Morgunblaðið - 15.11.2010, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.11.2010, Qupperneq 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010 ✝ Garðar Skúlasonfæddist í Reykja- vík 12. ágúst 1963. Hann lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi 4. nóvember 2010. Foreldrar hans voru Skúli Gíslason, f. 6.8. 1940, d. 21.4. 2006, og Elísabet Jó- hanna Sigurbjörns- dóttir, f. 12.12. 1944, d. 27.12. 2005. Hálf- bróðir Garðars (sam- feðra) var Erlingur, f. 21.1. 1960, d. 3.2. 2006. Bróðir Garðars er Gísli Skúlason, f. 15.9. 1965. Garðar giftist hinn 14. janúar 1995 Guðrúnu Kristinsdóttur, f. 10.10. 1959, og áttu þau eina dóttur, Alexöndru, f. 21.5. 1996. Fyrir átti Garðar Elísabetu Eir, f. 9.9. 1982. Móðir Elísabetar Eir er Sigríður Ei- ríksdóttir, f. 26.2. 1964. Börn El- ísabetar Eir eru: Ísar Bjarki, f. 12.7. 2005, Aron Valur, f. 8.1. 2007, og Árný Sara, f. 16.10. 2010. Garðar eignaðist Freyju Rut, f. 7.8. 1992. Móðir Freyju Rutar er Þóra Jóns- dóttir, f. 19.12. 1965. Fósturdóttir Garðars er Dagný Eyjólfs- dóttir, f. 13.1. 1984. Garðar og Guðrún slitu samvistum. Garðar lærði til flugs og útskrifaðist sem atvinnu- flugmaður og síðar sem flugkenn- ari. Sem atvinnuflugmaður starfaði Garðar m.a. fyrir Rauða krossinn í Angóla, Grænlandsflug, Flug- félagið Air Atlanta Icelandic en lengst af starfaði hann sem flug- maður og flugstjóri hjá Cargolux í Lúxemborg. Útför Garðars fer fram frá Bú- staðakirkju í dag, 15. nóvember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku pabbi. Ég trúi því ekki ennþá að þú sért farinn og hvað þetta gerðist allt snögglega. Þú munt þó alltaf lifa áfram í hjarta mínu. Síðustu 14 ár eru mér ómetanleg og mun ég aldrei gleyma þeim tíma sem við áttum saman. Ég á ótal margar fallegar minningar um þig og stundir okkar saman. Þú hafðir mjög gaman af útivist og fórum við saman í margar ferðir upp á jökul þar sem ég fékk til dæmis að prófa að keyra í fyrsta skipti. Við fór- um oft í útilegur saman og ég man sérstaklega eftir ferðinni upp á há- lendi þegar við fórum bæði að veiða, gistum í tjaldi og skoðuðum nýfædda yrðlinga í Hólaskjóli. Þú elskaðir að elda góðan mat og fengum við öll að njóta þess. Við eld- uðum oft saman og þú kenndir mér mörg trix í eldhúsinu. Ein af skemmtilegum minningum sem ég varðveiti er ferðin okkar til Kúbu. Mamma var flugfreyja í flug- inu en þú og ég sátum á fyrsta far- rými með risaflatskjá fyrir framan okkur. Þú passaðir svo vel upp á mig í ferðinni og tókst mig t.d. á háhest í sjónum við ströndina þar sem ég var svo hrædd um að verða bitin af fisk- unum. Ég man eitt skiptið þegar þú komst frá Ameríku færandi hendi með stærsta tattú sem ég hafði séð. Myndin var af ljóni sem ég fékk að setja á bakið á mér, það náði frá hálsi og niður allt bakið. Ég geislaði af stolti og fékkst ekki til að vera í bol á leikskólanum daginn eftir svo allir myndu nú örugglega sjá tattúið mitt. Við fórum stundum saman í bíltúra og spjölluðum heima og geima. Það var alltaf gott að tala við þig og þú hafðir alltaf nýjar og skemmtilegar sögur að segja mér. Við stoppuðum oft og fengum okkur ís og áttum það til að grínast og klína ís í hvort annað. Ein fyndnasta og skemmtilegasta minning sem við eigum saman er þegar við reyndum að setja saman tjaldið sem átti að vera svo auðvelt. Það tók okkur marga daga að finna út úr því þótt við værum með prófessor á línunni. Það endaði með því að Dagný systir kom 100 km leið og smellti því saman á núll einni. Við hlógum okkur máttlaus og þrátt fyrir að hafa fengið sýnikennslu 50 sinnum þá getum við enn í dag ekki komið tjaldinu saman. Ég á tjaldið enn og hugsa alltaf til þín þegar því er tjald- að og ekki síður þegar ég reyni að setja það saman. Þú varst frábær pabbi og ég hef og mun alltaf elska þig. Þú studdir mig alltaf í því sem ég var að gera og misstir aldrei af móti þegar ég var að keppa í hinum ýmsu íþróttum. Hvíl í friði elsku pabbi. Þín dóttir, Alexandra. Elsku Garðar. Ég kveð þig með miklum söknuði og langar að minnast þín í örfáum orðum. Þú komst inn í líf mitt þegar ég var átta ára þegar þið mamma kynntust. Ég á ótal góðar minningar um sam- verustundir okkar sem ég mun geyma í hjarta mínu. Ástríða þín til matargerðar var einstök. Allt sem þú eldaðir var dásamlega ljúffengt og það var eng- inn svangur í kringum þig, ekki einu sinni dýrin á heimilinu en það eru ef- laust fáir kettir sem fengu þríréttað- ar máltíðir. Flugið var svo stór hluti af þér. Þú elskaðir að fljúga og sagðir okkur svo margar sögur úr fluginu og frá stöð- um sem þú hafðir ferðast til. Ferð- irnar sem við fórum í eru ógleyman- legar og ekki síður að hafa flogið með þér í einni af stærstu flugvélum heims. Við erum að mörgu leyti svo lík, með svipaðan húmor og hæfilega stríðin. Ég mun aldrei gleyma litlu hrekkjunum þínum eins og sápunni sem litaði hendurnar svartar og tyggjópakkanum sem gaf frá sér raf- stuð. Ég mun hlúa vel að Alexöndru og mömmu fyrir þig. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Guð geymi þig, Garðar minn. Þín, Dagný. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á kveðjustund, þegar litið er yfir farinn veg. Tíminn verður af- stæður. Hann ýmist stendur í stað eða æðir áfram. Maður snýst um sjálfan sig og veit ekki fyrir víst hvort maður er að koma eða fara. það er líkt og einhverjir áður óþekktir kraft- ar séu leystir úr læðingi. Mér fannst ég ýmist standa í hringiðu eða í auga stormsins á meðan minningarbrotin helltust yfir mig eins og brotsjór eða kafaldsbylur á miðjum vetri. Á ör- skotsstund þustu minningarnar í gegnum hugann. Þannig leið mér þegar ég kvaddi bróður minn við sjúkrarúm hans á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi að morgni 4. nóvem- ber síðastliðinn. Bróðir minn átti sannarlega marga góða kosti. Hann var ekki bara ljúfur bróðir, heldur einnig góður vinur. Hann var tveimur árum eldri og fann sig því stundum í því hlutverki að passa upp á litla bróður sinn þegar undirritaður kom sér í vandræði. Hann sannaði það ítrekað að hann var vinur vina sinna og reyndist þeim alltaf vel. Eins og alvöru bræður, þegar aðeins tvö ár skilja að, slóg- umst við líka eins og hundar og kettir þegar við nálguðumst unglingsárin og þá gat andrúmsloftið oft verið æði eldfimt í kringum okkur. Allt hékk þetta á breyttu hormónaflæði ung- lingsáranna en við stóðum alltaf sam- an í lok dags. Ég var ekki lítið mont- inn af bróður mínum þegar hann náði því takmarki sínu að verða flugstjóri. Og ekki bara flugstjóri á hvaða flug- vél sem er, heldur stærstu farþega- þotu í heimi. Ég gerði líka oftar en ekki grín að honum þegar ég þurfti svo að kenna honum á kaffikönnuna sem honum fannst sumpart flóknari í meðförum en stjórntæki risaþotunn- ar. Við gátum hlegið og skemmt okk- ur yfir þessu. Garðar bróðir var ósérhlífinn til vinnu og lagði sig alltaf allan fram. Hann var greiðvikinn og átti stund- um erfitt með að segja nei. stundum fannst mér það koma niður á heilsu hans og velferð en hin ýmsu verkefni sem hann tók að sér í fluginu eru til vitnis um vinnusemi hans og elju. Lífsstíllinn sem hefur tilhneigingu til að fylgja miklum útiverum og sífelld- um ferðalögum virtust hafa tekið sinn toll. Þó að margir séu kostirnir við ferðalögin sem svo sannarlega geta verið bæði spennandi og þroskandi með aukinni víðsýni, örvandi hugsun og tækifærum sem í þeim kunna að felast þá leynast einnig hættur. Elsku bróðir, alltof stutt fengum við notið samveru þinnar hérna meg- in þokunnar og ég kveð þig með trega og söknuði í huga. Það er eigingirnin í sjálfum mér sem vill halda þegar ég veit að það er betra að sleppa og þannig geng ég gegn betri vitund um stund. Ég leyfi mér að trúa því að þú sért kominn á betri stað og þar taki foreldrar okkar og aðrir nánir fjöl- skyldumeðlimir vel á móti þér og séu þér ljós og styrkur í þessari ferð þinni. Þín er sárt saknað. Ég hefði ekki geta hugsað mér betri bróður. Góða ferð, elsku bróðir. Innilegar samúðarkveðjur vil ég senda mágkonu minni og dætrum Garðars sem nú eiga um sárt að binda sem og öllum þeim sem til hans báru hlýhug. Gísli Skúlason. Með miklum söknuði kveð ég mág minn og góðan vin, Garðar Skúlason, sem farinn er frá okkur allt of fljótt. Lengi mætti leita til að finna jafn gjafmildan og örlátan mann eins og hann var. Lengst af starfaði Garðar sem flugstjóri hjá Cargolux og var flugið hans ástríða. Hann var mikill áhugamaður um mat og matargerð og gat hann staðið tímunum saman í eldhúsinu við að útbúa frábæra rétti. Því fleiri sem hann eldaði fyrir, þeim mun meira naut hann sín sem gest- gjafi. Ég á margar góðar minningar úr matarboðum hjá Garðari og Gunnu og ekki síst um jól og áramót sem við eyddum alltaf saman. Garðar hafði mikið dálæti á há- lendinu og fór ófáar ferðir þangað á sínum fjallabíl eins og við kölluðum Artic Trucks jeppann hans. Ég brosi alltaf út í annað þegar mér verður hugsað til þess þegar hann lýsti fyrir mér klæðnaðinum á Gunnu systur þegar hún fór með honum upp á há- lendi í Gucci-skónum. Honum þótti nú ekki leiðinlegt að segja þá sögu eins og svo margar aðrar. Það var aldrei að spyrja að því með Garðar, þegar kom að því að gera eitthvað fyrir aðra. Hann var alltaf fyrstur til að bjóða fram aðstoð sína, eins og þegar við Ísabella fengum að flytja til hans, Gunnu og Alexöndru í Jóns- geislann. Það er okkur mæðgum svo minnisstætt þegar við heimsóttum Garðar í sumarbústað hans á Geysi. Það var svo fallegt veður þann dag og hann tók svo sannarlega höfðinglega á móti okkur með dýrindis máltíð. Ísabella talar ennþá um, og á aldrei eftir að gleyma því, þegar hann óð með hana út í á því hún vildi reyna að sjá fiskana. Hún var líka voðalega stolt af blómunum sem hún tíndi og gaf honum þegar við fórum heim. Elsku Garðar minn, mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur Ísabellu, það er okkur ómetanlegt. Við trúum og treystum því að þér líði betur á nýjum stað. Minningin um þig mun lifa í hjörtum okkar alla tíð. Elsku hjartans Gunna, Elísabet, Dagný, Freyja, Alexandra og Gísli, megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Sara Rut Kristinsdóttir og Ísabella Hrönn Sigurjónsdóttir. Elsku Garðar minn. Þá er þínu ferðalagi lokið hér á jörð allt of fljótt. Það hrannast upp minningar frá þeim átján árum sem við áttum sam- an. Allar góðu minningarnar um þig og okkar samverustundir mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Ég mun leggja mig fram um að hugsa vel um Alexöndru okkar. Takk fyrir allt sem þú hefur verið mér og mínum. Ég vil kveðja þig með þessari bæn: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Guð geymi þig, Guðrún. Öllu víðförulli mann en Garðar er ekki víða að finna, en nú er hann lagð- ur upp í þá ferð sem enginn snýr aft- ur úr. Við móðursystkin Garðars fylgdumst með honum vaxa úr grasi, fylgdumst með því þegar langanir og draumar rættust og urðum einnig vitni að því þegar sumir þeirra brustu. Ungur heillaðist Garðar eins og margir vaskir menn af því ævintýri sem flugheimurinn er, og hans ævi- starf varð að fljúga sumum stórkost- legustu vélum sem framleiddar hafa verið, til áfangastaða sem við hin kunnum ekki einu sinni nöfnin á. Þessum löngu ferðum fylgdu auðvit- að miklar fjarvistir, og óhjákvæmi- lega trosnuðu tengslin þegar stopular voru samvistarstundirnar, en hvenær sem þær gáfust þá var þeirra notið og fyrir þær er þakkað nú þegar við kveðjum með söknuði svo ungan mann sem okkur finnst öllum að sé alltof snemma frá okkur tekinn. Í minningu okkar geymum við mynd af manni, ungum og hraustum, manni sem allt lék í höndunum á og var hvers manns hugljúfi. Öll héldum við að afturbatinn á sjúkrahúsinu myndi skila okkur Garðari aftur, en þrátt fyrir öll mannanna vísindi brást sú von og eftir stöndum við í sárum missi. Öllum ástvinum Garðars sendum við okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sigurborg, Kolbeinn og Tómas. Góður vinur minn er nú fallinn frá, en við kynntumst í flugnámi og var hann hjá Cargolux sem flugstjóri í seinni tíð langtímum saman í fjarveru frá öllu sínu, á risaþotum út um allan heim. Garðar var mikill laxveiðimað- ur, prófaði hestamennsku aðeins og átti mótorhjól og var í fjallaferðum á jeppanum sínum. Garðar var flugmaður hjá ýmsum félögum, svo sem Flugtaki, Atlanta, Glace í Grænlandi og Simex í Sviss í flugi fyrir Rauða krossinn í Afríku og bar vinnan hans hann út um allan heim. Það var augljóst að Garðar var vel liðinn og vinnusamur og var hann alltaf reiðubúinn, brosandi og mildur í skapi, til í hvað sem er. Náði ég að hitta Garðar á fundi núna í lok októ- ber á Íslandi og sagði hann mér að það gæti brugðið til beggja vona með líf hans og lést hann skömmu síðar og er mikill söknuður að góðum dreng. Votta ég aðstandendum hans samúð mína. Nú er skarð fyrir skildi. Ragnar Þór Hauksson. Með örfáum orðum langar mig að kveðja þig, kæri Garðar. Á síðastliðnum vikum hafið þið (þú og Elísabet Eir) oft komið upp í huga mér. Það þurfti ekki nema eitt lag (sem nú er aftur orðið vinsælt), til að vekja upp brosandi og fallegar minn- ingar frá okkar tíma. Litla skvísan fór ekki að sofa nema að heyra „lagið hans pabba, Sign your name across my heart……“, góður og fallegur tími. Hvíldu í friði, kæri Garðar. Mínar innilegustu samúðarkveðjur til barna Garðars, afabarna, Gilla BRÓ, Guðrúnar, allra ættingja og vina á þessum erfiðu tímum. Með kveðju, Dóra Ingólfsdóttir. Nú sál þín er farin á fegurri stað. Sorgin og söknuður eftir. Hvað var það vinur sem braut þarna blað, hvað þrúgaði huga þinn, hver sagt getur það hver skilur það allt sem að heftir. Nú frjáls ertu vinur og flýgur á braut, frjáls undan kvölum, sorgum og þraut. Já frjáls muntu fljúga og þrautunum gleyma, og lendir að lokum á vellinum heima. Guðmundur Þ. Guðmundsson. Sæll, Garðar minn. Þegar maður horfir til baka er eins og það hafi gerst í gær þegar við fé- lagarnir settumst niður til þess að hefja nám við flugliðabrautina við Fjölbrautaskólann á Suðurnesjum. Til að byrja með var þetta sundurleit- ur hópur sem þjappaðist saman með tímanum sem varð svo til þess að þarna mynduðust vinabönd sem ekki slitnuðu. Það er skemmst frá því að segja að þetta voru skemmtilegir tímar. Við vorum ungir piltar og áhugamálin mörg en það sem auðvit- að batt okkur saman var áhugi okkar á flugi. Við hjálpuðumst að við bók- lega námið og reyndum að sinna því eftir bestu getu en ekkert þótti okkur skemmtilegra en að fara niður á flug- völl og fara í flugtúr saman á nokkr- um flugvélum eftir skóla og það voru ófáar ferðirnar sem við fórum saman vítt og breitt um landið. Skemmtana- lífið tók auðvitað sitt pláss á skránni á þessum tíma og einhvers staðar stendur að hætta skuli leik er hæst sendur en það var kannski þinn veik- leiki að kunna ekki að hætta, lífið var jú svo skemmtilegt. Eftir að við útskrifuðumst tvístr- aðist hópurinn sumir hættu að hugsa um flugið, einhverjir fengu vinnu hér heima og aðrir erlendis. Þú varst í þeim hópi okkar sem endaði að fljúga hjá Cargolux í Lúxemborg. Flugið var þér í blóð borið og sennilega leið þér hvergi betur en við stjórnvölinn á einhverri flugvélinni. Það er nú þannig að þeir okkar bekkjarfélaganna sem eru að vinna við flugið í dag hittast helst í ein- hverri flugstöðinni, annar að koma og hinn að fara og það er söknuður í því að vita það að maður eigi ekki eftir að hitta þig einhvers staðar og fá sér einn kaffi með þér og ræða heimsmál- inn því aldrei kom maður að tómum kofunum hjá þér, þú hafðir jú ákveðnar skoðanir á hlutunum. Elsku Garðar minn, það er með þessum fáu línum sem við ætlum að kveðja þig að sinni og eitt er víst að ef við náum þessum bekk einhvern tím- ann saman til endurfunda verður þín sárt saknað því betri félaga og vin en þig er erfitt að finna. Við sendum dætrum og öðrum að- standendum Garðars innilegar sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd bekkjarfélaganna af flugliðabraut, árgangi 1984, Jón Magnússon og Ingvi Kristján Guttormsson. Garðar Skúlason ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORLEIFUR BRAGI GUÐJÓNSSON frá Fáskrúðsfirði, Nýbýlavegi 102, Kópavogi, sem andaðist þriðjudaginn 9. nóvember, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju þriðjudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Úrsúla Von Balszúm, Reynir Carl Þorleifsson, Jenný Þóra Eyland, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.