Morgunblaðið - 21.10.2010, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.10.2010, Qupperneq 32
32 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 Í tilefni af 85 ára afmæli Bjargar Einarsdóttur rithöfundar opnar á morgun, föstudag klukkan 18, sýning á ritverkum hennar, rita- skrá og úrklippum í Bókasafn- inu í Hveragerði. Björg varð 85 ára þann 25. ágúst í sumar. Hún hefur verið búsett í Hveragerði síðastliðin þrjú ár og leggur enn stund á ritstörf. Björg hefur einkum skrifað um konur og er ritsafn hennar „Úr ævi og starfi íslenskra kvenna“ I-III, sem upphaflega var safn útvarpserinda, mikill fróðleikur. Úrklippusafnið tekur á fjölbreyttu efni, en hluti þess gefur innsýn í kvennabaráttuna. Á opnuninni mun Björg fjalla um verk sín og spjalla við gesti. Bókmenntir Sýna ritverk Bjarg- ar Einarsdóttur Björg Einarsdóttir rithöfundur Um næstu helgi lýkur sýningu listakonunnar Ernu G.S., Re- mix Móment 2009, í sal Graf- íkfélags Íslands. Á sýningunni hefur Erna G.S. sett upp fjölda ljósmynda, málverk og innsetningu. Erna tekst á við samtímann í verkum sínum, en hún stillir í þeim saman andartakinu, þjóð- félagsástandi og persónulegu lífi sínu. Hún vinnur með sam- þættingu ólíkra listmiðla og viðfangsefnis sem kallar fram margræðni í verkum hennar. Salur Grafíkfélagsins er að Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Opið er fimmtudaga til sunnudags frá kl. 14 til 18. Myndlist Sýningu Ernu G.S. lýkur um helgina Frá sýningunni Re- mix Móment 2009 Nathalía Druzin Halldórs- dóttir komst í fjögurra manna lokaúrslit í alþjóðlegri tónlist- arkeppni í Veróna á Ítalíu. Keppnin nefnist Tourmente Internazionale di Musici (TIM) og fer fram annað hvort ár. Veitt eru verðlaun í ýmsum greinum tónlistar og tónsmíða. Í ár þreyttu yfir 70 söngv- arar prufusöng. Alþjóðleg dómnefnd valdi 19 úr þeim hópi og kepptu þeir söngvarar til úrslita. Eins og fyrr sagði komst Nathalía síðan í fjögurra manna úrslitin. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslensdingur tekur þátt í TIM-keppninni. Nathalía hefur verið nemandi Alínu Dubik. Tónlist Nathalía í úrslit í alþjóðlegri keppni Nathalía Druzin Halldórsdóttir Á uppboðum stóru uppboðshúsanna í London í síðustu viku, sem haldin voru á sama tíma og Frieze- listkaupstefnan þar í borg, voru seld listaverk fyrir um 94 milljónir punda, um 16 milljarða króna. Er það um helmingi meiri sala en á uppboðunum á sama tíma í fyrra. The Telegraph greinir frá því að dýrasta samtímaverkið sem seldist á uppboðunum hafi verið stórt fiðr- ildamálverk eftir Damien Hirst, sem var slegið kaupanda á 2,2 millj- ónir punda hjá Christie’s. Meðal annarra samtímaverka sem voru seld á góðu verði má nefna tvær eftirmyndir barnaleikfanga í yf- irstærð eftir japanska listamanninn Takashi Murakami, sem seldust fyrir þrefalt matsverð, á 1,9 millj- ónir punda, og stórt málverk af dömuskóm eftir Andy Warhol, sem var selt fyrir 1,5 milljónir punda. Mikla athygli vakti sala á 66 ítölskum verkum frá því um miðja 20. öld en þau seldust fyrir 36 millj- ónir punda. Dýrasta verkið var fá- gæt handgerð brosafsteypa af hesti og reiðmanni eftir Marino Marini, sem sænska verkalýðsfélagið Unio- nen fékk 4,5 milljónir punda fyrir, metverð fyrir verk eftir Marini. Bronsverk Afsteypa eftir Marino Marini var seld fyrir 800 milljónir. Hátt verð á uppboðum í London Selt fyrir 16 millj- arða í Frieze-viku Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Í kvöld upplifa gestir í Tjarnarbíói áhugaverða samþættingu tveggja danshópa, íslensks og pólsks. Dans- höfundurinn Jacek Luminsky frá Si- lencian Dance Theatre í Bytom í Pól- landi kom hingað til lands og vann með Íslenska dansflokknum að verk- inu Singletrack. Dansarinn og dans- höfundurinn Sigríður Soffía Níels- dóttir hélt hins vegar til Bytom þar sem hún samdi á þremur vikum með pólska flokknum verk sem hún kall- ar Colorblind. Það hefur verið flutt ytra en verður nú flutt hér af pólsku dönsurunum. „Ég var í Póllandi í tæpan mánuð í vor að semja þetta verk,“ segir Sig- ríður Soffía. „Þetta var stutt ferli til að gera 30 mínútna verk, svolítið eins og að setja hraðamet í dans- smíðum,“ segir hún og hlær. „Ég samdi verkið fyrir dansflokkinn en fékk Ingibjörgu Sigurjónsdóttur myndlistarmann til að koma út í tíu daga til að gera búninga, hún vann að því með pólskum klæðskera. Jó- hann Friðgeir Jóhannsson gerði tón- listina; vann frá Ísafirði yfir netið.“ Vann með kol og hveiti Verkið var frumsýnt í júní á stórri danshátíð í Póllandi og þá fóru dans- arar úr Íslenska dansflokknum þangað út og sýndu Singletrack eftir Luminski sama kvöld. Eftir sýn- inguna hér mun pólski flokkurinn, sem Luminski stofnaði, leggjast í ferðalög og sýna Colorblind, meðal annars í Varsjá. Umhverfis Bytom hafa verið mikl- ar kolanámur en nú hefur nánast öll- um verið lokað, þótt námur og námu- verkamenn setji svip á umhverfið. „Ég vinn mikið með kol og hveiti í verkinu,“ segir Sigríður Soffía. „All- ar kolanámurnar í þessum bæ eru núna lokaðar og stór hluti bæjarins yfirgefinn og hrörnandi. Eftir að hafa dvalið í þessum mesta iðn- aðarhluta svæðisins Silesia í Suður- Póllandi langaði mig að nota kol í verkin þar sem það er nátengt lífi dansaranna.“ Hún segir pólsku dansarana hafa verið mjög áhugasama í samstarfinu og þau hafi verið mjög spennt fyrir því að geta sýnt hér á landi. „Svo er ánægjulegt að sýna verkið í Tjarnarbíói, sem er mjög skemmti- legt hús fyrir sýningar af þessu tagi. Það er virkilega gaman að Tjarn- arbíó skuli vera komið í gagnið.“ Colorblind verður aðeins sýnt í þetta eina skipti. Sigríður Soffía semur bæði og dansar, nú með ÍD en er aðallega að vinna með Shalala, flokki Ernu Óm- arsdóttur. Dansað í Póllandi Úr sýningu pólska dansflokksins Silesian Dance Theatre á verki Sigríðar Soffíu, Colorblind. Það verður flutt í Tjarnarbíói. Hraðamet í danssmíði Þjóðirnar mætast í dansi » Í kvöld kl. 20 verða tvær danssýningar í Tjarnarbíói. » Dansarar Íslenska dans- flokksins flytja Singletrack eft- ir Jarcek Luminsky og dans- arar frá Silesian Dance Theatre í Póllandi flytja Colorblind eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur.  Íslenski dansflokkurinn og annar pólskur skiptust á danshöfundum Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Myndlistarsýningin Tómt verður opnuð á morgun kl. 18 í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus- húsum, en á henni getur að líta ný verk eftir mynd- listarmanninn Jón B.K. Ransu. „Sýningin Tómt er framhald tveggja mál- verkasýninga með sama nafni sem hverfist um það að ræna áhorfandann myndinni. Málverkin vísa þar til þess hvernig rammi hefur þá stöðu að vera hvorki hluti af myndinni né er hann aðskil- inn frá henni. Þess vegna má spyrja um gildi hvors um sig, þar sem mynd- in sjálf segir ekki til um listgildi sitt heldur verður listgildið til út frá rammanum sem afmarkar myndina, þ.e. listamaðurinn sem málaði mynd- ina, safnið sem sýnir myndina, verð- gildi myndarinnar, umræðan sem verður til um myndina o.s.frv. (sbr. Jacques Derrida),“ segir Jón um sýn- inguna í sýningartexta. Blaðamaður ræddi stuttlega við Jón um sýn- inguna í gær. „Ég tala aðeins um þjófnaðinn á Mónu Lísu (í sýningartexta), það að fjarvera myndarinnar veki meiri áhuga en myndin sjálf. Þá kemur spurningin hvernig við skilgreinum myndina, ekki út frá myndinni sjálfri alla vega sem list, það er eitthvað annað sem skilgreinir hana sem list en myndin sjálf. Það er þessi rammi; hver málaði myndina, hvar hún er sýnd, hvað hún kostar o.s.frv. Þetta er meira svona huglægur rammi. Allt sem afmarkar mynd sem list,“ út- skýrir Jón en á sýningunni sýnir hann einnig hreyfimyndir. „Þú skynj- ar það sem einhver hefur gert frá einni mynd yfir í aðra út frá því sem er tómt á milli,“ segir Jón um hreyfi- myndir sínar, það sé ekki ósvipað því hvernig tónlist er ekkert án þagnar milli tóna. Ef engin væri þögnin myndu tónarnir renna saman í einn graut. „Maður þróast stundum í þá átt sem manni fannst skorta síðast. Þegar ég var að sýna verk í Turpent- ine sem hét Tómt þá vann ég í raun verk á vegg, þar sem hvert málverk átti sinn vegg. Svo var minni, lengri veggur sem ég sýndi á litla seríu þar sem ég var að vinna með endurtekn- ingu á tómum fleti. Það var sá partur af þeirri sýningu sem mér fannst síst ganga upp og þess vegna vildi ég auð- vitað keyra á það betur næst. Þannig að þessi endurtekning á tómu er meira í gangi núna.“ Fjarvera Mónu Lísu reyndist áhugaverðari en myndin sjálf  Jón B.K. Ransu í Listasafni Reykjanesbæjar Jón B. K. Ransu Tómt Eitt verka Jóns B.K. Ransu á sýn- ingunni Tómt. Diskóeyjan er barna- plata, eða eiginlega „barnaplata - en nei“ 34 » Enski rithöfund- urinn J.K. Rowl- ing var fyrst til að hljóta alþjóðleg barnabókaverð- laun sem Danir veita og kenna við ævintýraskáldið Hans Christian Andersen (1805- 1875). Verðlaunin eru veitt höfundi sem má á einhvern hátt líkja við Andersen í ritstörf- unum. Verðlaunaféð er 500.000 danskar krónur, um tíu milljónir íslenskra. Rowling hefur verið söluhæsti rit- höfundur samtímans síðan hún hóf að skrifa bókaflokkinn um galdra- strákinn Harry Potter og ævintýri hans í Hogwarth-skóla. Bækurnar hafa selst í yfir 400 milljónum ein- taka. Þegar Rowling tók við viðurkenn- ingunni í Óðinsvéum á þriðjudag sagði hún að Andersen, höfundur sagna á borð við Litlu hafmeyjuna og Ljóta andarungann, hefði skapað sögupersónur sem ekkert gæti grandað, þær væru eilífar. Hlaut H.C. Andersen- verðlaunin J.K. Rowling

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.