Morgunblaðið - 21.10.2010, Síða 6

Morgunblaðið - 21.10.2010, Síða 6
Framlög ríkisins til nokkurra verkefna Dæmi Kr. á íbúa Símenntunarstöðvar (2010) Fræðslumiðstöð Suðurlands ......... 788 Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum.................................. 932 Fræðslu- og símenntunarstöð Vestmannaeyjum ........................ 4.813 Atvinnuráðgjafar (2009) Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum..................................268 Atvinnuþróunarf. Vestfjarða ........5.651 Menningarsamningar (2010) Suðurnes........................................890 Vestfirðir......................................3.440 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ríkið ver mun minni fjármunum til verkefna á Suðurnesjum en í öðrum landshlutum. Á þetta til dæmis við um símenntun, atvinnuráðgjöf og menningu. Samband sveitarfélaga á Suður- nesjum hefur tekið saman framlög ríkisins til nokkurra þátta, deilt á hvern íbúa og borið saman við aðra landshluta. Munurinn er margfaldur, sérstaklega þegar framlög til Suður- nesja og í sumum tilvikum Suður- lands eru borin saman við fjarlægari landshluta eins og til dæmis Vest- firði, Norðurland vestra og Austfirði. Greinilegt er að nálægðin við höfuð- borgarsvæðið hefur áhrif á hvert straumur peninganna úr ríkiskass- anum liggur. Á þetta ekki síst við um framlög til símenntunar, atvinnuráð- gjafar og menningarsamninga. Í samantektinni er vakin athygli á því að aðeins eru 84 hjúkrunarrými á Suðurnesjum en 1.623 íbúar 67 ára og eldri. Er þetta borið saman við Vesturland sem er með 221 hjúkr- unarrými en íbúar á þessum aldri eru aðeins lítið eitt fleiri en á Suðurnesj- um. Framlögum til framhaldsskóla er misskipt, samkvæmt þessum tölum. Þannig fær framhaldsskóli á Suður- nesjum 786 þúsund kr. á hvern nem- anda. Er það lítið eitt hærra en með- altalið á höfuðborgarsvæðinu. Framlögin eru enn lægri á Norður- landi vestra. Hins vegar samsvara framlög til skóla á Austurlandi og Vesturlandi yfir milljón á nemanda. Suðurnesin afskipt  Íbúar á fjarlægari landsvæðum fá hærri fjárframlög frá ríkinu til verkefna en Suðurnesjamenn og Sunnlendingar 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 Traust almennings í landinu til dómsmálaráðuneytisins hefur minnkað verulega frá síðasta ári samkvæmt könnun MMR frá 5.-8. október meðal 830 handahófsval- inna álitsgjafa á aldrinum 18-67 ára. Þar kemur fram að 24,5% treysta ráðuneytinu frekar eða mjög mikið en fyrir ári var þessi fjöldi 42,3%. Nú sögðust 38,4% treysta ráðuneytinu frekar eða mjög lítið en 24,7% fyrir ári. Hæstiréttur nýtur, samkvæmt þessu, einnig minna trausts, 41,8% núna en var með 46,6% í fyrra. Ríkislögreglustjóri nýtur hins vegar meira trausts núna en í fyrra og fer úr 47,1% í 52,0% og eru þessar stofnanir á sviði réttarfars og dóms- mála þær einu þar sem marktækur munur mældist milli kannana á því hversu mikið traust almenningur ber til þeirra. Útlendingastofnun er neðst á listanum en 21,1% segist treysta henni frekar eða mjög vel. Landhelgisgæslan heldur sjó ef svo má segja því 77,6% þeirra sem svöruðu sögðust bera frekar eða mjög mikið traust til hennar, alveg eins og fyrir ári síðan. skuli@mbl.is Traust almenn- ings til dóms- kerfisins minnkar  Landhelgisgæslan heldur sjó  Fæstir treysta Útlendingastofnun Hversumikið traust berð þú til eftirfarandi aðila? Þeir sem sögðu „frekar/mjög lítið“ eða „frekar/mjög mikið“ Landhelgisgæslan Sérstakur saksóknari Ríkislögreglustjóri Hæstiréttur Fangelsismálastofnun ríkisins Héraðsdómstólarnir Ríkissaksóknari Dómskerfið (í heild) Dómsmálaráðuneytið Útlendingastofnun 3,8% 14,5% 18,4% 29,1% 17,5% 28,3% 26,2% 40,3% 38,4% 30,3% 77,6% 54,8% 52,0% 41,8% 37,9% 36,2% 35,6% 33,1% 24,5% 21,1% „Það er skylda okkar sem full- trúa íbúanna hér suðurfrá að gera grein fyrir þessu. Við vonumst til að þetta opni augu þeirra sem ráðstafa pen- ingum ríkisins fyrir því að við getum ekki setið við allt annað borð en aðrir landsmenn,“ segir Gunnar Þórarinsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ og formaður stjórnar SSS. Hann tekur fram að hann ætl- ist ekki til þess að framlög til ann- arra landshluta lækki. Getum ekki setið við allt annað borð en aðrir landsmenn Gunnar Þórarinsson Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Ég held að þetta geti leitt til þess að fólk sem er orðið mjög aðkreppt, og sér fram á að það sé búið að missa fótanna, hreinlega fari sjálft í gjald- þrot, til þess að geta hafið nýtt líf,“ segir Ögmundur Jónasson, dóms- mála- og mannréttindaráðherra, um stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um gjaldþrotaskipti og fyrn- ingarfrest krafna. Hann segist bjart- sýnn á að breið samstaða náist um málið á Alþingi, en ætlunin er að leggja það fram í vikunni. Með frumvarpinu er ætlunin að auðvelda þeim sem teknir hafa verið til gjaldþrotaskipta, en bera áfram ábyrgð á ógreiddum skuldum, að „koma fjármálum sínum á réttan kjöl“. Þetta er gert með því að stytta fyrningarfrest krafna, sem lýst er í þrotabú, í tvö ár. Kröfur sem til stað- ar eru við gjaldþrotaskiptin, en er ekki lýst í þrotabú, fyrn- ast einnig að tveimur ár- um liðnum, nema þær fyrnist á skemmri tíma eftir almennum reglum. Jafnframt er það gert erfiðara að „slíta“ fyrningu á fyrning- artímabilinu, og þannig reynt að stemma stigu við því að kröfum sé haldið á lífi ár- um saman. Gjaldþrot betri kostur Með þessum breytingum verður persónulegt gjaldþrot mun skárri kostur en áður. Ögmundur segist þó vona að fólk fullreyni önnur úrræði áður en þessi leið sé farin. „Þetta er nauðsynleg aðgerð í kjölfar hruns- ins, þar sem stórir hópar ein- staklinga, fjölskyldna og fyrirtækja hafa þurft að kenna á forsendu- bresti. Sumir missa fótanna og þurfa að fá tækifæri til að fóta sig á ný,“ segir hann. Fjárnám eru oft undanfari gjald- þrota, en fjöldi þeirra hefur haldist svipaður frá því í upphafi síðasta árs. Skráðar fjárnámsbeiðnir hjá Sýslumanninum í Reykjavík fyrstu átta mánuði þessa árs voru að með- altali rúmlega 1500. Fyrningartími þeirra krafna sem út af standa í kjöl- far fjárnáms styttist ekki, verði frumvarpið að lögum. Því má ætla að mörgum þyki það freistandi að krefjast gjaldþrotaskipta. Sú leið kostar hins vegar 250 þúsund krón- ur, sem einstaklingar í miklum fjár- hagserfiðleikum eiga ef til vill ekki handbærar. Morgunblaðið/Eggert Mannlíf Gjaldþrotaskipti gætu reynst mörgum álitlegri kostur verði stjórnarfrumvarp um gjaldþrotaskipti og fyrn- ingarfrest að lögum. Styttur fyrningarfrestur gerir það að verkum að fólk getur verið laust allra mála eftir tvö ár. Persónuleg gjaldþrot mun vænlegri kostur  Stjórnarfrumvarp mildar neikvæð áhrif gjaldþrota Óski skuldari eftir gjaldþrotaskiptum fyrnast skattaskuldir hans eftir fjögur ár, samkvæmt núgildandi lögum. Samkvæmt frumvarpinu styttist fyrningarfresturinn í tvö ár. Í umsögn með frumvarpinu kemur það fram að hin almenna verklagsregla innheimtumanna ríkissjóðs sé að krefjast ekki gjaldþrotaskipta einstaklinga nema í undantekningartilfellum. Skuldara sé það hins vegar frjálst að fara fram á gjaldþrotaskipti. Sé árangurslaust fjárnám gert færist krafan á biðskrá innheimtu- manns, og liggur þar í fjögur ár nema skuldari rjúfi fyrninguna sjálfur. Sé gjaldþrotaleiðin farin fyrnist krafan á tveimur árum. Í umsögninni kemur fram að gert sé ráð fyrir því að „einstaklingar muni í aukn- um mæli óska eftir gjaldþrotaskiptum“ í kjölfar lagabreyting- arinnar og að álag aukist vegna þess hjá innheimtumönn- um ríkissjóðs. Styttist um helming FYRNINGARFRESTUR SKATTASKULDA Ögmundur Jónasson Hrafnkell Helgason, fyrrverandi yfirlæknir Vífilsstaðaspítala, er látinn, 82 ára að aldri. Hrafnkell fæddist á Stórólfshvoli í Hvol- hreppi í Rangár- vallasýslu hinn 28. mars árið 1928. Foreldrar hans voru Helgi Jónasson, hér- aðslæknir og alþing- ismaður, og Oddný Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og húsfreyja á Stórólfs- hvoli. Fyrri eiginkona Hrafnkels var Helga Lovísa Lúðvíksdóttir Kemp en hún lést árið 1990. Þau eignuðust þrjú börn, Helga, Stellu Stefaníu og Hrefnu Lovísu. Árið 1997 giftist Hrafnkell Sigrúnu Aspelund. Hrafnkell lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ak- ureyri árið 1947 og læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1956. Fékk hann sérfræðileyfi í lyflækningum 1962 og í lungnasjúkdómum árið 1967. Hann starfaði tölu- vert í Svíþjóð, meðal annars sem aðstoðaryf- irlæknir á Háskóla- sjúkrahúsinu í Gauta- borg. Árið 1968 tók hann við starfi yfir- læknis á Vífilsstaða- spítala og gegndi því í þrjátíu ár, allt til ársins 1998. Jafn- framt starfaði hann á lyflækn- ingadeild Landspítalans frá 1976 til 1998. Þá var hann dósent við lækna- deild Háskólans. Hrafnkell lést á Landspítalanum hinn 19. október. Andlát Hrafnkell Helgason, fyrrverandi yfirlæknir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.