Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ | 17 A ð sögn Thelmu Jónsdóttur hjá Endurmenntun Há- skóla Íslands er gjafabréf á námskeið jólagjöf sem hentar mjög mörgum. „Það finnst örugglega flestum gam- an að læra eitthvað nýtt og fá mikið út úr því að sitja áhugaverð og spennandi námskeið. Oft hættir fólki samt til að slá því á frest að skrá sig á námskeið og gjafabréf frá Endurmenntun getur verið það sem þarf til að stíga fyrsta skrefið.“ Námsúrvalið hjá Endurmenntun HÍ er með fjölbreyttasta móti og á hverju misseri má velja úr um 100 námskeiðum. „Allir geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi, og rétt að árétta að langflest námskeiðin eru öllum opin og gera engar sérstakar kröf- ur um fyrra nám og reynslu. Mig grunar að sumir haldi ranglega að þar sem við störfum undir merkjum HÍ séu námskeiðin bara fyrir há- skólamenntaða, en það er mikill miskilningur. Námskeiðin okkar henta öllum, óháð aldri og bak- grunni,“ útskýrir Thelma. Leikhús eða launamál Meðal námskeiða er að finna úrval tungumálanáms á ólíkum stigum, lengri og styttri námskeið um menningu, sögu og listir, sjálfs- ræktarnámskeið og svo eru auðvit- að starfstengdu námskeiðin á sínum stað fyrir þá sem vilja standa betur að vígi í starfi s.s. í rekstri,starfs- mannahaldi eða öðrum fagtengdum sviðum. „Eins og undanfarin miss- eri verða hin vinsælu leik- húsnámskeið á dagskrá á vormiss- eri, en þau eru haldin í samstarfi við Þjóðleikhúsið og Borgarleik- húsið og rýnt í valdar leiksýningar. Þátttakendur sitja þá fyrirlestra og kíkja á æfingu þar sem leikstjóri, höfundur eða fræðimaður fjallar um verkið. Síðan er haldið á sýningu og námskeiðinu lokið með umræðum,“ nefnir Thelma. „Í janúar höldum við svo árvisst jólabókanámskeið og að þessu sinni er það Yndislestur með Einari Kárasyni, þar sem farið er yfir valdar bækur úr jóla- bókaflóðinu, þær lesnar og ræddar fram og til baka. Að láta gjafabréf á slíkt námskeið fylgja með góðri bók held ég að sé afbragðsgóð jóla- gjöf.“ Ráða valinu Þeir sem gefa gjafabréf frá EHÍ þurfa ekki að hafa af því áhyggjur að verið sé að gera þiggjandanum bjarnargreiða. Eðlilega stendur misvel á hjá fólki og ekki hafa allir tíma á öllum árstímum til að bregða sér á fræðandi námskeið. „Gjafa- bréfin þurfa ekki að vera bundin við ákveðin námskeið heldur getur gefandi gefið ákveðna upphæð og gildir bréfið í eitt ár frá útgáfudegi. Þiggjandinn getur þannig notað gjöfina þegar hann vill og valið sér nám sem hentar hans tíma og áhugasviði.“ Algengt verð á styttri nám- skeiðum er um 10.000 krónur en verðið fer þó ávallt eftir lengd nám- skeiðs. Gjafabréfið er síðan hægt að nota rétt eins og reiðufé og þeir sem eiga kost á endurgreiðslu hluta námskeiðagjalda frá stéttarfélagi geta nýtt þann styrk þó greitt sé með gjafabréfi og fyrir vikið fengið enn meira út úr gjöfinni. ai@mbl.is Gjöf sem gleður fróðleiksfúsa Morgunblaðið/Árni Sæberg Framboð „Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Námskeiðin okkar henta öllum, óháð aldri og bakgrunni,“ segir Thelma. Af hverju ekki að gefa þekkingu í jólagjöf? Thelma hjá Endur- menntun HÍ segir gjafa- bréf á námskeið vera gjöf sem vit er í. Námskeið hjá Endurmenntun get- ur verið ómetanleg gjöf ef vel tekst til, og opnað augu fyrir nýj- um tækifærum og nýjum heimum. „Við bjóðum m.a. upp á fjölda sjálfsræktarnámskeiða sem styrkja fólk á ýmsum sviðum. Síð- asta ár eða svo hafa námskeiðin Úr neista í nýja bók og Leikritun t.d. verið ákaflega vinsæl en þar eru á ferð námskeið sem draga fram rithöfundinn í þátttakendum. Það hefur sýnt sig að margir hafa hugmynd að rit- eða leikverki í kollinum, og nota námskeiðin til að koma hugmyndum sínum á blað og taka fyrstu skrefin í höf- undarvinnunni.“ Fólk getur blómstrað Gaman getur verið fyrir starfs- mannahópinn að fara saman á námskeið og segir Thelma auðvelt að koma til móts við séróskir og skipuleggja t.d. stutt námskeið sem tengst geta óvissuferð eða árshátíð. „Ef leiðin liggur í sögu- fræga sveit eða jafnvel til alda- gamallar borgar í Evrópu er hægt að nota þetta sem leið til að fræða og skemmta, og um leið byggja upp stemningu fyrir ferðina.“ Saman á námskeið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.