Morgunblaðið - 21.10.2010, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
Jólahlaðborð
–– Meira fyrir lesendur
S
ÉR
B
LA
Ð
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 25. október.
MEÐAL EFNIS:
Jólahlaðborð
á helstu veit-
ingahúsum.
Hvað er annað
í boði
en jólahlaðborð.
Jólahlaðborð
heima
skemmtilegar up-
pskriftir.
Fallega skreytt
jólahlaðborð.
Tónleikar og aðrar
uppákomur.
Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um
jólahlaðborð, tónleika og uppákomur
föstudaginn 29. október 2010
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Nokkur af öflugustu fyrirtækjum og
stofnunum Bretlands á sviði frétta-
flutnings, þ. á m. Guardian, Daily
Telegraph og ríkisfyrirtækið BBC,
hafa tekið saman höndum til að fá
stjórnina til að koma í veg fyrir að
Rupert Murdoch fái að eignast Sky-
fyrirtækið að fullu. News Corp, fyr-
irtæki Murdochs, á þar nú 39,1%
hlut en vill fá að kaupa afganginn.
Sky er stærsta sjónvarpsfyrir-
tæki Bretlands í einkaeign. Aðeins
tvö stór fjölmiðlafyriræki, ITV og
Virgin Media,
skrifuðu ekki
undir bréfið en
Financial Times
hafði þegar lýst
yfir andstöðu við
ósk Murdochs.
Hinn þekkti
dálkahöfundur
Financial Times,
Martin Wolf,
fjallaði um málið í vikunni og spyr
hvort líta beri fjölmiðlamarkað sömu
augum og t.d. markað fyrir bakaðar
baunir. „Eða ættum við að líta svo á
að [fjölmiðlamarkaður] sé ólíkur öll-
um öðrum?“ spyr Wolf. Sé svo verði
menn að íhuga eignarhaldið og hvað
það skipti gríðarmiklu máli fyrir
framtíð lýðræðisríkja.
Hann minnir á ofurtök Silvios
Berlusconis á fjölmiðlum Ítalíu og
segist hafa kynnst fréttamennsku
Fox-stöðvarinnar sem Murdoch á í
Bandaríkjunum. Þar sé afþreyingu
og hægri-lýðskrumi blandað saman,
stöðin sýni viðskiptasnilld Mur-
dochs.
En Fox hafi með aðferðum sín-
um tekið þátt í að gera út af við miðj-
una í bandarískum stjórnmálum og
því sé orðið nær útilokað að bjóða
þar upp á nýja valkosti. Murdoch sé
nú orðinn valdamesti einstaklingur í
bæði Bandaríkjunum og Bretlandi
vegna þess að fjölmiðlar flytji ekki
bara upplýsingar heldur móti líka
skoðanir og opinberar umræður.
Ekki sé nóg að hindra yfirtöku Mur-
dochs á Sky, ganga þurfi lengra.
„Ég álít að það séu sterk rök
fyrir miklu öflugra eftirliti með eign-
arhaldi á fjölmiðlum,“ segir Wolf í
greininni í FT. „Enginn maður í
einkarekstri ætti að vera svo vold-
ugur að stjórnmálamenn skjálfi
frammi fyrir honum. Það er ekki lýð-
ræði.“
Ofurtök Murdochs sögð ógna lýðræðinu
Nokkur af öflugustu fjölmiðlafyrirtækjum Bretlands vara við einokunartilburðunum
Reyna nú að fá stjórnvöld í London til að hindra að News Corp fái að eignast Sky að fullu
Mega grípa inn
» Sérstök ákvæði gilda í
Bretlandi er veita stjórnvöldum
heimild til að grípa inn í ef þau
álíta að þróun eignarhalds fjöl-
miðla sé farin að ógna fjölræði.
» Fjölmiðlafyrirtækin áður-
nefndu hafa sent Vince Cable,
ráðherra viðskiptamála, bréf
og benda þar á að Murdoch
eigi fyrir mjög öflug dagblöð á
borð við Sun og Times.
Martin Wolf
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Þátttakendur í mótmælunum í
Frakklandi hertu í gær enn umsátur
sitt um eldsneytisbirgðastöðvar
landsins aðeins nokkrum stundum
eftir að öryggislögreglumönnum
tókst að opna þrjár birgðastöðvar.
Nicolas Sarkozy forseti skipaði lög-
reglunni að rjúfa með valdi herkvína
sem andstæðingar fyrirhugaðra
breytinga á eftirlaunalögum mynd-
uðu um birgðastöðvarnar.
Öldungadeild þingsins greiðir at-
kvæði um tillögur ríkisstjórnarinnar
síðar í vikunni en þar er kveðið á um
hækkun eftirlaunaaldurs. Í könnun-
um kemur fram að rúmlega 70%
Frakka styðja mótmælin sem hafa
snúist upp í mótmæli gegn Sarkozy
sem er afar óvinsæll.
Innanríkisráðuneytið sagði að
liðlega milljón manna hefði tekið þátt
í mótmælunum í gær; talsmenn
verkalýðssambandsins CGT sögðu að
rétta talan væri 3,5 milljónir. Grímu-
klædd ungmenni slógust við lögreglu-
menn í úthverfinu Nanterre í París og
háskólanemar söfnuðust saman við
húsakynni öldungadeildarinnar.
Sums staðar var kveikt í bílum.
Stjórnvöld vara við
efnahagslegum afleiðingum
Starfsmenn í flutningageiranum
héldu áfram verkföllum og trufluðu
samgöngur en gert var ráð fyrir að
um tveir þriðju hlutar ríkishraðlest-
anna myndu samt vera á áætlun. Um
þriðjungur bensínstöðva er nú búinn
með birgðir sínar.
Ráðamenn segja að langvarandi
verkföll geti haft alvarlegar efnahags-
legar afleiðingar.
„Ef ekki verður bundinn skjótur
endi á þetta geta óspektirnar, sem
hafa það markmið að lama þjóðina,
haft áhrif á atvinnumál landsmanna
með því að eyðileggja efnahagslífið,“
segir Sarkozy í yfirlýsingu.
Ríkisstjórnin segir mikilvægt að
draga úr fjárlagahallanum og ekki
gangi fyrir ríkissjóð að taka stöðugt
lán til að fjármagna eftirlaun, það
endi með skelfingu. En stjórnarand-
stæðingar og stéttarfélög segja að
það sé verið að skerða réttindi al-
mennings.
Reuters
„Hlustið“ Ungur maður með kröfuspjald í miðri orrahríðinni í einu af út-
hverfum Parísar í gær. Á spjaldinu stendur: „Hlustið á reiði fólksins.“
Hart slegist
við lögregluna
Ekkert lát á mótmælum í Frakklandi
Áhyggjur unga fólksins
» Stjórnin ætlar að hækka
almennan eftirlaunaaldur úr
60 í 62 ár. Ennfremur vill hún
að fólk fái ekki full opinber eft-
irlaun fyrr en 65-67 ára.
» Atvinnuleysi er mikið hjá
ungu fólki og sumt af því er
auk þess við nám fram undir
þrítugt.
» Fólk verður að hafa verið í
starfi í 40 ár til að fá eftirlaun.
En bent er á að margt ungt fólk
muni ekki geta uppfyllt þetta
skilyrði.
Alls hafa 15
skotárásarmál
komið til kasta
lögreglunnar í
Malmö í Svíþjóð
á einu ári og á
þriðjudag var
skotið á þrjá
dökka menn og
særðust allir
illa. Enginn þeirra mun þó vera í
lífshættu.
Karlmaður um þrítugt var skot-
inn í bakið á þriðjudag þar sem
hann beið eftir strætisvagni í skýli
í hverfinu Nydala. Talið er að
skotið hafi verið úr runna við skýl-
ið. Og fyrir viku var annar maður,
47 ára og einnig þeldökkur, skot-
inn í magann þegar hann beið eft-
ir vagni í sama hverfi.
Að sögn vefsíðu Dagens Nyheter
álítur lögreglan að um sé að ræða
geðsjúkan mann sem starfi einn.
Fram kom á fréttamannafundi lög-
reglunnar í gær að maðurinn not-
aði ef til vill leysigeislamiðun og
hann réðist eingöngu á fólk sem
bæri með sér að vera af erlendum
uppruna.
Lögreglan handtók 19 ára gaml-
an karlmann í fyrrinótt, grunaðan
um að hafa skotið tvo aðra karl-
menn á þrítugsaldri í borginni. Sú
árás er þó ekki talin tengjast hin-
um. kjon@mbl.is
Skotið
af handa-
hófi
Óþekktur maður
að verki í Malmö