Morgunblaðið - 21.10.2010, Side 40
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 294. DAGUR ÁRSINS 2010
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218
1. Fáviti og hálfviti
2. Scholes afgreiddi Rooney á́ æfingu
3. Bauð upp 44 íbúðir við Vindakór…
4. Ung hjón létust í Tyrklandi
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Icelandair hefur, í samstarfi við Ton-
list.is, gefið út geisladiskinn Hot
Spring, vol. I. Þar er að finna tónlist
með íslenskum tónlistarmönnum, t.d.
Diktu, Lay Low og Hjálmum. Icelandair
hefur um árabil leikið íslenska tónlist í
vélum sínum en diskinn verður hægt
að fá þar um borð, í helstu hljóm-
plötuverslunum á Íslandi, auk þess
sem hægt er að hlaða honum niður á
vefsíðunni icelandicmusic.com.
Icelandair styður
við íslenska tónlist
Krabbameins-
félagið stendur
fyrir Bleika
boðinu sem
haldið verður í
Háskólanum í
Reykjavík í Naut-
hólsvík á morgun,
föstudag, ekki í
kvöld eins og
fram kom í blaði
gærdagsins. Leiðréttist það hér með.
Þar munu þúsund konur koma sam-
an, deila sögum og skemmta sér. Að-
gangur er ókeypis og er frekari upp-
lýsingar um boðið að finna á vefsíðu
þess, vefslóðin er bleikabodid.is.
Ýmsir skemmtilegir dagskrárliðir
verða í Bleika boðinu svo sem tónlist-
aratriði, dans og tískusýning. Svo
verður fjáröflun til styrktar Krabba-
meinsfélaginu í formi happdrættis.
Félagið safnar nú ennfremur Bleikum
sögum – örsögum frá konum. Verk-
efnið er unnið með Rás 2 og Press-
unni. Fimm sögur verða dregnar út
frá 22. október, þær lesnar upp og
birtar á pressan.is og á vefjum
Krabbameinsfélagsins. Allar sög-
urnar verða síðan birtar hjá Krabba-
meinsfélaginu á vefnum www.krabb-
.is í lok bleika mánaðarins.
Bleika boðið er
á morgun, föstudag
Á föstudag og laugardag Norðlæg átt, víða 5-10 m/s. Dálítil él um landið norðanvert og
allra syðst á landinu, en annars staðar bjart veður. Hiti í kringum frostmark.
Á sunnudag Ákveðin norðanátt með snjókomu eða éljum, einkum norðaustanlands, en
þurrt að mestu sunnantil. Áfram kalt í veðri.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðanátt, víða 5-10 með éljum norðaustanlands en annars bjart-
viðri. Hiti 1 til 5 stig en víða vægt frost fyrir norðan.
VEÐUR
Hólmfríður Magnúsdóttir
hefur samið á ný við banda-
ríska atvinnuliðið Phila-
delphia Independence.
Hólmfríður lék til úrslita um
bandaríska meistaratitilinn
en liðið tapaði gegn FC
Gold Pride. Landsliðs-
konan segir að hún hafi
aldrei leikið betur en hún
er sannfærð um að geta
bætt sig enn frekar í
fótbolta hjá frábæru
liði. »1
Hólmfríður áfram
í Bandaríkjunum
Snorri Einarsson er 24 ára efnilegur
skíðagöngumaður sem var fyrir
nokkru valinn í skíðagöngulandslið
Noregs, skipað göngumönnum 23 ára
og yngri. Snorri segir í viðtali við
Morgunblaðið að hann hafi íhugað
það vandlega að keppa fyrir Íslands
hönd. »3
Snorri vildi keppa
fyrir Íslands hönd
„Ég heyrði frá nokkrum félögum og
íhugaði einhver tilboð. Þetta var nið-
urstaðan og ég er bara mjög sáttur
við það,“ sagði knattspyrnuþjálfarinn
Gunnlaugur Jónsson, þegar Morg-
unblaðið náði tali af honum í gær-
kvöldi. Gunnlaugur hefur verið ráðinn
þjálfari fyrstudeildarliðs KA til næstu
tveggja ára en tilkynnt var um ráðn-
inguna í gær. »1
Gunnlaugur tekur við
KA á Akureyri
ÍÞRÓTTIR
Hugrún Halldórsdóttir
hugrun@mbl.is
Fjölmargir lögðu leið sína í fallega
skreyttan Austurbæjarskóla í gær
og fögnuðu því að liðin eru 80 ár frá
stofnun hans. Stemningin var ein-
stök, en þar voru samankomnir
verðandi, núverandi og fyrrverandi
nemendur, ásamt starfsmönnum og
öðrum velunnurum skólans. Mikið
var spjallað og hlegið yfir gömlum
bekkjarmyndum sem hanga uppi á
veggjum og gamlir tímar rifjaðir
upp.
Sérstök sýning var haldin í
íþróttasal skólans á alls kyns göml-
um munum, námsgögnum og fleiri
gersemum. Af sýningunni að dæma
er ljóst að skólinn gefur Þjóðminja-
safninu ekkert eftir í þessum efnum.
Gestir sem blaðamaður ræddi við
voru himinlifandi með daginn,
gömlu munirnir hreyfðu við mörg-
um og voru einhverjir að hitta
skólasystkini sín í fyrsta sinn í fjöl-
mörg ár.
Nemendur í skólastjórabolum
Skólinn ilmaði vægast sagt
dásamlega þar sem heimabakaðar
kræsingar voru boðnar til sölu á
hverju horni. Bókasafninu og líf-
fræðistofunni var breytt í snotur
kaffihús og til að kóróna daginn var
framreidd kaka í formi Austurbæj-
arskóla. Ágóðinn af sölunni rennur í
ferðasjóð eldribekkinga. Bolir sem
skörtuðu sjálfum skólastjóranum
voru einnig til sölu. Spókuðu margir
nemendur sig í þeim og setti það
mjög svo skemmtilegan svip á há-
tíðahöldin.
Mikil vinna lá að baki afmælinu,
og að sögn kennara voru nemendur
mjög virkir í undirbúningnum, sem
og á hátíðinni sjálfri. Ekki var gefið
frí frá skólahaldi í gær, en búast má
við að kennsla hafi verið með léttara
móti. Það mátti allavega sjá kát-
ínuna skína úr andlitum nemenda.
Hlegið að bekkjarmyndum
Skólasystkin
hittust í fyrsta
sinn eftir mörg ár
Morgunblaðið/Kristinn
Bókaflóð Hjónin, og fyrrverandi nemendur Austurbæjarskólans, Þór Jakobsson veðurfræðingur og Jóhanna
Jóhannesdóttir, voru afar ánægð með hátíðina og höfðu orð á því hversu mikið væri hægt að skoða.
Glöð Nemendur úr 2.-GÞ litu inn á sýninguna í íþróttasaln-
um og fengu innsýn í eldri kennsluhætti.
Flott Melkorka bauð gestum að festa kaup á bolum
prýddum Guðmundi Sighvatssyni skólastjóra.
VEÐUR » 8 www.mbl.is