Morgunblaðið - 11.11.2010, Síða 12

Morgunblaðið - 11.11.2010, Síða 12
12 | MORGUNBLAÐIÐ Góðar gjafir býður upp á falleg jólakort sem Guðfinna Ýr hef- ur hannað og segir Linda þá þjónustu einnig í boði að ann- ast hönnun og send- ingu jólakorta fyr- irtækja. „Mörg fyrirtæki og stofnanir senda viðskiptavina- hópnum jólakveðju, og sumir velja að senda kveðjuna með tölvupósti en láta póstburðargjaldið sem sparast renna til góðs málefnis. Við getum líka tekið þetta að okkur, og sérhönnum þá fallegt grafískt tölvu- jólakort sérmerkt fyrirtækinu.“ Hjálpa líka til við jólakortin Linda vill ráðleggja stjórnendum að sjá hvort ekki megi setja eitt- hvað fleira en mat með í jólapakk- ann. „Góð íslensk matvara er auð- vitað sígild gjöf, en það er alltaf gaman að fá eitthvað með sem má nota t.d. til að prýða heimilið. Íslensk hönnun fellur alltaf vel i kramið og þarf alls ekki að kosta mikið.“ Gott að hafa meira en mat L inda Björg Stefánsdóttir og Guðfinna Ýr Róbertsdóttir eru æskuvinkonur og reka saman jólagjafafyrirtækið Góðar gjafir. „Hún er graf- ískur hönnuður og hafði verið að vinna hjá fyrirtæki sem var m.a. í sambærilegum rekstri fyrir mörg- um árum. Þegar ég var að ljúka mastersnámi í Noregi og hún að hugsa sér til hreyfings eftir að hafa unnið sjálfstætt í um fimm ár kvikn- aði þessi hugmynd,“ segir Linda. Fjölnota rauður platti Eins og sjá má á vefnum godargjaf- ir.is bjóða þær vinkonur upp á fjöl- breytilegt úrval af gjafakörfum sem eru hreint tilvaldar sem fyrirtæk- isgjöf. Þó er raunar ekki hægt að tala um „körfur“ því hægt er að fá gjafirnar annars vegar í öskju eða viðarkassa og hins vegar á fallegum rauðum platta sem Guðfinna hann- aði. „Við veltum því fyrir okkur hvort mætti ekki gera eitthvað skemmtilegra við þennan sígilda gjafapakka en að hafa matarúrvalið í körfu. Fólk getur sjaldnast notað körfurnar af nokkru viti heimafyrir og lenda þær eflaust flestar í ruslinu eða í geymslunni,“ útskýrir Linda og segir markmiðið hafa verið að bjóða upp á „smartari“ framsetn- ingu. „Rauða plattann létum við framleiða fyrir okkur hér á landi úr plexígleri og nýtist hann t.d. sem fallegur kökudiskur eða sem osta- bakki.“ Vinsæl íslensk hönnunarvara Góðar gjafir bjóða upp á alls kyns samsetningar á gjöfum sem m.a. geta innihaldið hangikjöt, konfekt, kerti og servíettur. „Svo erum við með úrval af spennandi vöru frá ís- lenskum hönnuðum, eins og hita- platta með vetrarlegu mynstri frá Maríu Kristu, glasamottur lagaðar eins og Ísland frá FærID, og ýmsar vörur eins og kertastjakann vinsæla, Frostrósina frá Arca design,“ út- skýrir Linda. „Við höfum líka gætt þess að velja vöru sem styrkir gott málefni og bjóðum bleikt slauf- unammi sem selt er til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Nánast allt í pakkanum er íslenskt, nema þá helst vínið, og því er um leið verið að styðja vel við íslenska framleiðslu með gjöfinni. Loks mun hluti af söluhagnaði þessi jólin renna til Fjölskylduhjálpar Íslands.“ Innblástur og sveigjanleiki Á heimasíðunni má finna yfirlit yfir þrettán mismunandi samsetningar sem fengið hafa nöfn sín að láni frá jólasveinunum. Er verðbilið á þeim „Nánast allt í pakkanum er Áherslan um þessar mundir er á að velja ís- lenskt í matarkörf- urnar. Vinkonur hönn- uðu skemmtilegan rauðan platta sem kemur í staðinn fyrir bastkörfuna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.