Morgunblaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010
Rás 2 stendur nú fyrir John Len-
non tökulagakeppni og eru tólf lög
komin í úrslit sem verða tilkynnt í
Popplandi föstudaginn 8. október.
Tilefnið er að sjálfsögðu afmæli
Lennon 9. október og hingaðkoma
ekkju hans, Yoko Ono, sem heldur
hljómleika þann daginn.
Tólf lög í úrslit Lennon
tökulagakeppni
Fólk
Lokaumferð Íslandsmótsins í
Gokart fór fram laugardaginn sl, 2.
október, en þetta er í fyrsta sinn
sem haldið er Íslandsmót í grein-
inni síðan árið 2006. Mótið fór fram
á Rallýkrossbrautinni við Krýsuvík-
urveg og fóru leikar þannig að Jón
Ingi Þorvaldsson sigraði eftir
harða og einkar jafna keppni. Jón
Ingi slær einnig á bassastrengi með
rokksveitinni XIII og er svartbelt-
ingur í karate, á marga sigra að
baki í þeirri sjálfsvarnarlist, m.a.
Íslandsmeistaratitil í kumite. Fjöl-
hæfur maður þar á ferðinni svo
sannarlega!
Þungarokkari Íslands-
meistari í Gokart
Hann Hebbi okkar Guðmunds-
son undirbýr nú innrás mikla á
hljómplötumarkaðinn í haust en
lagið „Time“, sem hann vann ásamt
syni sínum hefur glumið í útvarps-
stöðvum landsins undanfarið. Í vik-
unni fer svo nýtt lag í spilun,
„Treasure Hunt“. Lögin tvö draga
bæði dám af eitís-tónlistinni sem
Herbert sló í gegn með á sínum
tíma en endurlit til þeirra tíma er
mjög svo móðins hjá ungsveitum
dagsins í dag. Spegill sálarinnar,
síðasta hljóðversverk Herberts,
kom út fyrir tveimur árum.
Herbert Guðmundsson
gefur út nýtt lag
Dagskrá þessa mánaðar liggur nú
fyrir hjá kvikmyndahúsinu Bíó
Paradís og kennir þar ýmissa grasa.
Kvikmyndin Nowhere Boy hefur
verið tekin til sýninga en hún segir
af Bítlinum John Lennon á unglings-
árum sínum, þegar hann hitti Paul
McCartney og stofnaði sína fyrstu
hljómsveit. Fleiri myndir verða
sýndar tengdar Lennon, hinn 8.
október verður frumsýnd ný heim-
ildarmynd Ara Alexanders um Yoko
Ono, ekkju Lennons, og friðarsúluna
í Viðey, Imagine Peace, og einnig
verður boðið upp á úrval forvitni-
legra mynda sem Lennon og Ono
gerðu um og eftir 1970.
Kvikmyndin Winter’s Bone, sem
sýnd var á RIFF, verður sýnd áfram
í Bíó Paradís og nýjasta kvikmynd
Gaspars Noe, Enter the Void, en
hún verður frumsýnd 8. október.
15. október verður svo frumsýnd
heimildarmynd Þorsteins Jónssonar
um séra Gunnar Kristjánsson, Liljur
vallarins en í henni er ýmsum spurn-
ingum varpað fram um Guð, tilgang
lífsins og kirkjuna. 22. október verða
svo frumsýndar kvikmyndirnar We
Want Sex, bresk gamanmynd sem
líkt hefur verið við The Full Monty,
og Norð vestur, heimildarmynd Ein-
ars Þórs Gunnlaugssonar um björg-
unaraðgerðirnar á Flateyri eftir að
snjóflóð féll á bæinn 26. október
1995. Þá mun Bíó Paradís sýna kvik-
myndirnar sem tilnefndar eru til
kvikmyndaverðlauna Norðurlanda-
ráðs og þýskir dagar standa þar yfir
til 7. október, fjórar þýskar kvik-
myndir sýndar í samvinnu við
Goethe-stofnunina. Hvergi Úr Nowhere Boy. Aaron Johnson leikur John Lennon ungan.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Fyrsta sólóplata tónlistarmannsins
Erps Eyvindarsonar er væntanleg í
mánuðinum en verið er að leggja
lokahönd á verkið þessa dagana.
Platan hafði ekki hlotið titil þegar
blaðamaður sló á þráðinn til Erps
undir lok síðustu viku, þá var hann á
leiðinni á hugmyndafund með hönn-
uðum þar sem fara átti yfir útlit um-
slagsins og plötutitilinn.
Plötuna gefur Erpur út undir lista-
mannsnafninu BlazRoca og fær hann
marga tónlistarmenn í lið með sér á
henni, m.a. Sesar A, Dóra DNA,
Ágúst Bent, Dabba T, MC Gauta,
Henrik Biering, Friðrik Dór, hinn tíu
ára gamla rappara MC Isaksen og
bítboxarann Kidda sem einnig er
ungur að árum en hann lék í kvik-
myndinni Bjarnfreðarson, nánar til-
tekið Georg Bjarnfreðarson ungan.
Kiddi „bítboxar“ í laginu sem Is-
aksen rappar í.
Lærimeistari Erpur
– Er Isaksen hinn ungi að
flytja texta eftir þig?
„Við unnum lagið sam-
an, strákarnir, hittumst
í stúdíói og þetta var
mikil samvinna. Það
náttúrlega segir sig
sjálft að ég geri mikið en
samt sem áður var þetta
mikil samvinna,“ svarar
Erpur. Lagið sem strákarnir
flytja heitir „Pabbarnir“.
– Þú ert lærimeistari ungra rapp-
ara?
„Já, klárlega, ég hef verið það
lengi.“
Erpur segir að rappið sé þess eðlis
að rapparinn tali fyrir hönd stórs
hóps, þannig hafi rappið orðið til í
upphafi. Menn séu að tala fyrir hönd
síns hverfis, borgarinnar sinnar eða
kynþáttar síns, til dæmis. Erpur hóf
snemma að rappa á íslensku, ellefu
ára gamall og hefur unnið með mörg-
um tónlistarmönnum í þeim geira.
Hann komst fyrir alvöru í kastljósið
með hljómsveit sinni XXX Rott-
weilerhundum sem fór með sigur af
hólmi í Músíktilraunum árið 2000.
Hann segist hafa slegið í gegn með
þeirri ágætu og farsælu sveit.
Ljónhart Kópavogslag
– Hver eru yrkisefni þín á þessari
plötu? Romm, vindlar og frænkur?
„Ég væri að svíkja sjálfan mig ef
ég væri ekki að rappa um romm og
frænkur,“ segir Erpur, kíkir á laga-
listann og bætir við að á plötunni
megi m.a. finna pælingar um hipp-
hopp-senuna á Íslandi, umfjöllun fjöl-
miðla um hana og heimsósómaljóð
um stöðuna á hlutum hjá ungu fólki.
„Svo er fullt af partídóti og lag um
landráð,“ bætir Erpur við. Á plötunni
megi einnig finna ádeilu á íslensk
stjórnmál og þjóðfélag, t.d. í lögunum
„Reykjavík Belfast“, „Landráð“,
„Stórasta landið“ og „Hleraðu
þetta“. „Svo eru náttúrlega lög
þarna sem allir þekkja sem orðin
eru mjög vinsæl, „Elska þessar
mellur“, „Viltu dick?“, „Keyrum
þetta í gang“ og það allt,“ segir Erp-
ur. „Svo er Kópavogslag sem heitir
„Kópacabana“. Það er ljónhart.“
Ekki dónalegt
– Ertu mjög dónalegur á þessari
plötu? Kannski er ekki hægt að
spyrja að því þegar þessi tegund tón-
listar á í hlut?
„Ég myndi ekki segja að þetta
væri mjög dónalegt. „Elska þessar
mellur“ er örugglega dónalegasta
lagið og mér finnst það ekkert dóna-
legt.“
– Það höfðar ekki til femínista?
„Jú, það ætti alveg að gera það.
Femínisminn hefur sem betur fer
fengið miklu fleiri fylgismenn og af
öðru sauðahúsi seinustu árin. Femín-
istar eru fólk sem vill að jafnrétti
kynjanna sé tryggt og að konur
gjaldi ekki fyrir það að vera konur,
hvorki í launum né fyrir dómstólum.
Því fólki ætti að vera skítsama þó að
ég sé eitthvað að fokkast, það er nátt-
úrlega húmor í þessu. Það er enginn
sem hlustar á þetta og hlær ekki.“
– Fólk áttar sig kannski ekki alltaf
á því að það sé spaugsamur undir-
tónn í svona lögum?
„Ég held að fólk sem hlustar á
lagið í gegn fatti það alveg. Og ef
ekki þá er mér slétt sama.“
Romm, frænkur og landráð
Erpur Eyvindarson, BlazRoca, sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu
Partí og heimsósómaljóð koma m.a. við sögu og tíu ára rappari
RAPPORÐABÓKIN
Blaðamaður bað Erp um að nefna nokkur ómissandi orð og frasa í
rapptextum. Erpur varð við því og færði skýringar.
Frænka: Hugguleg kona/stelpa.
Hali: Getur þýtt margt, t.d. einhver sem er að dingla
sér, sbr. hali sem dinglar, og að „vera á halanum“ sem
þýðir í raun að vera dauðadrukkinn. Þá sitja menn á
halanum, ófærir um að standa í lappirnar.
Beygla: Tæpar píur.
Lókur: Gamalt og gott íslenskt orð sem flestir
ættu að vita hvað þýðir.
Skinka: Ákveðin týpa af stelpu. Stundar ljósaböð af
miklu kappi og málar sig fullmikið.
Hali, beygla og lókur
Morgunblaðið/Ernir
Pósa Héðinn Valdimarsson var ljónharður og átti gemsa löngu áður en gemsar urðu til, að því er virðist. Erpur bregður sér í styttulíki.
Lennon og Ono í Paradís