Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 26
26 | MORGUNBLAÐIÐ
RABARBÍA
Rabarbarakaramellur og
tvær tegundir af sultum sem
henta vel í körfur til gjafa.
rabarbia@rabarbia.is - Sími. 893-5518
Skemmtileg gjöf
sem gaman er að gefa
Hreyfing er góð en langbest ef líkams-
rækt helst í hendur við bætt mataræði
og heilbrigðari lífsstíl. Sigrún leggur á
það áherslu að vönduð fræðsla sé hluti
af hvers kyns heilsuátaki og m.a. að
farið sé vandlega í saumana á mat-
aræðinu. „Í mörgum tilvikum skortir
fólk einfaldlega þekkinguna á hvernig
líkaminn vinnur úr matnum, og hvernig
matarvenjur geta haft áhrif á hvort lík-
aminn safnar fitu eður ei. Rétt leiðsögn
og stuðningur er ómetanlegur ef mark-
miðið er að komast á rétta braut í átt
að auknu heilbrigði.“
Huga þarf að
öllum þáttum
Morgunblaðið/Golli
Þegar vinnufélagar sameinast um
heilsuátak getur það aukið aðhaldið og
þar með árangurinn með mjög jákvæð-
um hætti, og um leið bætt andann í
starfsmannahópnum. Þó má ekki
gleyma að líkamlegt ástand fólks er oft
mjög misjafnt og áherslur og markmið
innan starfsmannahópsins geta verið
ólík. „Ef farið er af stað með hópátak er
gott að byrja á að þjálfari eigi persónu-
legt viðtal við hvern og einn og geri
með honum áætlun. Í framhaldinu má
t.d mynda minni hópa starfsmanna
sem fást við ólíka hluti þjálfunarlega
séð. Stundum þarf jafnvel ekki nema að
fá þjálfara í heimsókn til að virða fyrir
sér vinnustaðinn til að hann fái nokkuð
glögga mynd af heilsufari starfsmanna
og geti útbúið æfingaráætlanir sem
höfða ættu til sem flestra.“
Fólk hefur
ólíkar þarfir
É
g held að atburðir síðustu
ára hafi orðið til að marg-
ir áttuðu sig á hvað heils-
an er verðmæt eign. Það
má jú taka af okkur bíl-
inn, húsið og aðrar veraldlegar
eignir en heilsan skiptir mestu
máli og verður ekki svo auðveld-
lega af okkur tekin ef við hugsum
vel um hana,“ segir Sigrún Kjart-
ansdóttir framkvæmdastjóri Nor-
dica Spa.
Hópurinn tekur á því
Að gefa betri heilsu er góð gjöf og
hjá Nordica Spa eru ýmsar áhuga-
verðar leiðir í boði. „Við vorum
t.d. að ljúka 4 vikna sameiginlegu
átaki þriggja vinnustaða í eigu
sömu aðila. Í kringum 30-40
manns tóku þátt og átti sér stað
bæði mæling, fræðsla og aðhald til
viðbótar við sérsniðna æfingaáætl-
un. Að meðaltali missti hópurinn
um 4,5 kíló og 1,5% af fitu, en sá
sem náði mestum árangri léttist
um 12 kíló í átakinu,“ segir Sigrún
en í umræddu tilviki greiddi
vinnuveitandinn þátttökuna að
fullu ef starfsmenn stunduðu átak-
ið samviskusamlega og náðu sett-
um markmiðum, en annars hlut-
fallslega minna. „ Það var ótrúlega
gaman að fylgjast með því hvernig
liðsandinn í hópnum jókst sam-
hliða aukinni vellíðan og árangri.“
Sigrún segir að hægt sé að fara
margar ólíkar leiðir þegar gefa á
heilsubót sem gjöf. Hægt er að
gefa ýmiskonar aðgangskort, allt
frá mánaðarkortum og upp í árs-
kort. Einnig er hægt að greiða
fyrir ákveðin námskeið og fyrir
þjónustu einkaþjálfara. „Sniðug
útfærsla getur verið að bjóða
starfsmönnunum að koma í hóp-
þjálfun til einkaþjálfara t.d. tvö til
þrjú skipti í viku í ákveðinn tíma.
Þetta er bæði hagkvæmari kostur
en einkatímar og hefur einnig
mjög hvetjandi áhrif ef starfs-
menn stunda líkamsræktina sam-
an. Svo eru í boði fjöldamörg nám-
skeið sem henta mismunandi
þörfum, t.d. ZUMBA fitness dans-
leikfimi sem flestar konur hafa al-
veg sérstaklega gaman af, spinn-
ing, jóga, pilates og þrekhringir
sem henta báðum kynjum en
leggja meiri áherslu á þol og
styrk.“
Áhrifin sjást
Regluleg hreyfing hefur mikið að
segja bæði fyrir líðan og afköst,
og hvað þá ef einnig er tekið á
mataræðinu. „Með því að hreyfa
sig regulega og borða rétt breytist
andleg og líkamleg líðan mikið til
batnaðar, og margir held ég að
vilji brjótast út úr vítahring slæms
mataræðis og slens,“ áréttar Sig-
rún og minnir á að allt geti þetta
skilað sér inn á vinnustaðinn í
bættum afköstum og starfsgleði.
„Hreyfingin skapar vellíðan í
kroppnum, hjálpar til við að vinna
bug á streitu og getur jafnvel
bægt frá ýmsum lífsstíls-
sjúkdómum sem tengjast hreyf-
ingarleysi og ofþyngd.“
Gjöf sem hvetur til hreyfingar
og betri lífsstíls segir Sigrún mun
betri kost en t.d. stóran konfekt-
kassa eða matarkörfu og skilji líka
miklu meira eftir sig. „Stóran hóp
fólks held ég að vanti ekki nema
þessa litlu hjálp til að komast yfir
fyrsta hjallann og byrja. Það er
svo auðvelt að slá því á frest að
taka á heilsunni en það að fá
heilsuátak að gjöf kemur fólki af
stað, að ég tali nú ekki um ef
vinnufélagarnir eru með.“
ai@mbl.is
„Betri kostur en stór konfektkassi“
Það getur hjálpað fólki
að komast af stað að fá
líkamsræktarkort að gjöf
eða einkaþjálfun. Ef
starfsmannahópurinn
þjálfar saman veitir það
jákvætt aðhald. Bætt
heilsa og betri líðan skil-
ar sér inn á vinnustaðinn
Morgunblaðið/Ernir
Lífsstíll Sigrún Kjartansdóttir segir að með því að hreyfa sig regulega og borða rétt breytist andleg og líkamleg líðan
mikið til batnaða. „Margir held ég að vilji brjótast út úr vítahring slæms mataræðis og slens.“