Morgunblaðið - 15.11.2010, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
VILHELM KRISTINSSON
Stigahlíð 2
Reykjavík,
lést á Landsspítalanum Fossvogi, 4. nóvember.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 16. nóvember, kl. 15.00.
Kristinn Vilhelmsson Auður Matthíasdóttir
Ólöf Vilhelmsdóttir Finn Jansen
Björn Vilhelmsson
Gunnar Vilhelmsson
Hafliði Vilhelmsson Greta S. Guðmundsdóttir
Sverrir Vilhelmsson,
barnabörn og barnabarnabörn
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
HANNES FLOSASON
fv. tónlistarskólastjóri
og tréskurðarmeistari,
Fannafold 187,
Reykjavík,
sem lést laugardaginn 6. nóvember, verður
jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn
16. nóvember kl. 13.00.
Kristjana Pálsdóttir,
Páll Hannesson, Sarah Buckley,
Haukur F. Hannesson, Jörgen Boman,
Elín Hannesdóttir,
Ingibjörg Hannesdóttir
og barnabörn.
✝ Jón Geir Árnasonfæddist í Vest-
mannaeyjum 25. maí
1930. Hann lést á
Landakotsspítala 6.
nóvember 2010. For-
eldrar hans voru
Árni Bjarnason,
klæðskerameistari, f.
13. febrúar 1903 í
Hraunsmúla í Stað-
arsveit, d. 10. desem-
ber 1953, og kona
hans Sólveig Jóns-
dóttir hárgreiðslu-
meistari, f. 4. maí
1905 í Reykjavík, d. 18. maí 1987.
Systkini Jóns Geirs eru Díana
Bjarnar, f. 19. febrúar 1932, d. 4.
september 1941, Árni Heimir, f. 3.
október 1934, d. 13. október 1941,
Sigurður Ísfeld, f. 15. janúar 1938,
Bjarni Ævar, f. 2. maí 1939, d. 11.
janúar 1980, og Jensína Þorbjörg,
samfeðra, f. 23. júlí 1951.
og eiga þau fjögur börn. Einar
Geir og á hann tvo syni. Arnar
Logi, kona hans Hildigunnur Jón-
asdóttir, og eiga þau tvo syni. Nú-
verandi maður Díönu Veru er Em-
anúel Ramos Franco.
Jón Geir bjó fram að fermingu á
Suðurnesjum þar til foreldrar hans
fluttu með fjölskylduna til Reykja-
víkur, þar sem þau bjuggu á
Skólavörðustíg 17 og þar rak Árni
klæðskeraverkstæði. Jón Geir nam
hárskeraiðn hjá Óskari Árnasyni í
Kirkjustræti og hjá Rakarastofu
Einars í Hafnarfirði. Hann hóf
námið 1. janúar 1950. Hann lauk
námi frá Iðnskólanum í Reykjavík
1954 og sveinsprófi sama ár.
Meistaraprófi lauk hann 1956. Jón
Geir bjó í Reykjavík frá fermingu.
Eftir námið rak hann sína eigin
hárskurðarstofu í Reykjavík, síð-
ast á Víðimel 35. Jón Geir og Sig-
ríður bjuggu allan sinn búskap á
Skarphéðinsgötu 6 í Reykjavík.
Útför Jóns Geirs fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 15. nóv-
ember 2010, og hefst athöfnin kl.
15.
Jón Geir kvæntist
árið 1954 Sigríði Ein-
arsdóttur f. 1. maí
1931 í Reykjavík.
Foreldrar hennar
voru Einar Sigurðs-
son, prentari, f. 12.
júlí 1879 í Pálsbæ á
Seltjarnarnesi, d. 8.
september 1935, og
Martha María Ey-
þórsdóttir, f. 20.
október 1897 í Álft-
ártungu á Mýrum, d.
6. október 1976. Jón
Geir og Sigríður
eignuðust tvö börn. Einar Geir,
nemandi í Menntaskólanum í
Reykjavík, f. 5. janúar 1955, d. 2.
ágúst 1974. Díana Vera, hárskurð-
armeistari, f. 15. júní 1957. Henn-
ar eiginmaður var Kristinn Svans-
son, f. 26. júní 1955, d. 23. júlí
1994. Þeirra börn eru: Rakel Ósk,
eiginmaður Jónas Elvar Einarsson,
Elsku Jón Geir minn, í dag kveð
ég þig með miklum söknuði eftir 60
ára kynni og sendi þér þetta fallega
ljóð eftir Vilhjálm Vilhjálmsson.
Mér finnst ég varla heill né hálfur
maður
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Við gætum sungið, gengið um,
gleymt okkur með blómunum.
Er rökkvar ráðið stjörnumál.
Gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja sál.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Guð gefi þér góða hvíld.
Hittumst heil.
Þín
Sigríður (Sigga).
Pabbi var maður sem fór ekki
fram hjá neinum. Alltaf flottur til
fara, teinréttur og gekk stórstígur
um alla Reykjavík. Hann fór sjaldan
í bíl eða strætó, gekk vestur á Víði-
mel til vinnu alla daga og heim í mat.
Fyrst gekk hann þó með mömmu inn
í Borgartún.
Þegar stofan var í Kópavogi gekk
hann þangað nema þegar ég fékk að
fara með, þá þurfti að taka strætó.
Eitt sinn þegar ég fékk að fara með
upp í Kópavog þá hljóp ég með hon-
um út Snorrabraut til að taka strætó
í Eskihlíð. Mér fannst það svo spenn-
andi. Þar eignaðist ég vinkonu sem
ég fór til og við lékum okkur í barbie.
Svo fékk ég að fara í sjoppuna og
kaupa smánammi.
Ég lærði hárskurð hjá pabba og
gleymi aldrei þegar tveir bræður
komu í klippingu. Eldri strákurinn
ætlaði að fara að stríða þeim yngri af
því að hann þurfti pullu undir sig en
þá klippti pabbi litla strákinn án
pullu sem var ekki auðvelt. Þetta
finnst mér sína hjartalag pabba
mjög vel.
Við Einar Geir, bróðir minn, fór-
um oft með pabba út á flugvöll til að
skoða vélarnar því pabbi hafði óbil-
andi áhuga á flugi og var búinn að
taka einkaflugmannsprófið. Pabbi
var mikill áhugamaður um íþróttir.
Hann var fyrstur manna til að kynna
karate á Íslandi, stökk fallhlífar-
stökk fyrst fyrir 45 árum, keyrði
mótorhjól, lyfti lóðum og margt
fleira. Honum var margt til listanna
lagt.
Pabbi fór til Parísar í skóla hjá Lo-
real árið 1965 til að læra nýjar klipp-
ingar. Eftir að hann kom heim þá
hannaði hann nýjar línur sem hann
nefndi og blöðin birtu. Friðrik Sig-
urbjörnsson blaðamaður var með
viðtalsdálk í einu dagblaði bæjarins
sem kallaðist „Rakarinn minn í Vest-
urbænum“.
Einnig var hann pabbi fyrstur
með tímapantanir á hárskurðar-
stofu. Þar að auki hafði hann hannað
hársnyrtiblað sem hann kallaði
„Hárið er kóróna mannsins“ sem þó
komst aldrei á laggirnar. Það var
ekki svo auðvelt á þessum tíma að
gefa út svona blað.
Pabbi skar hárið með hnífum sem
vorum þá brýndir við stólana og
hann notaði þessa aðferð við að
klippa þar til hann hætti.
Eins og Einar Geir sonur þinn
sem var mikill íþróttamaður og
sterkur á velli eins og þú þá erfðum
ég og dóttir mín áhuga á hárskeraiðn
og höfum við klippt heilu fjölskyld-
urnar, mann fram af manni, í gegn-
um tíðina. Strákarnir mínir, Einar
Geir og Arnar Logi hafa fengið
áhugann á hjólum, flugi og fallhlíf-
arstökki. Einnig hefur elsti sonur
Einars Geir míns, sem er 12 ára,
keyrt hjól frá 6 ára aldri og báðir
strákarnir hans hafa erft íþróttaand-
ann og spila fótbolta með meiru.
Einnig hafa strákarnir hennar Rak-
elar æft bardagaíþróttir.
Ég veit að oft hefur þér liðið illa,
elsku pabbi minn, vegna ástvina sem
dóu fyrir aldur fram. En nú taka þau
á móti þér, Einar Geir sonur þinn,
Kiddi minn og fleiri ástvinir. Ég er
svo þakklát fyrir þessa mánuði sem
við fjölskyldan gátum komið og
heilsað upp á þig á spítalanum þar
sem mamma stóð með þér eins og
klettur.
Við kveðjum þig með söknuði og
viljum þakka starfsfólkinu á deild
L-4 á Landakoti fyrir frábæra um-
mönnun og stuðning við okkar fjöl-
skyldu.
Þín dóttir,
Díana Vera.
Til afa.
Það var svo gaman að koma á
Skarphéðinsgötuna til afa og ömmu.
Afi var alltaf með ólympíuhringi í
ganginum til að lyfta sér í og fyrir
okkur krakkana bjó hann til rólu í
hringjunum svo við gætum leikið
okkur í.
Einu sinni fóru afi og amma með
okkur upp í Öskjuhlíð til að opna fall-
hlífina og sýna okkur hana og pakka
henni svo aftur saman. Þetta fannst
okkur rosalega spennandi.
Stundum fórum við á volfanum
græna í bíltúr og er sérstaklega í
minningu höfð ferð til Þingvalla sem
var svo skemmtileg að erfitt var að
ná Einari Geir heim aftur.
Elsku afi, við söknum þín og vitum
að þú ert núna hjá Einari Geir, syni
þínum, og öllum ástvinum þínum
sem farnir eru.
Rakel Ósk, Einar Geir
og Arnar Logi.
Látinn er nú í vetrarbyrjun sá
merki maður Jón Geir Árnason eftir
erfið veikindi. Jón Geir og Sigríður
Einarsdóttir, eiginkona hans til 60
ára, hafa verið kærir vinir mínir í
nær 40 ár. Þau hafa verið mér ein-
staklega hjálpsöm og miðlað reynslu
sinni og þekkingu óspart og vil ég á
þessum tímapunkti þakka þeim inni-
lega fyrir kærkomna vináttu og
tryggð í gegnum öll árin.
Jón Geir vakti athygli hvar sem
hann fór. Ég var bara stelpa þegar
ég sá hann fyrst er ég fór með pabba
til hans í klippingu. Ég trúði fyrst
ekki að hann væri íslenskur hárskeri
því hann leit út eins og Hollywood-
leikari frá 1950. Það breyttist ekki
síðari hluta ævi hans og hann hélt
áfram að vekja athygli, fjallmyndar-
legur, stæltur, óárennilegur, með
þykkan makkann bundinn í tagl.
Fólki fannst hann mjög áhugaverður
og fékk ég ávallt spurningar um
hann frá vinum mínum þegar við
mættum honum á förnum vegi.
Íþróttir áttu hug hans allan á
yngri árum. Hann dróst að íþróttum
sem þóttu í senn hættulegar og karl-
mannlegar. Hann var áhugamaður
um flug og allt flugtengt. Hann var
með einkaflugmannspróf og stund-
aði fallhlífarstökk í mörg ár. Hann
var fyrstur manna til að kynna
sjálfsvarnaríþróttir hérlendis í fjöl-
miðlum, æfði karate lengi og kenndi
þá íþrótt hjá varnarliðinu á Keflavík-
urflugvelli. Þá æfði hann box í Há-
logalandi áður en boxið var bannað,
stundaði hlaup og frjálsar íþróttir.
Jón Geir var hárskurðarmeistari
að mennt. Hann fór í framhaldsnám í
greininni til Parísar á 7. áratugnum
og lærði og starfaði hjá Loreal. Í
störfum sínum sem hárskeri var
hann á undan sinni samtíð. Hann
vann með ákveðnar meðferðir gegn
hárlosi og hármissi, þar sem nudd á
hársverði var hluti meðferðar. Þekki
ég ófáa poppara frá 8. áratugnum
sem fóru til hans í meðferð, orðnir
ansi þunnhærðir en eru nú meira en
30 árum seinna enn með gott hár.
Hann var háskerinn hans pabba á
meðan hann var við störf. Eitt sinn
sem oftar greindi þá á um eitthvert
málefni á meðan pabbi sat í stólnum.
Þeir voru báðir annálaðir skapmenn
og þar sem hvorugur vildi láta sinn
hlut þá fóru leikar þannig að Jón
Geir henti pabba sem var heljar-
menni út af stofunni hálfklipptum.
Ég man ennþá þegar pabbi kom
heim, sposkur með jólaklippingu á
öðrum helmingi haussins. Hann
skipti samt ekki um rakara og fór til
Jóns Geirs eftir sem áður.
Jón Geir fór ekki varhluta af sorg í
sínu lífshlaupi. Þau hjónin misstu
einkason sinn af slysförum aðeins 19
ára gamlan árið 1974, misstu tengda-
son sinn einnig af slysförum inni á
hálendi og lítið barnabarnabarn í
kjölfar aðgerðar. Þessi áföll settu
mark sitt á Jón Geir til frambúðar og
gerðu hann einrænan og ómann-
blendinn á efri árum.
Jón Geir átti við heilsuleysi að
stríða síðustu tvö æviárin. Sigga
hjúkraði honum heima eins lengi og
mögulegt var. Hann hefur dvalið á
Landakoti síðan í sumar, þar sem
hann lést 6. nóvember sl.
Ég votta Siggu, Veru dóttur hans
og öðrum afkomendum mína dýpstu
samúð og megi minning um sterkan
persónuleika og frumkvöðul lifa
meðal okkar um ókomna tíð.
Margrét Hálfdánardóttir.
Jón Geir Árnason hárskurðar-
meistari er látinn. Hann var lengi vel
með stofu vestur í bæ og klippti með-
an hann hafði heilsu til. Þetta var
stór og stæðilegur maður sem fór
sínar leiðir. Var með þeim fyrstu
sem stukku fallhlífarstökk hér á
landi og stundaði líkamsrækt af
fullri alvöru.
Þegar ég byrjaði í hárskurði 1970
var hann vel þekktur sem hárskurð-
armeistari og var einn af þeim fyrstu
sem tóku það nafn í staðin fyrir rak-
aranafnið. Sagan sagði að hann hefði
farið til Frakklands og lært þar að
skera með hníf. Það þótti nýmæli hér
á landi því þá var það algengt að rak-
arar notuðu eingöngu skæri en hár-
greiðslukonur hníf. Hárskurður var
þá aðallega kenndur við Frakkland
og var notaður sérhnífur við hár-
skurðinn sem var með mjórri egg en
hnífur til raksturs.
Mér fannst mikið til Jón Geirs
koma því þar fór maður sem fór til
útlanda til að leita sér þekkingar og
reynslu í sínu fagi. Einnig fannst
mér ekki laust við afbrýðisemi hjá
kollegum okkar, sem sögðu að Dip-
loma sem hann átti, hefði verið keypt
í skranbúð í París. Jón Geir lagði
áherslu á að hann væri hárskurðar-
meistari, en ekki rakari, löngu áður
en rakarar tóku upp nafnið hárskeri.
Jón Geir var frumlegur og framsæk-
inn maður, brautryðjandi á mörgum
sviðum og því oft á undan sinni sam-
tíð. Fyrir þær sakir var hann oft tal-
inn sérstakur sem og hann var.
Dóttir hans, Díana Vera, fetaði í
fótspor föður síns og lærði hár-
greiðslu. Hún rekur stofu í Reykja-
vík og heldur uppi merkjum fag-
mennsku föður síns. Mér finnst eins
og það séu bara nokkrir dagar síðan
ég sá Jón Geir hér á Hlemmi, stælt-
an, vel klæddan og með grátt hárið í
tagl. Hann var eins og karlmannleg
útgáfa af Karl Lagerfeld og vakti at-
hygli fyrir útlit sitt.
Með Jóni Geir er farinn litríkur
fagmaður sem setti svip sinn á
Reykjavík.
Aðstandendum hans sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Torfi Geirmundsson.
Jón Geir Árnason
Morgunblaðið birtir minningargrein-
ar endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Greinarnar skal senda í gegnum
vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reit-
inn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og
viðeigandi efnisliður valinn.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt-
ingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi
tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Minningargreinar
Konan mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR,
Naustahlein 7 í Garðabæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut, 12. nóvember sl.
Hörður Hjartarson,
Benedikt Harðarson, Jóhanna Ólafsdóttir,
Una Björk Harðardóttir, Pétur Hansson,
Hörður Harðarson, Guðrún Hrund Sigurðardóttir,
Brynjar Harðarson, Guðrún Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.