Morgunblaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2010 ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBORG BENEDIKTSDÓTTIR, Miðleiti 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 17. október. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hennar láti líknarfélögin njóta þess. Kristján Oddsson, Elínborg Þórarinsdóttir, Benedikt Kristjánsson, Rósa Kristjánsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Már Kristjánsson, Halla Ásgeirsdóttir, Oddur Kristjánsson, Hafdís Sigurðardóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INDRIÐI GUÐJÓNSSON vélstjóri, áður til heimilis að, Vogatungu 3, Kópavogi, lést á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna, í Reykjavík, fimmtudaginn 28. október. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Minningarsjóð Sjómannadagsins, s. 585 9500, eða Blindrafélagið. E. Sigurlaug Indriðadóttir, Björn Þorsteinsson, Friðgeir Indriðason, Stella María Reynisdóttir, Ingibjörg Indriðadóttir, Guðjón Indriðason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, EDDA SNORRADÓTTIR frá Þórshöfn, Núpalind 4, Kópavogi, sem lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 28. október, verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðvikudaginn 10. nóvember kl. 13.00. Þorkell Guðfinnsson, Snorri Hafsteinn Þorkelsson, Björg Skúladóttir, Guðfinnur Helgi Þorkelsson, Jóhanna Þorkelsdóttir, Edda Björg Snorradóttir, Elín Salka Snorradóttir, Guðrún Helga Guðfinnsdóttir, Þorkell Máni Guðfinnsson. Lokað Deloitte verður lokað í dag, mánudaginn 8. nóvember, frá klukkan 14.00, vegna jarðarfarar Inga R. Jóhannssonar, löggilts endur- skoðanda og fyrrum eiganda Deloitte. Deloitte ✝ Elskuleg móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, ÞURÍÐUR VALGERÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Hjallaseli 55, andaðist mánudaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 15.00. Alda H. Grímólfsdóttir, Valdimar Guðlaugsson, Andrés H. Grímólfsson, Guðrún Grímólfsdóttir, Jón Steinar Snorrason, Eiríkur Steinþórsson, Hjördís Björg Andrésdóttir, Sverrir Ö. Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástvinur okkar, BETÚEL BETÚELSSON, Fjarðarseli 11, lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn 28. október. Útförin fer fram frá Seljakirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 13.00. Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir, Stefán Örn Betúelsson, Ólöf Berglind Halldórsdóttir, Guðjón Arnar Betúelsson, Hanna Kristjana Gunnarsdóttir, Hildur Björk Betúelsdóttir, John Mar Erlingsson og barnabörn. ✝ Jóhanna KristínHlöðversdóttir (Dadý) fæddist í Reykjavík 3. júní 1935. Hún lést á Landspítalanum Fossvogi 28. októ- ber 2010. Foreldrar hennar voru Auður Jóns- dóttir, f. 16. júní 1919, d. 31. mars 2006 og Hlöðver Magnússon, f. 15. des. 1913, d. 23. ág. 1960. Jóhanna Krist- ín ólst upp hjá móðurömmu sinni ín Carol Chadwick, f. 5. jan. 1943, og Ralph Hinrik Chadwick, f. 5. jan. 1943, d. 26. apríl 2010. Jóhanna Kristín giftist 1. okt. 1955 Guðmundi Ebba Péturssyni, f. 5. maí 1935. Þau eignuðust tvo syni. Þeir eru 1) Pétur Heimir Guðmundsson vélamaður, f. 13. apríl 1956, kvæntur Heiðveigu Andrésdóttur sérkennara. Börn þeirra eru Guðmundur Atli Pét- ursson, tæknimaður á RÚV, f. 14. jan. 1981, og Kristín Þóra Pét- ursdóttir, meistaranemi í ís- lenskri málfræði, f. 9. ág. 1986. 2) Magnús Guðmundsson, véla- maður, f. 30. júlí 1959. Sambýlis- kona hans er Sunna Mjöll Sigurð- ardóttir, matráður, f. 9. sept. 1960. Útför Jóhönnu fer fram frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í dag, 8. nóvember 2010 og hefst athöfnin kl. 15. Sigurlaugu Bene- diktsdóttur, f. 5. des. 1896, d. 17. mars 1977, og manni hennar Magnúsi Sig- urðssyni, f. 6. okt. 1894, d. 10. maí 1982, í Garði við Álafoss í Mosfells- sveit. Fóstursystir Jóhönnu Kristínar og frænka, er Ljós- björg Hanna Magn- úsdóttir, f. 20. mars 1932. Systkini Jó- hönnu Kristínar sammæðra eru tvíburarnir Krist- Elsku amma, það var erfitt að fá fréttirnar um að þú værir komin á spítala, en undir niðri trúði ég því að þú myndir harka þetta af þér. Því það hefur þú alltaf gert. Þú sem hefur alla tíð verið svo sterk, dugleg og ekki látið neitt á þig fá. Heldur bara harkað af þér og brosað breið- ar framan í lífið af meiri ást og meiri væntumþykju. Það er erfitt að kveðja þig hinstu kveðju, elsku amma mín, því þú hefur alltaf verið þarna, alltaf verið til staðar fyrir mig og systur mína. Það er sárt til þess að hugsa að eiga þig ekki leng- ur að í Leirutanganum. Það var ómetanlegt að eiga þig þar að þegar ég var að vaxa úr grasi, að hafa ömmu og afa handan við hornið var svo dýrmætt. Það var svo gott að geta hlaupið niður eftir til ykkar hvenær sem mér datt í hug, þar sem þú tókst á móti mér með opn- um örmum og rúgbrauði með kæfu. Heimagerða kæfan þín og rúg- brauðið var aldeilis fastur liður í gegnum árin. Þú varst alltaf svo áhugasöm og stolt af okkur barna- börnunum og gafst þér alltaf tíma til að sinna okkur. En þessi kær- leikur og hlýja náði víðar en til okk- ar barnabarnanna. Þegar við vorum vaxin úr grasi og lengra leið á milli heimsókna til þín tóku önnur börn í hverfinu ástfóstri við þig og þú sinntir þeim af þinni einstöku alúð og hlýju. Svo ekki sé talað um kis- urnar sem þú tókst að þér í gegnum árin. Ég man að þegar Lady þín dó fannst þér það svo sárt að þú sagð- ist aldrei getað hugsað þér að eign- ast annan kött. Þó gast þú ekki set- ið á þér þegar kött í nágrenninu vantaði skyndilega nýtt heimili, hik- aðir ekki og tókst hann að þér. Þú með þitt stóra hjarta, svona varstu alltaf. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Dadý amma, ég á eftir að sakna þín og þinnar kærleiksríku og björtu nærveru. Guð geymi þig. Guðmundur Atli Pétursson. Blátt lítið blóm eitt er, ber nafnið: Gleymdu ei mér. Væri ég fleygur fugl flygi ég til þín. Svo mína sálu nú sigraða hefur þú, engu ég unna má öðru en þér. (Þýsk þjóðvísa.) Þetta er lagið okkar. Ég hef svo oft sungið það innra með mér þegar ég hugsa til þín, elsku amma. Það er sárt að hugsa til þess hversu snögglega þú varst tekin frá mér. Ég hef alltaf getað gengið að þér vísri og þú aðeins verið í seiling- arfjarlægð. Það voru ótrúleg for- réttindi að fá að alast upp í svona mikilli nálægð við ykkur afa. Hjá ykkur átti ég griðastað og mitt ann- að heimili. Þú tókst alltaf á móti okkur Gumma, hvenær sem var, með útbreiddan faðminn og laum- aðir oftar en ekki að okkur jólaköku og mjólk, rúgbrauði og kæfu eða einhverju öðru góðgæti. Mér fannst svo gott að sitja hjá þér og hlusta á þig segja sögur af uppvaxtarárum þínum og upplifunum í gegnum ár- in. Þú sagðir stundum að þær væru efni í heila bók og það er satt, þú lifðir viðburðaríku lífi. Við dund- uðum okkur svo oft saman og þú kenndir mér svo margt. Á morgn- ana áður en ég fór í skólann föndr- uðum við, lögðum kapal, hekluðum og sungum en þessir morgnar okk- ar eru mér svo dýrmætir í minning- unni. Við vorum svo nánar og svo miklar vinkonur. Það skipti mig alltaf miklu máli hvað þér fannst um það sem ég var að gera og ef ég eignaðist nýjan hlut eða nýja flík fannst mér yfirleitt bráðnauðsyn- legt að fara strax og sýna ömmu, jafnvel þó ég ætti kannski að vera vaxin upp úr því. Við vorum teymi og þú kallaðir okkur KK og hlóst að því, Kristín og Kristín. Lífsgleði þín var smitandi og nágrannar, börn og dýr löðuðust að þér. Ég sagði hin- um krökkunum í götunni með stolti að þú værir sko amma mín. Þú áttir alltaf nóg af gleði, ást, umhyggju og hlýju til að deila með öllum í kring- um þig. Elsku amma, ég mun aldrei gleyma nærveru þinni og hvernig það er að leiða þig og faðma. Ég á þér svo margt að þakka og allt fram á síðustu stundu varst þú að kenna mér á lífið. Það er ekkert sem getur fyllt upp í tómið sem þú skilur eftir en ég mun alltaf geyma þig í hjart- anu. Við erum og verðum alltaf KK. Kristín Þóra Pétursdóttir. Elskuleg mágkona mín, Jóhanna Kristín Hlöðversdóttir, eða Dadý eins og hún var ávallt kölluð, hefur kvatt þennan heim eftir stutta en erfiða sjúkrahúslegu. Eftirminnileg- ar samverustundir koma upp í hug- ann sem ylja okkur um hjartarætur. Fyrst ber að nefna stundir frá fyrri hjúskaparárum þeirra hjóna í Garði, Mosfellssveit er við hjónin fórum með ungar dætur okkar á vorin er sauðburður stóð yfir. Þá voru þær Dadý og amma hennar í essinu sínu og frá þeim tíma á mað- ur margar góðar minningar, enda móttökurnar frábærar. Jafnframt höfum við átt yndislegar stundir á seinni árum á heimili þeirra hjóna á Leirutanga. Dadý var mikilhæf hús- móðir á öllum sviðum og þau hjónin höfðingjar heim að sækja. Listfengi hennar leyndi sér ekki á heimilinu, bæði úti og inni. Hún hafði unun af allri handavinnu, garðyrkja og blómin voru eitt af hennar aðal- áhugamálum og bar litla gróðurhús- ið á lóðinni þeirra þess glöggt vitni. Barnabörnin voru hennar fjársjóð- ur, hún fylgdist með námi og starfi þeirra beggja af miklum áhuga og ljómaði öll er þau bárust í tal. Elsku Mummi fósturbróðir, við vottum þér, sonum, tengdadætrum og barnabörnum okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning hennar. Handtakið slitnar, sem þakkaði kynni, samvistir allar og síðasta fund. – Sálirnar tengjast við tillitið hinsta taug, sem að slítur ei fjarlægðin blá. Brenna í hjartnanna helgidóm innsta hugljúfar minningar samverustund- unum frá. (Erla.) Ásta I. Snorradóttir og fjölskylda. Ég hef þekkt Dadý alla mína ævi. Pabbi minn fór með mig til hennar í heimsókn þegar ég var aðeins unga- barn og eftir að hann kvaddi þegar ég var tveggja ára hélt ég áfram að heimsækja hana. Ég hef alltaf litið á hana sem ömmu mína og kallaði hana það þar til ég var fimm ára. Þá spurði Dadý mig: Erla mín, hvað áttu eiginlega margar ömmur? Ég fór að telja þær allar upp, ömmur og langömmur og þær voru nú ekk- ert fáar. Þá sagði Dadý: Erla mín, þú átt svo margar ömmur, viltu ekki bara kalla mig Dadý? Ég sagði bara „ jú, jú“ og eftir það kallaði ég hana það. Ég get ekki munað betur en að í hvert skipti sem ég var hjá henni Ernu ömmu minni rölti ég yfir til Dadýar sem bjó á móti henni. Á sumrin þegar ég kom var hún oftast úti í gróðurhúsi að huga að blóm- unum. Svo settist hún út í garð og ég lék mér í garðinum, sagði henni frá ýmsu sem ég hafði lent í um dagana og spjallaði við hana um líf- ið og tilveruna. Á veturna þegar ég kom, settist ég oftast inní stofu og þar var alltaf skál á borðinu með brjóstsykri og súkkulaði . Oft fékk ég líka rúgbrauð með smjöri og eitthvað að drekka eða eitthvað annað gott. Við ýmist horfðum á sjónvarpið, spjölluðum saman og skoðuðum myndir. Þegar ég flutti aftur til Íslands kynnti ég Emmu, litla frænku mína, fyrir Dadý og seinna bræður mína og vorum við alltaf velkomin. Lítil stúlka var ég er rölti ég til þín á jóladegi rjóð í kinnum í nýjum kjól. þú sagðir við mig komdu hérna elsku Erla mín rosa ertu í fínum kjól. Og ég svaraði með gleðibrag enda eru jól. Elsku Dadý mín, ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman og ég skal lofa að kíkja eftir Guðmundi fyrir þig. Megir þú hvíla í friði. Þín vinkona, Erla Mist. Jóhanna Kristín Hlöðversdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.