Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 15
Morgunblaðið/Árni Sæberg
spænskumælandi heim og birtast
þar stórar og fagurbrúnar kök-
urnar í verslunum eftir hrekkja-
vöku. Er Panettone orðin svo
fastur liður í jólagjöfum fyr-
irtækja í sumum löndum að haft
er á orði að vanti þetta brauð í
pakkan gangi starfsmenn óðara á
dyr.
Panettone segir Margrét hægt
að borða á ýmsa vegu. Sumir
skera hana í fallegar sneiðar en
aðrir velja að rífa sér bita og bita
af hleifnum. „Sjálfri var mér boðið
upp á Panettone í héraði á Ítalíu
þar sem heimamenn kynntu mig
fyrir þeim sið sínu að borða kök-
una „hreina“ og dýfa henni í Lam-
brusco kampavín. Vínið er þá haft
í lágum og breiðum glösum og bit-
inn vættur þar í,“ segir hún og
bætir við: „Þetta var alveg æð-
islegt.“ ai@mbl.is
víða um heim er álitinn ómissandi
hluti af jólahaldinu. „Sú saga sem
okkur þykir skemmtilegust hér í
Heilsuhúsinu er sagan af bakara-
sveininum sem var yfir sig ást-
fanginn af dóttur bakarameist-
arans. Hann lagði sig því allan
fram við að ganga í augun á dótt-
urinni og föðurnum, og hug-
kvæmdist á endanum uppskriftin
að kökunni,“ segir Margrét. „Sló
þessi nýi réttur í gegn og við-
skiptavinir flykktust að hvaðan-
æva til að kaupa sér köku. Bak-
arameistarinn hét Tone og fljótt
varð kakan kennd við hann, Pan
di Tone.“
Afbragð með
kampavíni
Ekki aðeins Ítalir borða þetta
sætabrauð heldur er það uppi á
jólaborðum víða um hinn
Hjá langflestum einkennist desem-
bermánuður af því að borða mikið af af-
skaplega góðum, en líka afskaplega feit-
um og söltum mat, með þykkum og
sætum sósum og skola honum niður
með slurk af maltöli. Þegar öllum lát-
unum lýkur situr fólk oft uppgefið uppi í
sófa, sælt og jólalegt en hér um bil far-
lama af áti. Í janúar tekur svo sam-
viskubitið við, og margur óskar þess að
hafa kannski farið færri ferðir upp að
jólahlaðborðinu.
Léttari leiðir
Eins og Margrét bendir á er hægt að
gera mataræðið um hátíðirnar heilsu-
samlegra án þess að það komi niður á
matarupplifuninni. „Það má til dæmis í
mörgum verslunum fá hnetusteikur sem
velja má í staðinn fyrir hefðbundna jóla-
steik. Þessar steikur henta bæði græn-
metisætum og þeim sem vilja hreinlega
bæta hjá sér matarvalið, og má elda rétt
eins og aðrar steikur og bera fram með
góðu jólasósunum. Sólþurrkaðir tóm-
atar og þistilhjörtu geta líka verið
áhugavert meðlæti með jólasteikinni og
hvað þá út í salatið,“ segir hún. „Svo
fáum við um þetta leyti árs alls kyns
skemmtilegan jólamat í búðina, t.d. líf-
ræna jólateið frá Yogi í fallegum hátíð-
arpakkningum að vanda.“
Ávextir með konfektinu
Góð krukka af lífrænu hunangi getur
verið skemmtileg viðbót við jólagjöf eða
matarkörfu og vítamínsprauta í skamm-
deginu. „Svo fer alltaf vel á því að hafa
hnetur og þurrkaða ávexti uppi við og
það getur komið í staðinn fyrir eða sem
viðbót við jólakonfektið . Blanda má
saman við fagurrauðum goja-berjum og
grænum graskersfræjum ef fólk vill gera
diskinn enn jólalegri.“
Heilsuhúsið dreifir ókeypis til við-
skiptavina sinna skemmtilegum upp-
skriftum að lífrænu og heilsusamlegu
jólakonfekti og jólakökum. „Við seljum
líka í versluninni heilsusamlegar
jólasmákökur frá Bakaríi Grímsbæjar. Í
baksturinn er notað fyrsta flokks lífrænt
hráefni, uppskriftirnar hollar og góðar,
og spelt notað sem uppistaða í stað
hveitis.“
Jólamatur-
inn þarf ekki
að gera fólk
farlama
Úrval Finna má alls kyns jólalegan mat af hollari sortinni í Heilsuhúsinu.
MORGUNBLAÐIÐ | 15
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
GEFÐU GÓÐAR STUNDIR
Gjafakort í Þjóðleikhúsið hittir
í mark - hjá öllum!
LANGAR ÞIG AÐ GEFA EINSTAKA
GJÖF SEM GLEÐUR ALLA?
Gjafakort í Þjóðleikhúsið er gjöf sem
fólkið þitt getur notið hvort sem það vill
sjá óborganlegt gamanleikrit, íslenskt
stórvirki, söngleik, meistaraverk
leikbókmenntanna eða bráðfjöruga
fjölskyldusýningu.
Frábært úrval framúrskarandi leiksýninga!
Sérstakur afsláttur ef keypt eru fleiri en 25 kort.
Hringdu til okkar í síma 551 1200, komdu á Hverfisgötuna eða sendu okkur póst á dora@leikhusid.is