Morgunblaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010 ✝ Anna Halla Björg-vinsdóttir var fædd á Siglufirði 5. apríl 1947. Hún lést á líknardeild Landspít- alans þann 27. sept- ember 2010. For- eldrar hennar voru Björgvin Bjarnason, sýslumaður og bæj- arfógeti, f. 12. júlí 1915, d. 10. des. 1989, og kona hans Sig- urbjörg Guðmunds- dóttir, f. 6. apríl 1920, d. 6. jan. 2006. Systk- ini hennar eru Svanhildur Björg- vinsdóttir, f. 25. maí 1945, maki Eiður Kr. Benediktsson og Bjarni handmennt frá Statens Lærerskole i Forming, Notedden, Noregi 1977. Hún starfaði sem handmennta- kennari við Valhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi um nokkurra ára skeið og síðan í nokkur ár hjá Frímerkja- sölu Pósts og síma. Síðan hóf hún störf við handritadeild Þjóð- arbókhlöðu og starfaði þar til dauðadags. Eftir Önnu Höllu liggur töluvert af vefnaði og öðrum verk- um sem bera vitni um einstaka vandvirkni hennar og smekkvísi. Anna Halla var virk í tónlistarlíf- inu, starfaði í Söngsveitinni Fíl- harnoníu óslitið um 30 ára skeið og sótti tónleika á ýmsum sviðum tón- listar. Anna Halla var mikil útivist- armanneskja og hafði ferðast og gengið víða um fjöll og byggðir á Íslandi og í Noregi, en hún hélt mikilli tryggð við Noreg eftir náms- ár sín þar. Útför Önnu Höllu verður gerð frá Neskirkju í dag, 5. október 2010, og hefst athöfnin kl. 13. G. Björgvinsson, f. 1. febrúar 1951, maki Ólöf M Guðmunds- dóttir. Anna Halla ólst upp á Sauð- árkróki og Hólmavík. Hún tók landspróf frá Hérðasskólanum að Reykjum árið 1962 og stúdentspróf frá Menntaskólanum á Laugarvatni árið 1966. Forpróf í mál- vísindum og hljóð- fræði frá HÍ 1968. Nam vefnað við Sta- tens Håndverk og kunstindustr- iskolen í Ósló 1969-1973 með dip- lom í vefnaði og kennarapróf í Það er undarlegt að sitja í þeim sporum að semja minningargrein um Önnu Höllu systur mína. Hún hefur verið hluti af lífi mínu og fjölskyldu minnar alla tíð, en er nú svo skyndilega kölluð á brott frá okkur. Veikindin komu snöggt og óvægið og lögðu þessa hraustu manneskju að velli á fjórum mán- uðum. Það er margs að minnast nú þegar leiðir skilur. Efst í huga er þakklæti fyrir að hafa átt hana að systur og vini alla tíð. Anna Halla var einstök manneskja. Hún var hlédræg, um of sagði ég alltaf, því hún hafði svo mörgu að miðla. Sem eldri systir var hún einstaklega góð og ég minnist þess ekki að við höfum rifist eða deilt um hlutina. Sem föðursystir barnanna minna var hún frábær. Hún lék við þau og las fyrir þau, bjó til fallega hluti og jólapakkarnir frá Önnu Höllu voru alltaf sérstakt tilhlökkunar- efni. Umbúðirnar um pakkana voru handgerðar, merkispjöldin jafnvel úr brenndum leir, í raun voru pakkarnir sjálfir listaverk svo um- búðir eru sumar enn til. Þannig var Anna Halla, hún gaf nytsama hluti og fallega, því hún var sann- kallaður fagurkeri. Hún var lag- hent og hafði listrænt handbragð, það var sama hvert verkið var. Þá hafði hún einstaklega fallega rit- hönd, svo eftir var tekið. Anna Halla lærði vefnað í Nor- egi, en því miður starfaði hún ekki lengi á því sviði. Þar held ég að hlédrægni hennar hafi valdið mestu um. Hún var ekkert fyrir það að láta á sér bera og var gagn- rýnin á eigin verk og var engin eiginhagsmunamanneskja. Hún hugsaði alltaf um aðra á undan sjálfri sér. Ég sagði að Anna Halla hefði verið fagurkeri, hún var það í bestu merkingu þess orðs. Hvert sem viðfangsefnið var, tónlist, myndlist, bókmenntir eða lífið sjálft þá laðaðist hún alltaf að því fallega og góða í öllum greinum og miðlaði áfram til annarra. Það voru ekki bara umbúðirnar um gjafir Önnu Höllu sem voru fallegar, innihaldið var það ekki síður, vand- aðar bækur eða tónlist, eða hand- verk. Gjafir hennar voru fallegar, jafnt umbúðir sem innihald, eins og hún sjálf. Hver er sínum gjöfum líkastur er gjarnan sagt. Það orð- tak sannast í Önnu Höllu, gjafir hennar voru fallegar í gegn, gefnar af heilum hug, velvilja og vænt- umþykju. Hún laðaðist að því góða og fallega og miðlaði því áfram til samferðamannanna. Anna Halla bjó alltaf ein, en átti góðan og traustan vinahóp, sem sannaðist í veikindum hennar. Vin- irnir fylgdust með henni og heim- sóttu hana svo lengi sem hægt var. Sérstaklega viljum við aðstandend- ur þakka Gerd Førland vinkonu hennar frá Noregi, sem kom hing- að til lands þegar Anna Halla veiktist í vor, var hjá henni dag- lega og hjúkraði henni af einstakri alúð þar til yfir lauk. Var það okk- ur aðstandendum ómetanlegt að vita af henni hjá Önnu Höllu og fé- lagsskapur hennar hefur létt syst- ur okkar erfiða sjúkdómsgöngu. Við kveðjum Önnu Höllu með söknuði. Stundum finnst manni líf- ið óréttlátt, en við eigum eftir fal- legar minningar um einstaka manneskju sem munu fylgja okkur áfram. Blessuð sé minning Önnu Höllu Björgvinsdóttur. Bjarni G. Björgvinsson. Þú spyrð mig um haustið. Það kem- ur og eignar sér engin sem ilma nú vel eftir sláttinn með sílgrænar lanir. Það kemur og reikar á nóttunni niður við á og þar sem hún rennur glaðvær hjá bökkum og blá bindur það hörpu tunglsins þvert yfir vatnið og kallar á vindinn, lætur hann leika á strenginn löng og dapurleg rökkurstef og hlustar fram undir morgun. En þú verður farin þá. (Hannes Pétursson) Saknaðarkveðjur. Þín systir Svanhildur og fjölskylda. Anna Halla var yngst okkar sem settumst í fyrsta bekk Menntaskól- ans að Laugarvatni haustið 1962, aðeins fimmtán ára. Fljótlega kom í ljós að þessari hæglátu og prúðu stúlku var flest til lista lagt. Hún hafði forkunnarfagra rithönd og teiknaði listavel. Hún las best allra upp, bæði ljóð og laust mál og vel söng hún líka. Í sundi og leikfimi var hún fremst í flokki. Náminu sinnti hún af kostgæfni og árang- urinn eftir því. Þrátt fyrir hógværð var eitthvað næstum tígulegt við fas hennar og hreyfingar. Anna Halla bjó utan heimavistar og tók lítinn þátt í þeim ærslum sem þar voru höfð í frammi. Vinátta okkar festi rætur þegar við deildum her- bergi í ferðalagi um Danmörku og Þýskaland eftir stúdentspróf vorið 1966. Haustið 1967 hófum við báð- ar nám í íslensku við Háskóla Ís- lands og bjuggum á sama gangi á Nýja Garði. Laugvetningar á Görð- unum héldu hópinn og hittust reglulega í svokölluðum kaffiklúbb. Mörgum síðkvöldum eyddum við Anna Halla líka tvær yfir kaffi- krúsum. Þá bar margt á góma sem ekki hefur farið víðar. Haustið 1969 venti Anna Halla sínu kvæði í kross og hóf nám við Kunst- og håndverksskolen í Oslo og lauk þaðan námi fjórum árum síðar með listvefnað sem aðalgrein. Á Nor- egsárum hennar skrifuðumst við á. Bréfin frá henni komu ekki mjög þétt en þau voru svo vel skrifuð, í öllum skilningi, að unun var að. Tvisvar heimsótti ég hana í Osló og gisti, í fyrra skipti í herberginu hennar á stúdentagarði en seinna í íbúð sem hún leigði ásamt vinkonu sinni Gerd Førland. Vinátta þeirra hélst alla tíð og var Gerd Önnu Höllu og fjölskyldu hennar til ómetanlegs stuðnings í erfiðum veikindum hennar. Eftir heimkomuna frá Noregi tók brauðstritið við. Anna Halla var vandlátur listunnandi. Hörð- ustu kröfurnar gerði hún þó til sjálfrar sín. Ekkert var fjær henni en að trana sér fram. Henni var ekki lagið að „markaðssetja sig“ eða „koma sér á framfæri“. Hinir fjölþættu hæfileikar hennar nutu sín sjaldnast í þeim störfum sem hún vann sér til viðurværis en hún sinnti þeim af alúð. Samverustundirnar urðu strjálli eftir því sem árin færðust yfir og í fleiri horn var að líta. Alltaf leit ég þó við hjá Önnu Höllu þegar leiðin lá á vinnustað hennar á Lands- bókasafninu og stundum gafst þá tími fyrir kaffispjall líkt og forðum. Ég vonaði að fundum fjölgaði þeg- ar um hægðist hjá okkur báðum. Það verður ekki. Eftir lifa minn- ingar um góða vinkonu og einstaka manneskju. Ég sendi Gerd, Svan- hildi, Bjarna og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur. og kveð með orðum norska skáldsins Halldis Moren Vesaas: „Fátækari hefðum við staðið hér í dag hefði það ekki verið svo þungt að missa þig.“ Sigurborg Hilmarsdóttir. Anna Halla var hæversk kona, hlýleg, minnug og samviskusöm. Hélt sér helst til hlés, hafði ein- beittan vilja, sýndi kjark og dæmi um hann er þegar hún í blóma lífs- ins skipti um starfsvettvang. Eng- inn var svikinn af vinnu Önnu Höllu og handunnin verk bera leikni og vandvirkni hennar fagurt vitni. Anna Halla söng alt í Söng- sveitinni Fílharmóníu þar sem hún stóð sína plikt sem virkur félagi frá árinu 1979 og allt til 2006. Mætti stundvíslega og jafnan fyrst manna. Hún tók enda á sig þá skyldu sín síðustu söngár að opna Melaskólann fyrir æfingar á mánu- dags- og miðvikudagskvöldum. Hún var félagi af lífi og sál og tók þátt í árshátíðum, ferðum og veislum kórsins. Árið 2006 ákvað Anna Halla að nóg væri sungið af sinni hálfu en frá þeim tíma mætti hún á tónleika Söngsveitarinnar meðan ævin entist. Þannig sýndi hún kórstarfinu lifandi áhuga og velvilja. Naut þess að hlusta á hljóminn þótt rödd hennar væri ekki lengur hluti hans. Síðustu samfundir hennar við kórfélagana voru í veislu sem haldin var í til- efni 50 ára afmælis Söngsveitar- innar í apríl síðastliðnum. Þá var ekki farið að bera á þeim veik- indum sem drógu hana til dauða svo snöggt. Kannski hafa þau átt sinn aðdraganda en það segir fátt af einum og það var hvorki háttur Önnu Höllu að kvarta né tala um líðan sína við samferðafólkið. Þeg- ar til kastanna kom varð ekki við neitt ráðið. Ég veit ég get mælt fyrir munn félaga Söngsveitarinnar Fílharmóníu þegar Önnu Höllu eru við leiðarlok þökkuð samfylgd og óeigingjörn störf í þágu kórsins í áraraðir. Blessuð sé minning trausts kórfélaga í Söngsveitinni Fílharmóníu. Lilja Árnadóttir. Anna Halla Björgvinsdóttir hóf störf í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni fyrir rúmum tíu árum eða í apríl árið 2000. Upp- haflega leysti hún af í handrita- deild en hóf störf í þjóðdeild 1. okt. 2001 og starfaði þar síðan. Hún sinnti afgreiðslu á þjóðdeildarefni fyrir fræðimenn á lestrarsal en sá jafnframt um ýmis önnur verkefni s.s. að flokka og búa um smáprent sem berst í ótrúlegu magni til safnsins í skylduskilum og að við- halda skrá yfir íslenska doktora, doktor.bok.hi.is. Þá átti hún einnig stóran þátt í uppsetningu jólasýn- ingar þjóðdeildar síðustu árin. Anna Halla stundaði nám við lista- og handmenntaskóla í Osló á sínum yngri árum. Hún lagði stund á vefnað og var félagi í Textílfélag- inu. Hún var afskaplega handlagin og hinn listræni þáttur í fari henn- ar nýttist mjög vel við umönnun og skipulag þess efnis sem varðveitt er í þjóðdeildinni. Anna Halla var unnandi klassískrar tónlistar og óperusöngs. Hún var mikil útivist- arkona og gekk mikið en það er líkamsrækt sem margir í Bókhlöð- unni stunda, auk þess sem hún var í jógahópi safnsins. Starfsfólk Landsbókasafns Íslands – Há- skólabókasafns kveður Önnu Höllu með söknuði. Hún var góður vinnu- félagi og rösk til allra verka, vand- virk, áreiðanleg og samviskusöm. Ingibjörg Steinunn Sverr- isdóttir landsbókavörður. Í dag kveðjum við mæta sam- starfskonu, Önnu Höllu Björgvins- dóttur, sem lést eftir erfiða sjúk- dómslegu. Hún vann með okkur af ósérhlífni allt þar til sjúkdómurinn tók völdin. Anna Halla hóf störf við hand- ritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns í apríl árið 2000 og flutti sig rúmu ári síðar á þjóð- deild, báðar deildir eru nú innan varðveislusviðs safnsins þar sem viðfangsefnin eru íslenskur menn- ingararfur og þar var hún vel heima. Anna Halla hafði margvísleg störf með höndum og gekk í þau öll af jafnmikilli samviskusemi og vandvirkni. Hún sá um rafræna skrá yfir doktorsritgerðir Íslend- inga sem varðar eru við erlenda háskóla. Hún sá einnig um umbún- að á ýmiss konar smáprenti sem er ómetanlegur fjársjóður fyrir fólk sem stundar rannsóknir í ýmsum fræðigreinum og gekk hún um ritakostinn af mikilli natni og ná- kvæmni, sem er mikilvægt á öllum þeim söfnum, þar sem þjóðararfur er varðveittur fyrir komandi kyn- slóðir. Ekki má gleyma vinnu hennar í þjónustuborði þjóðdeildar þar sem reynir á lipurð og skjótar lausnir. Anna Halla var fagurkeri og hafði gaman af öllu því sem fallegt var. Hún var sjálf listfeng og list- unnandi. Hún var vel að sér um hvaðeina í myndlist og tónlist, er- lenda og íslenska. Hún miðlaði okkur hinum af þekkingu sinni og hún tók virkan þátt. Anna Halla var veflistakona, hafði numið við Kunst og handværkskole í Osló í fjögur ár og útskrifaðist þaðan með sæmd enda óf hún hvert lista- verkið á fætur öðru. Hún söng með Söngsveitinni Fílharmóníu árum saman og sótti tónleika annarra flytjenda af miklum áhuga. Oft minntist hún á árin í Noregi og ætíð með hlýju. Það voru gef- andi ár og alltaf togaði Noregur í hana eftir að heim kom. Fríin sín notaði hún gjarnan þar með göml- um vinum og kunningjum náms- áranna. Hún var útivistarmann- eskja og fór í langar gönguferðir innanbæjar sem utan og var lítið fyrir að nota bifreiðar, kæmist hún hjá því. Anna Halla lagði varðveislusviði Landsbókasafns ómetanlegt lið með vinnu sinni á undanförnum ár- um. Vinnu sem innt var af hendi af einstakri trúmennsku. En við söknum hennar ekki eingöngu starfanna vegna, heldur ekki síður vegna þess hve góður vinnufélagi hún var. Skarðið verður vandfyllt. Eftir sitjum við hnípin en um leið þakklát fyrir að hafa átt mann- kostakonuna Önnu Höllu að vinnu- félaga. Við vottum öllum aðstandendum hennar dýpstu samúð. Kristín Bragadóttir, sviðsstjóri varðveislusviðs Lands- bókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns. Anna Halla Björgvinsdóttir Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, VALNÝ GEORGSDÓTTIR, áður til heimilis að, Bláhömrum 2, Reykjavík, andaðist á Heilbrigðisstofnun Blönduóss laugar- daginn 2. október. Útförin mun fara fram í Reykjavík og verður hún auglýst síðar. Erla Höskuldsdóttir, Sigrún Höskuldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNA SÓLBERG, lést á St. Jósefsspítala föstudaginn 1. október. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 8. október kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hennar er bent á MND félagið. Óskar Líndal Jakobsson, Gísli Þór Guðmundsson, Anna Hildur Hildibrandsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Ingvar Reynisson, Friðgerður Guðmundsdóttir, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.