sími 557 5900 HAUSTDAGAR Í FRÖKEN JÚLÍU 15 % afsláttur af öllum vörum frá JENSEN á haustdögum Verið velkom nar Blessaði Guð Ísland? Stefnir Ísland áfram? Er atvinna að skapast eða tapast? Tvö ár eru liðin frá bankahruni. Félag atvinnurekenda stendur fyrir opnum fundi þar sem rædd verður framtíðarsýn í atvinnurekstri á Íslandi. Hvernig sköpum við störf? Hverjar eru aðstæður fyrirtækja? Er Ísland nýtur þegn í samfélagi þjóðanna, nafli alheimsins eða afskekkt einkahagkerfi? Fundurinn fer fram í Iðnó miðvikudaginn 6. október kl. 15.00 Dagskrá: 1. Viðskiptaumhverfið á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi – hver er staðan tveimur árum eftir hrun? Margrét Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Félags atvinnurekenda og forstjóri Icepharma 2. Á krossgötum: Pólitískar og hugmyndafræðilegar forsendur endurreisnarinnar Þorsteinn Pálsson 3. Hugmyndir skapa störf! Frosti Sigurjónsson, frumkvöðull 4. Minni og meðalstór fyrirtæki eru drifkraftur atvinnusköpunar – en erum við að beisla kraftinn? Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Skattheimta á skjön. Á milli erinda verða kynnt grátbrosleg dæmi um innheimtu vörugjalda og skatta sem augljóslega stríða gegn heilbrigðri skynsemi. Munum að „Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir“ Skoðið sýnishornin á laxdal.is FLOTTIR VETRAJAKKAR Í ÚRVALI SVARTAR KLASSÍSKAR GERRY- WEBER BUXUR Á TILBOÐI KR. 16.900 (MÖRG SNIÐ) Laugavegi 63 • S: 551 4422 Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.