Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 Ég var í Hámunni í hádeginu um dag- inn. Það er veitingastaður á svoköll- uðu Háskólatorgi, nýlegri byggingu, þar sem er líka Bókabúð stúd- enta. Margt var um manninn. Stúlka nokkur ávarpaði mann- söfnuðinn og kvaðst vilja kynna hverjir fengju við- urkenningu fyrir hjólreiðar. Þetta endurtók hún á ensku. Síðan hóf hún kynninguna. Hún fór öll fram á ensku. Allir þessir viðurkenndu hjólreiðamenn báru ís- lenskt nafn, og námsstofnanir þeirra voru allar kynntar með íslensku nafni. Ég sat við lítið hringborð, þar sem voru 5-6 stúdentar, mér ókunnir. Þeir töluðu saman allan tímann (á ís- lensku), en veittu kynningunni enga athygli. Ég kem þarna stundum og það er sjaldan að ég heyri talað erlent mál við borð, sem ég geng framhjá. Það hefur átt að vera tillitssemi við erlenda stúdenta að kynna hjólreið- arnar á ensku. Það hlýtur að vera óþægilegt að vera útlendingur í al- gjörum minnihluta og vera tekinn þannig fram yfir fjöldann. Það væri eðlileg tillitssemi í upphafi kynningar að biðja þá, sem kynnu að sitja við borð með útlendingum, að gera þeim grein fyrir því, sem er á seyði. Það er reyndar eins víst í þetta sinn, að áhuginn hafi verið álíka mikill og hjá ungu sálfræðistúdentunum, sem ég sat hjá. Þessi misskilda tillitssemi er til vandræða fyrir útlendinga, sem missa þannig tækifæri til að læra íslensku. Á vegum menntamálaráðuneytisins o.s.frv. er leiðbeint, hvernig á að tala við erlent fólk á vinnustöðum. Það á að gera verklega, nota íslensk orð um það verk, sem unnið er þá stundina. Í Háskólanum á Nauthól er viðskipta- stúdentum kennd spænska þannig að lesið er um viðskipti á spænsku. Þetta gengur hratt. Nemandinn veit nokk- urn veginn, hvað er um að vera, og á því auðvelt með að skilja. Málfræðin kemur á eftir, ef hún kemur yfirleitt. Þannig lærðum við íslensku börn. Há- skólinn ætti að setja erlenda stúdenta í upphafi í nám í því, sem brýnast er í umgengni í húsakynnum skólans, svo og frumhugtökum í námsgreinum þeirra. Annað mál Þá vík ég að öðrum vettvangi, þar sem menn hirða ekki um að beita ís- lensku, enda þótt viðmælandi, sem reyndar er tölva, geti skilið hana. Það bar til í vor, að ég sendi starfsmanni Útvarpsins línu. Fyrst nýlega fékk ég svar. Það hefði dregist svona lengi, af því að skeytið hafði farið í „junkmail“, skrifaði Útvarpandinn, en ekki væri hirt um að líta í þá hirslu nema á mánaða fresti. Svarið var fullnægjandi, en ég lét þess getið, að ég sæi ekki þetta orð junkmail á tölv- unni minni, þar stæði ruslpóstur. Þá var mér svarað, að í Ríkisútvarpinu væru enskar skýringar við flest ef ekki öll forrit í tölvum. Gæti ekki málfarsráðunautur hjálpað upp á sakirnar? Baldur Sigurðsson, í kenn- araskólanum, minnist á þau ósköp einu sinni enn í Sunnudagsmogga núna, að fæstir setja íslensk forrit í tölvu sína, þótt ókeypis séu. Hann hefur áður boðið aðstoð til þess. BJÖRN S. STEFÁNSSON, dr. scient. Óþægilegt að vera útlendingur Frá Birni S. Stefánssyni Björn S. Stefánsson Nýlega kom ég að vinkonu minni lesandi bók fyrir skólann, enskan yndislestur skilst mér, þetta olli mér smá undrun því að ég vissi að hún var búinn að lesa allar þær bækur sem hún þurfti að lesa, ég aðstoðaði hana meira að segja við að velja bækurnar. Það mátti velja frá víðtækum lista af bókum en þær máttu ekki vera of stuttar, ég leit yfir listann og sá þar tvær bækur úr Discworld seríunni, bækur sem ég held mikið upp á, þessar tvær voru alveg ríflega 400 bls. svo hún valdi þá bara tvær stutt- ar ofan á þær og ég ályktaði að málið var dautt. En nei, kem ég nú að henni með nýja bók, og ástæðan? Kennaranum fannst hún ekki hafa lesið nógu mikið af „alvöru bók- menntum“, og veistu, þetta gerði mig bara frekar reiðan. Terry Pratchett er einn af mest lesnu höfundum í heiminum og er jafn Charles Dickens með flestar bækur lesnar í Bretlandi. Hann hef- ur skrifað meira en þrjátíu bækur og allar bækurnar hans eru bæði fyndnar og áhrifamiklar, og taka mjög oft á alvarlegum málefnum eins og kynþáttafordómum. Jafnvel þegar þær fjalla ekki um alvarleg málefni eru þær alltaf vel skrifaðar og segja alltaf góða sögu. Svo ég varð skiljanlega frekar pirraður að heyra bókunum hans lýst sem ekki „alvöru bókmenntum“, en þetta var ekki aðalatriðið, núna kemur það. Aðalathugasemdin sem ég hef við þetta er að þetta er svo dæmigert af menntakerfinu okkar, að túlka „þunglyndisbókmenntir“ sem „al- vöru bókmenntir“. Nú þegar hansk- anum hefur verið kastað svo fast nið- ur að hann hefur skoppað í loftið ætla ég að taka skref aftur. Ég skil alveg af hverju mennta- skólar hamra á að þessar bækur séu lesnar, að kenna ungu fólki að lesa nýja hluti og læra að meta sígildu verkin, en Wuthering Heights? Of Mice and Men? Ég skal viðurkenna að þetta eru stórmerkileg bók- mennta verk en þetta er nú ekki beint hressilegasta efni sem hægt er að lesa. Það er verið að taka ungt fólk á mótunarárum þess, þar sem þunglyndi og óvissa er í hámarki, og verið að þrýsta Wuthering Heights í hendurnar á þeim, bók þar sem allir eru annað hvort asnar eða hálfvitar, eða hvort tveggja. Þetta eru allt stórverk, jú, jú, en er ekki málið líka að kynna ungu fólki góðar bókmenntir sem það hef- ur í alvörunni gaman af því að lesa, í staðinn fyrir að hræða það burt með bókum sem eru jafn auðlesnar og það er að kyngja steini. Þessar bæk- ur munu samt aldrei detta úr kerf- inu en minnsta kosti þætti mér vænt um að sjá nútímahöfunda betur metna. Það fer í taugarnar á mér þegar góðir höfundar á borð við Neil Gaiman, Terry Pratchett, J.K. Rowling, Robert E. Howard og margir fleiri, eru ekki teknir gildir því að sögurnar þeirra snerust ekki um alvarlegt fólk að gera alvarlega hluti með alvarlegan félagslegan boðskap. Stundum er nóg bara að lesa góða, vel skrifaða sögu, sem lætur fólk dreyma og bara líða vel. ANDRI MÁR HAGALÍN, nemandi. Endurreisn ímyndunaraflsins Frá Andra Má Hagalín Andri Már Hagalín Höfum við Íslendingar enn lang- lundargeð fyrir sandkassaleiki og skylmingar þingmanna? Þótt sum- um virðist sá upp- vakningarleikur t.d. huggun harmi gegn að Alþingi Íslendinga hafi réttarfarslega viðunandi verk- færi til að hegna sjálfum sér með uppvakningu Landsdóms og að stefna til hans fyrrverandi odd- vita sínum. Oddvitinn er ákærður fyrir misgjörðir í stjórnsýslu sem varð m.a. til þess bankarnir keyrðu sig í þrot og settu heimsmet í glannaskap með óbeinni hjálp þessa sama Alþingis, sem svo með athafna- leysi sínu og stjórnsýslumistökum hans, dró íslenskan efnahag niður í feigðarfen, segir kæran. Þessi leikur boðar ekki betri tíð eða rénandi svartnætti og mál- skrúðsskylmingar á þrætubók- arsetrinu við Austurvöll. En þessi leikur opinberar fyrst og fremst menningarleysið í íslenskum stjórn- málum. Stjórnmálaágreiningur verður ekki og hefur aldrei verið leystur í réttarsölum, kommar og nasistar reyndu þetta og það endaði í allsherjarupplausn og skelfingu í þjóðfélögum þeirra. Stóra vanda- málið í pólitík og tilveru þessa fólks er að það fær ekki skilið að enginn einn sannleikur er til. Það er nefni- lega ekki bara til svart og hvítt, held- ur líka ekki neitt, á því byggist t.d. tölvutæknin. Við verðum að kasta út í hafsauga svarthvítri stjórnmála- menningu okkar, við höfum ekki efni á henni lengur, tími málamiðl- unarstjórnmála er upprunninn með þjóðarsátt af 59- eða 89-gerðinni. Það er einfaldlega lífsspursmál fyrir efnahagslegt og menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar. Við verðum sameiginlega og sam- hent að leggjast á árar og fá skútuna á skrið og réttan kúrs. Við getum ekki þolað tímasóun, kostnað og nið- urlægingu af þeim blóðuga harmleik sem gjaldþrot fjölda heimila og fyr- irtækja getur leitt af sér. Frá hruni hefur ekki tekist að rétta af kúrs þjóðarskúturnar vegna svartnættis og málskrúðsskylminga á þrætubók- arsetrinu í brúnni. Við þurfum sam- henta þjóðstjórn og það strax. Það virðist vera að samviskuþungu VG- liði séu ekki veitt réttu meðulin við þunglyndi sínu og moldarkofaþráin ræður þar of miklu. Ekkert má gera, auðlindir eiga bara njóta sín sem augnakonfekt og frekari nýting mið- anna ekki á dagskrá. Viðreisn á að nást með tveggja til þriggja ára nið- urskurði, atvinnuleysi og hungri og ekki kemur til greina aukin fram- leiðni og nýting verðmæta. VG þarf meðferð og endurhæfingu og það strax. Já, ríkisstjórn Jóhönnu hefur lok- ið sinni vinstri tilraun, venjulegt væl dugar ekki lengur. Alvaran blasir við. Það vill enginn þann blóðuga harmleik sem gjaldþrot fjölda heim- ila getur leitt af sér. Söknuður eftir moldarkofum og drullupollum for- tíðar eða alkóhólíska aðferðin um að allt sé öðrum að kenna geta ekki ráð- ið ferð. Efnahagskerfið gengur þá fyrst upp að leigugjaldi peninga bankanna til atvinnulífsins sé stillt í hóf í grænum hvelli og farin sé fram- leiðsluleiðin í stað þess að horfa í gaupnir sér og hafa yndi af heima- tilbúnum vandamálum, atvinnuleysi og 30-tíumilljarða hagnaði bankanna fyrstu sex mánuði ársins. Við þurf- um samhenta þjóðstjórn og það strax. ERLING GARÐAR JÓNASSON, tæknifræðingur. Við höfum ekki tíma fyrir ekki neitt Frá Erlingi Garðari Jónassyni Erling Garðar Jónasson Séra Valdimar Hreiðarsson svaraði seinasta laugardag grein sem ég skrifaði nokkrum dögum fyrr þar sem ég krafði hann um útskýringar á fullyrðingum hans og séra Halldórs Gunn- arssonar um að jarð- irnar sem þjóðkirkjan afhenti ríkinu til eign- ar árið 1907 væru í dag verðmetnar á sautján þúsund milljarða. Valdimar segist hafa séð vandaða útreikninga sem sýna fram á þessa niðurstöðu en upplýsir hvorki hvar né hver hafi reiknað utan þess að það séu aðilar sem hann treystir. Ég vona að Valdi- mar erfi það ekki við mig að mér finnst þetta ekki alveg nóg og ég tek því undir vonir hans um að talnag- leggra fólk en við félagarnir erum blandi sér í umræðuna. Ástæðan fyrir því að ég vil endi- lega fá að vita forsendurnar fyrir þessum útreikningum er sú að sautján þúsund milljarðar eru alveg ótrúlega há tala, svo stór að mig grunar að ég þurfi að setja hana í eitthvert samhengi til þess að þeir félagar Valdimar og Halldór átti sig á henni. Við getum byrjað á því að bera verðmæti jarðanna saman við skuld- ir íslensku þjóðarinnar. Nýjustu upplýsingar sem finnast við fljóta leit eru frá því í júlí 2009 en þá sagði í frétt RÚV að þær næmu 3-4000 milljörðum. Fyrir þá upphæð væri hægt að reka heilbrigðiskerfið í rúma hálfa öld. Fyrir andvirði kirkjujarðanna gömlu væri sá tími eitt- hvað á þriðja hundrað ár. Ekki er heldur úr vegi að bera virði jarðanna við jarðarverð á landinu almennt. Það er ekki auðvelt að finna upplýsingar um hversu margar jarðir var að ræða á sínum tíma, á netinu er algeng tala um 700 jarðir. Við skul- um bara einfalda þetta og ímynda okkur að þær séu 1000. Þá er með- alverðið á jörð 1,7 milljarðar. Í dag þykir það fréttaefni í héruðum landsins ef landeigandi fær einn tí- unda af því fyrir stórjörð. Ég vona að þessi dæmi mín, þó einfölduð séu, sýni af hverju mér finnst að nú standi það upp á Valdi- mar Hreiðarsson, Halldór Gunn- arsson og þá sem reiknuðu fyrir prestana að standa fyrir máli sínu og sýna einfaldlega hvaða forsendur liggja fyrir þeirri fullyrðingu að verðmæti gömlu kirkjujarðanna sé sautján billjónir króna. Sautján billjónir settar í samhengi Eftir Egil Óskarsson Egill Óskarsson » Ástæðan fyrir því að ég vil endilega fá að vita forsendurnar fyrir þessum útreikningum er sú að sautján þúsund milljarðar eru alveg ótrúlega há tala ... Höfundur er leikskólakennaranemi. Eftir að hafa fylgst með umræðu síðustu daga um að taka allt í burtu sem minnir á kristna trú úr leik- skólum og grunn- skólum, þá gat ég ekki setið lengur á mér. Það er oft þannig að allir kristnir menn og konur eru sett undir sama hatt, og ef einhver sem er kristinn gerist sekur um eitthvað þá eru allir kristnir menn sekir. Það er ekki hægt að reikna dæmið svona, það er álíka þegar við tölum banka- hrunið og segjum að það séu allir sek- ir í því máli vegna þess að allir tóku þátt í veislunni. En þar er nú fólk ekki sammála. Ef við ætlum að halda áfram á sömu braut til að greiða veg- inn fyrir öðrum trúarbrögðum, þá verðum við að ákveða í okkar landi hvort við ætlum að fylgja því sem land okkar er byggt á. Erum við að fara að upplifa tíma, þar sem tákn Krists verður tekið niður á öllum stöðum í okkar landi? Við erum að tala um fána lýðveldisins, þjóðsönginn, jólahátíðina og krossmörk út um allar trissur. Eigum við eftir að upplifa það að mynd af þorskinum verði sett í stað krossins? Ég vona að ég komi aldrei til með að upplifa það meðan ég lifi. Hvað erum við að tala um stóran hóp í landinu okkar sem vill að boð- skapurinn um Jesú Krist verði að víkja úr skólunum? Er þetta fámenn- ur hópur hagsmunaaðila sem hrópar hæst? Væri ekki bara best að fá að kjósa um svona mál eins og önnur sem kosið er um á hinu háa Alþingi? Það sem er að gerast hér er að það er fólk sem vill skipta um hug- myndafræði, og þegar menn reyna að koma nýjum hugmyndum að, þá gef- ur oft óánægja, reiði sem brýst út í mótmælum, mikinn meðbyr til að koma nýrri hugmyndafræði að. Að sjálfsögðu þurf- um við að losa okkur við þessa græðgi sem hefur orðið þjóð okkar að falli, en getum við kennt Guði um það? Ef lesið er í biblíunni, þá er mikið talað um að forða sér frá græðginni og temja sér lítillæti, hógværð og auðmýkt, ekki er það slæm hugmyndafræði. Á þessu átti að byggja upp þjóð okkar, en það sem gerðist á leiðinni er að menn fóru að verða sjálfhverfir og eigingjarnir sem kom okkur þangað sem við erum stödd núna. Dæmi um mjög hættulega hug- myndafræði, er þegar Hitler kom sín- um hugmyndum á framfæri á krepputímum; það varð að verstu fjöldamorðum í sögunni. Hugmynd- irnar sem hann kom með gáfu fólkinu lausnir og það leit á Hitler sem sinn frelsara. Hvert erum við að fara? Ætlum við að finna nýjan frelsara sem lemur okkur út úr þessu? Ég segi, við skul- um skoða þetta allt saman vandlega og tala saman, og ekki taka allt sem góðan fisk, því hann gæti verið úldinn að innan. Krossinn út? - Inn með þorskinn? Eftir Sigurð H. Ingimarsson Sigurður H. Ingimarsson »Eigum við eftir að upplifa það að mynd af þorskinum verði sett í stað kross- ins? Ég vona að ég komi aldrei til með að upplifa það meðan ég lifi. Höfundur er foringi í Hjálpræðishernum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.