Morgunblaðið - 11.11.2010, Page 24

Morgunblaðið - 11.11.2010, Page 24
24 | MORGUNBLAÐIÐ Góðar gjafir sérhæfa sig í jólagjöfum til starfsmanna og viðskiptavina fyrirtækja. Fyrirtækið leggur áherslu á íslenskt góðgæti og íslenska hönnun. Við styðjum Fjölskylduhjálp Íslands. Sjá nánar á godargjafir.is Z E B R A gjafir góðar Osta- og ljúfmetisverslun Nóatúni 17 • Sími 551 8400 • www.burid.is V ín er óumdeilanlega sann- kallaður hátíðardrykkur. Að sögn Brands Sigfús- sonar vínsérfræðings hjá Karli K. Karlssyni er það sjaldan sem vandlega valin vínflaska er ekki vel þegin gjöf og algengt að falleg flaska af góðu víni fylgi með í jólagjöfum fyrir- tækja. „Jólin eru tími góðra mál- tíða í kærum félagsskap og þá er það oft gott vín sem kórónar máltíðina og gerir hana enn há- tíðlegri.“ Léttu vínin besta valið En ef gefa á vín er vissara að skoða vel úrvalið og allrabest ef hægt er að fá ráðgjöf sérfræð- ings. „Oft er ekki sama hvern- ig vín er gefið og yfirleitt betri kostur að gefa t.d. létt- ari vín en þau sterku. Koní- ak og viskí er ekki endilega besti drykkurinn með jóla- körfunni,“ segir Brandur. Ef hægt er, er auðvitað best að vita hreinlega hvernig vínsmekk þiggj- andi gjafarinnar er með, en annars er rétt að vín sem fylgir t.d. með mat- arkörfu taki mið af matn- um og passi t.d. við ost- ana eða kjötið. „Jafnvel getur reynst auðveldara að velja vínið fyrst, og síðan matinn til að passa við vínið,“ ráðleggur Brandur. „Ef t.d. spænskt vín verður fyrir valinu er gaman að leyfa spænskum skinkum og ostum að vera ráðandi í körfunni enda er þar á ferð samsetning sem smell- passar.“ Rautt með rjúpunni? Þó rauðvínið sé í jólalitnum og upplagt með ostakörfu er ekkert sem segir að hvítvínið passi ekki vel við hátíðamatinn. „Jafn- vel má velja íslenskan Ölvisholts-bjór í hátíð- arumbúðum með mat- argjöfinni,“ segir Brandur. „Auðveldara getur oft verið að velja hvítvín með hamborg- arhryggnum eins og til dæmis Gewurztraminer eða pinot gris frá Al- sace“ Rétta hvítvínið getur líka gengið vel með hangikjötinu en rjúpan er hins vegar ekki dæmigerður hvítvínsfugl. „Hún er bæði við- kvæm og bragðmikil og er þá gott að skoða frekar kraftmeiri rauðvín frá til dæmis Ribera del duero á Spáni, eða þá jafnvel árgangs- portvín sem geta oft hentað vel með rjúpunni,“ útskýrir Brandur. „Enn betra er síðan ef hægt er að taka tillit til meðlætisins líka: hvað fleira er á diskinum en kjötið og hvernig sósa fylgir með. Sem dæmi er rauðkál vinsælt með jóla- matnum en sýran og sætleikinn í því fer ekki jafnvel með öllum vín- um.“ Vín þarf ekki að vera dýr gjöf, og ef vandað er til við valið segir Brandur hægt að finna mjög fram- bærileg vín í öllum verðflokkum. „Í körfurnar sem við útbúum höf- um við það líka fyrir sið að láta fylgja með til gamans og fræðslu lítinn upplýsingabækling um vínið, með texta um eiginleika þess, samsetningu og uppruna.“ ai@mbl.is Vínið verður að fara vel með matnum í körfunni Ekki gengur að kasta til hendinni þegar vínflaska er valin í jólamatarkörf- una. Hvítvín getur átt vel við algenga jólarétti og rjúpan kallar á alveg sérstaklega vandaða pörun. Morgunblaðið/Kristinn Þrúgnakrækir Brandur Sigurðsson segir vín ómissandi hluta af borðhaldinu um jólin á mörgum heimilum. Sumir jóla- réttir kalla á mikla vandvirkni við vínvalið og þegar kemur að víni til gjafa þarf helst aðstoð fagmanns. Pörun Vandasamt er að finna rétta vínið við suma jólarétti. Morgunblaðið/Valdís Thor Í kringum vín er heilmikil menning og margt skemmtilegt víntengt sem getur fylgt með í gjöfinni. Mörg fyrirtæki láta litla hönnunarmuni t.d. fylgja með mat- arkörfum og má þá skoða valkosti eins og vönduð vínglös, karöflur, tappatogara og svokall- aða vakúm-tappa sem halda innihaldinu fersku lengur eftir að korktapp- inn hefur verið fjar- lægður. Fleira en flöskur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.