Morgunblaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2010 Veður Í liðinni viku féll fyrsti snjórinn á höfuðborgarsvæðinu þennan veturinn. Hann þakti jörð ekki lengi og um helgina var orðið snjólaust, en börnin í Vonarstræti voru samt við öllu búin. Eggert Vegna umræðu í fjölmiðlum að und- anförnu um sjúkrahúsþjónustu á landsbyggðinni telur framkvæmda- stjórn Heilbrigðisstofnunar Suður- lands (HSu) nauðsynlegt að leiðrétta mjög alvarlegan misskilning um þá þjónustu. Ýmsir stjórnmálamenn og fjölmiðlar hafa haldið því fram að með frumvarpi til fjárlaga 2011 sé verið að flytja sérhæfðustu sjúkrahúsþjón- ustuna á fáa staði á landinu. Það hefur reyndar komið fram í útskýringum með frumvarpinu. Raunveruleikinn er hins vegar allt annar. Sérhæfðasta sjúkrahúsþjónustan er ekki veitt á sjúkrahúsum heilbrigðisstofnana eins og HSu. Þar eru ekki framkvæmdar miklar og flóknar skurðlækningar með tilheyrandi vaktþjónustu o.fl. Á heilbrigðisstofnunum eru nánast eingöngu gerðar smáaðgerðir þar sem sjúklingar geta farið heim samdægurs, enda yfirleitt ekki vaktþjónusta skurð- lækna til staðar. Að mestu leyti er um sambærilega þjónusta að ræða og fer fram á læknastofum í Reykjavík og hefur ekkert með verkaskiptingu við LSH að gera. „Litlir Landspítalar“ eru ekki um allt land. Upplýs- ingar frá LSH staðfesta t.d. að Sunnlend- ingar nýta þjónustu LSH mjög mikið og þar er að sjálfsögðu um sérhæfðustu þjónustuna að ræða. Samstarf HSu og LSH er mjög gott varðandi sérhæfðustu þjónustuna og einnig almenna sjúkrahúsþjónustu, m.a. endurhæf- ingu eftir aðgerðir, lyfjameðferð við krabba- meini o.fl. Einnig varðandi verklag um slysa- og bráðaþjónustu þar sem m.a. er nákvæm- lega kveðið á um hvaða tilfellum eigi að sinna á HSu og hvaða tilfelli eigi að senda á LSH. Meginþunginn í þjónustu sjúkrahúsa á lands- byggðinni er hins vegar almenn lyflækn- isþjónusta ýmiss konar, lungna- og hjarta- sjúkdómar, sýkingar, bráðar öldrunarlækningar o.fl., ásamt líknandi með- ferð og fæðingarþjónustu. Slíka sjúklinga þarf ekki og á ekki að flytja til Reykjavíkur. Þessi þjónusta sjúkrahúsa heilbrigðisstofn- ana er hluti af grunnheilbrigðisþjónustu, sem kveðið er á um í lögum um heilbrigðisþjón- ustu, að veitt skuli í hverju heilbrigð- isumdæmi. Lög um heilbrigðisþjónustu eru niðurstaða umræðu og samráðs við fjölmarga aðila í þjóðfélaginu og eru einn mikilvægasti þátturinn í búsetuskilyrðum á hverju land- svæði. Lækkun fjárveitinga til sjúkrahúsa heilbrigðisstofnana skv. frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 kemur í veg fyrir að hægt verði að veita grunnheilbrigðisþjónustu í land- inu og rýfur þá sátt, sem mótuð hefur verið um heilbrigðisþjónustuna. Hætta verður t.d. starfsemi sjúkrahúss HSu á Selfossi í núver- andi mynd og þar með verður horfið áratugi aftur í tímann með heilbrigðisþjónustu á Suð- urlandi. Skýringar stjórnvalda benda til að framangreind áform byggist á röngum upp- lýsingum eða misskilningi. Samráð hefur ekki verið haft við stjórnendur heilbrigðisstofnana og fulltrúa íbúa á viðkomandi svæðum. Afleið- ingar fyrirhugaðra breytinga eru því allt aðr- ar og skelfilegri en stjórnvöld virðast gera ráð fyrir. Framkvæmdastjórn HSu hvetur til að áður en tekin er ákvörðun um að gjörbreyta búsetuskilyrðum og raska lífsgæðum víðast hvar um landið fari fram umræða, sem bygg- ist á sem réttustum upplýsingum, þannig að stjórnvöld og íbúar geri sér sem best grein fyrir afleiðingum breytinganna. Eftir Magnús Skúlason, Önnu Maríu Snorradóttur, Óskar Reykdalsson og Esther Óskarsdóttur » Lækkun fjárveitinga til sjúkrahúsa heilbrigð- isstofnana skv. fjárlaga- frumvarpinu rýfur þá sátt sem verið hefur um heilbrigð- isþjónustuna. Magnús Skúlason Höfundar eru stjórnendur við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Réttar upplýsingar eða rangar? – Hvað er að? Anna María Snorradóttir Óskar Reykdalsson Esther Óskarsdóttir Í Kastljósþætti Ríkissjón- varpsins mánudaginn 1. nóv- ember sl., sat Þorbjörn Jóns- son, formaður læknaráðs Landspítalans, fyrir svörum. Umræðuefnið var skortur á læknum á Íslandi en sá vandi virðist hafa aukist á síðustu misserum og nokkuð verið rætt um að nóg sé um störf fyrir lækna og aðrar heilbrigð- isstéttir á Norðurlöndum. Um- ræðuefnið er vandmeðfarið og vel til þess fallið að skapa mikla dramatík og þar að auki nokkur freisting að hnýta launakröfum við umræðuna en Þorbjörn sigldi fimlega fram hjá þessum skerjum, gaf greinagóðar upp- lýsingar og útskýrði vandamálið vel og í sem stystu máli sagt; var faglegur. Ég verð að viðurkenna að ég var ekki eins hrifinn af ummæl- um Birnu Jónsdóttur, formanns Læknafélags Íslands, en laugardaginn 30. október birtist viðtal við hana í Morgunblaðinu. Þar ræddi Birna um þá staðreynd sem raunar er flestum ljós, að ekki sé hægt að bjóða upp á alla þjón- ustu í heilbrigðismálum alls staðar á landinu. Eina dæmið sem hún nefndi þessu til stuðn- ings var kransæðavíkkun og skýrði blaða- manni frá því að þessa aðgerð væri ekki hægt að gera á hverju sjúkrahúsi landið um kring. Nú veit ég ekki nákvæmlega hvers vegna Birna valdi að taka þetta dæmi því mér finnst dæmið í besta falli afar óheppilegt. Krans- æðavíkkanir hafa aldrei verið gerðar utan Landspítalans frá því þær hófust á Íslandi og ég veit ekki betur en að allir í heilbrigðisstétt séu sammála um það að ekki standi til að taka slíkar aðgerðir upp annars staðar á landinu. Hins vegar er það svo að þetta dæmi ýtir enn undir þann misskilning að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni séu litlar útgáfur af Land- spítalanum og allar með sérhæfða þjónustu og þar að auki fokdýrar. Forsvarsmönnum fag- félags eins og Læknafélags Íslands ber að vera fyrirmynd í umræðunni og forðast að gefa tilefni til slíks misskilnings. Þótt vel kunni vera að túlkun mín á viðtali við for- manninn beri fyrst og fremst vott um mína eigin vænisýki, þá virðist mér af fyr- irspurnum sem ég hef fengið um hjartaað- gerðir úti á landi, að svo sé ekki. Svona misskilningur, sem að vissu leyti má segja að byggist á fölsun stað- reynda, er síðan tugginn upp aftur og aftur af leikum og lærðum, fréttamönnum og stjórnmálamönn- um og enginn man lengur hver tuggði fyrstur. Til að nefna dæmi um þetta þarf ekki lengra en í fyrrnefnt viðtal í Morgunblaðinu en í inngangsorðum vitnar blaða- maður í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra og hefur eftir honum „að núverandi fyrirkomulag heilbrigðisþjónustunnar hafi runnið sitt skeið. Fækka þurfi smáum og dýrum einingum“. Þessi skoðun á „smáum og dýrum“ ein- ingum í heilbrigðisþjónust- unni hefur heyrst af og til undanfarin 20 ár en fékk byr undir báða vængi þeg- ar drög að fjárlögum 2011 birtust, en þar eru áætl- aðar gríðarlegar skerðingar á fjárlögum til þessara stofnana. Í ljós hefur komið að sumar af þeim for- sendum sem gengið var út frá í fjárlögum eru rangar og aðrar mis- túlkaðar og hefur þetta að hluta til verið við- urkennt, bæði í heilbrigðisráðuneyti og af stjórnmálamönnum. Það virðist þó hafa litlu breytt því enn er tuggin sama tuggan um hin smáu og dýru sjúkrahús, þrátt fyrir þá stað- reynd að þjónusta þeirra (sem byggist á al- mennum lækningum og hjúkrun og í sumum tilfellum fæðingarþjónustu ljósmæðra) er hvorki sérhæfð né dýr og þar að auki nauð- synlegur bakhjarl heilsugæslunnar og mik- ilvægur stuðningur við aðalsjúkrahúsin í Reykjavík og Akureyri. Líta verður á alla þessa þjónustuþætti sem eina heild, engan þátt þeirrar keðju má eyðileggja og nú er það verkefni okkar, sem vinnum að heilbrigð- ismálum og ráðamanna að finna lausn í þágu skjólstæðinga okkar. Misjafnt er haldið á málum, umræðan er viðkvæm og hætta á hún sé skrumskæld, jafn- vel í eiginhagsmunaskyni. Umræðan má ekki eins og oft áður leiðast út í hártoganir milli Reykjavíkur og landsbyggðarinnar eða annað álíka uppbyggilegt. Það skiptir miklu máli að framganga stjórnmálamanna og starfsmanna innan heilbrigðiskerfisins sé á faglegum nót- um og byggð á raunverulegum forsendum en ekki gömlum mýtum eða „tuggum“. Eftir Ásgeir Böðvarsson » Þjónusta hinna smáu sjúkrahúsa er hvorki sérhæfð né dýr og auk þess nauð- synlegur bakhjarl heilsugæslu og mik- ilvægur stuðningur við aðalsjúkrahúsin. Ásgeir Böðvarsson Höfundur er framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Hjartaþræðingar á Húsavík?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.