Morgunblaðið - 21.10.2010, Page 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
Nauðungarsala Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Fífurimi 4, 204-0417, Reykjavík, þingl. eig. Hreinn Vilhjálmsson, gerð-
arbeiðendur Fífurimi 4,húsfélag, Íbúðalánasjóður, Lífeyrissjóður
starfsmanna sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, mánudaginn 25.
október 2010 kl. 11:30.
Hraunbær 104, 204-5012, Reykjavík, þingl. eig. Ragnar Kristinn Gunn-
arsson, gerðarbeiðendur Hraunbær 104,húsfélag, Íslandsbanki hf, NBI
hf. og Sýslumaðurinn á Blönduósi, mánudaginn 25. október 2010 kl.
10:00.
Kleppsvegur 38, 201-6276, Reykjavík, þingl. eig. Sergiusz Miernik,
gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Kleppsvegur 34-38,húsfélag,
mánudaginn 25. október 2010 kl. 14:00.
Smyrilshólar 6, 204-9839, Reykjavík, þingl. eig. Mohamed Diallo,
gerðarbeiðendur Atlantsolía ehf. og Sýslumaðurinn á Blönduósi,
mánudaginn 25. október 2010 kl. 14:30.
Torfufell 29, 205-2933, Reykjavík, þingl. eig. Guðfinnur Hafliði Einars-
son, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg, Sýslumaðurinn á Blönduósi
ogTorfufell 29,húsfélag, mánudaginn 25. október 2010 kl. 15:00.
Vesturberg 74, 205-0731, Reykjavík, þingl. eig. Júlíus Hjaltason, gerð-
arbeiðandi Sýslumaðurinn á Blönduósi, mánudaginn 25. október
2010 kl. 11:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
20. október 2010.
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6
Reykjavík, sem hér segir, á eftirfarandi eignum:
Jórusel 4, 205-7399, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Linda Stefanía
de L. Etoile, gerðarbeiðandiTollstjóri, mánudaginn 25. október 2010
kl. 10:00.
Jörfagrund 6, 227-1607, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Vilborg
Sigríður Gunnarsdóttir, gerðarbeiðandi Byko ehf., mánudaginn
25. október 2010 kl. 10:00.
Kambsvegur 35, 202-0081, Reykjavík, þingl. eig. Auður Ögn Árna-
dóttir og Páll Kristinn Guðjónsson, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan
ehf. og Íbúðalánasjóður, mánudaginn 25. október 2010 kl. 10:00.
Keilufell 4, 205-1575, Reykjavík, þingl. eig. Guðný Ingimarsdóttir,
gerðarbeiðendur G.P. Kranar ehf. og NBI hf., mánudaginn 25. október
2010 kl. 10:00.
Klapparhlíð 7, 227-0719, Mosfellsbæ, þingl. eig. Björn Þór Hannesson
gerðarbeiðandi NBI hf., mánudaginn 25. október 2010 kl. 10:00.
Kleppsvegur 4, 201-6038, Reykjavík, þingl. eig. Jón Sigurðsson og
Auður Elísabet Friðriksdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf.,
mánudaginn 25. október 2010 kl. 10:00.
Kleppsvegur 118, 201-8162, Reykjavík, þingl. eig. Ingvar Hreinsson,
gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 25. október 201
kl. 10:00.
Kleppsvegur 152, 201-8658, Reykjavík, þingl. eig. Bragi Gunnarsson,
gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf., mánudaginn
25. október 2010 kl. 10:00.
Klukkurimi 1, 203-9682, Reykjavík, þingl. eig. Sigurður B. Pétursson,
gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og Steypustöðin ehf., mánudaginn
25. október 2010 kl. 10:00.
Klukkurimi 3, 203-9684, Reykjavík, þingl. eig. Ingólfur Karl Þrastarson
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 25. október 2010
kl. 10:00.
Kólguvað 3, 227-8568, Reykjavík, þingl. eig. Daði Gils Þorsteinsson og
Bergey Hafþórsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður Verkfræðinga,
mánudaginn 25. október 2010 kl. 10:00.
Kóngsbakki 8, 204-8414, Reykjavík, þingl. eig. Þuríður Guðmunds-
dóttir, gerðarbeiðendur NBI hf., Reykjavíkurborg og
Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 25. október 2010 kl. 10:00.
Kristnibraut 99, 226-7428, Reykjavík, þingl. eig.Yngvi Laxdal Arnars-
son, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Kristnibraut 99-
101,húsfélag, mánudaginn 25. október 2010 kl. 10:00.
Kvíslartunga 60, 230-9158, Mosfellsbæ, þingl. eig. Guðmundur Einar
Einarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður,Tollstjóri ogTrygginga-
miðstöðin hf., mánudaginn 25. október 2010 kl. 10:00.
Langholtsvegur 18, 201-7788, Reykjavík, þingl. eig. Finnur Már
Árnason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag
Íslands hf., mánudaginn 25. október 2010 kl. 10:00.
Langholtsvegur 134, 202-2584, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Birna
Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 25. októbe
2010 kl. 10:00.
Logafold 76, 204-2773, Reykjavík, þingl. eig. Regína Inga
Steingrímsdóttir, gerðarbeiðandi NBI hf., mánudaginn 25. október
2010 kl. 10:00.
Lækjarmelur 4, 224-1456, Reykjavík, þingl. eig. Hjörtur Rósant
Freysson, gerðarbeiðendur Byko ehf. ogTryggingamiðstöðin hf.,
mánudaginn 25. október 2010 kl. 10:00.
Lækjarmelur 4, 225-2216, Reykjavík, þingl. eig. Hjörtur Rósant
Freysson, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf. og
Tryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 25. október 2010 kl. 10:00.
Möðrufell 13, 205-2825, Reykjavík, þingl. eig. Jocelyn Betangcor
Ragnarsson, gerðarbeiðendur Bílaumboðið Saga ehf. og Reykjavíkur
borg, mánudaginn 25. október 2010 kl. 10:00.
Möðrufell 15, 205-2831, Reykjavík, þingl. eig. Karen Welker
Pétursdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf.,
Möðrufell 1-15,húsfélag og Vörður tryggingar hf., mánudaginn
25. október 2010 kl. 10:00.
Naustabryggja 16, 226-1762, Reykjavík, þingl. eig. Pétur Ágústsson o
Þorbjörg Steinarsdóttir, gerðarbeiðendur Sjóvá-Almennar tryggingar
hf. og Sparisjóður Reykjavíkur/nágr. hf., mánudaginn 25. október 201
kl. 10:00.
Naustabryggja 36, 227-2457, Reykjavík, þingl. eig. Ernesta Antons-
dóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn 25. október 2010
kl. 10:00.
Nóatún 26, 201-1786, Reykjavík, þingl. eig. Álfhildur Eygló Andrés-
dóttir, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., mánudaginn 25. október
2010 kl. 10:00.
Næfurás 13, 204-6193, Reykjavík, þingl. eig. Alexei Páll Siggeirsson,
gerðarbeiðandi SP Fjármögnun hf., mánudaginn 25. október 2010
kl. 10:00.
Nökkvavogur 48, 202-2984, Reykjavík, þingl. eig. Sveinbjörn Einars-
son og Kristjana Magnúsdóttir, gerðarbeiðendur Borgun hf.,
Íslandsbanki hf. og NBI hf., mánudaginn 25. október 2010 kl. 10:00.
Rauðagerði 45, 203-5489, Reykjavík, þingl. eig. Baldvin Smári
Matthíasson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., mánudaginn
25. október 2010 kl. 10:00.
Rauðarárstígur 42, 201-0877, Reykjavík, þingl. eig. Ármann Freyr
Jónsson Clausen, gerðarbeiðandi Kreditkort hf., mánudaginn
25. október 2010 kl. 10:00.
Rauðás 14, 204-6275, Reykjavík, þingl. eig. Jón Óskar Agnarsson,
gerðarbeiðendur BYR sparisjóður, höfuðstöðvar og Íbúðalánasjóður,
mánudaginn 25. október 2010 kl. 10:00.
Ránargata 4, 200-1682, Reykjavík, þingl. eig. Ásta Lilja Magnúsdóttir,
gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 25. október 201
kl. 10:00.
Ránargata 10, 200-1702, Reykjavík, þingl. eig. Finnur Már Árnason,
gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 25. október 2010
kl. 10:00.
Reyrengi 4, 221-3732, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Þorvarður Jón
Guðmundsson, gerðarbeiðendur Borgun hf. og N1 hf., mánudaginn
25. október 2010 kl. 10:00.
Rjúpufell 25, 205-3014, Reykjavík, þingl. eig. Elleonor Rosario
Mangubat, gerðarbeiðandi Landspítali, mánudaginn 25. október 2010
kl. 10:00.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
20. október 2010.
Raðauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/radaugl
I.O.O.F. 11 19110218 Fm*
Landsst. 6010102119 VIII
Samvera eldri borgara í
Fíladelfíu fimmtudaginn 21.
október kl. 15.00. Lofgjörð, bæn
og hugvekja. Glæsilegt kaffi-
hlaðborð. Allir eldri borgarar eru
hjartanlega velkomnir.
Samkoma fimmtudag kl. 20
Bæn og lofgjörð. Umsjón:
Sigurður Ingimarsson.
Kaffi Amen, föstudag kl. 21
Lifandi tónlist. Allir velkomnir.
Samkoma sunnudag kl. 14
Ræðumaður: Anita Gerber.
Söngstund og morgunbæn
Alla daga kl. 10.30.
Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7
og fatabúð í Garðastræti 6,
opin alla virka daga kl. 13-18.
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur
Síðumúla 31,
s. 588 6060
Miðlarnir, spámiðlarnir og
huglæknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen talnaspekingur
og spámiðill, Ragnhildur
Filippusdóttir, Garðar Björg-
vinsson, Michael-miðill,
Símon Bacon, Guðríður
Hannesdóttir kristalsheilari
og auk annarra, starfa hjá
félaginu og bjóða félags-
mönnum og öðrum upp á einka-
tíma. Upplýsingar um félagið,
starfsemi þess, rannsóknir og
útgáfur, einkatíma og tíma-
pantanir eru alla virka daga
ársins frá kl. 13-18. auk þess
oft á kvöldin og um helgar.
SRFR
Félagslíf
Smáauglýsingar augl@mbl.is
Farðu inn á mbl.is/smaaugl
Það var að kvöldi 4.
október að við fengum
símhringingu um að
Andrés Tómasson, vin-
ur okkar, væri fund-
inn. Andrésar hafði
verið saknað síðan 24. september og
hafði verið leitað síðan. Það voru
blendnar tilfinningar sem bærðust
með okkur fjölskyldunni, sorgin yfir
því að Andrés væri dáinn og léttirinn
yfir því að hann væri fundinn.
Andrés Tómasson var skólabróðir
Björgvins og góður vinur, maður með
allt á hreinu. Andrés aðstoðaði okkur
við síðustu íbúðarkaup okkar og
passaði hann upp á að endar myndu
ná saman hjá okkur. Andrés bar hag
okkar fyrir brjósti og hann var vinur
vina sinna.
Andrés og Björgvin höfðu þann sið
að hittast og fá sér í glas einu sinni á
ári, þetta var svona, „á sama tíma að
ári“ hittingur, þess á milli spjölluðu
þeir í síma og þá var spjallað mikið.
Andrés kom til okkar 3 vikum áður
en hann dó og erum við fjölskyldan
Andrés Tómasson
✝ Andrés Tómassonfæddist í Reykja-
vík 16. febrúar 1969.
Hann lést 25. sept-
ember 2010.
Útför Andrésar fór
fram frá Fossvogs-
kirkju 18. október
2010.
innilega þakklát fyrir
þessa kvöldstund með
Andrési og munum
geyma hana í hjarta
okkar um ókomin ár,
enda gleðin alltaf við
völd þegar við hitt-
umst. Andrés mætti
galvaskur nákvæm-
lega á þeim tíma sem
hann boðaði sig í heim-
sókn, ég man að ég bar
hjónabandssælu á
borð og það fannst
Andrési of mikið, því
ekki mátti hafa fyrir
honum, en það var gert með glöðu
geði enda gaman að fá Andrés í heim-
sókn.
Andrés kom alltaf með nammi
handa stelpunum, honum fannst
nauðsynlegt að þær fengju eitthvað
þegar hann kom. Ég var að lesa fyrir
örverpið á heimilinu því það var
háttatími hjá henni, en þegar hún
heyrði að Andrés væri kominn, þá
þurfti hún að fara fram og heilsa hon-
um, svo var hún þotin upp í rúm að
sofa, eldri stelpan okkar hafði mjög
gaman af því að sitja með okkur fram
eftir kvöldi og hlusta á sögurnar fá
æskuárum Andrésar og Björgvins.
Það var margt brallað á þeim árum
og vinskapur sem á milli þeirra
myndaðist entist þeim út lífið. Við
höfðum orð á því í þessari síðustu
heimsókn að ef stelpan færi að lenda í
vandræðum með stærðfræðina, þá
myndum við kalla hann til, enda var
Andrés glöggur talnamaður, fluggáf-
aður og metnaðarfullur.
Það var mikið hlegið og hent gam-
an að hinum ýmsu mönnum og mál-
efnum, mál dagsins í þjóðfélaginu
voru rædd og Andrés vildi ala Björg-
vin betur upp í stjórnmálaskoðunum,
hann var ekki sáttur við hvar atkvæð-
ið hans Björgvins lenti í síðustu al-
þingiskosningum, en svo var hent
gaman að því líka.
En lífið er hverfult og ekki áttum
við von á að endirinn kæmi svona
fljótt, við áttum von á mörgum árum,
mörgum að ári-hittingum, símtölum
og ánægjulegum samverustundum,
við héldum að við ættum mörg ár eft-
ir til að ganga í gegnum lífið saman í
góðri vináttu.Við teljum okkur hepp-
in og blessuð af að hafa kynnst Andr-
ési, þeim góða dreng og þeim ynd-
islega vini sem hann var okkur og ég
vona að við höfum verið honum góðir
vinir líka.
Með þessum orðum kveðjum við
góðan dreng, góðan vin og góðan
mann. Fjölskyldu Andrésar vottum
við okkar dýpstu samúð vegna frá-
falls Andrésar sem var ótímabært og
kom allt of fljótt.
Björgvin, Rakel og dætur.
Okkur langar með nokkrum orðum
að minnast vinar okkar Andrésar
Tómassonar. Kynni okkar hófust í
Landsbankanum en þar vorum við
samstarfsmenn um hríð. Einnig var
annar okkar samhliða honum í há-
skóla. Við þrír urðum ágætir vinir og
héldum alltaf sambandi þrátt fyrir að
leiðir lægju í mismunandi áttir.
Andrés var góður félagi, mikill húm-
oristi og alltaf var stutt í góða skapið
og brosið. Hann var vel upplýstur um
menn og málefni, skemmtilegur við-
mælandi og mikill íslenskumaður.
Andrés var hlédrægur en sagði sína
skoðun umbúðalaust og af hreinskilni
ef því var að skipta. Hann þótti góður
starfsmaður meðan hann starfaði í
bankanum. Yfirmaður hans í veð-
deild sagði t.d. að enginn af starfs-
mönnum sínum hefði fengið eins oft
hrós frá viðskiptamönnum og Andr-
és. Lengi vel átti hann ekki bifreið og
fór flest á tveimur jafnfljótum. Andr-
és gekk jafnan rösklega svo að erfitt
gat verið að fylgja honum eftir. Oft
kom það fyrir að annar okkar ók hon-
um heim í Hólmgarðinn en Andrés
var einkabarn og bjó hjá foreldrum
sínum meðan þeirra naut við. Þar var
oft spjallað lengi í bílnum. Við vorum
stundum dálítið hugsi yfir því að
hann bauð okkur aldrei með sér inn,
hvorki meðan foreldrar hans voru á
lífi né eftir að þau féllu frá. Við höfum
komist að þeirri niðurstöðu að heimili
hans hafi verið honum athvarf og
griðastaður sem hann vildi ekki endi-
lega deila með öðrum.
Lífið var ekki alltaf dans á rósum
hjá Andrési. Hann var með sjúkdóm
sem lýsti sér þannig að húð hans of-
þornaði, jafnvel svo að úr blæddi.
Þessu fylgdu „óþægindi“ og kannski
ekki síst á sálinni. Við vitum fyrir víst
að Andrés lenti í mótlæti á uppvaxt-
arárum sínum vegna þessa. Það er
viðkvæmur tími og hafi orðin níst, þá
hefur verið gott að eiga sér skjól í
Hólmgarði í hreiðri ástríkra foreldra
sinna. En þó óvitaskap barna og ung-
linga megi afsaka þá er það jafnvíst
að stundum lenti hann í andstreymi
af sömu sökum á fullorðinsárum af
fullorðnum.
Andrési hefur verið lýst sem ein-
fara. Hann var ekki einfari að „upp-
lagi“ ef svo má að orði komast. Ein-
stæðingsskapur hans var afleiðing af
öðrum sökum. Eftir því sem árin liðu
dró úr samskiptum okkar þó við hitt-
umst af og til. Síðast heyrði annar
okkar frá honum í síma, rúmum
tveimur mánuðum fyrir andlát hans.
Það var ánægjulegt samtal en þó
gætti hjá honum dimmari tóns en áð-
ur. Hann upplýsti m.a. að sjúkdómur
sinn færi versnandi. Það var rætt um
að gera eitthvað skemmtilegt saman,
en ekkert var þó ákveðið. Nú er það
orðið of seint. Okkur þykir miður að
hafa ekki sýnt meira frumkvæði í að
sinna vini okkar gegnum tíðina. Við
viljum senda okkar dýpstu samúðar-
kveðjur til allra þeirra sem þótti
vænt um Andrés.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
(Einar Benediktsson.)
Pétur Ó. Einarsson,
Róbert Magnússon.