Morgunblaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.10.2010, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2010 ✝ Álfheiður Guð-jónsdóttir fædd- ist á Flateyri við Ön- undarfjörð 29. janúar 1920. Hún lést á öldrunardeild Fjórðungssjúkra- hússins á Ísafirði 23. september 2010. Foreldrar hennar voru hjónin Arn- fríður Lára Álfs- dóttir, f. 2. nóv- ember 1896, d. 27. febrúar 1980, og Guðjón Jörundsson, f. 15. janúar 1894, d. 22. sept- ember 1921. Systkini Álfheiðar eru: Ebenezer Guðbjartur, f. 17. september 1916, d. 30. marz 1937, Sólveig, f. 21. janúar 1917, d. 30. nóvember sama ár, og Arngrímur Vídalín fæddur 19. apríl 1921. Hálfsystkini Álfheiðar, börn Arn- fríðar Láru og seinni manns henn- ar Jóns Ólafs Kristjánssonar, eru: Guðrún María, f. 29. júlí 1929, d. f. 1980, hennar maður er Peter Pedersen og eiga þau eina dóttur, Lauru Arwen; og Maria Christina, f. 1981, hennar maður er Jesper Hamann-Olsen og eiga þau einn son, Oliver. 3) Guðný Lilja, f. 27. september 1956. Hennar maður er Árni Sigurðsson. Synir þeirra eru Bjarni, f. 1980, hans kona er Rak- el Karlsdóttir, þau eiga soninn Tristan Bjarka, stjúpdóttir Bjarna er Sara Björk; og Árni Þór, f. 1988, hann er ókvæntur og barn- laus. Álfheiður og Oddur hófu bú- skap sinn á Flateyri en fluttu til Ísafjarðar 1944 og þar bjuggu þau síðan, lengst af í Smiðjugötunni, en eftir lát Odds fluttist Álfheiður í Hlíf II í íbúðir fyrir aldraða. Síð- ustu æviárin dvaldi hún á þjón- ustudeild Hlífar eða þangað til sú deild var niðurlögð og hún fluttist á öldrunarlækningadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Ísafirði. Álfheiður vann lengi við versl- unarstörf á Ísafirði, m.a. í Vef- stofu Guðrúnar Vigfúsdóttur. Álf- heiður var stofnfélagi í Rb.st. nr. 6 Þóreyju IOOF á Ísafirði og starfaði þar meðan heilsa leyfði. Útför Álfheiðar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju í dag, 5. október 2010, og hefst athöfnin kl. 14. 18. september 1957, Sigríður Friðrikka, f. 27. maí 1937, og Stefán Guðni, f. 27. maí 1937. Álfheiður giftist 5. apríl 1941 Oddi Frið- rikssyni frá Flateyri. Hann var fæddur 26. september 1917, d. 1. febrúar 1990. Dætur Álfheiðar og Odds eru: 1) Lára Guð- björg, f. 12. október 1944. Börn hennar og Guðmundar Jóns- sonar eru: Guðbjörg Anna, f. 1971, hennar maður er Bjarni Þorbjörnsson og synir þeirra eru Álfur Birkir og Baldvin Flóki; og Jón Oddur, f. 1974, hans kona er Rakel Valsdóttir og þeirra börn eru Birta Dröfn og Eyþór. Seinni maður Láru er Sigmar Ingason. 2) Kristín, f. 23. ágúst 1948. Hennar maður er Peter Bruhn Bonde. Dætur þeirra eru Heidi Christina, Fyrir löngu stóð ég á tröppunum í Smiðjugötu 11A á Ísafirði. Ég hringdi dyrabjöllunni og til dyra kom kona sem ég hafði aldrei séð fyrr, hún Álfheiður Guðjónsdóttir. Ég spurði eftir Guðnýju. Hún bauð mér inn og sagðist vita hver ég væri og áður en ég vissi af var ég kominn inn í eldhús hjá Heiðu. Það geislaði af henni og hún var greini- lega á heimavelli. Hún kynnti mig fyrir Oddi sínum og ég man hvað handtakið var þétt og skynjaði strax að þar færi enginn venjulegur maður. Allt frá þessum degi varð ég hluti af fjölskyldunni í Smiðju- götunni. Það var yndislegt að koma inn á heimili Odds og Heiðu. Maður átt- aði sig fljótt á að samband þeirra var mjög náið og þau báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Oddur var rafvirkjameistari, sem sérhæfði sig í viðgerðum á siglinga- og fiski- leitartækjum í skipum. Hann hafði farið í gegnum hverja tæknibylt- inguna eftir aðra en hans verksvit og þekking var öllu ofar og allt lék í höndunum á honum. Sama átti við um Heiðu, hún var snillingur í höndunum, listræn og hafði auga fyrir fallegum hlutum. Hvers konar saumaskapur og hannyrðir léku í höndunum á henni. Heiða sá alltaf það góða í ein- staklingnum og þoldi ekki slæmt umtal. Hún gat verið fylgin sér og stundum pínulitið óþolinmóð og vildi drífa í hlutunum. Hún var jafnréttissinni og vildi að allir nýttu tækifæri sín og möguleika. Hún var einstök móðir og amma og var mjög umhugað að öll börn nytu umönnunar og hlýju. Á seinni árum skynjaði maður hversu mikilvægt henni fannst að landið allt væri í byggð og að heimamenn réðu ferð- inni í sínum málum. Líf Heiðu breyttist mikið þegar Oddur féll skyndilega frá árið 1990. Hún missti ekki bara eiginmann heldur sinn besta félaga. Heiða flutti úr Smiðjugötunni í íbúð sína á Hlíf. Heiðu leið vel á Hlíf, hún fann fyrir öryggi um leið og hún naut félagsskapar annarra íbúa þar. Þegar heilsan og minnið fór að bila fyrir nokkrum árum fékk hún enn frekara skjól og umönnun á þjónustudeild Hlífar. Hinn 29. janúar sl. varð Heiða ní- ræð, okkur aðstandendum er sá dagur ógleymanlegur. Heiða þakk- aði að lokum fyrir sig í ræðu, öllum þeim sem heimsóttu hana á afmæl- isdaginn. Daginn eftir flutti Heiða yfir á öldrunardeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Ísafirði, en þar hitti hún aftur fyrir gamlar og góð- ar vinkonur. Kæra Heiða mín, ég veit að nú ert þú búin að hitta hann Odd þinn aftur. Guð geymi þig og takk fyrir allar góðu minningarnar sem koma upp í hugann. Ég læt fylgja annað erindi ljóðsins sem þú fórst með fyrir mig í sumar þegar ég spurði þig hvaða fjall þetta væri á mynd- inni við rúmgaflinn þinn, allir vissu jú hve Flateyri var þér kær og þessu ljóði gleymdir þú aldrei. Sko hvað Þorfinnur gamli ber höf- uðið hátt eins og hetja með þrotlausan vilja og mátt. Eins og hreinskilin djörf, eins og sannleikur sá er sóldag og heiðríkju að takmarki á. Hann er æskunni hvöt til að lúta ei lágt, til að leggja ekki hugann við neitt sem er smátt. Hann er manndáðin íslenska mótuð í bjarg er metur að vettugi dægursins þvarg. (Sveinn Gunnlaugsson) Blessuð sé minning þín. Árni Sigurðsson. Heiða amma mín hefur kvatt þetta líf, södd lífdaga. Ég kveð ömmu með söknuði en umfram allt þakklæti fyrir allt sem hún kenndi mér og fyrir þá umhyggju og það öryggi sem hún veitti mér sem barni. Eftirfarandi kvæði sem amma sendi mér einhverju sinni innrammað er lýsandi fyrir þær minningar sem hún skilur eftir í hjarta mér. Takk fyrir samfylgd- ina. Ég veit ekki hvort þú hefur, huga þinn við það fest. Að fegursta gjöf sem þú gefur er gjöfin sem varla sést. Ástúð í andartaki, augað sem glaðlega hlær, hlýja í handartaki, hjarta sem örar slær. Allt sem þú hugsar í hljóði, heiminum breytir til. Gef þú úr sálarsjóði, sakleysi, fegurð og yl. (Úlfur Ragnarsson) Guðbjörg Anna. Álfheiður Guðjónsdóttir                          ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN S. ÞÓRARINSSON fyrrverandi stöðvarstjóri, Eskifirði, lést þriðjudaginn 31. ágúst. Minningarathöfn fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 8. október kl. 11.00. Þórarinn Jóhannsson, Jóhann Viðar Jóhannsson, Grétar Jóhannsson, Vignir Jóhannsson, Axel Jóhannsson, Arnar Jóhannsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SR. MAGNÚS GUÐJÓNSSON, Bjarnhólastíg 17a, Kópavogi, lést laugardaginn 2. október á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Hann verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 9. október kl. 14.00. Bílferð verður frá Digraneskirkju kl. 12.40. Sigríður Magnúsdóttir, Stefán Niclas Stefánsson, Sigurkarl Magnússon, Agnes Eydal, Guðjón Magnússon, Gillian Haworth, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, KRISTBJÖRG MARTEINSDÓTTIR frá Ysta-Felli, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni í Fjallabyggð föstudaginn 1. október. Hún verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju föstudaginn 8. október kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast Kristbjargar er bent á styrktarsjóðinn Göngum saman, sem ætlað er að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini. Sjá nánar um styrktarsjóð Kristbjargar Marteinsdóttur á www.gongumsaman.is. Börn hinnar látnu. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HERMANN ÓLAFSSON málarameistari, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu miðvikudaginn 29. september. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 6. október kl. 13.00. Sigríður Samsonardóttir, Halldóra Hermannsdóttir, Ásmundur Jónasson, Aðalheiður Hermannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur einstakan hlýhug, vináttu og stuðning við andlát og útför okkar ástkæra, HANNESAR ÞÓRS HELGASONAR, Háabergi 23, 221 Hafnarfirði. Helgi, Pattý og fjölskylda. Gunnólfur frændi minn er fallinn frá eftir stutta baráttu við skæðan sjúkdóm. Í síðustu heimsókn minni til Gunna á heimili hans var hann ótrúlega æðrulaus gagnvart þeim örlögum sem ljóst var að biðu hans innan skamms. Umræður okkar voru hefðbundnar um stjórnmálin en beindust einnig að veikindum hans. Ræddi Gunni veikindi sín af gráglettni og æðruleysi sem ein- kenndi persónuleika hans alla tíð. Gunni geislaði alltaf frá sér hlýju og kærleika þannig að einstaklega þægilegt var að vera í návist hans. Þegar ég lít til baka og rifja upp þá tíma sem mér eru minnisstæð- astir með Gunna, þá beinist hug- urinn að uppvaxtarárum mínum. Amma Guðrún og Sigurjón afi bjuggu í Vesturbænum, fyrst á Bræðraborgarstígnum og síðan á Sólvallagötunni. Gunni frændi bjó hjá ömmu og afa lengi vel, sem kom til af því að hann vann sem vélstjóri á fraktskipum og fór oft í langar siglingar út í heim. Það var Gunnólfur Sigurjónsson ✝ Gunnólfur Sig-urjónsson fæddist í Ártúni við Reykjavík 19. október 1930. Hann lést á líkn- ardeild Landakots 22. september 2010. Útför Gunnólfs fór fram frá Laugarnes- kirkju 1. október 2010. því oft sérstaklega spennandi að fara í heimsókn í Vest- urbæinn þegar ég vissi að Gunni væri kominn heim því hann kom alltaf með einhverja framandi og skemmtilega hluti úr ferðum sín- um. Sóttist ég eftir að vera í návist hans, því hann kunni að segja frá ferðun- um þannig að mér leið eins og ég væri að upplifa ævintýri. Þá fékk ég oft á tíðum að fylgja Gunna til vinnu um borð í skipin og bátana niðri á höfn. Þetta voru ógleym- anlegir dagar. Gunni hafði lag á að spjalla við mig ungan dreng- inn, þannig að maður upplifði sig sem einhvern sem hafði stóru hlutverki að gegna þann daginn. Þannig var Gunni, einstaklega barngóður og hændust börn mín og systra minna alltaf að honum þegar við hittum hann. Síðustu árin vann Gunni sem húsvörður í Þjóðmenningarhúsinu, en það var orðin hefð að Gunni byði okkur fjölskyldunni til hádegisverðar þar á Þorláksmessu og síðan kom hann alltaf til okkar á aðfangadag í jólamatinn ásamt mömmu og Bjögga. Gunni frændi lætur eftir sig ljúfar minningar í huga mér og fjölskyldu minnar. Hvíl þú í friði. Ómar Sveins og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.