Morgunblaðið - 15.11.2010, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010
Amma okkar, langamma og langalangamma,
HELGA SKAFTFELD
frá Blómsturvöllum í Garði,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík,
miðvikudaginn 10. nóvember. Útförin fer fram frá
Keflavíkurkirkju föstudaginn 19. nóvember kl.13.00.
Agnar Sigurbjörnsson, Jórunn Valsdóttir,
Páll Sigurbjörnsson,
Helgi Þór Sigurbjörnsson, Árdís Hrönn Jónsdóttir,
langömmubörn og langalangömmubörn.
✝ DraupnirHauksson fædd-
ist í Vestmanna-
eyjum 4. september
1963. Hann lést af
slysförum 23. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Halldóra Ár-
mannsdóttir, f. 8.
desember 1935, og
Haukur Þór Guð-
mundsson, f. 5. júní
1926, d. 27. ágúst
1988. Þau skildu
1973. Seinni maður
Halldóru er Snorri Snorrason, f.
10. september 1928. Systkini
Draupnis eru 1)Guðmar Þór, f. 22.
júní 1955, búsettur í Danmörku.
2) Ármann, f. 3. september 1956,
búsettur í Reykjavík. 3) Elín, f. 2.
f. 10. apríl 1987, hárgreiðslu-
meistari, sonur hennar er Mikael
Aron Hildarson, f. 28. apríl 2010.
2) Dagný Lind Draupnisdóttir, f.
9. júlí 1993, nemi í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja.
Draupnir fluttist með for-
eldrum sínum frá Vestmanna-
eyjum í kjölfar eldgossins 1973.
Fluttust þau til Grindavíkur þar
sem þau bjuggu um skamma hríð.
Foreldrar hans slitu samvistum
og fluttist hann með móður sinni á
Selfoss en faðir hans fór aftur til
Eyja. Draupnir fluttist til Sand-
gerðis 1981 en síðustu 12 árin bjó
hann í Keflavík. Hann vann ýmis
störf, m.a. við fiskvinnslu. Þá var
hann um tíma til sjós, hann starf-
aði á Keflavíkurflugvelli og síðast
hjá Braga Guðmundssyni við
húsasmíðar. Síðustu 11 árin
stundaði hann ekki vinnu sökum
umferðarslyss sem hann lenti í.
Útför Draupnis hefur farið
fram í kyrrþey.
júní 1958, búsett á
Selfossi. Eig-
inmaður hennar er
Guðlaugur Að-
alsteinn Stefánsson,
f. 9. júlí 1951. Dóttir
þeirra er Eydís Eva
Guðlaugsdótir, f.
29. ágúst 1995. 4)
Magni Freyr, f. 12.
ágúst 1964, búsett-
ur í Vestmanna-
eyjum. Dóttir hans
er Helga Dóra
Magnadóttir, f. 8.
maí 1984, og á hún
eina dóttur.
Draupnir kvæntist 27. júní 1987
Fanneyju Friðriksdóttur, f. 7.
nóvember 1964. Þau skildu 1998
en saman eignuðust þau 2 dætur;
1) Hildur Mekkín Draupnisdóttir,
Elsku pabbi minn, ég trúi því ekki
enn að þú sért farinn frá mér. Engin
orð fá því lýst hvað ég elska þig mikið.
Ég veit að þú varst ekki fullkominn,
en mér fannst það nánast. Þú hefur
alltaf verið og munt alltaf vera hetjan
mín.
Ég man þegar ég var lítil og kom til
þín, þá vildu vinkonur mínar yfirleitt
koma með, það var aldrei leiðinlegt að
vera í kringum þig, þú varst algjör
brandarakarl, með mjög sérstakan
húmor, og á hverjum degi fékk ég að
heyra nýjan brandara eða velta fyrir
mér nýrri gátu sem þú lagðir fyrir
mig.
Þú fórst stundum með mig og vin-
konur mínar í smárúnt, þá tókum við
nesti með okkur og landabréfabók,
keyrðum svo alltaf á einhvern stað
sem var hægt að setjast niður, borða
og leika sér. Á meðan þú keyrðir bíl-
inn á malarveginum fengum við stelp-
urnar að sitja í skottinu, okkur fannst
það alltaf ótrúlega gaman.
Þú varst líka mjög oft úti í bílskúr
að dunda þér eitthvað, þú varst rosa-
lega flinkur í höndunum og bjóst til
allskonar hluti eða lagaðir eitthvað
sem var ónýtt, ég var oft með þér úti í
bílskúr að hjálpa til, rétta þér hitt og
þetta, og svo lagaði ég til fyrir þig
þegar þú varst búinn að ata allt út.
Þú varst líka rosalega hjálpsamur,
þú vildir hjálpa öllum, þótt það væri
ekki alltaf hægt. Þú vildir allt fyrir
mig gera.
Seinustu mánuði kíkti ég oft til þín
þegar þú varst edrú, og alltaf þegar
mér leið illa var gott að leita til þín, ég
gat talað við þig um allt, og sama hvað
ég vældi og tautaði mikið í þér
fékkstu aldrei leið á að hlusta á mig,
ef ég átti erfitt þá ráðlagðir þú mér
hvað ég ætti að gera.
Þú dæmdir mig aldrei fyrir eitt-
hvað sem ég gerði, eitt af seinustu
skiptunum sem ég hitti þig varstu
með viskíglas í hendinni og við sátum
saman í þögninni, og sögðum ekki
neitt, það var eins og við þyrftum
þess ekki. Lífið var þér mjög erfitt
seinustu árin og mér líka, og ég lifði í
þeirri von að þú myndir finna réttu
brautina og saman gætum við átt gott
líf.
Elsku pabbi minn, ég sakna þín svo
óendanlega mikið, gæfi allt til að sjá
þig aftur, vona að þú sért á betri stað
núna.
Þín dóttir,
Dagný Lind.
Ég drúpi höfði í bljúgri bæn. Sorg-
in er svo sár og mikil og það er svo
mikill þungi í hjarta mínu þegar ég
hugsa til þín og minningarnar hellast
yfir mig.
Elsku Draupnir minn, þú fórst allt-
of fljótt, þú varst yndislegur bróðir,
alltaf hress, ljúfur, hægur, dulur og
með þennan sérstaka húmor.
Hér áður hafðirðu mikið gaman af
ættfræði og grúskaðir mikið í henni.
Ég fékk að njóta þess því í dag á ég
dýrmætt safn um ættina hans pabba.
Janúar 2000. Það dimmir yfir. Þú
lendir í hræðilegu bílslysi á Reykja-
nesbrautinni og þú varst aldrei samur
eftir það. Þú varðst fyrir miklu höggi í
framheila og fékkst oft miklar höf-
uðkvalir sem engin meðul voru við því
þær verkjatöflur sem þú fékkst
linuðu ekki kvalir þínar. Þú kvaldist
því oft miklu meira en við gerðum
okkur grein fyrir. Enda varst þú ekki
að kvarta yfir þessu, svona var þetta
bara.
Það er komið að leiðarlokum. Ég
bið algóðan guð að leiða og styrkja
dætur þínar, Hildi Mekkín og Dag-
nýju Lind, í sorginni. Mömmu fyrir að
vera búin að missa son sinn og okkur
hina. Ég kveiki á kerti, loka augun-
um, tárin falla og ég sendi þér kveðju
í hljóði og segi: „I love you“ eins og þú
sagðir svo oft við mig.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta, skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei skal ég þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Góða nótt og hvíl þú í friði, elsku
Draupnir minn.
Þín systir,
Elín Hauks.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðar kraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Elsku bróðir.
Það hvarflaði ekki að mér, þegar
ég kvaddi þig í síma fyrir nokkru, að
við myndum ekki heyrast aftur í
þessu jarðlífi. Þitt sviplega andlát
kom þó okkur sem stóðum þér næst
engan veginn á óvart. Þú lentir í
miklu bílslysi fyrir nokkrum árum
og varst aldrei sami maður eftir.
Þær urðu ekki margar samveru-
stundirnar sem við áttum eftir að ég
flutti til Danmerkur en því fleiri
urðu símtölin á milli landanna.
Í hvert sinn sem ég kom til lands-
ins tókst þú á móti mér með bros á
vör, tilbúinn að aka mér hingað og
þangað. Við áttum alltaf góð sam-
skipti enda varst þú ljúfur og góður
drengur. Hin síðustu ár reyndust
þér erfið vegna veikinda og það var
sárt að fylgjast með þrautagöngu
þinni en það besta sem þú áttir voru
þínar yndislegu dætur, sem alla tíð
fylgdust með þér.
Ég gleymi ekki þegar þú hringdir
í mig fyrr á þessu ári til að tilkynna
mér þau gleðilegu tíðindi að þú varst
orðinn afi, svo stoltur og gleðin
leyndi sér ekki í röddinni.
Elsku Draupnir minn. Þakka þér
fyrir allt, þína tryggð og vináttu öll
þessi ár.
Guð geymi þig. Hvíl í friði.
Guðmar Þór.
Elsku frændi.
Nú ert þú dáinn og lifir ekki lengur.
En það er bara svona eins og gengur.
Ég vona að allt gangi í haginn hjá þér.
Og vona að þú munir eftir mér.
Skilaðu kveðju til allra hinna.
Góðu verkunum þarf að sinna.
Vaktu yfir mér alla tíð,
þín hönd yfir mér og röddin blíð.
Ég býð þér góða nótt,
sofðu þínum svefni rótt.
Þín (litla) frænka,
Eydís Eva Guðlaugsdóttir.
Draupnir Hauksson
HINSTA KVEÐJA
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðj-
um
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Guðlaugur A. Stefánsson.
Um miðjan níunda
áratug síðustu aldar
tók Háskóli Íslands í
notkun nýja byggingu,
sem hlaut nafnið Oddi.
Byggingin hýsti félagsvísindamenn
sem áður höfðu verið á mörgum
stöðum; þar voru m.a. bókasafns-
fræðingar, félagsfræðingar, hag-
fræðingar, sálfræðingar, stjórn-
málafræðingar, uppeldis- og
menntunarfræðingar og viðskipta-
fræðingar. Kaffistofan á 2. hæð í
Odda varð strax einkar líflegur vett-
vangur samræðna og skoðanaskipta.
Menn voru svo sannarlega ekki allt-
af á einu máli.
Einn í þessum hópi var ekki fræð-
ingur í þeim skilningi að hann hefði
háskólapróf í vísindum. Á hann var
samt alltaf hlustað af mikilli athygli
og áhuga, þó aldrei brýndi hann
róminn. Þessi maður var fyrsti hús-
vörðurinn í Odda, Jón Kristjánsson,
bóndi norðan úr Þingeyjarsýslu sem
við vissum að var náskyldur Jónasi
frá Hriflu – og var nú fluttur á möl-
ina. Hófsemi, skynsemi, yfirvegun
og hlýja einkenndi manninn, sem
auk þess hafði mikla og fágaða
kímnigáfu. Betra kompaní á kaffi-
stofu er vandfundið.
Að mörgu er að hyggja þegar
menn úr ólíkum áttum koma sér fyr-
ir í nýrri byggingu og ýmislegt getur
orðið mönnum að ágreiningsefni.
Jón Kristjánsson sinnti öllum með
hægðinni – enda var hann fádæma
vinsæll meðal Oddaverja. Kannski
var það eini hluturinn sem þeir voru
alveg sammála um; að betri félagi en
Jón væri vandfundinn.
Ég minnist samvistanna við Jón
með miklu þakklæti – og man m.a.
eftir fallegri tölu sem hann hélt yfir
mér fertugum fyrir margt löngu.
Hann gat kennt okkur fræðingunum
margt. Ég veit að gamlir Oddaverjar
minnast hans allir með virðingu og
þökk. Blessuð sé minning hans.
Ólafur Þ. Harðarson,
forseti Félagsvísindasviðs
Háskóla Íslands.
Í ársbyrjun 1985 var glæsileg ný-
bygging, sem hlaut nafnið Oddi,
tilbúin til notkunar á lóð Háskóla Ís-
lands. Þangað inn fluttust kennarar í
félagsvísindum sem lengi höfðu ver-
ið vistaðir í ýmsum húsakynnum á
ólíkum stöðum í Vesturbænum.
Nokkuð jafnsnemma og Oddi var
tekinn í notkun birtist á göngum
hússins grannvaxinn, dálítið veður-
barinn maður, athugull á svip,
stundum svolítið kíminn, fumlaus í
öllum háttum og bar með sér ára-
tuga reynslu af fjölbreyttum störf-
um. Hann tók íbúa hússins tali að
fyrra bragði, heilsaði með öruggu
handtaki og kynnti sig: Jón Krist-
jánsson frá Fremstafelli. Hér var
kominn húsvörður þessa fallega
húss og í minningunni verður hann
Jón
Kristjánsson
✝ Jón Kristjánssonfæddist 18. sept-
ember 1921. Hann
lést á Hjúkrunar-
heimilinu Grund 5.
nóvember 2010.
Útför Jóns fór fram
frá Þorgeirskirkju á
Ljósavatni 13. nóv-
ember sl.
að eins konar tákni
eða samnefnara þess
góða anda og birtu
sem ríkti í húsinu og
hefur fylgt því æ síð-
an. Jón Kristjánsson
var ætíð nálægur þeg-
ar hans þurfti við, yf-
irvegaður og úrræða-
góður. Hann vann
hugi og hjörtu bæði
karla og kvenna, hafði
ævinlega skarplegar
athugasemdir á tak-
teinum enda hafði
hann ríkan áhuga á
málefnum lands og þjóðar svo sem
hann átti kyn til. Skapmaður var Jón
Kristjánsson, það duldist engum, en
engum sögum fer af því að hann hafi
skipt skapi þótt stundum hafi orðið
einhver atvik í húsinu, sem tilefni
gátu gefið til slíks.
Jón átti að baki langa starfsævi á
öðrum vettvangi þegar hann kom til
okkar í Odda og var því kominn yfir
miðjan aldur þegar hann tók við hús-
vörslunni. Þennan tæpa áratug, sem
hann starfaði með okkur nutum við
samviskusemi hans og hlýs viðmóts
ásamt umhyggju fyrir bæði fólki og
dauðum hlutum. Andinn sem hann
átti svo mikinn þátt í að skapa hefur
fylgt eftirmönnum hans í húsvarð-
arstarfinu og segir mér svo hugur að
upprunalegir íbúar Odda, sem enn
eru þar við störf, hafi borið þessa
menn saman í huganum og hugsað
með sér að það sé lán Oddaverja að
þar taki einn öðlingur við af öðrum.
Á góðum stundum var Jón Krist-
jánsson hrókur alls fagnaðar, sannur
gleðimaður; þess nutu Oddaverjar.
Og þeir sem hafa verið svo lánsamir
að lenda í gleðskap með honum og
systkinum hans rifja þær stundir
upp með fögnuði meðan vit og ævi
endist. Eftir að Jón lét af störfum
leit hann stundum við í kaffistofunni
í Odda og varð ævinlega fagnaðar-
fundur. Þessum heimsóknum fækk-
aði þegar árin liðu og nú hefur þessi
ljúfi Þingeyingur kvatt fyrir fullt og
allt. Honum fylgja þakkir okkar
allra. Hvíli hann í friði.
Þorbjörn Broddason.
Jón Kristjánsson var húsvörður í
Odda þegar fundum okkar bar fyrst
saman, þeirri byggingu Háskóla Ís-
lands sem hýsti Viðskipta- og Hag-
fræðideild auk Félagsvísindadeildar.
Þar var til húsa rjóminn af hagspek-
ingum þjóðarinnar.
Einhverju sinni bar það við sem
oftar, að landsmenn áttu í miklum
fjárhagsörðugleikum svo stappaði
nærri að lokaðist fyrir lántökur vor-
ar erlendis. Urðu margir hagfróðir
Oddaverjar til þess að tjá sig um
þetta ástand í fjölmiðlum. Mér er
minnisstætt þegar þetta stóð yfir, þá
hitti ég Jón og hann sagði við mig:
„Það ætla ég að vona, Guðmundur
minn, að þetta verði til þess að þeir
hætti að lána okkur og hafi þannig
vit fyrir okkur“. Þá varð mér ljóst að
hann var mestur hagfræðingur í
húsinu.
Þannig var Jón, á sinn ljúfa og
hægláta hátt gat hann oft komist að
dýpri rökum en blessaðir fræði-
mennirnir í húsinu, sem hann þjón-
aði. Það var oftast létt yfir honum,
gamansöm tilsvör og sögur leystu
oft upp þrútið andrúmsloft þegar
hinir fúlustu fræðimenn deildu.
Maður þurfti ekki annað en sjá Jón,
þá létti heldur yfir. Það fór svo að við
urðum mestu mátar, ekki síst vegna
margra sem við þekktum báðir. Þar
á meðal var Jónas á Hriflu, en Jón
hafði oftlega verið bílstjóri hjá hon-
um síðari ár Jónasar. Sagði hann
mér margar sögur af Jónasi og öðr-
um Þingeyingum, margar ákaflega
gamansamar.
Þegar hann nú kveður stendur
eftir minningin um ljúfan öðling og
þakklæti fyrir að hafa fengið að
kynnast honum. Eiginkonu og að-
standendum flyt ég samúðarkveðj-
ur.
Guðmundur Ólafsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en
3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-
15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er
um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útför-
in fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini,
maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar