Morgunblaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 13
FRÉTTASKÝRING
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Enn ríkir mikil óvissa varðandi end-
urútreikninga erlendra bílalána,
ekki síst í tilvikum þar sem bílarnir,
sem lánað var fyrir, hafa skipt um
eigendur. Frumvarps viðskiptaráð-
herra er beðið með óþreyju, en þar
mun koma fram hvernig endurút-
reikningi skuli háttað.
SP-fjármögnun hefur að undan-
förnu endurreiknað erlend bílalán
og kaupleigusamninga. Að sögn
Haraldar Ólafssonar, forstöðu-
manns verkefna- og þjónustusviðs
SP-fjármögnunar, hefur áhersla
verið lögð á að ljúka fyrst endurú-
treikningi á þeim samningum þar
sem sami lántaki hefur verið skráð-
ur á lánið frá upphafi.
Mikið álitamál
Sú vinna er langt komin og munu
8.000 skuldarar fá send gögn um
skuldastöðu sína 7. október.
Haraldur segir að útreikningar
erlendra lána á bílum, sem hafa
skipt um eigendur, séu mikið álita-
mál. Hann vonast til að í fyrirhug-
uðu frumvarpi komi fram hvernig
þeim útreikningum skuli háttað.
„Þetta þarf að vinna á sanngjarnan
hátt. Að okkar mati væri besta leiðin
að skipta láninu upp, hafi fleiri en
einn greitt af því, og leiðrétta lánið í
samræmi við það, þannig að lántak-
andi fái leiðréttingu á því tímabili
sem hann greiddi af láninu.“
Halldór Jörgensson, forstjóri
Lýsingar, segir að þar sé nú unnið
að endurútreikningi og uppgjöri við
viðskiptavini vegna bílasamninga.
Fyrst verði tekin fyrir lán þeirra
sem eru með virka samninga og hafa
ekki farið í yfirtökur. „Við viljum fá
sem flestar forsendur á hreint áður
en við göngum endanlega frá
þessu,“ segir Halldór. Hann gerir
ráð fyrir því að útreikningunum
verði lokið um miðjan október, fyrst
verði lán einstaklinga endurreiknuð
og síðan lán fyrirtækja.
Halldór segist vona að í frum-
varpinu verði skýr fyrirmæli um
meðferð yfirtekinna lána. „Ég von-
ast líka til að þar verði tekið á of-
greiddum lánum.“
Óvissa um uppgjör
Íslandsbanki Fjármögnun hefur
endurreiknað bílasamninga og
kaupleigusamninga í sam-
ræmi við niðurstöðu Hæsta-
réttar. Ingvar Stefánsson,
yfirmaður Íslandsbanka
Fjármögnunar, segir að nú
sé verið að ljúka við end-
urreikning lána sem hafa
verið með sama greiðanda
frá upphafi, það séu um
6.000 lán. Næst verða tekin
lán sem hafa verið
greidd upp og býst
Ingvar við að
gengið verði frá
þeim í nóvember.
Hann segir að enn sé óvissa um
meðhöndlun uppgjörs á yfirteknum
lánum. „Við vonumst til að í frum-
varpinu komi fram hvernig endur-
reikna eigi slík lán. Sanngjarnasta
leiðin að mínu mati er að sá sem
lenti í gengistapinu njóti lækkunar-
innar.“
Meta þarf hvern og einn
Fjármögnunarfyrirtækið Avant
vinnur nú að endurútreikningi lána í
erlendri mynt. Fyrst verða þeir
samningar endurreiknaðir sem hafa
verið í höndum sama lántaka frá
upphafi og eru ekki greiddir upp.
Gert er ráð fyrir að greiðsluseðlar
verði sendir til viðskiptavina eftir
15. október. Enn ríkir hins vegar
réttaróvissa um uppgjör yfirtekinna
samninga. Helga Hermannsdóttir,
deildarstjóri einstaklingsdeildar Av-
ant segist búast við að í frumvarpinu
verði línurnar lagðar hvað það varð-
ar.
Magnús Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Avant segist fyrst og
fremst gera þær kröfur til frum-
varpsins að það sé sanngjarnt gagn-
vart lántakendum. „Til þess að svo
megi verða þarf að taka hvern og
einn einstakling og reikna stöðuna á
láni hans sérstaklega út.“
Frumvarp vekur væntingar
Morgunblaðið/G.Rúnar
Bílalán Útreikningar erlendra lána á bílum, sem hafa skipt um eigendur, eru mikið álitamál. Fjármögnunarfyrir-
tæki binda vonir við að í fyrirhuguðu frumvarpi komi fram hvernig þeim útreikningum skuli háttað.
Fjármögnunarfyrirtækin binda vonir við boðað frumvarp stjórnvalda um endurreiknun gengislána
Sanngirni verður að ráða för við útreikninga yfirtekinna lána Skýrra fyrirmæla er beðið
185 milljarða lán
» Heildarverðmæti geng-
isbundinna lána einstaklinga
er 185 milljarðar.
» Ein afleiðing af dómi Hæsta-
réttar er lækkun þessarar
verðmætistölu um 43 millj-
arða. Bankakerfið tekur það á
sig.
» Séu gengisbundin lán fyr-
irtækja tekin með í reikninginn
fer heildarupphæð lánanna yfir
þúsund milljarða.
FRÉTTIR 13Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010
www.noatun.is
Sláturmarkaður
opinn þriðjudaga til laugardaga.
Þegar þú tekur slátur færðu
mikinn mat fyrir lítinn pening
auk þess sem sláturgerð er mikil
skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Þú færð allt hráefni og öll áhöld til sláturgerðar í Nóatúni.
Lærðu að taka slátur á www.noatun.is í sérstöku myndbandi
eða fáðu kennslubækling gefins í næstu Nóatúns verslun.
Árni Páll Árnason, efnahags- og
viðskiptaráðherra, boðaði frum-
varp sitt um meðferð geng-
istryggðra lána þann 17.
september síðastliðinn.
Frumvarpið kom í kjölfar
dóms Hæstaréttar, þar
sem kveðið var á um að
vextir slíkra lána skyldu á
hverjum tíma vera jafnhá-
ir lægstu óverð-
tryggðu
vöxtum
Seðla-
bankans.
Niðurstaða Hæstaréttar verður
lögð til grundvallar lagasetning-
unni.
Frumvarpið mun gera það að
verkum að allir þeir sem hafa tekið
lán til bíla- eða húsnæðiskaupa
með tengingu við erlenda gjald-
miðla, sitji við sama borð.
Uppgjöri og endurútreikningi
bílalána og kaupleigusamninga var
hraðað í kjölfar dómsins. Flestar
fjármálastofnanir eru nú komnar
vel á veg með þá vinnu og munu
einhverjar þeirra senda út
greiðsluseðla endurreiknaðra lána
á næstu dögum.
Frumvarp í kjölfar dóms
ALLIR SITJI VIÐ SAMA BORÐ
Árni Páll
Árnason
Alþýðusamband Íslands og Stofnun
stjórnsýslufræða og stjórnmála við
Háskóla Íslands efna til opinbers
fyrirlestrar þriðjudaginn 5. októ-
ber kl. 12 í Hátíðarsal HÍ.
Fyrirlesari verður dr. Heiner
Flassbeck, yfirmaður hjá Þróun-
arstofnun Sameinuðu þjóðanna.
Hann mun horfa til Íslands í fyr-
irlestri sínum þegar hann fjallar
um óveðursský í efnahagsmálum
heimsins, sem leiddu til fjár-
málakreppu og hruns fjár-
málakerfa. Kristín Flygering hag-
fræðingur og Gylfi Arnbjörnsson,
forseti ASÍ, munu bregðast við fyr-
irlestrinum með stuttu innlegi. Að
því loknu verða almennar umræð-
ur. Fundarstjóri verður Gylfi
Magnússon.
Flytur fyrirlestur um
hrun fjármálakerfa
Félag viðskipta- og hagfræðinga,
FVH, efnir til hádegisverðarfundar
á Grand hótel í dag, þriðjudaginn 5.
október. Á fundinum verður fjallað
um áhrif dóms Hæstaréttar um
gengistryggð lán. Erindi flytja Orri
Hauksson, framkvæmdastjóri Sam-
taka iðnaðarins, Brynjar Níelsson
hæstaréttarlögmaður og Tryggvi
Þór Herbertsson alþingismaður.
Fundurinn hefst kl. 12 og lýkur
kl. 13.30. Fundurinn er öllum op-
inn. Hádegisverður er innifalinn í
verði, að því er segir í tilkynningu
frá félaginu.
Fundur um dóm