Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 35
AF LISTUM
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Ég rakst á þessa auglýsingusem sjá má hér til hliðar ogstaldraði við. Hugsaði.
Ekki vegna skíðaferðanna sem þar
eru auglýstar (auglýsingin er frá
Úrvali-Útsýn, svo því sé haldið til
haga) heldur vegna textans sem
þar hangir og alls myndmálsins. Ég
labbaði með hana til þriggja kven-
kyns samstarfsfélaga og allir voru
þeir á því að auglýsingin væri öm-
urleg, ýtti undir karlrembu og við-
héldi þar með ójafnrétti kynjanna.
Ég hins vegar sýndi engum karl-
kyns félögum myndina. Líklega,
nei út af því af því að ég var
hræddur við viðbrögð þeirra.
Höfum það nú á hreinu að égætla ekki annað en að vel
meinandi fólk vinni hjá Úrvali-
Útsýn og stofunni sem hannaði
þessa auglýsingu. Hún er ein af
fjölmörgum sem fylla þennan karl-
rembuflokk, hvorki verri né betri
en þær sem úr þeim ranni koma.
En hvað sjáum við þarna? Jú, þrír
glaðhlakkalegir karlar að undirbúa
sig fyrir skíðaferð, líkast til
„strákaferð“, í vin karlmannsins;
bílskúrnum. Í textanum er því gef-
ið undir fótinn að þeir taki lítinn
þátt í heimilisstörfum, þeir straui
aðeins þegar það komi áhugamáli
þeirra við. Að strauja fatnað er
með öðrum orðum kvennaverk.
Hvað er að þessari auglýs-ingu?“ „Slappaðu af!“ „Ertu
femínisti?“ „Þú ert þó ekki einhver
helvítis femínisti!?“ „Vertu ekki
svona alvarlegur.“
Nei, ég nennti ekki að hlusta á
þennan söng í bítið. Ég þurfti að
koma einu stykki blaði frá. Því að
svona er þessi söngur jafnan, er
það ekki? Þið kannist við þetta.
Það er eitthvert furðulegt vélavirki
sem fer í gang þegar það er hreyft
við jafnréttismálum og spýjan
stendur bókstaflega upp úr fjölda
fólks þegar það heyrir orðið „fem-
ínisti“. Sem er í raun galið. Kúg-
unin virðist þurfa að vera sýnileg í
marblettum svo að það sé meðtekið
að eitthvað sé að. Að stökkva á
„saklausar“ auglýsingar er hins
vegar smámunasemi.
Grunnhyggni ræður því miðurof oft för í jafnréttisumræðu,
því hugsun fólks og viðhorf eru
mótuð við eldhúsborðið, í uppeld-
inu og í samfélaginu sem það hrær-
ist í. Og það þarf enginn að segja
okkur að alltumlykjandi auglýsing-
arnar hérna á Vesturlöndum hafi
ekki áhrif, hægt en bítandi, statt og
stöðugt. Spýjuna getið þið því
geymt.
Sérhver maður hlýtur í hjarta
sínu að þrá jafnrétti öllum til
handa og viðbrögðin við umræðum
eins og þessari verður að skrá á
hluti eins og hræðslu, venju og
meðvitundarleysi. Ekki hafði ég
bolmagn í mér til að þvarga eitt-
hvað og hneykslast yfir þessu,
nema þá þar sem mig grunaði að
ég fengi góð viðbrögð. Þetta hik
mitt má líklega yfirfæra á allt sam-
félagið, hvort sem við erum karlar
eða konur. En ég er hugsi, eins og
ég sagði í upphafi. Kannski löngu
orðið tímabært að slappa ekki af.
Karlremba í auglýsingum
»Kúgunin virðistþurfa að vera sýnileg
í marblettum svo að það
sé meðtekið að eitthvað
sé að. Að stökkva á
„saklausar“ auglýsingar
er hins vegar smámuna-
semi.
Remburnar Nenna ekki að strauja skyrtur, en skíði – ekkert mál!
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
SÍMI 564 0000
7
7
14
12
L
16
L
L SÍMI 462 3500
7
L
14
L
SOCIALNETWORK kl.8-10.30
BRIM kl. 5.30
THEAMERICAN kl.10.30 Síðasta sýning
EATPRAYLOVE kl.5.30 Síðasta sýning
SÍMI 530 1919
7
12
L
L
L
SOCIALNETWORK kl.6-9
BRIM kl.6-8-10
EATPRAYLOVE kl.6-9
SUMARLANDIÐ kl. 6-8
WALLSTREET2 kl.10
SOCIALNETWORK kl.5.20-8-10.35
SOCIALNETWORKLÚXUS kl.5.20-8-10.35
THEAMERICAN kl.8-10.20
BRIM kl.4-6-8
EATPRAYLOVE kl.5-8
PIRANHA3D kl. 10.45
WALLSTREET2 kl. 10
AULINN ÉG 3D kl. 3.40-5.50
.com/smarabio
J.V.J. - DV
Stórkostlegt listaverk!
K.I. -Pressan
-H.G., MBL
NÝTT Í BÍÓ!
-H.V.A., FBL
HHHHH
-S.V., MBL
HHHHH
-T.V. - kvikmyndir.is
HHHHH
-Þ.Þ - Fréttatíminn
ÍSLENSKT TAL
STEVE CARELL
Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20
FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS
Sýnd kl. 8 og 10:20
Sýnd kl. 5, 7:30 og 10
Sýnd kl. 6 - 3D ísl. tal
-bara lúxus
Sími 553 2075
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
Söngkonan Beyonce Knowles geng-
ur nú með fyrsta barn sitt en hún
giftist rapparanum Jay-Z fyrir
tveimur árum. Beyonce Knowles,
sem er 29 ára gömul, mun hafa orðið
nokkuð hissa þegar hún komst að
því að hún ætti von á barni. Tals-
maður hennar segir að hún sé ánægð
með tíðindin.
„Beyonce varð mjög hissa. Hún
elskar börn, en hún var ekki undir
það búin að verða móðir.“
Mamma Beyonce Knowles.
Knowles
með barni
Hin frábæra
mynd The Rocky
Horror Picture
Show, sem sló í
gegn árið 1975
eða fyrir 35 árum,
malar enn þann
dag í dag gull fyr-
ir kvikmyndaver-
ið Fox. Kvik-
myndaverið hefur
grætt meira en
hundrað milljónir dollara á henni.
Nú er Fox að skoða hvort þeir þurfi
ekki að endurgera myndina til að
græða enn meira. Óvíst er hvernig
aðdáendur munu taka því.
Rocky
Horror aftur
Dr. Furter var
horribly heillandi.