Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ | 23 einstakt eitthvað alveg einstakar gjafir fyrir einstök tækifæri handa einstöku fólki Skipholt 50A • sími: 581 4020 www.gallerilist.is Sveitasæla Úti er kuldi, myrkur og brim en inni hum ar sem slær öllu við að margra mati. Allir réttir á matseðlinum eru gerðir frá grunni í eldhúsinu úr besta fáanlega sunnlenska hráefni. M örgum þykir hreinlega gott að koma hingað yfir hátíðirnar til að fá tilbreytingu frá hinu hefðbundna þunga og saltaða jólaketi. Oft er fólk að fara í mörg jólahlaðborð á aðventunni og fagnar því, ef vinnuhópurinn fer t.d. út að borða, að skipta hamborg- arhryggnum og villibráðinni út fyr- ir ljúffengan humar og hum- arsúpu,“ segir Róbert Ólafsson á veitingastaðnum Fjöruborðinu, Stokkseyri. Þessi jólin býður Fjöruborðið að vanda upp á sín vinsælu gjafakort. „Hægt er að velja um fjórar út- færslur: við seljum gjafabréf upp á 5.000 og 10.000 kr og svo eru líka til bréf sem nota má til að greiða fyrir 300 gr. humarveislu annars vegar og hins vegar þriggja rétta matseð- ilinn okkar.“ Kjörið fyrir bíltúrinn Róbert segir um að gera að lauma einu slíku gjafabréfi með í jóla- gjafakörfur til starfsmanna og við- skiptavina. „Margir velja að nota kortin með vorinu, þegar þeir eiga leið í sumarbústaðinn eða fara Gullna hringinn. Svo er líka upp- lifun út af fyrir sig að koma hingað yfir vetrarmánuðina og skoða Suð- urland í skammdegisrökkrinu,“ seg- ir hann. „Það er annar blær yfir staðnum á veturna en á sumrin. Þessi notalega og heimilislega stemning heldur sér, en kertaljósin lýsa upp staðinn á meðan myrkrið ríkir fyrir utan. Það er samt sama hver árstíminn er, það er alltaf gaman að koma hingað, með mak- anum, fjölskyldunni, vinahópnum eða vinnufélögunum.“ Bæði einstaklingar og hópar eru velkomnir yfir hátíðirnar. „Við lát- um samt alveg í friði að halda ein- hvers konar sérstaka jóladagskrá eða setja saman jólamatseðil. Frek- ar lítum við svo á að Fjöruborðið geti verið smá athvarf frá öllum jólalátunum.“ ai@mbl.is Ljósmynd/Guðmundur Karl Tilbreyting „Oft er fólk að fara í mörg jólahlaðborð og fagnar því að skipta hamborgarhryggnum og villibráðinni út fyrir ljúffengan humar,“ segir Róbert. Landsfrægur humarinn í Fjöruborðinu tilbreyting frá jólahlaðborðunum. Upplifun er að heimsækja Suðurland í vetrarmyrkrinu og margt um að vera. Humar og huggulegheit í skammdeginu Gaman er að heimsækja Suður- land yfir hátíðarnar og margt um að vera, hvort sem farinn er menningarbíltúr um helgi eða litið í messur á helgum dögum. „Í kirkjunum fer fram mikið kórastarf og tónlistardagskrá, mörg söfnin og sýningarnar á svæðinu eru opin og ýmislegt hægt að gera sér til afþrey- ingar,“ segir Róbert. „Síðan má kaupa sunnlenskar kræsingar og handverk t.d. í galleríinu við hliðina á okkur og í sveitabúð- inni Sóley hér rétt fyrir utan Stokkseyri. Við kaupum sjálf allt okkar hráafni af svæðinu, frá kartöflunum í pottinum til mjólkurvaranna sem við notum í eftirréttabaksturinn.“ Menning- arlíf og kræsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.