Morgunblaðið - 11.11.2010, Síða 8

Morgunblaðið - 11.11.2010, Síða 8
8 | MORGUNBLAÐIÐ Etanól-eldstæði hafa notið þónokk- urra vinsælda síðustu ár en um er að ræða nýja lausn til að prýða heimilið með fallegum loga á hagkvæman, einfaldan, og öruggan hátt. „Etanól- eldstæðin hvorki sóta né framkalla reyk. Þau eru því tilvalin til notkunar hvar sem er innanhúss en geta líka hentað utandyra,“ segir Linda. „Ekki er þörf á skorsteini eða útsogi af neinu tagi og aðeins þarf að huga vel að veggfestingum og gæta þess að veggurinn sé hitaþolinn, en t.d. ekki með viðarklæðningu eða veggfóðr- aður.“ Rekstarkostnaður etanól- eldstæða er sambærilegur við aðra hefðbundna arna eða gaseldstæði, nema hvað uppsetning og upphafs- kostnaður er mun minni. „Eins þarf ekki að hafa áhyggjur af sóti, þrifum eða fljúgandi neistum,“ segir Linda „Svo er ekkert mál að kippa stjak- anum með upp í sumarbústað eða í hjólhýsið, og jafnvel út á verönd ef vel viðrar.“ Engir neistar og engin þrif A ð velja góða gjöf er vanda- samt verk. Oftast reynir gefandinn að velja gjöf sem endist vel og mikið er notuð. Góður matur hverf- ur fljótt ofan í maga en „harðir pakkar“ geta verið vandasamir því á þótt allir kunni að meta góðan mat er smekkur manna misjafn á bækur og skrautmuni. Ef fallegur hlutur fyrir heimilið verður fyrir valinu er síðan allur gangur á hversu vel hann passar við innbúið og hætt við að hann fái ekki þann heiðurssess í stofunni sem gef- andinn hefði vonast til. En eitt er það sem er alltaf í tísku og passar við allar innréttingar: „Eldurinn er klassískur og eilífur. Sama hvort heimilið er nýtískulegt í hólf og gólf eða rólegt og rómantískt, þá á fal- legur logi eldsins alltaf við,“ segir Linda Svanbergsdóttir hjá Secret North. Umgjörð um eldinn Secret North er tæplega þriggja ára fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á etanól-eldstæðum og eld-umgjörðum. „Við lítum í raun svo á að við séum að gera fallega um- gjörð utan um eldinn og höfum við hannað alls kyns útfærslur á slíkum umgjörðum eins og bekki, borð og vegg-stæði þar sem loginn fær að njóta sín,“ segir Linda en hún á og rekur fyrirtækið ásamt Valgerði Einarsdóttur. „Við byrjuðum að vinna með viðskiptahugmyndina ár- ið 2007. Sumarið 2008 vorum við síð- an klárar í slaginn og búnar að þróa fyrstu vörurnar.“ Í eldumgjarðir Secret North er m.a notað íslenskt hraun. „Hraunið er fallegt, orkuríkt og náttúrulegt efni sem hæfir vel til hönnunar og framleiðslu á eldstæðum.“ segir Linda. Listrænn logi Hraunstjakana frá Secret North segir hún tilvalda gjöf fyrir þessi jól. „Stærðin er á við voldugan kerta- stjaka og skapar strax ákveðin fók- uspunkt í herberginu. Í hraunstjak- ana er notað umhverfisvænt „Eldurinn er klassískur og Hraunstjaki frá Secret North óvenjuleg en sniðug jólagöf. Etanól-eldur er hreinn og hættulaus og má nota í stofunni, úti á verönd eða uppi í bústað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.