Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 14
A
llstór hópur fólks bíður
spenntur eftir ákveðinni
vöru sem kemur í
Heilsuhúsið á þessu árs-
tíma, og stingur kannski
svolítið í stúf við alla bráðhollu
matvöruna í hillunum. Margrét
Kaldalóns segir suma byrja að
hringja í búðina strax í októberlok
til að athuga hvort jólakakan
góða, Panettone, er komin til
landsins.
Barst með pestóinu
„Þessi vara er arfleifð frá því þeg-
ar Örn Svavarsson, stofnandi
verslunarinnar, byrjaði að kynna
Íslendingum ítalska matarhefð og
flutti inn til landsins ítalska sæl-
keravöru og olíur,“ segir Margrét.
„Sumir hvá þegar þeir sjá kökuna
til sölu hjá okkur, enda sykur- og
hitaeiningainnihaldið meira en
venjulega sést í búðinni, en Panet-
tone á sér dyggan aðdáendahóp
sem getur ekki hugsað sér jólin án
þessarar ítölsku köku.“
Panettone er létt og ljúffeng
kaka og má segja að áferðin sé
miðja vegu milli brauðs og svamp-
botns. Heilsuhúsið selur þrjár út-
færslur af kökunni: með ávaxtabit-
um, með súkkulaðiflögum og
hreina. „Kökurnar eru svo fáan-
legar í tveimur stærðum, og sú
minni þykir góður skammtur fyrir
tvo. Þær eru í fallegum pappírs-
öskjum en einnig í eigulegum jóla-
dósum.“
Ástfanginn
bakarasveinn
Panettone á rætur sínar að rekja
tíl Mílanó og eru ýmsar sögur til
um uppruna þessa eftirréttar sem
Jólalegar Margrét Kaldalóns fékk á Ítalíu að kynnast þeim sið að dýfa Panettone í kampavín og þótti „alveg æðislegt“.
Ljúf, létt og litrík
jólahefð frá Mílanó
Panettone er vinsæl fyrirtækjagjöf í Suður-Evrópu og Rómönsku-
Ameríku. Sætabrauðið eignast fleiri aðdáendur með hverju árinu hér á
landi. Bragðgott og léttara í maga en margur íslenskur jólamatur
14 | MORGUNBLAÐIÐ
Gjafakort – þá fá allir eitthvað fallegt!
Blue Lagoon gjafakort eru fáanleg í verslunum Bláa Lónsins
á baðstað, að Laugavegi 15, Blue Lagoon spa og Hreyfingu í Glæsibæ.
Gisting í Bláa L
óninu – Lækningalind Blue Lagoon húðvörur Líkamsrækt Einkaþjálfun
Aðgangur í Bláa Lónið Spa meðferðir Snyrtimeðferðir Nudd Veitingar á LAVA
Gjafakort
Hægt er að setja saman
holla matarkörfu í Heilsu-
húsinu en einnig er um að
gera að lauma nokkrum
hollustuvörum með í
„óhollu“ gjafakörfuna.
„Flaska af góðu balsam-
ediki eða ólífuolíu fellur
alltaf í kramið og hnetu-
blanda er bæði heilsu-
samlegur orkuskammtur
og á vel við flestan jóla-
mat. Svo er heldur ekkert
sem segir að megi ekki
bæta t.d. glasi af fjölví-
tamíni með.“
Heilsukarfa undir tréð?
Gott Kannski má lauma
Panettone með.