Morgunblaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 8
Fróðleiksmolar » Um 37% hafa aðgang að sumarhúsi og 14% eiga sumar- bústað. Um 20% eiga ferða- vagn og notuðu hann að með- altali í 11 daga í sumar » Flestir sem koma til borg- arinnar eiga erindi vestan Ell- iðaáa eða 57% » Meðalferðatími innan borg- arinnar er 10-11 mínútur » Flestir sem nota aðra ferða- máta en einkabíl búa vestan Kringlumýrarbrautar Bættar almenningssamgöngur, minni umferð einkabíla og bættir hjóla- og göngustígar eru efst í huga fólks á höfuðborgarsvæðinu, þegar það er spurt hvaða úrbætur í samgöngumálum séu æskilegastar. Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu 2008 þegar flestir vildu flýta gerð Sundabrautar og bæta stofn- brautakerfið. Breikkun Suðurlands- vegar og jarðgöng á ýmsum stöðum eru efst á óskalistanum þegar Ís- lendingar eru spurðir um æskilegar samgönguframkvæmdir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri könnun á ferðavenjum fólks sumarið 2010 en ráðgjafafyrir- tækið Landráð hefur unnið slíkar kannanir fyrir samgönguyfirvöld frá árinu 2005. M.a. var spurt um ferðir út fyrir búsetusvæði og kom í ljós að meðalfjöldi ferða út fyrir sveitarfélag var 13 ferðir á þriggja mánaða tímabili. Þetta eru fleiri ferðir en veturinn 2009 en færri en á þenslutímunum 2007-2008. Íbúar utan höfuðborgarsvæðisins fóru að meðaltali eina ferð til borgarinnar í viku, og fóru íbúar á Akranesi, Reykjanesi og Selfossi oftast í borgarferð, eða tvisvar í viku að meðaltali. Ferðir í sumarbústaði og ferðalög með aftanívagna voru álíka tíðar og sumarið 2007. Færri flugferðir en áður Notkun innanlandsflugs hefur dregist nokkuð saman en svarendur nú fljúga að meðaltali 2 ferðir inn- anlands á ári, miðað við 2,2 ferðir árið 2007. Kemur ekki á óvart að íbúar í landsbyggðarkjörnum fljúga oftar innanlands en borgarbúar, eða 4,2 sinnum á ári, á móti 0,9 skiptum höfuðborgarbúanna. Þá vill meirihluti svarenda, eða 57%, halda miðstöð innanlandsflugs áfram í Vatnsmýrinni, og um helmingur svarenda á höfuðborgarsvæðinu. Flug til útlanda hefur þó minnk- að meira en inanlandsflug, úr 1,9 ferðum að meðaltali árið 2007 í 1,1 ferð á ári skv. könnuninni frá í sumar. Samdráttur hefur orðið í notkun einkabílsins í borginni, úr 86% allra ferða veturinn 2007-2008 í 81% sl. sumar. Sögðust 32% nota einkabíl- inn minna en fyrir tveimur árum. Um var að ræða netkönnun með 1.600 manna úrtaki og var svarhlut- fallið 53%. ben@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Strætó Borgarbúar vilja bættar al- menningssamgöngur og hjólastíga. Bættar almenn- ingssamgöngur efst á óskalistanum  Dregur úr utanferðum landans 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2010 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð í Galleríi Fold Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu fer fram mánudaginn 8. nóvember, kl. 18 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg A lfreð Flóki Á uppboðinu er úrval góðra verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna Verkin verða sýnd í dag mánudag kl. 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Steingrímur J. Sigfússon sótti Suð-urnesjamenn heim á dögunum. Þeim er ekki skemmt yfir fram- göngu ríkisstjórnarinnar á þeim slóðum. Og er ekki undrunarefni.    Þeir eru löngu hættir að furða sigá því að ríkisstjórnin lyfti ekki litla fingri til að örva atvinnulíf í landinu og þá ekki síst á Reykja- nesi, þar sem atvinnu- leysi er hvað sárast.    Og þeir eru líkahættir að finna að því, kvarta yfir því eða kenna um, sem væri þó sjálfsagt að þeir gerðu.    En þeim svíður að ríkisstjórninhefur sett fótinn fyrir hvern þann sem vill sýna frumkvæði og dug.    Dæmin sem safnast hafa samanum þetta eru orðin óþægileg mörg. Þeir gátu ekki stillt sig um að gera alvarlegar athugasemdir við þetta framferði. Þar hyggi sá sem hlífa skyldi.    Viðbrögð Steingríms J. voru þauað biðja menn að hætta í þessum „umkenningarleik“, en það var þýð- ingin sem þýðingarmiðstöðin mun hafa gefið honum á frasa Gerge W. Bush: „The blame game.“ Gamli for- setinn þótti ekki neinn sérstakur málsnillingur en frasi hans er þó mun liparari en eftirhermunnar.    En Suðurnesjamenn hugsuðu: Erþetta sami Steingrímur sem er búinn að kenna öllum öðrum en sér svo rækilega um allt, stórt og smátt síðustu 20 mánuðina? Hvað gerist næst? Mun Bjarni Fel finna að því að menn tali um fótbolta eða Vern- harður Linnet harma allt þetta tal um djass? Steingrímur J. Sigfússon Heggur sá er hlífa skyldi STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.11., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Bolungarvík 4 rigning Akureyri 2 alskýjað Egilsstaðir 4 rigning Kirkjubæjarkl. 4 rigning Nuuk 1 léttskýjað Þórshöfn 3 skúrir Ósló 2 heiðskírt Kaupmannahöfn 7 léttskýjað Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 1 léttskýjað Lúxemborg 7 skýjað Brussel 7 léttskýjað Dublin 5 skýjað Glasgow 6 léttskýjað London 8 léttskýjað París 7 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 5 skýjað Berlín 5 skýjað Vín 9 alskýjað Moskva 2 skýjað Algarve 22 léttskýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Aþena 21 léttskýjað Winnipeg 2 léttskýjað Montreal 1 skýjað New York 4 heiðskírt Chicago 3 léttskýjað Orlando 11 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:34 16:50 ÍSAFJÖRÐUR 9:55 16:39 SIGLUFJÖRÐUR 9:38 16:22 DJÚPIVOGUR 9:07 16:16 Á laugardaginn, síðasta daginn sem hægt var að skila inn jólagjöf- um í skókassa, settu félagar í Bleikjunni og að- stoðarmenn 3.627 skókassa í gám- inn sem fer til Úkraínu, að því er segir á vef verk- efnisins, skokassar.net. Ekki var tal- ið ósennilegt að nokkrir kassar myndu bætast við áður en gámurinn fer í skip frá Eimskipum áleiðis til meginlands Evrópu síðar í vikunni. Jól í skókassa er alþjóðlegt verk- efni sem hófst hér á landi árið 2004 fyrir tilstuðlan ungs fólks innan KFUM og KFUK. Settu 3.627 skókassa í jólagáminn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.