Morgunblaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.11.2010, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2010 ✝ Kristín Þórhildurfæddist í Lækj- arskógi, Laxárdal í Dalasýslu 15. maí 1922. Hún lést á Landakotsspítala 30. október sl. Foreldrar hennar voru Guð- brandur Kr. Guð- mundsson, f. 1887, d. 1978, og Arndís Magnúsdóttir, f. 1891, d. 1948. Systkini Kristínar eru: 1) Guð- rún, f. 17.4. 1913, d. 27.6. 1993; 2) Magnús, f. 6.9. 1918, d. 10.2. 1968; 3) Þuríður Sigrún, f. 3.1. 1921; 4) Helga Ás- laug, f. 28.7. 1923; 5) Guðmundur, f. 29.11. 1925 , d. 1.2. 2002; 6) Inga Aðalheiður, f. 20.7. 1929, og 7) Böðvar Hilmar, f. 16.1. 1933. Kristín giftist 23.12. 1944 Jósefi Jóni Sigurðssyni f. 18.12. 1918, á Búðum í Staðarsveit á Snæfellsnesi, d. 27.4. 1991 í Reykjavík. For- eldrar: Sigurður Kr. Jónsson, f. 1877 í Helludal, Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi. d. 1940, og Guðlaug Jósefsdóttir, f. 1876 á Vætuökrum, Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi, d. 1962. Börn þeirra: 1) Arnór G. 1955. Börn: a) Guðmundur Vignir, f. 9.9. 1975, maki Brynja Sævars- dóttir, f. 1980, börn: Sævar Óli, f. 2002, Heiðrún Anna, f. 2004, og óskírður, f. 2010. b) Svandís Björk, f. 5.1. 1977, maki Haukur Björns- son, f. 1972, börn: Karen, f. 1992, Thelma Sól, f. 2001, Anna María, f. 2004, og óskírð, f. 2010, c)Kristinn Þór, f. 15.6. 1983, maki Anna Rann- veig Aradóttir, f. 1979, börn: Elín Birta, f. 1998, María Björt, f. 2003, og Ari Snær, f. 2009, d) Birgir Örv- ar, f. 30.8. 1989, og e) Sara Andrea, f. 16.12. 1994. 5) Arndís Jós- efsdóttir, f. 5.1. 1953, maki: Jón Ragnarsson, f. 1952. Börn: a) Ágústa Birgisdóttir, f. 15.2. 1973, maki Guðni Þórarinsson, f. 1971, börn: Hlynur Snær, f. 1998, og Kar- en Ösp, f. 2000, b) Kristín, f. 21.8. 1979, maki Hjalti Þór Heiðarsson, f. 1978, og c) Ólafía, f. 24.9. 1984. Kristín fluttist til Reykjavíkur 1940. Hún starfaði sem vinnukona hjá Eygló og Hirti Hjartarsyni, síð- ar hjá Ólafíu og Guðmundi Þor- steinssyni gullsmið fram að búskap. Með barnauppeldi starfaði hún sem dagmóðir ásamt því að vera ræsti- tæknir í Breiðagerðisskóla. Síðar meir sem ræstitæknir hjá G.J. Foss- berg þar til hún lét af störfum þar eftir 28 ár. Kristín og Jósef fluttu í Mosgerði 14 árið 1954 og Kristín bjó þar til æviloka. Útför Kristínar fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 8. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Jósefsson, f. 5.11. 1944, maki: Helga Jó- hannesdóttir, f. 1951, d. 2007. Börn : a) Guð- rún Ósk, f. 27.10. 1979, og b) Þorsteinn, f. 27.11. 1981, maki Guðbjörg Petersen, f. 1983, barn þeirra: Arnór Emil, f. 2010. 2) Sigursteinn Jós- efsson, f. 11.4. 1946, maki Ólöf H. Hilm- arsdóttir, f. 1948. Börn: a) Hilmar Rún- ar, f. 10.10. 1965, maki Helga G. Skúladóttir, f. 1955, börn: Sigursteinn Sverrir, f. 1988, Ívar Andri, f. 1993, Ólöf Helga, f. 1999, b) Sigrún Kristín, f. 27.3. 1971, maki Jóhann Ó. Benjamíns- son, f. 1969, barn þeirra: Inga Lind, f. 2004, og c) Arndís Birta, 30.5. 1983. 3) Reynir Jósefsson, f. 7.3. 1948, maki: Unnur Bergþórsdóttir, f. 1949. Börn: a) Eygló Jós- ephsdóttir, f. 26.2. 1973, maki Sig- urður Kárason, f. 1972, börn: Hug- rún Embla, f. 1997, og Einar Kári, f. 2001, og b) Bergþór, f. 1.10. 1981. 4) Ólafur G. Jósefsson, f. 5.7. 1950, maki: Anna María Markúsdóttir, f. Elsku mamma, þakka þér fyrir samveruna í gegnum árin og þær góðu stundir sem við áttum saman. Nú verða kvöldsamtölin okkar ekki fleiri og nú hætti ég að kíkja til þín í Mosgerðið á kvöldin og um helgar. Við eigum margt eftir vantalað en samt sem áður þakklátur að þú hafir fengið hvíldina góðu og fyrir þær samverustundir sem við höfum átt. Á hverju vori var okkar góði sleppitúr, þar komst þú með þínar góðu kleinur og dýrindis bakkelsi og þú sagðir að þetta myndir þú gera á hverju vori á meðan þú hefðir heilsu til. Var síðasti sleppitúrinn þinn 2009, en í ár var enginn sökum hestaflensu. Þetta sást þú alltaf um og hafðir gaman af. Mætt með kíkinn í Kollafjörðinn til að fylgj- ast með strákunum þínum og afkom- endum færandi þeim kaffi, kleinur og hveitiköku. Það var fjölda stunda sem við áttum saman í Hjarðarnesinu og hafðir þú alltaf gaman af að koma í sveitina. Takk fyrir allt, elsku mamma, þín verður sárt saknað. Ólöf sendir kveðju og biður guð að geyma þig vel. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir, vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan, hjartasláttinn, rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drúpa milt á blöðin þín. Æsku minnar leiðir lágu lengi vel um þennan stað, krjúpa niður, kyssa blómið, hversu dýrðlegt fannst mér það., Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei, það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Hvíl í friði. Kveðja, þinn, Sigursteinn (Steini). Elsku hjartans amma mín, þá er komið að kveðjustund, nokkuð sem er óumflýjanlegt en mikið er það erfitt og sárt. Allar minningarnar sem ég á um þig eru mér ómetanlegar. Fyrstu fimm ár ævi minnar bjó ég hjá þér í Mosgerðinu með mömmu, ég man að ég stalst stundum yfir hitaveitustokk- inn til ömmu og afa í Hlyngerði og þú þurftir að sækja mig þangað. Á þess- um tíma var ég á leikskóla og sóttir þú mig á daginn í strætó eftir að hafa verið sjálf að passa börn allan daginn og tókst mig með þér í Fossberg þar sem þú skúraðir í 28 ár, þú varst þakklát strákunum í Fossberg fyrir hvað þeir voru umburðarlyndir að leyfa mér að skottast með þér þangað til mamma sótti mig eftir vinnu. Tólf árum eftir að ég flutti frá þér fimm ára gömul kom ég aftur og nú með Guðna minn með mér og byrj- uðum við að búa saman í risinu hjá þér í Mosgerðinu. Á þeim tveimur ár- um sem við bjuggum hjá þér tókst þú ástfóstri við Guðna og var það gagn- kvæmt. Eldamennska var þér í blóð borin, þeir sem þig þekktu vita hversu góðan mat þú gerðir og ekki var baksturinn síðri enda voru klein- urnar þínar og hveitikökurnar þær bestu í heimi. Eftir að Hlynur Snær og Karen Ösp komu í heiminn hafa þau notið þess að læra af þér bænirnar sem þú lagðir mikið upp úr að kenna þeim, þau eru rík að eiga allar minningarn- ar um þig og söknuður þeirra er mik- ill. Þú, amma mín, varst mikið í Vest- urberginu hjá mömmu og pabba, þar leið þér vel. Það var segin saga að þegar maður skrapp yfir götuna í kaffi voruð þið mæðgur að spila orr- ustu, það þótti þér ótrúlega gaman. Þú varst þrjósk og áveðin kona, enda hefur nú ekki veitt af þegar þú ólst upp börnin þín fimm og hafðir litla sem enga hjálp. Þú vannst mikið, passaðir börn á daginn, skúraðir á kvöldin og prjónaðir lopapeysur til að láta enda ná saman. Í veikindum þínum, sem þú tókst af mikilli yfirvegun og jákvæðni, var minnið alltaf ótrúlega gott og mætti hver maður vera stoltur af slíku minni. Á Landakoti, þar sem þú dvaldir síðustu ævidagana, leið þér vel enda var vel hugsað um þig af yndislegu starfsfólki, það er mikil huggun í sorginni að vita að þér leið vel þar til yfir lauk. Elsku amma mín, ég er svo þakklát fyrir að hafa verið hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim, þú varst svo sæl og sátt að fá hvíldina, minning þín lifir í hjarta mínu. Ég kveð þig að sinni amma mín, Guð geymi þig. Þín Ágústa. Þegar ég lít yfir farinn veg og hugsa til hennar Stínu ömmu þá veit ég að hún mun alltaf eiga sinn stað í hjarta mínu, hún var ekta amma. Hún var iðin við baksturinn og bakaði heimsins bestu kleinur. Það var alltaf gott að koma til ömmu og hún tók alltaf vel á móti manni. Ég man þegar ég var lítill strákur var ég alltaf að biðja mömmu og pabba um að stoppa hjá ömmu í Mosgerði, mér fannst svo gaman að heimsækja hana. Amma hafði gott hjarta og vildi öllum vel. Þegar við Anna konan mín vorum ný- lega byrjuð saman og vorum mætt í afmæli til ömmu Stínu hafði hún verið að hugsa um hvernig amma mín tæki því að hún ætti litla stelpu. Þær áhyggjur urðu að engu þegar amma Stína tók á móti Elínu Birtu með orð- unum „nú er ég nýja langamman þín- “.Mér fannst gott að vita að hún bað fyrir börnunum sínum, barnabörnun- um sínum og barnabarnabörnunum sínum á hverju kvöldi áður en hún fór að sofa. Elsku amma mín, nú ertu kominn á betri stað þar sem þér mun líða vel. Minning þín mun lifa áfram hjá okkur sem þig þekktum. Ég mun sakna þín, Kristinn Þór Ólafsson. Kristín Þórhildur Guðbrandsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku besta langamma mín, þakka þér fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir mig og allar minn- ingarnar um okkur saman. Þú kenndir mér bænir og vísur. Alltaf þegar ég kom til ömmu og afa varst þú þar, þú spurðir alltaf hvort ég væri svangur af því þú vildir alltaf að ég fengi nóg að borða. Þú gerðir besta mat í heimi það var alveg sama hvað það var, það var eins og nammi. Ég mun ávallt sakna þín og kveð ég þig með góðri bæn. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Þinn Hlynur Snær, langömmubarn.  Fleiri minningargreinar um Krist- ínu Þórhildi Guðbrandsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðborg Siggeirs-dóttir fæddist í Reykjavík 15. apríl 1929. Hún lést í Holts- búð, Garðabæ, 20. október 2010. Foreldrar hennar voru Magnús Siggeir Bjarnason, f. 25. júní 1893, d. 30. maí 1974, og Guðrún Pálína Guðjónsdóttir, f. 4. september 1897, d. 2. mars 1982. Guðborg var yngst 4 systkina. En þau eru Einar Ingi, f. 1921, d. 2007, Erlendur, f. 1924, og Sigríður, f. 1927. Hinn 26. janúar 1957 giftist Guð- borg, Rannveri Stefáni Sveinssyni, f. 18. maí 1934, vélstjóra frá Neskaup- stað. Foreldrar Rannvers voru Sveinn Magnússon, f. 19. júli 1904, d. 17. júlí 1987, og Sigurveig Ketils- dóttir, f. 18. mars 1904, d. 15. sept- ember 1942. Guðborg og Rannver eignuðust 4 börn gift Arnfinni Daníelssyni, f. 1969, börn þeirra eru a) Tinna Borg, í sambúð með Hlyni Frey Sigurhans- syni og eiga þau Ómar Örn, b) Sara Lind og c) Daníel. Guðborg var alin upp í Reykjavík og bjó á Hringbraut 90 nær öll sín æskuár. Hún gekk í Miðbæjarskól- ann og tók gagnfræðapróf þaðan, fór síðan í Húsmæðraskólann í Reykjavík árið 1949. Eftir nám þar hóf hún störf í Björnsbakarí og síðar á Hótel Vík. Árið 1953 fór hún í hót- elrekstrarnám til Bretlands á vegum hótelsins og í framhaldinu aðstoðaði hún við rekstur þess. Rannver og Guðborg hófu sinn búskap í Sand- gerði árið 1956 og fluttu þaðan í Kópavog árið 1961 og bjuggu lengst af á Álfhólsveg 28a eða allt til ársins 2002 þegar þau fluttu í Garðbæ. Þá fór heilsu Guðborgar að hraka mjög en síðan í desember 2005 hefur hún dvalið í Holtsbúð, Garðabæ. Guð- borg var virk í Kvenfélagi Kópavogs og starfaði þar um árabil, þar á með- al sem ritari í stjórn. Guðborg verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ í dag, 8. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. 1) Sigurjón Sveinn, f. 11. febrúar 1958, hann er kvæntur Fjólu Finnsdóttur, f. 1959, börn þeirra eru a) Rannver, í sambúð með Guðrúnu Björgu Ellertsdóttur og eiga þau Emblu Katrínu, b) Viktor, c) Oliver. 2) Guðrún Magnea, 20. október 1960, hún er gift Snorra Snorra- syni, f. 1954, börn þeirra eru a) Gunn- hildur Hlín, í sambúð með Karli Sæmundi Sigurðssyni og eiga þau Hlyn Frey og Birki Þór, b) Nanna Bryndís, unnusti hennar er Grétar Örn Sigurðsson, c) Rannveig Eva. 3) Katla Björk, f. 27. maí 1964, hún er gift Kristjáni Alberti Eiríks- syni, f. 1962, börn þeirra eru a) Sveinn Fannar, b) Selma Björk, c) Aron Snær. Auk þess á Kristján fyr- ir 2 dætur og eiga þær 4 börn. 4) Birna Mjöll, f. 29. ágúst 1970, hún er Með nokkrum orðum vil ég minn- ast tengdamóður minnar Guðborgar Siggeirsdóttur sem lést 20. október sl. á 82 aldursári. Hún hafði átt við langvinn veikindi að stríða í um 7 ár. Æskuheimili hennar var á Hring- braut 90, systkinin voru fjögur ásamt foreldrum í lítilli 2 herbergja íbúð. Oft á tíðum var stopul vinna hjá fjölskylduföðurnum þegar börn- in uxu úr grasi á millistríðsárunum. Það var í byrjun ársins 1982 er ég kynntist konu minni Guðrúnu Magn- eu að ég kom inn á heimili foreldra hennar á Álfhólsvegi 28a í Kópavogi. Guðborg og Rannver, tengdafaðir minn, tóku mér afar vel. Á heimilinu ríkti léttur andi, glaðværð og kátína. Guðborg var afskaplega jákvæð, út- sjónarsöm og stutt var í hláturinn. Guðborg og Rannver nutu þess að vera innan um börnin sín og síðar barnabörnin þegar þau komu. Fjöl- skyldan var gætin í fjármálum, en naut þess að ferðast bæði innan- lands og ekki síður til útlanda. Eru mér minnisstæðar margar ferðir sem við hjónin fórum með Guðborgu og Rannveri. Margar skemmtilegar ferðir fórum við bæði innanlands og til útlanda, þar er margs að minnast. Fjölskyldan naut sérstaklega ferða í sumarbústaði vélstjóra á Laugar- vatni. Rannver og Guðborg nutu þess að fara á suðlægar slóðir að vori og hausti í mörg ár, oft með góðu vinafólki, Regínu og Eggerti Gíslasyni. Þegar búið var að panta ferð mátti finna fyrir mikilli eftir- væntingu hjá þeim hjónum. Þau hafa ætíð verið mjög samrýnd hjón, en sátt einkenndi allt þeirra líf. Guðborg hafði mikinn metnað til að bera, við að rækta garðinn á Álfhóls- veginum. Hún var afskaplega dríf- andi kona og var í mörg ár valin til forystu fyrir húsfélagið á Álfhóls- veginum. Hafði frumkvæði að ýms- um framkvæmdum og því sem betur mátti fara, gjaldkeri húsfélagsins ár- um saman. Þegar komið var í Kópa- voginn á æskuheimilið var alltaf kaffi á könnunni og afskaplega nota- legt að setjast niður og ræða málin. Árið 2002 keyptu hjónin fallega íbúð í Kirkjulundi í Garðabæ, eftir rúmlega 40 ára búsetu í Kópavogi. En skömmu eftir flutninginn í Garðabæinn fór heilsu Guðborgar hrakandi. Fékk hún dagvistun í Holtsbúð og síðan alvistun þar síðla árs 2005. Hafðu kæra þökk fyrir allt. Blessuð sé minningin um jákvæða og yndislega konu. Þinn tengdasonur, Snorri Snorrason. Elskuleg tengdamóðir mín hún Bogga hefur fengið hvíld, en hún hefur barist hetjulega við sjúkdóm- inn sem hrjáð hefur hana í nokkur ár. Ég hef oft sagt að ég ætti bestu tengdamömmu í heimi. Ég þekkti Boggu í 28 ár og var hún alltaf kát, glöð og hafði sérstaklega góða nær- veru. Bogga var mér ávallt mjög góð, hún bæði kenndi mér margt og hvatti mig til dáða í flestu t.d. að halda mín eigin jól í fyrsta skiptið. Við áttum oft góðar stundir og hlógum dátt í góðu veðri uppi á svöl- um á Álfhólsvegi 28a, með alla strák- ana mína, Rannver, Viktor og Oli- ver. Ég kveð þig með söknuði, elsku Bogga mín, og bið Guð um að styrkja Rannver eldri og alla fjöl- skylduna. Þín tengdadóttir, Fjóla Finnsdóttir. Það var svo sárt að sjá þig svona veika seinustu árin, en alltaf gastu brosað og hlegið. Ég mun halda fast í þá minningu, þegar ég kom með Ómar Örn til þín í fyrsta skipti rétt tveggja mánaða gamlan, og hann grét, í smátíma komst þú í gegn, og þú hlóst eins og þér einni var lagið. Það berjast í mér tvær hliðar, önnur, sem er fegin að þú ert laus undan veikum líkama og hin, sem vildi óska þess að þú hefðir aldrei orðið veik og værir hér enn. Ég er svo stolt af þér og fjölskyld- unni sem þið afi sköpuðuð, sam- heldnin í fjölskyldunni og jákvæða sýnin á lífið sem öll börnin ykkar hafa. Þú skildir eftir svo margar falleg- ar og ómetanlegar minningar og ég vil þakka þér fyrir það. Þú ert ein merkilegasta kona sem ég veit um, og ég hugsa á hverjum degi, hvernig ég geti verið meira eins og þú og ég ætla sko að vera eins ljúf og góð, og innilega ham- ingjusöm og þú varst, og gefa með mér af einlægri gleði alla daga. Elsku amma hefur kvatt sem engill á himni nú syngur konan sem strax hvern mann gat glatt leikur loks aftur við hvern sinn fingur lést við þig leika, hamingjuna syngjandi kát hún amma mín brosandi, hlæjandi skal ég þig muna ég á eftir að sakna þín (Tinna Borg, 4. nóv. 2010.) Tinna Borg Arnfinnsdóttir. Guðborg Siggeirsdóttir  Fleiri minningargreinar um Guð- borgu Siggeirsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.