Morgunblaðið - 11.11.2010, Síða 2
2 | MORGUNBLAÐIÐ
A
ndrúmsloftið hjá Brosi
(áður Bros bolir) í að-
draganda jólanna hlýtur
að minna á vinnustofu
jólasveinsins. Í fjölda ára
hefur Bros boðið upp á vandaðar
jólagjafalausnir fyrir stofnanir og
fyrirtæki og Sturlaugur Þór Hall-
dórsson segir Bros hafa á boð-
stólum úrval gjafavöru. „Jóla-
gjafaúrvalið spannar allt frá
bókamerkjum og gjafakortum upp í
svuntur, matarkörfur, hönnunar-
vöru og útivistarfatnað,“ segir
hann. „Við bjóðum m.a. fatnað frá
Hummel sem hefur notið tölu-
verðra vinsælda enda í fallegum
sniðum og úr þunnu og teygjanlegu
flísefni. Ekki má heldur gleyma
skandinavísku heimilisvörunum frá
hönnuðum eins og Stelton, Ros-
endahl og Eva Solo, sem engum
þykir leiðinlegt að fá í pakkann
sinn.“
Möguleikarnir segir Sturlaugur
að séu annars ótæmandi og hægt
að mæta öllum sérþörfum. Það sem
meira er; Bros getur merkt nánast
allt milli himins og jarðar og léttur
leikur að merkja stóra eða smáa
vöru með lógói eða jólakveðju. „Við
getum meira að segja merkt pipar-
kökurnar, en það er reyndar sér-
pöntun sem þarf að fá frá útlönd-
um,“ bætir hann við.
Svuntur eru vinsæl viðbót við
matarkörfurnar og segir Sturlaug-
ur tilvalið að prenta þar á hlýlega
orðsendingu eða góða uppskrift.
„Það þarf í sjálfu sér ekki að
prenta einkennismerki fyrirtæk-
isins á alla hluti, því fólk man alveg
hvaðan það fékk gjöfina. Persónu-
leg og viðkunnanleg skilaboð eða
jólakveðja komast vel til skila og
geta gert það sem gefið er mun
sérstakara í augum þiggjandans.“
Með merkingum má líka gera
gjöfina persónulegri. „Hægt er að
merkja t.d. einhverja gjafavöruna
eða pakkann sjálfan með nafni við-
takandans, eða velja af natni í körf-
una mat eða muni sem höfða sér-
staklega til hvers og eins. Fyrir
vikið er gjöfin orðin mun persónu-
legri, og eflaust skemmtilegra að fá
slíkan sérsniðinn jólaglaðning frek-
ar en einfaldlega eina af nokkur
hundruð einsleitum gjafakörfum.“
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jólaval Sturlaugur bendir á að með því að gefa starfsmönnum t.d. útivistarfatnað megi oft gera góð kaup. Síðan má merkja fötin t.d. með merki fyrirtækisins.
Útivistarfatnaður, með
eða án merkis fyrir-
tækis, er vinsæl gjöf.
Falleg sérmerking getur
gefið gjöfum aukið gildi.
Hægt er að bregða á
leik í jólamánuðinum
með merktum svuntum
eða jólabolum.
Mjúkir pakkar svo fólk fari ekki í jólaköttinn
Stjórnendur þurfa að sögn Sturlaugs ekki að vera hræddir við að
gefa fatnað. Stílhreinn og fallegur fatnaður eins og Bros býður til
sölu falli alltaf í kramið og stærðir og snið þannig að henti flest-
um. „Við erum með mikla reynslu á þessu sviði og hjálpum til við
að áætla t.d. hvaða stærðir henta fyrir samsetningu fyrirtækisins,
og gerum ferlið allt áreynslu- og áhyggjulaust.“
Sturlaugur bendir einnig á að hægt sé að gera góð kaup þegar
t.d. fatnaður er keyptur fyrir allt starfsfólk, og kostnaðurinn við
gjöfina kannski mun lægri en það virði sem þiggjandinn upplifir.
„Þegar um er að ræða magninnkaup beint frá framleiðanda eru
verðin allt önnur en til neytenda út úr búð og þarf ekki að vera
svo dýrt fyrir fyrirtækið að gefa öllum flík sem út úr búð væri
kannski rándýr.“
Ekkert mál að gefa fatnað
Prentaður varningur getur verið
ódýr leið til að lífga upp á aðvent-
una og stingur Sturlaugur t.d. upp
á að gefa starfsmönnum sérmerkta
jólabolla í byrjun desember til að
skapa létt og skemmtilegt
hátíðarandrúmsloft. „Ef aðstaða er
til þess er svo kjörið ef starfsfólkið
getur komið saman, tekið sér stutt
frí frá störfum og t.d. bakað pip-
arkökur eða útbúið konfekt. Þá
mætti gefa öllum sérprentaða
svuntu til minningar um uppá-
komuna,“ segir hann. „Svo má gefa
ýmsar smærri jólagjafir, eins og
merktar jólakúlur eða árgangs-
jólaskraut sem gaman er að
safna.“
Merkingar
sem minna á
jólagleðina
Jólagjafahandbók atvinnulífsins 2010 Umsjón og greinaskrif: Ásgeir Ingvarsson, ai@mbl.is Sala auglýsinga: Sigríður Hvönn
Karlsdóttir, sigridurh@mbl.is Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Forsíðumynd er af jólapökkum frá Garðheimum