Morgunblaðið - 21.10.2010, Side 4

Morgunblaðið - 21.10.2010, Side 4
FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi verður skuldurum veitt skjól gegn innheimtu og upp- boðum um leið og þeir óska eftir aðstoð og skuldaaðlögum hjá umboðsmanni skuldara. Einnig verður lagt fram frumvarp um styttingu á fyrningarfresti krafna í kjölfar gjaldþrots nið- ur í tvö ár. Þá verður lagt fram frumvarp sem heimilar Íbúðalánasjóði að bjóða til leigu íbúðir sem sjóð- urinn hefur keypt á uppboði þannig að tilteknir húsaleigusamningar verði með kauprétti. Þannig verður skuldara mögulegt að taka eign sína, sem boðin er upp, á kaupleigu. Einnig verður lög- bundinn tímafrestur handa skuldurum til að óska eftir frestun á nauðungaruppboði fram- lengdur til 31. mars 2011 ef stjórnarfrumvarp þess efnis verður að lögum. „Gríðarlega mikilvægt“ Guðbjartur Hannesson, félags- og trygginga- málaráðherra, segir mikilvægasta úrræðið af þeim sem ríkisstjórnin hyggst leggja fyrir þingið vera skjólið sem skuldurum er veitt um leið og sótt er um aðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Hann kveður slík úrræði ekki hafa gagnast fólki sem skyldi hingað til. „Það er gríðarlega mik- ilvægt. Alveg sama hvað við gerum í almennum úrræðum eða finnum lausnir þá er fullt af fólki sem þarf að fara í greiðsluaðlögun. Það úrræði hefur virkað allt of hægt, við verðum að vera hreinskilin með það. Það hefur tekið alltof lang- an tíma að koma því í gang.“ Þannig kveður Guðbjartur fólk geta, á skömm- um tíma, tryggt sig tímabundið gegn lánar- drottnum. „Það er algert lífsspursmál því fólk gat áður sent inn umsókn og það var ekki fyrr en hún var samþykkt að fólk komst í skjól. Nú er það þannig að um leið og umsókn liggur fyrir og menn hafa lagt fram gögnin, sem getur gerst á mjög skömmum tíma, þá er viðkomandi kom- inn í skjól. Þá má á engan hátt ganga að honum, ganga að eignum eða halda frá honum.“ Guðbjartur telur einnig styttingu á fyrning- arfresti krafna í kjölfar gjaldþrots mikilvægt úr- ræði.„Ef fólk er hvort sem er búið að gefast upp og komið í þrot þá er búið að stytta þann tíma sem það þarf til að hreinsa af sér og komast á fætur aftur,“ segir Guðbjartur. Ný úrræði fyrir skuldara  Skuldurum veitt skjól um leið og sótt er um aðstoð  Íbúðalánasjóði heimilað að bjóða eignir til kaupleigu  Fyrningarfrestur krafna eftir gjaldþrot styttur í tvö ár 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Mikil aukning hefur orðið á að fólk leiti til Hjálparstarfs kirkjunnar eft- ir aðstoð hér innanlands. Til að mynda voru afgreiðslurnar í desem- bermánuði í fyrra 4000 talsins, sam- anborið við 800 í sama mánuði árið 2001. Vilborg Oddsdóttir, félagsráð- gjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, segir að nauðsynlegt hafi verið að taka upp reglur um að umsækjendur sýni fram á að þeir þurfi á hjálpinni að halda, þ.e. skili inn tekju- og út- gjaldayfirliti. „Þetta var gert til að hægt yrði að aðstoða þá verst settu. Við þetta fækkaði hjá okkur, en aftur á móti eru að koma upp fleiri mál þar sem fólk á ekkert eftir við hver mánaða- mót,“ segir Vilborg og bætir við að mesta aukningin sé hjá yngri aldurs- hópum og einstæðum foreldrum. „Það sem mér finnst erfiðast að horfa upp á er þessi alltof mikla aukning á 18 og 19 ára krökkum. Mér persónulega finnst erfitt að mæta þeim hóp því hann ætti að vera annars staðar í lífinu.“ Hjálparstarfið setur börn og barn- margar fjölskyldur í forgang, en þær fá mun oftar úthlutað en einstakling- ar. 38% þeirra sem fá aðstoð eru á örorkubótum, 8% fá framfærslu frá sveitarfélagi, 27% á atvinnuleysis- bótum en 13% eru í vinnu. Sumir fá að koma einu sinni í mánuði, en þeir sem eru verst settir fá að koma oftar. Matvælum er úthlutað í Reykjavík á miðvikudögum, en sent er út á land alla daga vikunnar. Þá er fötum út- hlutað á þriðjudögum og lyfjaaðstoð veitt daglega. Einnig er veitt ráð- gjöf, sem Vilborg segir að fólk sé far- ið að nýta sér í auknum mæli. Þrátt fyrir bágt ástand segist Vilborg finna fyrir mikilli góðvild í samfélag- inu, auðvelt er að finna sjálfboðaliða og matvælaöflun gengur vel. Fleiri leita sér aðstoðar  Hjálparstarf kirkjunnar setur börn og barnmargar fjölskyldur í forgang  Aukning mest í yngri aldurshópum  Margir eiga ekkert eftir um mánaðamót Morgunblaðið/Ómar Undirbúningur Vilborg segir mörg bretti af matvælum fara á hverjum mið- vikudegi og því þurfi að undirbúa úthlutunina vel. 900 tonn í tveimur köstum „Þetta gekk ágætlega, við vor- um um sjö til átta tíma að veiðum,“ segir Theódór Þórðarson, stýri- maður á Ingunni AK, sem fékk um 900 tonn af ís- lenskri síld í tveimur köstum á Breiðafirði í fyrrinótt. Fyrra kastið fékkst rétt utan við Stykkishólm og það síðara á Breiða- sundi skammt frá. Í vinnslu á Vopnafirði Theódór segir að þeir hafi ekki getað greint neina sýkingu í farm- inum en síldin verður rannsökuð frekar. Gert sé ráð fyrir að aflinn verði unninn á Vopnafirði en skipið var væntanlegt þangað í nótt. Fyrir skömmu heimilaði sjávar- útvegsráðherra 15.000 tonna byrj- unarkvóta í íslensku sumargotssíld- inni og er Ingunn fyrsta skipið sem landar úr stofninum á vertíðinni, en kvóti HB Granda er um 1.800 tonn til að byrja með. Skipstjóri á Ing- unni er Guðlaugur Jónsson. steinthor@mbl.is Ingunn AK í íslensku sumargotssíldinni „Ég mat það svo að það væri óeining innan stjórnarinnar um mína ráðn- ingu og ég held að það sé ekki gott fyrir Íbúðalánasjóð að það sé óeining um ráðningu framkvæmdastjóra, það verður að vera sátt um þá ráðningu,“ segir Ásta H. Bragadóttir, starfandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, ÍLS. Hún sótti ekki um starf fram- kvæmdastjóra ÍLS, þegar það var auglýst öðru sinni, en umsókn- arafrestur rann út 17. október. Innan stjórnar var meirihluti fyrir því að ráða Ástu í starfið, þegar það var auglýst síðastliðið vor, en ráðning dróst og þáverandi félagsmálaráð- herra vildi að stjórnin skipaði val- nefnd til þess að fara yfir umsóknir. Þá dró Ásta umsókn sína til baka. Ásta verður starfandi fram- kvæmdastjóri þar til annar verður ráðinn. Hún segir að hún sé ekki að hætta hjá sjóðnum og reikni fastlega með því að verða áfram aðstoðar- framkvæmdastjóri. Tuttugu og sex umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Íbúða- lánasjóðs en fimm drógu umsókn sína til baka. Umsækjendur eru: Auður Arna Eiríksdóttir, Böðvar Þórisson, Elín Sigrún Jónsdóttir, Georg And- ersen, Guðrún Árnadóttir, Hallur Magnússon, Jón Jónsson, Jón Ólafur Gestsson, Lárus H. Bjarnason, Ólaf- ur Páll Árnason, Ómar Örn Krist- ófersson, Runólfur Gunnlaugsson, Sigurður Árni Kjartansson, Sigurður Erlingsson, Sigurður Geirsson, Snorri Styrkársson, Sverrir H. Geir- mundsson, Sævar Þór Ríkarðsson, Vilhjálmur Bjarnason, Yngvi Örn Kristinsson og Þorsteinn Þor- steinsson. Segir sátt nauðsyn- lega um ráðningu Ásta H. Bragadóttir sótti ekki um hjá ÍLS Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbúðalánasjóður Forstjóri verður valinn úr hópi 21 umsækjanda. Nýstofnað Stjórnarskrárfélag gekkst í gærkvöldi fyrir framboðsfundi þar sem frambjóðendum til stjórnlaga- þings gafst kostur á að kynna sig. Fundinn sóttu tæp- lega eitt hundrað manns. „Það eru um 40 frambjóð- endur hér sem eru að kynna sig og heldur hver og einn stutt ávarp. Sumir eru með Youtube kynningu þannig að það má segja að þetta sé hið nýja Ísland,“ sagði Þór- ir Baldursson, úr Stjórnarskrárfélaginu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrsti framboðsfundurinn tókst vel Guðbjartur Hannesson heil- brigðisráðherra hefur óskað eftir því við fram- kvæmdastjóra heilbrigðisstofn- ana að þeir segi ekki upp starfs- fólki fyrr en Al- þingi hafi af- greitt fjár- lagafrumvarpið í desember og fyrir liggi hver niðurstaðan varðandi fjárveitingar verður. Hópur á vegum ráðuneytisins er nú á ferð um landið og heldur fundi með framkvæmdastjórum heil- brigðisstofnana og heimamönnum til að safna upplýsingum um stöðu mála þar sem til stendur að skera niður fjárveitingar. Guðbjartur upplýsti þetta í um- ræðu utan dagskrár á Alþingi um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Hann sagði að verið væri að fara yf- ir öryggismál, hvaða þjónusta væri nauðsynleg í hverju héraði, hvaða þjónusta mætti missa sín og hvern- ig koma mætti hlutum betur fyrir. Umræðan fór fram að ósk Birkis Jóns Jónssonar, Framsóknarflokki. Ekki sagt upp fyrr en fjárlög liggja fyrir Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.