Morgunblaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2010
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Gisting
Heimili í borginni -
www.eyjasolibudir.is
Ódýrt að gista í nóv.-des. Verð frá;
2 dagar kr. 23.500,- Auka dagur kr.
6.500,- Vikan 49.500,- Gisting fyrir 4-
6. - VELKOMIN - eyjasol@internet.is,
898 6033.
AKUREYRI
Höfum til leigu 50, 85 og 140 m²
sumarhús 5 km frá Akureyri, öll
með heitum potti og flottu útsýni yfir
Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir
á Akureyri. www.orlofshus.is,
Leó, s: 897- 5300.
Heilsa
Má bjóða þér frítt lífsstílsmat?
Það eru 5 atriði sem vega 90% þegar
kemur að heilbrigðum lífsstíl. Fáðu
þér frítt lífsstílsmat sem tekur út
þessi atriði. Heiðar, 618 0317 eða
heidartorleifsson@gmail.com.
Húsnæði óskast
Vil kaupa hús af byggingaraðila
Óska eftir að kaupa einbýli eða
raðhús af byggingaraðila gegn 100%
láni til 10 ára. Húsið þarf að vera
tilbúið til innréttinga, eða nálægt því.
Sími 697 9557.
Óska eftir að kaupa hús af verk-
taka Ég óska eftir að kaupa hús af
byggingaraðila sem er tilbúið til
innréttinga. Gegn 100% láni frá
VERKTAKA til 10 ára. Greiðslur
200.000 á mánuði. Þarf að vera á
höfuðborgarsvæðinu. S. 697 9557.
Til sölu
Ódýr blekhylki og tónerar í
HP, Dell, Brother, Canon og Epson.
Send samdægurs beint heim að
dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150.
Sjá nánar á blekhylki.is Ný og notuð vetrardekk til sölu
Útsala á 13“ dekkjum.
Kaldasel ehf.
Hjólbarðaverkstæði,
Dalvegi 16 b, Kópavogi.
S. 544 4333.
Augnablik
Geisladiskur með lögum við
ljóð Hákonar Aðalsteinssonar
flutt af Nefndinni og gestum.
Fæst í Hagkaupum, Tónspili,
Samkaupum Egilsstöðum og
hjá útgefanda í síma 863 3636.
Netfang; darara@gmail.com.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi allt
gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið góð
ráð. Uppl. á demantar.is, í síma
699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Þarft þú að breyta eða bæta
húsnæðið þitt? Hafðu samband,
kannaðu hvað ég get gert fyrir þig.
Guðmundur Gunnar, húsamíða-
meistari, sími 899 9825.
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Sisalteppi - Strönd ehf.
Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík,
s. 533 5800, www.strond.is.
Handriðaplast - Efni og vinna.
27 ára góð reynsla.
Margir litir. Komum á staðinn og
gefum ráðgjöf og fast verð. Uppl.
www.pyrite.is, S. 840 8282.
Húsviðhald
- nýr auglýsingamiðill
KYNNINGARTILBOÐ
Smáauglýsing
án myndar: 990 kr.
Smáauglýsing
með mynd: 1.500 kr.
–– Meira fyrir lesendur
- nýr auglýsingamiðill
✝ Ingi Randver Jó-hannsson fæddist
í Stíghúsi í Vest-
mannaeyjum 5. des-
ember 1936. Hann
lést á líknardeild
Landakots 30. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Jóhann Pétur
Pálmason, sjómaður
og múrari, f. 4. mars
1895 í Stíghúsi, Vest-
mannaeyjum, d. 7.
jan. 1988, og Ólafía
Ingibjörg Óladóttir,
verkakona og húsmóðir, f. 17. nóv.
1897 á Melum í Mjóafirði í S-Múl.,
d. 22. mars 1965. Systkini Inga eru
Pálmi, f. 18.1. 1925, d. 5.2. 1990,
Óli Kristján, f. 6.3. 1926, d. 28.3.
1999, Rögnvaldur, f. 27.12. 1927, d.
15.6. 1974, og Guðbjörg, f. 27.10.
1930.
Hinn 15. nóvember 1958 kvænt-
ist Ingi Sigþrúði Steffensen banka-
starfsmanni og húsmóður, f. 14.
febrúar 1930. Foreldrar hennar
ob, f. 12. ágúst 1998, Hanna Sig-
þrúður, f. 23. mars 2004, Davíð, f.
21. janúar 2006.
Ingi fluttist barn að aldri til
Reykjavíkur með foreldrum sínum
og lauk verslunarprófi frá Versl-
unarskóla Íslands. Hann hóf starfs-
feril sinn í Búnaðarbanka Íslands,
Verslunarsparisjóðnum og Versl-
unarbanka Íslands. Hann fékk lög-
gildingu sem endurskoðandi árið
1968 og varð fljótlega meðeigandi
að Endurskoðunarstofu Björns S.
Steffensen og Ara Ó. Thorlacius
sem síðar varð að Löggiltum end-
urskoðendum hf. og að lokum
Deloitte hf. Ingi var alþjóðlegur
meistari í skák og einn af fremstu
skákmönnum landsins um langt
árabil. Hann varð fjórum sinnum
Íslandsmeistari í skák, 1956, 1958,
1959 og 1963, sex sinnum skák-
meistari Reykjavíkur á árunum
1954-1961 og Norðurlandameistari
1961. Ingi tók þátt í fjölda al-
þjóðlegra skákmóta og fór átta
sinum fyrir Íslands hönd á ólymp-
íuskákmót á árunum 1954-1982.
Útför Inga fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 8. nóvember
2010, og hefst athöfnin kl. 15.
voru Björn S. Steffen-
sen endurskoðandi, f.
12. apríl 1902 í Hafn-
arfirði, d. 15. júlí
1993, og Sigríður
Árnadóttir húsmóðir,
f. 13. janúar 1896 í
Reykjavík, d. 26.
mars 1985. Börn Inga
og Sigþrúðar eru: 1)
Björn Ingi, f. 19. mars
1959, d. 4. jan. 1968.
2) Árni, f. 12. mars
1961, matvælafræð-
ingur á Ísafirði. Eig-
inkona (skilin) Ragna
Bachmann, barn þeirra Hrund Ósk
söngnemi, f. 26. apríl 1985. Börn
Árna og Bjarneyjar Ingibjargar
Gunnlaugsdóttur tónlistarkennara,
Brynja Sólrún, f. 30. janúar 1997
og Hlynur Ingi, f. 26. nóvember
2001. 3) Sigríður Ingibjörg, f. 29.
maí 1968, alþingismaður. Eig-
inmaður hennar er Birgir Her-
mannsson háskólakennari, börn
þeirra Natan, f. 10. des. 1991 (faðir
Arnar Gunnar Hjálmtýsson), Jak-
Ingi var hæglátur maður og hóg-
vær, traustur og yfirvegaður.
Heimakær varð hann með árunum,
dulur á tilfinningar sínar og feiminn
um eigin persónu, en jafnan stutt í
húmor og hlátur. Ingi var vinnusam-
ur og hafði mikla ánægju af starfi
endurskoðandans. Eins og góðum
endurskoðanda sæmir var hann ráð-
deildarsamur, en jafnframt örlátur
og hjálpsamur við börn og barna-
börn. Ingi var stór og sterklega
byggður, almennt heilsuhraustur í
lífinu, en lítill íþróttamaður. Hið
andlega fjör sem fylgir skák og
brids féll betur að hans persónu-
leika.
Ingi varð bráðungur einn af
fremstu skákmönnum þjóðarinnar,
en með árunum varð erfiðara að
samræma mikla skákiðkun erilsömu
starfi endurskoðandans. Þegar ég
kynntist Inga fyrir tæpum tveimur
áratugum tefldi hann helst við tölv-
una en hann hafði mikinn áhuga á að
halda sér við í faginu. Eins og nærri
má geta var undraveröld excel hval-
reki fyrir reyndan endurskoðanda
sem mundi tímana tvenna. Man ég
vart eftir honum öðruvísi en með
þykkan doðrant nærhendis um ým-
islegt sem tengdist tölvum og við-
skiptum.
Fljótlega eftir að ég kynntist Inga
kom í ljós óvæntur hæfileiki. Hinn
hávaxni endurskoðandi og skákmað-
ur var mikill smekkmaður á föt og
átti auðvelt með að kaupa föt á börn
og barnabörn. Fyrir sex árum
keypti hann skírnarkjól í Boston
fyrir Hönnu Sigþrúði, dótturdóttur
sína. Kjóllinn ber uppruna sínum
vitni, einfaldur og stílhreinn blær
gamallar hreintrúarstefnu Nýja-
Englands blasir við. Þegar ég minn-
ist Inga nú er þessi fallegi kjóll mér
hugleikinn. Tvö barna minna voru
skírð í þessum kjól á heimili Inga og
Sigþrúðar á Sævargörðum sem ger-
ir minninguna auðvitað skýra og
persónulega. Í mínum huga mun ég
þó ætíð tengja kjólinn við þann hlý-
hug og hjálpsemi sem Ingi sýndi
okkur alla tíð. Fyrir það er ég þakk-
látur og þannig mun ég minnast
hans.
Að lokum vil ég votta Sigþrúði
Steffensen, tengdamóður minni,
samúð og stuðning.
Birgir Hermannsson.
Góður og traustur samstarfsmað-
ur okkar til margra ára er fallinn frá
langt fyrir aldur fram. Við sem nut-
um þeirra forréttinda að starfa með
Inga lítum nú yfir farinn veg með
þakklæti í huga og viljum minnast
hans nokkrum orðum.
Ingi fæddist í Vestmannaeyjum
árið 1936, var verslunarskólageng-
inn og lauk prófi sem löggiltur end-
urskoðandi árið 1968. Ingi heillaðist
snemma af skákíþróttinni og var
hún alla tíð hans helsta áhugamál.
Hæfileikar hans voru óumdeildir og
má nefna að hann varð skákmeistari
Reykjavíkur 5 sinnum, Íslands-
meistari 4 sinnum, Norðurlanda-
meistari árið 1961 og varð alþjóð-
legur skákmeistari FIDE. Án efa
hefði hann náð mun lengra ef hann
hefði alfarið helgað sig skáklistinni,
en mikið vinnuálag í endurskoðunar-
starfinu leyfði það ekki.
Eftir að Ingi hætti þátttöku í
skákmótum fylgdist hann jafnan vel
með í skákheiminum og ekki var óal-
gengt að menn fyndu hjá honum úr-
klippur úr rússneskum blöðum þar
sem fjallað var um skák, þó ekki
gætum við hinir lesið letrið eða skil-
ið það sem skrifað var. Auk skák-
arinnar hafði Ingi gaman af að taka í
spil og var hann mjög góður brids-
spilari.
En endurskoðunarstarfið tók
mestan hans tíma og var sá þáttur í
lífi Inga sem okkur stóð næst. Hann
var mikil hamhleypa til vinnu og þar
komu skipulagshæfileikar hans vel í
ljós. Það var alltaf gott að leita til
Inga og traustari vinnufélaga var
ekki hægt að hugsa sér. Með sínum
hægláta hætti leiðbeindi Ingi sam-
starfsmönnum og gætti þess að að-
finnslur hans særðu engan.
Ingi gegndi mörgum trúnaðar-
störfum fyrir Félag löggiltra endur-
skoðenda og var meðal annars vara-
formaður félagsins um tveggja ára
skeið.
Ingi kvæntist Sigþrúði Björns-
dóttur Steffensen árið 1958 og var
það mikil gæfa í lífi hans. Eignuðust
þau þrjú börn, Björn Inga sem lést á
9. ári, Árna og Sigríði Ingibjörgu.
Þau hjónin voru mjög samrýmd,
byggðu sér heimili á Seltjarnarnesi
og höfðu yndi af garðrækt og ferða-
lögum. Á seinni árum tóku þau
miklu ástfóstri við Frakkland og
fóru ófáar ferðir þangað til að upp-
lifa menningu, matargerð og fegurð
landsins.
Það var skömmu fyrir síðustu
aldamót að Ingi veiktist í vinnuferð
og var talsvert lengi að ná fullum
bata. Um og eftir aldamótin greind-
ist Ingi með krabbamein og eftir á
að hyggja hefur hann væntanlega
dregið of lengi að leita sér lækninga,
enda var það ekki í eðli hans að
kveinka sér eða láta eigin velferð
ganga fyrir. Hann náði þó að sigrast
á sjúkdómnum um skeið og halda í
horfinu, en krafturinn var ekki sá
sami og áður. Sjúkdómurinn tók sig
svo upp aftur og lét Ingi af störfum
2009 hjá endurskoðunarfyrirtækinu
Deloitte, þar sem hann var einn
stofnenda og meðeigandi.
Með Inga R. Jóhannssyni er
genginn drengur góður og farsæll
samstarfsmaður, sem við stöndum
öll í mikilli þakkarskuld við. Við
minnumst hans með hlýhug og virð-
ingu og vottum Distu og fjölskyldu
innilegustu samúð okkar. Guð blessi
minningu Inga R. Jóhannssonar.
Árni Tómasson, Guðlaugur
Guðmundsson, Guðmundur
Frímannsson, Jón Hilm-
arsson, Birkir Leósson og
fjölskyldur.
Kveðja frá Skáksambandi
Íslands
Ingi R. Jóhannsson, sem var al-
þjóðlegur meistari í skák, var einn
af snjöllustu skákmönnum Íslands
fyrr og síðar. Þegar ég byrjaði að
tefla heyrði maður mest talað um
Friðrik, Guðmund og Inga R. Ingi
var fjórfaldur Íslandsmeistari og
tefldi átta sinnum fyrir Íslands hönd
á ólympíuskákmóti. Fyrst árið 1954
og síðast árið 1982 svo landsliðsfer-
illinn spannaði næstum 30 ár. Ingi
tefldi tvisvar á fyrsta borði, árin
1958 og 1968.
Ingi hætti hins vegar skákiðkun
alltof snemma og sjálfur kynntist ég
honum aðeins lítillega og tefldi að-
eins við hann einu sinni. Það var í
Skákkeppni stofnana og tapaði ég
örugglega.
Ég skynja mikla virðingu fyrir
Inga á spjallþræði skákmanna þar
sem menn hafa rifjað upp kynni sín
af honum. Hann var orðheppinn og
átti gullkorn eins og: „Hann redús-
erar materíalinu prímitíft.“ Hann
mun hafa sagt, þegar honum fannst
félagar sínir í ólympíuliðinu bera of
mikla virðingu fyrir andstæðingum
sínum: „Það er manngangurinn þótt
það sé Keres.“
Skákhreyfingin hefur misst mann.
Fjölskyldu hans votta ég samúð
mína.
Gunnar Björnsson,
forseti Skáksambands
Íslands.
Ingi R. Jóhannsson, alþjóðlegur
skákmeistari og endurskoðandi, lést
2. nóvember sl. á 74. aldursári. Með
honum er genginn einn öflugasti
skákmaður þeirrar kynslóðar, sem
lét að sér kveða á áratugunum eftir
heimsstyrjöldina síðari og víst er að
fáir hafa lagt jafn mikið af mörkum
til eflingar íslensku skáklífi og hann.
Framfarir Inga voru með ólíkind-
um eftir að hann gekk í TR nýorðinn
14 ára. Hann tefldi í fyrsta skipti op-
inberlega í 2. flokki á Skákþingi
Reykjavíkur þetta sama ár en hafði
þar stutta viðkomu og var búinn að
vinna sér rétt til þátttöku í landsliðs-
flokki þegar á árinu 1953. Það tók
hann því aðeins þrjú ár að vinna sig
upp úr lægsta flokknum í þann
efsta. Það leyndi sér ekki að í þess-
um pilti bjuggu ríkir hæfileikar en
það sem kannski kom mest á óvart
var þroskaður og yfirvegaður skák-
stíll hans þegar á unga aldri. Skákin
átti greinilega hug hans allan og
mér varð fljótlega ljóst, eftir að við
fórum að eigast við á reitunum sex-
tíu og fjórum, að byrjendaþekking
hans stóð afar traustum fótum.
Hann tamdi sér fagleg vinnubrögð í
skákinni sem var alls ekki algengt á
þessum tímum. Það samræmdist
nefnilega ekki tíðarandanum að afla
sér þekkingar í bókum, þetta átti
víst allt saman að vera „innbyggt“,
og stundum mátti heyra glósur eins
og „teóríuhestar“ frá sumum eldri
meisturunum þegar þeim þótti nóg
um allan lærdóminn.
En tímarnir voru að breytast og
eftirstríðsárin voru sérstakur kafli í
íslensku þjóðlífi. Sjálfstæðið var ný-
fengið og Íslendingar voru að reyna
að átta sig á stöðu sinni meðal þjóða
heims og tileinka sér það besta í
stjórnarháttum þeirra og menningu.
Þetta átti að sjálfsögðu einnig við í
skákinni.
Þannig voru aðstæður þegar Ingi
var að stíga sín fyrstu spor í skák-
inni. Ég var tæpum tveimur árum
eldri en hann og hafði gengið í TR
nokkrum árum áður. Það átti fyrir
okkur að liggja að vera samferða-
menn í skákinni um alllangt skeið.
Með okkur stofnuðust vináttubönd
sem aldrei rofnuðu, þótt vissulega
væri oft tekist á af mikilli kappsemi
á reitunum sextíu og fjórum.
Ingi var ávallt traustur hlekkur í
keðjunni þegar reyndi á liðsheildina
í ólympíuskákmótum og öðrum slík-
um sveitakeppnum. Þar stóð hann
fyrir sínu og var jafnan einn helsti
máttarstólpinn í liðinu. Með árangri
sínum á Ólympíuskákmótinu í
München 1958 tryggði Ingi sér fyrri
áfanga alþjóðlegs meistaratitils og
eftir góða frammistöðu í svæða-
mótinu í Halle 1963 var hann út-
nefndur alþjóðlegur meistari af Al-
þjóðaskáksambandinu FIDE.
Ingi reyndist mér ómetanlegur
liðsstyrkur og traustur félagi þegar
ég þurfti á aðstoðarmanni að halda í
mikilvægum mótum. Þar á ég við
Hastings-mótið 1955-56 og áskor-
endamótið í Júgóslavíu 1959. Þá lið-
veislu fæ ég seint fullþakkað.
Nú þegar komið er að skilnaðar-
stund kveð ég Inga með virðingu og
þakka honum trausta vináttu sem
varðveitast mun í minningunni um
góðan félaga.
Við Auður sendum Sigþrúði og
ástvinum öllum innilegustu samúð-
arkveðjur okkar.
Friðrik Ólafsson.
Ingi R. Jóhannsson
Fleiri minningargreinar um Inga
R. Jóhannsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.