Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
Fullar tvær aldir skildu ámilli viðfangsefna fyrir ogeftir hlé á vel sóttum 2.tónleikum vetrarins á
vegum Kammermúsíkklúbbsins í
Bústaðakirkju. M.a.s. rúmlega það,
ef haft er í huga hvað Bartók-
kvartettinn var langt á undan sinni
samtíð og tónmál hans hljómar
framsækið jafnvel enn í dag.
Tónlist fyrri hlutans var samin um
1722. Hér fór vinsælasta kammer-
grein barokktímans, tríósónatan fyr-
ir tvö sólóhljóðfæri og fylgibassa
(continuo), úr ZWV 181, sex verka
setti fyrir tvö óbó eftir Bæheims-
búann Jan Dismas Zelenka (1679-
1745) er starfaði lengst af í Dresden,
tónrænum brennidepli Evrópu áður
en Vín tók við. Andstætt því sem
haldið var þegar hann var endur-
uppgötvaður um 1970 var Zelenka
virtur af sinni samtíð, þ. á m. J. S.
Bach, þótt stæði sem kammer- og
kirkjutónskáld í skugga óperu-
kóngsins J. A. Hasse.
Að Zelenka var jafnframt eldfrjór
og kröfuharður tónsmiður kom
glöggt fram af fjölda virtúósra staða,
m.a.s. í fylgibassa, og minnti vakurt
lagferlið stundum á Händel á góðum
degi. Þökk sé heimasíðunni kamm-
er.is má sjá að verk eftir Zelenka var
fyrst leikið hér 16.9. 2007, þ.e.a.s. 5.
sónata úr téðu setti í meðförum
sömu flytjenda (Eydísar, Peters,
Kristínar og Guðrúnar), og gæti
hvortveggi hafa verið Íslands-
frumflutningur. Túlkun fereykisins
var almennt lipur og lífleg þrátt fyr-
ir stundum ógnvænar hraðakröfur
og ólíkan tónblæ óbóanna. Verra var
þó hvað semballinn heyrðist illa, og
e.t.v. ekki að undra gagnvart nú-
tímatréblásurum þar sem fagott og
selló voru að auki saman í bassa.
Sérkenni hins stutta (16 mín.) en
því magnaðri 3. kvartetts Bartóks
frá 1926 komu furðuvel fram í túlkun
þeirra Hildigunnar, Bryndísar,
Svövu og Sigurðar. Verkið birtist
manni sem æsispennandi REM-
draumur í tónum við norpandi balk-
anskan draugagang og trylltan sí-
gaunaseið. Sérstaklega var dýpri
helmingur fereykisins ágengur þeg-
ar við átti, og hefðu fiðlurnar mátt
vera hvassari til samræmis. En fyrir
dæmigerðan íslenzkan „ad hoc“
kvartett var samstillingin undraverð
og bar vott um jafnt einbeitta inn-
lifun sem vandaðan undirbúning.
Balkanskur draugagangur
Bústaðakirkja
Kammertónleikar
bbbmn
Zelenka: Tríósónötur í F og c ZWV 181
nr. 1 og 6. Bartók: Strengjakvartett nr.
3. Kammerhópurinn Camerarctica:
Hildigunnur Halldórsdóttir & Bryndís
Pálsdóttir fiðlur, Svava Bernharðsdóttir
víóla, Sigurður Halldórsson selló, Eydís
Franzdóttir & Peter Tompkins óbó,
Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagott og
Guðrún Óskarsdóttir semball. Sunnu-
daginn 17. október kl. 20.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Camerarctica Samstilling var undraverð og bar vott um einbeitta innlifun.
Söngleikhúsið Lífsins karnival verð-
ur fært á svið í Íslensku óperunni í
kvöld, fimmtudagskvöld, klukkan
20. Þar kemur söngkonan Ingveldur
Ýr Jónsdóttir fram, ásamt sér-
stökum gesti, Garðari Thór Cortes
tenórsöngvara.
Flutt verða lög af nýútkomnum
geisladiski Ingveldar Ýrar, Portrett,
auk þess sem óvæntir leynigestir líta
inn. Á diskinum er að finna þversnið
laga sem Ingveldur hefur flutt á fjöl-
breytilegum ferli sínum. Heyra má
söngleikjatónlist og dægurlög í
bland við óperuaríur og klassísk
sönglög í útsetningum Þorvaldar
Bjarna Þorvaldssonar.
„Við köllum þetta söngleikhús.
Þetta eru sviðsettir tónleikar,“ segir
Ingtveldur Ýr. „Við Garðar Thór
Cortes syngjum lög úr söngleikjum,
óperum, dægurlög. Við byggjum
mikið á lögum af diskinum mínum og
Garðar Thór er sérlegur gestur
minn. Við erum með leikara með
okkur, með búninga, ljós og allt.
Leikstjóri dagskrárinnar er Ágústa
Skúladóttir.
Þetta er ekki óperuuppfærsla
heldur spinnum við saman númerin
af diskinum og bætum inn í með
stemningu og þræði. Við reynum að
skapa ákveðna draumkennda stemn-
ingu.“
Á diskinum leikur Caput-
hópurinn og mun flutningur hans
óma undir sumum söngvunum en
einnig leikur Antónía Hevesi á píanó
í nokkrum lögum sem þau syngja
saman.
Munu gestir heyra eftirlæt-
issönglög þeirra Garðars Thórs?
Ingveldur jánkar því. „Þetta er
þversnið af mínum ferli og síðan hef-
ur Garðar bætt við nokkrum söng-
leikjalögum,“ segir hún. „Til dæmis
úr Love never Dies, nýjasta söngleik
Andrews Lloyds Webbers sem er að
slá í gegn núna. Síðan er lag úr
Vesalingunum og við syngjum dúett
úr Óperudraugnum. Garðar tekur
líka þátt í hinum og þessum núm-
erum hjá mér,“ segir Ingveldur Ýr.
Lífsins karnival í Óperunni
Ingveldur Ýr
Jónsdóttir
Garðar Thor
Cortes
Ingveldur Ýr og Garðar Thór koma fram í söngleikhúsi
Fjölbreytileg tónlist: Aríur, söngleikjalög og dægurlög
Hinn kunni
breski myndlist-
armaður David
Hockney hefur
síðustu ár málað
svo til daglega
nýjar smámyndir
á iPhone-síma
sinn og upp á síð-
kastið hefur
hann einnig mál-
að myndir á
iPad, sem líka er framleiddur af
Apple. Í vikunni opnaði sýning með
úrvali af þessum myndum í Fonda-
tion Pierre Bergé í París.
Hockney hefur aldrei verið
hræddur við að nýta sér nýjustu
tækni.
„Ég mála ný blóm á símann minn
á hverjum morgni og sendi þau til
vina minna. Þannig fá þeir ný blóm
daglega,“ segir hann og hvetur vin-
ina til að áframsenda myndirnar.
Málar beint
á iPhone
David
Hockney
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Fólkið í kjallaranum (Nýja svið)
Fös 22/10 kl. 19:00 Aukas Sun 31/10 kl. 20:00 10.k Sun 14/11 kl. 20:00 16.k
Lau 23/10 kl. 19:00 6.k Mið 3/11 kl. 20:00 11.k Þri 16/11 kl. 20:00 Ný auka
Lau 23/10 kl. 22:00 aukas Lau 6/11 kl. 19:00 12.k Lau 20/11 kl. 19:00 17.k
Sun 24/10 kl. 20:00 7.k Lau 6/11 kl. 22:00 aukas Lau 20/11 kl. 22:00 18.k
Þri 26/10 kl. 20:00 aukas Sun 7/11 kl. 20:00 13.k Sun 21/11 kl. 20:00 19.k
Fim 28/10 kl. 20:00 8.k Þri 9/11 kl. 20:00 aukas Þri 23/11 kl. 20:00 20.k
Lau 30/10 kl. 19:00 9.k Fös 12/11 kl. 19:00 14.k Fim 25/11 kl. 20:00 21.k
Lau 30/10 kl. 22:00 aukas Fös 12/11 kl. 22:00 15.k Lau 27/11 kl. 19:00 22.k
Ath: Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning er hafin!
Gauragangur (Stóra svið)
Fim 21/10 kl. 20:00 11.k Lau 13/11 kl. 20:00 13.k Sun 28/11 kl. 20:00 15.k
Fös 29/10 kl. 20:00 aukas Mið 17/11 kl. 20:00 aukas
Fim 4/11 kl. 20:00 12.k Fim 18/11 kl. 20:00 14.k
Sýningum lýkur í nóvember
Enron (Stóra svið)
Fös 22/10 kl. 20:00 9.k Lau 30/10 kl. 20:00 12.k Lau 20/11 kl. 20:00 15.k
Lau 23/10 kl. 20:00 10.k Lau 6/11 kl. 20:00 13.k Fim 25/11 kl. 20:00 16.k
Fim 28/10 kl. 20:00 11.k Fös 12/11 kl. 20:00 14.k Lau 27/11 kl. 20:00 17.k
Heitast leikritið í heiminum í dag
Fjölskyldan (Stóra svið)
Fös 5/11 kl. 19:00 1.k Fös 19/11 kl. 19:00 4.k Fös 3/12 kl. 19:00 7.k
Mið 10/11 kl. 19:00 2.k Mið 24/11 kl. 19:00 5.k Lau 4/12 kl. 19:00 8.k
Fim 11/11 kl. 19:00 3.k Fös 26/11 kl. 19:00 6.k Lau 18/12 kl. 19:00 9.k
"Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is
Harry og Heimir (Litla sviðið)
Fös 22/10 kl. 19:00 11.k Fim 28/10 kl. 20:00 14.k Sun 31/10 kl. 20:00 16.k
Lau 23/10 kl. 19:00 12.k Lau 30/10 kl. 19:00 15.k
Sun 24/10 kl. 20:00 13.k Lau 30/10 kl. 22:00 aukas
Allra síðustu sýningar í Rvk. Sýnt á Akureyri í nóv.
Horn á höfði (Litla svið)
Lau 23/10 kl. 13:00 8.k Sun 31/10 kl. 14:00 11.k Lau 13/11 kl. 14:00 14.k
Sun 24/10 kl. 14:00 9.k Lau 6/11 kl. 14:00 12.k Sun 14/11 kl. 14:00 15.k
Lau 30/10 kl. 13:00 10.k Sun 7/11 kl. 14:00 13.k
Gríman: Barnasýning ársins 2010!
Orð skulu standa (Litla svið)
Þri 26/10 kl. 20:00
Einstakur útvarpsþáttur - einstök leikhúsupplifun
Harry og Heimir - „Þvílík snilld“ SA, TMM
ÞJÓÐLEIKHÚSI
SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS
Ð
Gerpla (Stóra sviðið)
Fim 21/10 kl. 20:00 Lau 13/11 kl. 20:00 Fös 3/12 kl. 20:00
Fös 29/10 kl. 20:00 Fim 18/11 kl. 20:00 Aukas.
Fim 4/11 kl. 20:00 Fös 26/11 kl. 20:00
Missið ekki af þessari frábæru sýningu! Sýningum lýkur fyrir jól.
Fíasól (Kúlan)
Lau 23/10 kl. 13:00 Sun 31/10 kl. 13:00 Lau 13/11 kl. 13:00
Lau 23/10 kl. 15:00 Sun 31/10 kl. 15:00 Lau 13/11 kl. 15:00
Sun 24/10 kl. 13:00 Lau 6/11 kl. 13:00 Sun 14/11 kl. 13:00
Sun 24/10 kl. 15:00 Lau 6/11 kl. 15:00 Sun 14/11 kl. 15:00
Lau 30/10 kl. 13:00 Sun 7/11 kl. 13:00
Lau 30/10 kl. 15:00 Sun 7/11 kl. 15:00
50 sýningar fyrir fullu húsi á síðasta leikári!
Hænuungarnir (Kassinn)
Fim 21/10 kl. 20:00 Aukas. Sun 31/10 kl. 20:00 Lau 13/11 kl. 20:00
Fös 22/10 kl. 20:00 Fim 4/11 kl. 20:00 Fös 19/11 kl. 20:00
Lau 23/10 kl. 20:00 Fös 5/11 kl. 20:00 Lau 20/11 kl. 20:00
Fim 28/10 kl. 20:00 Lau 6/11 kl. 20:00 Fös 26/11 kl. 20:00
Fös 29/10 kl. 20:00 Fim 11/11 kl. 20:00 Lau 27/11 kl. 20:00
Lau 30/10 kl. 20:00 Fös 12/11 kl. 20:00
5 stjörnur Fbl. 5 stjörnur Mbl.
Íslandsklukkan (Stóra sviðið)
Sun 24/10 kl. 19:00 Mið 3/11 kl. 19:00 Aukas. Mið 24/11 kl. 19:00 Aukas.
Þri 26/10 kl. 19:00 Sun 7/11 kl. 19:00 Fim 25/11 kl. 19:00 Aukas.
Mið 27/10 kl. 19:00 Mið 10/11 kl. 19:00 Lau 11/12 kl. 19:00 Aukas.
Fim 28/10 kl. 19:00 Sun 14/11 kl. 19:00 Sun 12/12 kl. 19:00 Aukas.
Leikhúsveisla sem allir verða að upplifa! Sýningarnar hefjast kl. 19:00
Finnski hesturinn (Stóra sviðið)
Fös 22/10 kl. 20:00 aukas. Lau 6/11 kl. 20:00 7. sýn. Sun 21/11 kl. 15:00 ATH. br.
sýn.tími
Lau 23/10 kl. 20:00 3. sýn. Fim 11/11 kl. 20:00 8. sýn. Lau 27/11 kl. 20:00
Lau 30/10 kl. 20:00 4. sýn. Fös 12/11 kl. 20:00 Sun 28/11 kl. 20:00
Sun 31/10 kl. 20:00 5. sýn. Fös 19/11 kl. 20:00
Fös 5/11 kl. 20:00 6. sýn. Lau 20/11 kl. 20:00
Bráðfyndið og snargeggjað verk! Tryggið ykkur miða
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
Rocky Horror (Hamraborg)
Fös 22/10 kl. 20:00 13.sýn Lau 6/11 kl. 15:00 Aukas Lau 13/11 kl. 20:00 17.sýn
Fös 22/10 kl. 23:00 Aukas Lau 6/11 kl. 20:00 15.sýn Lau 13/11 kl. 23:00 Aukas
Sun 24/10 kl. 20:00 14.sýn Fös 12/11 kl. 20:00 16.sýn
Sýningin er ekki við hæfi barna
Þögli þjónninn (Rýmið)
Fim 21/10 kl. 20:00 5.k.sýn Fös 29/10 kl. 20:00 9.k.sýn Sun 7/11 kl. 20:00 13.k.sýn
Lau 23/10 kl. 20:00 6.k.sýn Sun 31/10 kl. 20:00
10.k.sýn
Fim 11/11 kl. 20:00 14.k.sýn
Lau 23/10 kl. 22:00 7.k.sýn Fim 4/11 kl. 20:00 11.k.sýn
Fim 28/10 kl. 20:00 8.k.sýn Fös 5/11 kl. 20:00 12.
k.sýn
Algjör Sveppi - dagur í lífi stráks (Samkomuhúsið)
Lau 23/10 kl. 13:00 9.sýn Lau 23/10 kl. 16:00 10.sýn
Síðustu sýningar
Harrý og Heimir (Samkomuhúsið)
Fös 5/11 kl. 19:00 1.sýn Fös 12/11 kl. 19:00 5.sýn Lau 20/11 kl. 19:00 9.sýn
Fös 5/11 kl. 22:00 2.sýn Fös 12/11 kl. 22:00 6.sýn Lau 20/11 kl. 22:00 10.sýn
Lau 6/11 kl. 19:00 3. sýn Fös 19/11 kl. 19:00 7.sýn
Lau 6/11 kl. 22:00 4.sýn Fös 19/11 kl. 22:00 8.sýnMiðasala » www.sinfonia.is » Sími 545 2500 » Miðasala í Háskólabíói frá kl. 9-17
örfá sæti laus
LITLI TÓNSPROTINN
Ævintýrið um
töfraflautuna
Vinsælasta ópera allra tíma í
styttri fjölskylduútgáfu með
söngvurum og sögumanni.
Miðaverð er 1.700 kr.