Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 Við Urriðaholt Verið er að leggja lokahönd á nýtt húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands í Garðabæ. Golli Ríkissjóður og þar með skattborgarar landsins hafa nú fengið 700 millj- óna króna reikning sem er ættaður frá Jóni Bjarna- syni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þessi sending stafar af gönuhlaupi ráðherrans sem afnam aflamark í rækju á þessu fiskveiðiári. Forsagan er þessi Í þeim þrengingum sem rækjuiðn- aðurinn í landinu hefur búið við und- anfarin ár hefur Byggðastofnun verið mikið haldreipi og staðið sig vel. Rækjuiðnaðurinn er einmitt stað- settur á svæðum sem hafa háð byggðalega varnarbaráttu. Störf í rækjuiðnaðinum hafa því verið verð- mæt og haft mikla þýðingu fyrir byggðirnar. Með ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um afnám afla- marks í rækju er þessari þýðing- armiklu stofnun greitt gríðarlega þungt högg. Með fyrirspurnum á Al- þingi leitaði ég svara um þessi mál sl. mánudag. Svar iðnaðaráðherra, sem fer með málaflokk byggðamála, leiddi sitthvað mjög athyglisvert í ljós. Eiginfjárhlutfall komið niður fyr- ir lögbundið lágmark Ljóst er að ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veikir mjög útlánagetu Byggðastofnunar. Í til- kynningu stofnunarinnar til Kauphall- arinnar 30. ágúst sl. kemur eftirfar- andi fram: „Í lok tímabilsins stóðst stofnunin ekki eiginfjárkröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja. Það leiðir til þess að ríkissjóður verður sem eigandi stofnunarinnar að taka til þess afstöðu á síðari hluta ársins hvort halda beri starfseminni áfram í óbreyttri mynd, og þar með nýju eigin fé.“ Iðnaðarráðherra hefur nú í svari sínu við fyrirspurn minni greint frá því að eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar sé komið ofan í 5,18%, þökk sé sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra. Lög um fjármálafyrirtæki kveða á um (84 gr.) að eiginfjárgrunnur fjármálafyr- irtækja skuli vera að lágmarki 8% og Fjármálaeftirlitið hefur sett enn strangari viðmið um nýju viðskipta- bankana eða 16%. Þeim mun dapurlegra er þetta, í ljósi þess að ríkissjóður greiddi Byggðastofnun eiginfjárframlag upp á 3.600 m.kr. sem samþykkt var á Al- þingi í fjáraukalögum 2009 og fjár- lögum 2010. Skaðabætur Þetta er í rauninni staðan eftir ákvörðunina um rækjuna. Fótunum að óbreyttu kippt undan stofnuninni. Iðn- aðarráðherra lýsti því þó raunar yfir að lánastarfsemi stofnunarinnar myndi halda áfram. Það verður þá væntanlega gert í trausti þess að hún njóti ábyrgðar ríkisins og að lán- ardrottnar geti af þeim sökum fjár- magnað hana. Vitaskuld er þó öllum ljóst að þetta ástand getur ekki varað lengi. Fyrr eða síðar þurfa stjórnvöld að taka ákvarðanir um hvernig málum verði háttað til frambúðar. Iðnaðarráðherra tilkynnti í umræðum um fyrirspurn mína að slíkt stæði til. Augljóst er að eigi stofnunin að hafa möguleika til frekari útlánastarfsemi eftir höggið frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, þarf hún skaðabætur frá rík- issjóði/ skattborgurunum. Allt vegna ákvörðunar eins sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ákvarðanir hans eru því ekki einasta að skaða sjávarútveginn heldur hafa einnig beinan kostnað í för með sér fyrir hinn fjárvana ríkissjóð. Nú væri gott að hafa 700 milljónirnar í handraðanum Setjum tölurnar í samhengi. Hvað þýða þessar 700 milljónir? Nú er mikið rætt um hinn hraklega niðurskurð sem ríkisstjórnar- flokkarnir ætla að standa að á heil- brigðisstofnunum á landsbyggðinni, sem mun skerða þar alla þjónustu og leiða til uppsagna hundraða heilbrigðisstarfs- manna, einkum kvenna. Eðlilega hafa íbúar landsbyggðarinnar snúist til varnar. Skoðum því málin í því samhengi. Samanlagður niðurskurður á heil- brigðisstofnunum í Norðvesturkjör- dæmi – kjördæmi okkar sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra – er tæplega 600 milljónir króna. Þá fjár- muni vantar sárlega núna. Sú tala nær þó ekki þeirri upphæð sem um- rædd ákvörðun ráðherrans kostar ríkissjóð. Það væri svei mér gott að hafa þá upphæð nú til ráðstöfunar, til þess að bregðast við vandanum í heil- brigðisstofnunum á landsbyggðinni. En því er ekki að heilsa, því miður. Ekkert hugað að afleiðingunum Það vekur síðan sérstaka athygli að iðnaðarráðherra upplýsti í umræð- unni að þessi mál hefðu hvorki verið kynnt ráðuneyti hennar, né Byggða- stofnun áður en tekin var ákvörðun um afnám aflamarks í rækju. Mátti þó öllum vera ljóst að þar voru miklir hagsmunir í húfi. Það er auðvitað dæmalaust að ákvörðun af þessum toga skuli tekin án þess að hyggja að afleiðingunum. Þetta er auðvitað til marks um gjörsamlega fráleita stjórnsýslu og fullkomið hirðuleysi um almannahagsmuni. Hæpnar lagalegar forsendur Og svona eins og til að bæta gráu ofan á svart, þá var ákvörðun ráð- herrans alveg frá upphafi tekin á mjög hæpnum lagalegum forsendum. Nú liggur enn fremur fyrir vandað lögfræðiálit þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hafi brotið lög með ákvörðun sinni. Í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir, vaknar óhjákvæmilega spurning um hvort athafnir ráðherrans stafi af stórkostlegu hirðuleysi, eða ásetn- ingi. Því miður hefur ráðherrann ekki svarað neinu um þetta mál. Bréfum hagsmunasamtaka þar sem vísað er til framangreindrar lagalegrar túlk- unar er ekki ansað. Málin eru tekin upp á vettvangi Alþingis að ósk þing- manna, en án árangurs. Ítrekaðir fundir í sjávarútvegs- og landbúnað- arnefnd að beiðni okkar í stjórnar- andstöðunni leiddu ekki til nokkurrar niðurstöðu. Utandagskrárumræða að frumkvæði Kristjáns L. Möller, fyrr- verandi ráðherra, skilaði heldur ekki neinu. Þetta er til marks um vinnu- brögð sem framkvæmdavaldið getur ekki boðið nokkrum upp á. Hvorki þingi né þjóð. Lærdómurinn sem ætl- unin var að draga af veikleikum stjórnsýslunnar í kjölfar efnahags- hrunsins átti einmitt að vera sá að svona vinnubrögð líðist ekki. Í þessu tilviki virðast menn fátt hafa lært. Manni verður hins vegar orðs vant til þess að lýsa stjórnvaldsákvörðun sem í senn byggist á hæpnum laga- forsendum, svo ekki sé meira sagt, og kostar svo skattgreiðendur 700 millj- ónir í ofanálag. Eftir Einar K. Guðfinnsson » Stjórnvaldsákvörðun sem í senn byggist á hæpnum lagaforsendum og kostar svo skatt- greiðendur 700 milljónir í ofanálag. Einar K. Guðfinnsson Höfundur er alþingismaður. 700 milljóna króna reikningur frá Jóni Spurningin um eðli Sjálfstæðisflokksins er jafn gömul flokknum sjálfum. Ívar Páll Jónsson skrifar grein um þetta efni í tilefni af ummælum mínum um að hafna öfgum til hægri og vinstri. Grein hans verður varla skil- in á annan veg en að hann vilji sjá þröngan hægri flokk án allra opinberra af- skipta af markaðnum. Það er eitt sjónarmið. Ég sé hlutverk flokksins hins vegar í stærra samhengi. Hafa verður í huga að Sjálfstæðis- flokkurinn varð til við samruna Frjálslynda flokksins og Íhalds- flokksins. Sjálf stofnun flokksins fól þannig í sér málamiðlun milli hug- mynda á miðju og hægri væng stjórn- málanna. Jóhann Hafstein kom fyrst fram í háskólapólitíkinni á fjórða ára- tugnum sem baráttumaður gegn öfg- um til hægri og vinstri. Kommúnism- inn og nasisminn voru öfgar þess tíma. Í fyrstu stefnuyfirlýsingunni var hugtakið „stétt með stétt“ notað. Það fól í sér víða skírskotun. Þetta var flokkur sjómannsins og útgerð- armannsins, neytandans jafnt sem kaupmannsins eða bóndans. Fljót- lega festi flokkurinn rætur í verka- lýðshreyfingunni. Sjálfstæðisflokk- urinn er eina dæmið um hægri flokk á Norðurlöndunum sem það hefur gert. Í samræmi við þetta tóku for- ystumenn flokksins þeg- ar í öndverðu fullan þátt í mótun vinnulöggjafar, þróun löggjafar á sviði velferðarmála og mennt- unar. Þar kom að for- ystumenn flokksins tóku höndum saman við aðra lýðræðisflokka í and- stöðu við sósíalista og mótuðu utanríkisstefnu þar sem Ísland skipaði sér í sveit með evrópsk- um og öðrum vestræn- um þjóðum til samstarfs um varnir og viðskipti. Árangurinn varð sá að Sjálfstæð- isflokkurinn varð strax stærsti flokk- ur landsins og hélt þeirri stöðu þar til í síðustu kosningum. Engin dæmi eru um aðra hægri flokka á Norðurlönd- unum sem náð hafa jafn miklum áhrifum í jafn langan tíma. Vitaskuld hafa forystumenn flokksins á öllum tímum gert mistök. Stundum voru höftin of mikil. Stund- um voru ríkisútgjöldin of mikil. Hitt skiptir þó mestu að Sjálfstæðisflokk- urinn var sá flokkur sem af mestum þunga varði það jafnvægi í þjóð- arbúskapnum sem helgast af við- skiptafrelsi og velferð og tryggði hagsmuni landsins í alþjóðlegu sam- starfi eftir nauðsyn hvers tíma. Vissulega voru gerð mistök við framkvæmd peningastefnunnar. Krónan ofreis og hrundi. Margt varð þess valdandi að bankarnir féllu. Þetta breytir hins vegar engu um þá staðreynd að þessi breiði hug- myndagrundvöllur er í nútíð og fram- tíð líklegastur til að tryggja þá sam- stöðu sem öllu skiptir ef okkur á að takast að efla fyrirtækin og byggja hér samfélag efnahagslega sjálf- stæðra einstaklinga og fjölskyldna, sem hafa atvinnu og njóta réttar til menntunar og heilbrigðisþjónustu. Skoðanir Ívars Páls eru þó langt í frá nýjar af nálinni. Þegar hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum sumarið 2002 var það vegna þess að hann gat ekki hugsað sér að vera félagi í stjórnmálahreyfingu sem ynni af svo miklum krafti gegn hugsjónum hans. Nefndi hann sem dæmi að á þeim áratug sem á undan var liðinn hefðu tekjur og gjöld ríkisins tvöfaldast. Þetta var löngu áður en ég tók sæti í ríkisstjórn í ársbyrjun 2004 og því greinilega aðrir mér mætari menn sem eru undir sömu sök seldir í þess- um efnum. Von mín er sú að grein Ívars Páls Jónssonar sé ekki vísbending um að þeim vaxi nú fiskur um hrygg í Sjálf- stæðisflokknum sem vilja færa hann af þeirri braut víðsýni og umburðar- lyndis sem lengst af var sú kjölfesta sem tryggði honum traust fólksins og áhrif á mótun samfélagsins. Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur » Fljótlega festi flokk- urinn rætur í verka- lýðshreyfingunni. Sjálf- stæðisflokkurinn er eina dæmið um hægri flokk á Norðurlöndunum sem það hefur gert. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hin víða skírskotun Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.