Morgunblaðið - 21.10.2010, Page 21

Morgunblaðið - 21.10.2010, Page 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 Það hefur und- anfarið verið mikil umræða í gangi um Vatnajökulsþjóðgarð og nú liggja fyrir drög að reglugerð um starfsemi hans á borði umhverf- isráðherra. Mikil mót- mæli eru þegar kom- in í gang varðandi þessi drög og eru þau mótmæli mest gegn þeim lokunum á vegum sem þar eru, t.d. í Vonarskarði, Vikrafells- leið, leið um Heimabergsdal og fjölmörgum vegslóðum á Jökul- heimasvæðinu. Það sem vekur furðu í þessum lokunum er að rök- stuðningur fyrir lokunum er nán- ast enginn. Það sem hefur líka vakið furðu er vinnuferlið á bak við fyrirliggjandi drög, en þau eru komin frá fjórum svæðisráðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Allt ferlið virðist hafa verið unnið nánast í felum og lítið eða ekkert samráð haft við marga hagsmunaaðila, s.s útivistarfélög, ferðaþjónustuaðila og fleiri. Margir innan þessa umhverfis reyndu mikið til að nálgast gögn í vinnuferlinu til að geta fylgst með hvað væri að gerast, en þeir sem komust yfir gögn, fengu þau yf- irleitt eftir krókaleiðum á bak við tjöldin. Síðan þegar heildardrögin liggja fyrir senda þessir aðilar inn athugasemdir og þegar svar frá stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs barst í fjöldapósti til þeirra sem gerðu athugasemdir kom í ljós að ekki hafði verið tekið tillit til at- hugasemda á neinn hátt. Sam- kvæmt stjórnsýslulögum skal svara hverri fyrirspurn efnislega og þessi vinnubrögð stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs eru því mjög ámælisverð. Þegar skoðuð er sú við- skiptaáætlun sem virðist hafa ver- ið lögð til grundvallar þessum drögum kemur í ljós að ekkert mið virðist hafa verið tekið af heimafólki, þ.e.a.s. Íslendingum og hún virðist mest byggjast á tekjuplani vegna útlendinga í þjóðgarðinum, sem eiga samkvæmt henni að vera um tvær milljónir á árinu 2011. Ekki virðist hafa verið gert ráð fyrir venjulegum Ís- lendingum sem ferðast á eigin vegum um „þjóðgarðinn“ og eru drögin að verndar- og stjórn- unaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs samkvæmt því. Mjög margir telja vegna þessa að meiriháttar mistök hafi veri gerð við stofnun Vatnajök- ulsþjóðgarðs. Þessu fólki finnst þjóðin hafa gleymst og að þetta sé stofnun á þjóðgarði fyrir útlend- inga, rannsóknaraðila og við- skiptaaðila. Að loka Bárðargötu, elstu þjóðleið Íslendinga yfir há- lendið fyrir almenningi og hesta- fólki, er algjört tillitsleysi við sögu og menningu Íslendinga. Að loka Vikrafellsleið er óskiljanlegt vegna þess að nánast útilokað er að þar verði náttúruskemmdir. Að loka Heinabergsdal er einnig und- arleg ákvörðun þar sem þar er ekki heldur verið að vernda nátt- úruna. Með þessum lokunum er verið að gera alla sem ekki geta gengið dagleiðir að annars flokks fólki í sínu landi. Þessar leiðir eru til og hafa verið notaðar í hálfa öld eða meira. Þess vegna spyr venjulegt fólk um rökin fyrir þessu og eina svarið sem hefur fengist, er að verið sé að leggja grunn að ósnertu víðerni. Hvað er svo ósnert víðerni? Samkvæmt því sem auðlindahagfræðingurinn Tryggvi Felixson sagði nýlega snýst það um að búa til svæði þar sem náttúran ein fær að móta um- hverfið. Hann sagði: „Aðgeng- issjónarmið mega þó ekki verða svo ráðandi að þau spilli verulega því markmiði að náttúran þróist á eigin forsendum án inngripa mannsins.“ Þær leiðir sem á að loka eiga það flestar sameiginlegt að akstur mun ekki hafa áhrif á náttúruna, heldur skapar eðlilegt aðgengi fyrir fólk að fallegum náttúruperlum. Við þurfum sterk- ari rök en erlendar formúlur um þjóðgarða til að loka aðgengi að náttúru landsins. Það sem hefur verið gert erlendis, þarf ekki endilega að vera rétt fyrir okkur. Við þurfum að móta okkar ís- lensku þjóðgarða að Íslendingum númer eitt og síðan að sjálfsögðu setja ákveðnar umgengnisreglur sem gilda þá um alla varðandi umgengni við þetta umhverfi. Vatnajökulsþjóðgarður er mikið verkefni á alþjóðavísu og ég hvet umhverfisráðherra til að skoða þetta mál vel. Ég ber von í brjósti til þess að umhverfisráðherra beri gæfu til að lenda þessu máli varð- andi Vatnajökulsþjóðgarð á sem bestan veg. Það eiga eftir að koma mörg svona mál þar sem al- menningur vill taka þátt í þróun mála varðandi aðkomu og aðgengi að íslenskri náttúru og næst okk- ur í tíma er stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. Það þarf að klára drögin varðandi Vatnajökuls- þjóðgarð af skynsemi og láta vinnuferlið í því máli vera víti til varnaðar. Vatnajökulsþjóðgarður – bara fyrir útlendinga? Eftir Guðmund G. Kristinsson »Ekki virðist vera gert ráð fyrir Ís- lendingum í Vatnajök- ulsþjóðgarði og drögin að verndar- og stjórn- unaráætlun þjóðgarðs- ins eru samkvæmt því. Guðmundur G. Kristinsson Höfundur er sölu- og markaðsstjóri, er í Ferðaklúbbnum 4x4 og í nefnd Samtaka útivistarfélaga um Vatna- jökulsþjóðgarð. Hagur heimilanna byggist á atvinnu og öryggi, hvorki skulda- vandanum né hinum félagslega vanda verð- ur eytt nema fólk hafi vinnu, hafi tekjur til að greiða niður lánin og ráðstöfunartekjur til að leyfa sér og börnum sínum að vera virkir þátttakendur í sam- félaginu. Við verðum að auka verðmætasköpun í landinu og gefa fólkinu von um betri framtíð. Við þurfum öflugt atvinnulíf nú þeg- ar. Í dag er stór hluti viðskiptalífsins í eigu hins opinbera og á meðan svo er, er alveg ljóst að kreppan heldur áfram að dýpka. Því fyrr sem fyrir- tækin komast úr eigu ríkisins og úr krampatökum bankanna og nýir eig- endur eða hinir gömlu fá tækifæri til að vera í friði fyrir afskiptasemi hins opinbera og banka því fyrr mun efna- hagslífið taka við sér. Við þurfum að eyða þeirri óvissu í atvinnulífinu sem nú ríkir og ryðja úr vegi hindrunum á ýmsum sviðum. Það er kristaltært að aukin atvinna eykur tekjur, dregur úr útgjöldum ríkissjóðs m.a. vegna atvinnuleysisbóta og skilar þjóðinni efnahags- og félagslegum vexti. Þetta er einfalt, við þurfum fleiri at- vinnutækifæri fyrir fólkið í landinu, fólkið sem hefur viljann, getuna og kraftinn. Það gengur ekki að ræða skulda- vanda heimilanna og samhliða að auka álögur á fólkið í landinu. Í fjár- lagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir er verið að ræða álögur á fólkið í landinu sem nemur 13,5 milljörðum. Þar ber fyrst að nefna frystingu per- sónuafsláttar auk skattahækkana á síðasta ári, auknar álögur á áfengi og tóbak sem og bifreiðar, álögur sem hækka höfuðstól lána og auka þar með á skuldavanda heimilanna. Sömuleiðis er á döfinni skerðing vaxta- og barnabóta að upphæð 3,3 milljarðar. Nú er svo komið að milli- tekjufólkið sem hingað til hefur getað staðið undir skattahækkunum og greiðslu lána er líka að missa móðinn og þá er fokið í flest skjól. Við verðum að snúa af þess- ari braut, það sjá að ég held flestir. Lækkum skatta, drögum úr álögum á fólkið í landinu, aukum þannig ráðstöf- unartekjur þess, gefum fólkinu í landinu von og tækifæri til að vinna sig út úr vand- anum. Hagnaðurinn verður bæði fyr- ir fólkið í landinu og ekki síður fyrir ríkissjóð. Það varð forsendubrestur í hag- kerfinu og þeim forsendubresti verða lánveitendur og lánþegar að skipta á milli sín með einhverjum hætti. Það samtal verður að eiga sér stað því sanngirni er ekki fólgin í því að fólkið í landinu beri þann forsendubrest eitt ásamt fyrirtækjunum. Hvort heldur rætt er um lengingu lána, lækkun greiðslubyrði, lækkun höfuðstóls, af- skriftir skulda eða hvaðeina annað þá verður að ljúka þessu samtali fyrr en seinna. Byggjum upp traust að nýju á fjármálastofnunum, þær þurfa þess og við einnig til þess að unnt sé að horfa til framtíðar í uppbyggingu samfélagsins. Við þurfum öflugt at- vinnulíf, lægri skatta, gefum von um betri framtíð því viljann til að vinna hefur þjóðin. Við höfum viljann og kraftinn Eftir Ragnheiði Ríkharðsdóttur Ragnheiður Ríkharðsdóttir » Lækkum skatta, drögum úr álögum á fólkið í landinu, aukum þannig ráðstöfunar- tekjur þess, gefum fólk- inu í landinu von og tækifæri til að vinna sig út úr vandanum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Suðvesturkjördæmi. Í aðdraganda síðast- liðins sjómannadags var tekin ákvörðun um að stilla ræðuhöldum í hóf og er það vel. Eini ræðumaður þennan hátíðisdag sjómanna var því hæstvirtur sjáv- arútvegsráðherra, Jón Bjarnason, og hóf hann ræðu sína á kvæði: Föðurland vort hálft er hafið helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti þar mun stríðið verða háð. Að aflokinni þessari lofgjörð til sjómannastéttarinnar hóf ráð- herrann að tíunda afrek sín í vinnunni. Byrjaði á að lýsa því yfir hvernig honum hefði með strand- veiðunum tekist að endurvekja til- finningu landans fyrir því að fisk- urinn í sjónum væri sameign þjóðarinnar. Einstaklega vel hefði tekist til í þessu tilliti. Ekki hafði hann fyrir því að lýsa því í hverju ár- angurinn væri fólginn að öðru leyti en að ofan greinir, enda trúlega full- nægjandi árangur að sumra mati. Fróðlegt væri þó að fá ítarlega út- tekt á því hverju þessi nýja tilfinn- ingatengda atvinnugrein skilaði til þjóðarbúsins. Upplýsandi væri að vita hve margir af þeim sem strand- veiðar stunduðu gerðu út fleiri en einn bát á sömu kennitölu og á hvaða kjörum þeir sjómenn voru sem störfuðu sem réttindalausir verktak- ar hjá viðkomandi eig- endum. Einnig mætti finna út hversu hátt hlutfall strandveiðisjómanna er fyrrverandi útgerð- armenn sem selt hafa sínar aflaheimildir og þá hversu oft á ferl- inum. Einnig væri rök- rétt að gerður yrði samanburður á því hvort sú verðmætasköpun sem átti sér stað með strandveiðum hafi reynst meiri eða minni en sú sem hvarf með þeim tíu þúsund tonnum sem ráðherrann hefur nú á tveimur árum ráðstafað í nafni réttlætisins, þótt þar með hafi hann í leiðinni rýrt afkomu fjölda atvinnusjómanna sem skilað höfðu þessum fiski í land sem úrvalshráefni. Þess má geta að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG, lýsti því yfir á fundi sáttanefndar að hennar bjargföst skoðun væri sú að enginn ætti að fá að róa til fiskjar nema um borð væri gildandi kjara- samningur, en við blasir að þar er víða pottur brotinn, þótt ekki virðist það hvíla þungt á ráðamönnum, hafi þeir á annað borð hugmynd um hver staðan er í þeim efnum. Skötuselurinn Jón drap því næst á skötusels- ákvæðið fræga, eins og hann nefndi það, en þar voru aflaheimildir að sögn leigðar út með góðum árangri og ef til vill meira á leiðinni eins og hann komst að orði. Fyrst ráð- herrann segir að svona vel hafi til tekist þá hlýtur honum að vera bæði ljúft og skylt að upplýsa með tilheyr- andi gögnum í hverju þessi glymr- andi afkoma var fólgin. Nú er komið í ljós hvað ráðherrann átti við þegar hann sagði í ræðu sinni sl. sjómanna- dag að ef til vill væri eitthvað meira á leiðinni. Á aðalfundi LS þann 14. okt. sl. sagði hann meðal annars: Ég mun því leggja til að ráðherra fái heimild til að úthluta ákveðnu magni af þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa og ís- lenskri sumargotssíld til skipa sem hafa veiðileyfi. Útgerðir munu þurfa að greiða tiltekið sanngjarnt gjald fyrir aflaheimildirnar. Með þessari yfirlýsingu er ráðherrann að skapa algjöra og um leið óásættanlega óvissu um framtíðarfyrirkomulag innan sjávarútvegsins. Skaðinn sem leiðir af þessari óvissu er í raun ómælanlegur. Ljóst er að sjómenn munu ekki ljá máls á því að laun þeirra verði skert vegna þátttöku þeirra í leigu á veiðiheimildum og gildir þá einu hvort það er ríkis- valdið sem hlut á að máli, enda um lögbrot að ræða. Með sama hætti er ljóst að útgerðarmenn munu ekki telja rekstrarforsendur til þess að leigja veiðiheimildir af ríkinu nema til komi auknar tekjur sem vandséð er hvar taka skal nema úr vösum sjómanna. Samtök sjómanna stóðu ásamt þorra nefndarmanna í títtnefndri sáttanefnd að tillögu um að farin skyldi svokölluð samningaleið. Í hnotskurn má segja að tillögur FFSÍ til meiri sátta séu eftirfarandi: 1. Banna leiguframsal innan fisk- veiðiársins. 2. Koma í veg fyrir að ein- staklingar geti selt sínar heimildir og sagt skilið við sjávarútveginn með milljarða í vasanum. 3.Verðmyndun verði alfarið á markaðslegum forsendum og: 4. Að fiskiskipaflotinn verði í sam- ræmi við afrakstursgetu fiskistofn- anna en ekki margfalt stærri en þörf er fyrir. Þjóðarbúið rambar á bjargbrún- inni og er um þessar mundir engan veginn í stakk búið til að kollvarpa stjórnkerfi fiskveiða. Það er hins vegar löngu tímabært að fjarlægja þau meinvörp sem allt of lengi hafa grasserað í kerfinu. Ráðherra með rangan kúrs Eftir Árna Bjarnason » Þjóðarbúið rambará bjargbrúninni og er um þessar mundir engan veginn í stakk búið til að kollvarpa stjórnkerfi fiskveiða. Árni Bjarnason Höfundur er forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands og formaður Félags skipstjórnarmanna Morgunblaðið birtir alla útgáfu- daga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.