Morgunblaðið - 11.11.2010, Side 4

Morgunblaðið - 11.11.2010, Side 4
koma upp tilvik þar sem þörf er á meiri háttar aðgerðum, eins og í eitt skipti þegar kettlingafull læða í umsjá félagsins þarfnaðist keis- araskurðar og mikillar aðhlynn- ingar,“ segir Valgerður. „Ef dýrin eiga við hegðunarvanda að stríða störfum við með nokkrum fórnfúsum þjálfurum sem aðstoða við að vinna með og leysa vandamálin svo dýrin verði örugglega vel til þess fallin að verða góð viðbót við fjölskylduna.“ Krúttleg kort og dagatöl Um þessi jól fer fjáröflun Dýrahjálp- ar fram meðal annars með sölu jóla- korta og dagatala. „Á kortunum er að finna fallegar og jólalegar myndir af dýrum, og kemur fram að kortin séu til styrktar félaginu. Á almanak- inu er svo að finna ákaflega fallegar stúdíómyndir af sumum þeirra dýra sem félagið hefur hjálpað, með upp- lýsingum um sögu hvers og eins.“ Þeir sem vilja kaupa þessa skemmtilegu jólavöru og styðja um leið gott málefni geta sent póst á dyrahjalp@dyrahjalp.is, heimsótt vefsíðu félagsins á www.dyrahjalp.is eða aðdáendasíðu á Fésbók með sama nafni. Einnig verður hægt að finna vöruna til sölu í völdum versl- unum. ai@mbl.is Hundadagar Dagatal Dýrahjálpar Ís- lands tryggir krúttskamtinn út árið, eins og myndirnar bera með sér, og styrkir gott málefni. H ugurinn skiptir marga meira máli en sjálf gjöfin, og um hátíðarnar er okk- ur flestum sérstaklega hugfast að hjálpa þeim sem minna mega sín. Einföld leið til að láta gott leiða af jólagjöf fyrirtæk- isins er að kaupa jólakort frá ein- hverju þeirra fjölmörgu góðgerð- arfélaga sem vinna gott og ötult starf hér á landi. Eitt slíkt félag er Dýrahjálp Ís- lands sem frá árinu 2008 hefur fund- ið ótal gæludýrum góð heimili. „Markmiðið með stofnun félagsins var að setja á laggirnar athvarf fyrir öll heimilislaus gæludýr, en fyrir ut- an Kattholt – sem tekur eingöngu við köttum – er ekkert slíkt athvarf að finna á landinu,“ segir Valgerður Valgeirsdóttir formaður. „Efnahags- hrunið varð til þess að slá varð á frest draumum um athvarf, en í stað- inn hefur starfið einkum farið fram í gegnum heimasíðuna og netverk fjölda sjálfboðaliða sem bjóða fram heimili sín og taka að sér dýr í heim- ilisleit til skamms tíma.“ Rösklega þúsund dýrum hjálpað Félagið hefur áorkað miklu á tveim- ur stuttum árum og fékk í apríl form- lega aðild að virtu bresku dýravernd- unarsamtökunum RSPCA. „Þegar allt er talið höfum við frá stofnun að- stoðað við að finna ný heimili fyrir 444 hunda, 533 ketti, 82 kanínur og 14 hamstra. Þetta eru dýr sem koma úr ýmsum áttum: sum hafa þurft að fara vegna ofnæmis, önnur vegna flutninga eða erfiðra heimilis- aðstæðna, og sum átt í hegðunarerf- iðleikum,“ útskýrir Valgerður. „Í mörgum tilvikum hefðu dýrin senni- lega verið svæfð ef Dýrahjálpar hefði ekki notið við.“ Söfnunarfé vel varið Stór hópur dýravina hefur, eins og áður var nefnt, boðið fram krafta sína og heimili en starfið kostar samt sitt og veitir félaginu ekki af styrkj- um. „Stærsti útgjaldaliðurinn er dýralæknakostnaður. Við látum eng- in dýr frá okkur ógeld og stundum Á tæplega tveimur árum hefur Dýrahjálp fundið ríflega þúsund dýrum nýtt heimili. Félagið fékk nýlega inngöngu í RSPCA og aflar fjár til að halda áfram að hlúa að málleysingjunum Jólaglaðningur sem fær skottin til að dillast Morgunblaðið/Kristinn Björgun „Stærsti útgjaldaliðurinn er dýralæknakostnaður. Við látum engin dýr frá okkur ógeld og stundum koma upp tilvik þar sem þörf er á meiri háttar að- gerðum,“ segir Valgerður Valgeirsdóttir í jólaskapi með voffanum á heimilinu. 4 | MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.