Morgunblaðið - 21.10.2010, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, vara-
forseti ASÍ, hefur ákveðið að sækjast
ekki eftir endurkjöri sem varaforseti
á ársfundi sambandsins sem hefst í
dag.
Fyrir ársfundi ASÍ liggja tillögur
að lagabreytingum þar sem m.a. er
gert ráð fyrir að í stað ársfunda verði
eftirleiðis haldin þing á tveggja ára
fresti, auk þess sem staða formanna-
funda fær fastan og formlegan sess í
skipulagi Alþýðusambandsins. Verði
þessar tillögur samþykktar er ljóst að
kosið verður á fundinum til allra
helstu trúnaðarstarfa á vegum ASÍ,
þ.e. forseta, varaforseta og mið-
stjórnar, til tveggja ára.
Samkvæmt núgildandi lögum er
kosið sitt hvort árið til embættis for-
seta og varaforseta ásamt helmingi
miðstjórnar.
Vildi draga sig í hlé
Í aðdraganda ársfundarins hefur
Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, vara-
forseti ASÍ, lýst því yfir að hún vilji
draga sig í hlé sem varaforseti og
mun hún því ekki bjóða sig fram til
þeirra starfa, óháð því hvort laga-
breytingarnar verða samþykktar eða
ekki.
Í frétt frá ASÍ segir að Ingibjörg
hafi átt við erfið veikindi að stríða síð-
ustu mánuði en sé nú á batavegi. Hún
segir á vefsíðu ASÍ að mikilvægt sé
að varaforseti ASÍ hafi fullt starfs-
þrek og geti tekið virkan þátt í þeim
mikilvægu og krefjandi verkefnum
sem Alþýðusambandið tekst nú á við.
Ingibjörg mun þó áfram gefa kost á
sér til setu í miðstjórn ASÍ.
Ingibjörg hefur verið varaforseti
ASÍ í 15 ár og hefur síðustu rúma tvo
áratugi einnig verið formaður Lands-
sambands íslenzkra verzlunarmanna.
Ingibjörg hættir sem vara-
forseti Alþýðusambandsins
Morgunblaðið/Golli
Í forystu Ingibjörg R. Guðmundsdóttir var fyrst kosin varaforseti 1992.
„Við stöndum nú frammi fyrir
tveimur valkostum,“ segir Gylfi
Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í inn-
gangi skýrslu sinnar til ársfundar
ASÍ.
„Annaðhvort tekst okkur að fá
alla að sameiginlegu borði þar sem
ábyrgðinni á framvindu mála verði
jafnt skipt milli launafólks, atvinnu-
rekenda, stjórnvalda og sveitarfé-
laga. Þá dugar ekki að einstaka aðili
reyni að leysa sín mál með því að
velta byrðum yfir á aðra – líkt og
stjórn Orkuveitu Reykjavíkur gerði.
Slík leið hlýtur að byggjast á því að
finna leiðir til þess að styrkja krón-
una um allt að 20% á gjaldeyr-
ismarkaði – og þar með lækka verð-
lag og skuldir heimila og fyrirtækja
– og varða leið krónunnar inn í skjól
evrunnar með aðild að ERM II og
ESB. Slíkt myndi lækka verulega
vaxta- og fjármagnskostnað bæði
heimila og fyrirtækja og leggja
grunn að bættum lífskjörum. Takist
það hins vegar ekki getum við staðið
frammi fyrir kapphlaupi um hækk-
un launa og verðlags þar sem sá sem
hægast fer ber byrðarnar.“
20% styrk-
ing krónu
Miklar umræður og bollaleggingar
eru nú innan ASÍ um hver verði kjör-
inn næsti varaforseti ASÍ á ársfund-
inum sem hefst í dag. Ingibjörg R.
Guðmundsdóttir, fráfarandi varafor-
seti, kemur úr röðum verslunar-
manna en skv. heimildum Morgun-
blaðsins er engan veginn litið svo á
innan einstakra aðildarsambanda að
það sé sjálfgefið að arftaki hennar
komi úr hreyfingu verslunarmanna.
Starfsgreinasambandið sækist eftir
að næsti varaforseti komi úr SGS.
Það þykir styðja skoðun fulltrúa
SGS að sambandið missir einn full-
trúa yfir til Landssambands versl-
unarmanna í 15 manna miðstjórn
ASÍ á þessum ársfundi vegna reglna
um hlutföll fulltrúa í miðstjórn út frá
stærð aðildarsambandanna.
Tvær konur oftast nefndar
Sérstök uppstillingarnefnd er
þegar tekin til starfa en hún mun
leggja tillögur fyrir ársfundinn um
næsta varaforseta og miðstjórn.
Kosningarnar fara fram á morgun.
Búist er við að tillaga komi í dag
frá Starfsgreinasambandinu um
varaforseta úr röðum sambandsins
og er áhersla lögð á að það verði
kona. Eru Signý Jóhannesdóttir,
Stéttarfélagi Vesturlands, eða Sig-
urrós Kristinsdóttir, Eflingu stéttar-
félagi, helst taldar koma til greina en
þær eiga báðar sæti í miðstjórninni.
Enn er þó ekkert afráðið í þessu skv.
heimildum blaðsins enda ráðist þetta
líka af hvernig til tekst við uppröðun
í miðstjórnina. Viðmælendur segja
þó að menn séu yfirleitt á einu máli
um að reyna að sameinast um vara-
forseta, sem sátt yrði um.
Verði tillögur um breytingar á
skipulagi ASÍ samþykktar á fundin-
um þarf að kjósa alla aðal- og vara-
menn í miðstjórn. Verulegar líkur
eru taldar á að skipulagsbreyting-
arnar verði samþykktar. Uppstill-
ingarnefndar bíður ærið verkefni því
mikið kapp er lagt á að öll stærri
landssambönd og félög innan ASÍ
eigi fulltrúa í miðstjórninni í sam-
ræmi við stærð þeirra, og að jafn-
vægi sé á milli höfuðborgarsvæðis og
landsbyggðar. omfr@mbl.is
Vaxandi spenna
um kjör næsta
varaforseta
Heimilum sem fá fjárhagsaðstoð frá
sveitarfélögum hefur fjölgað ár frá
ári síðustu árin. Í fyrra fengu tæp-
lega 6.000 heimili fjárhagsaðstoð, en
um 5.000 árið 2008 og 4.300 árið
2007. Þessar upplýsingar verða
lagðar fyrir ársfund ASÍ í dag.
Fyrir þá einstaklinga sem missa
atvinnu og eiga engan eða lítinn rétt
til atvinnuleysisbóta er fjárhags-
aðstoð sveitarfélaganna sú lág-
marksframfærsla sem hinu opinbera
ber að tryggja.
Fólk án atvinnu var um 40%
þeirra sem fengu fjárhagsaðstoð í
fyrra.
Samkvæmt leiðbeiningum félags-
málaráðuneytis skal fjárhagsaðstoð
til einstaklings 18 ára og eldri mið-
ast að lágmarki við grunnupphæð-
ina kr. 125.540 á mánuði og fjár-
hagsaðstoð hjóna m.v. 1,6-falda
grunnfjárhæð eða kr. 200.864. Frá
grunnfjárhæð dragast allar tekjur
en við bætast húsaleigubætur.
6.000 heimili
fengu aðstoð
40% fólks sem fékk
aðstoð voru án vinnu
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Ný sending
Glæsileg silki- og
ullarnærföt
Litir: svart og hvítt
Póstsendum
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
Skoðið yfirhafnir á laxdal.is
Laugavegi 63 • S: 551 4422
NÝ SENDING AF
GLÆSILEGUM VETRARFATNAÐI
Laugavegi 53, s. 552 1555
TÍSKUVAL
Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16
Síðar vatt- og dúnúlpur
í litum
Verð frá 24.900
Stærði S-2XL
Laugaveg 53 • sími 552 3737
Opið virka daga 10-18
laugardaga 10-17
Jólafötin
streyma inn
str: 50-166 cm
Kjóll og
leggings
kr. 9490