Morgunblaðið - 15.11.2010, Page 24
24 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010
Aðeins tvær almennar sýn-
ingar verða á mynd Ragnheið-
ar Gestsdóttur um sýningu
Ragnars Kjartanssonar á Fen-
eyjatvíæringnum á síðasta ári.
Ekki er um eiginlega heimild-
armynd að ræða. Í þremur
heimsóknum Ragnheiðar á
sýninguna í Feneyjum tók hún
upp portrett af Ragnari á 16
mm filmu og skapaði sitt eigið
listaverk úr gjörningi Ragnars.
Verkið vísar til nokkurra þekktra verka úr kvik-
myndasögunni sem hafa verið tekin í þessari
sökkvandi borg. Aðeins tvær almennar sýningar
verða á myndinni, núna á þriðjudaginn og fimmtu-
daginn.
Kvikmyndalist
Listrænt filmport-
rett í Bíó Paradís
Ragnar
Kjartansson
Kór Langholtskirkju heldur
tónleika á degi heilagrar Sess-
elju, verndara tólistarinnar,
sunnudaginn 21. nóvember kl.
20 í Langholtskirkju. Megin-
verk tónleikanna er eftir
bandaríska tónskáldið Eric
Whitacre (f. 1970) en kórverk
hans hafa verið afar vinsæl
meðal bestu kóra heimsins.
Verkið sem kórinn flytur er
When David heard og er við
texta úr annarri Samúelsbók. Verkið er um fimm-
tán mínútur og sungið án undirleiks og að sögn
nokkuð áhrifamikið. Einnig verða flutt verk eftir
nokkur höfuðtónskáld kirkjutónlistar á Norður-
löndum og víðar.
Tónlist
Tónleikar kórs
Langholtskirkju
Kór Langholts-
kirkju.
Á degi íslenskrar tungu,
þriðjudaginn 16. nóvember,
heldur Íslenski sönglistahóp-
urinn sína fyrstu tónleika í ís-
lensku óperunni og flytur tón-
list Jóns Þórarinssonar og
Tryggva Baldvinssonar. Á tón-
leikunum munu hljóma lög við
ljóð eftir Halldór Laxness og
Jóhann Sigurjónsson en kvæði
hans Sofðu unga ástin mín,
sem hann hafði í leikverki sínu
um Fjalla Eyvind er enn sungið fyrir börn á leik-
skólum þótt það sé hátt í hundrað ára gamalt.
Einnig verða sungin ljóð eftir samtímaskáld eins
og Þórarinn Eldjárn og Matthías Johannessen og
fleiri.
Sönglistahópurinn
Lög við ljóð á degi
íslenskrar tungu
Þórarinn Eldjárn
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Þóra biskups og raunir íslenskrar embættis-
mannastéttar er ævisaga Þóru Pétursdóttur eftir
Sigrúnu Pálsdóttur. Þóra fæddist árið 1847 og
lést árið 1917. Hún var dóttir Péturs Péturs-
sonar biskups og eiginkona Þorvaldar Thorodd-
sen náttúrufræðings, og skildi eftir sig gríðar-
lega mikið af bréfum og dagbókarfærslum sem
Sigrún nýtti sér vandlega við gerð ævisögunnar.
Ekki hefðbundin kvenhetja
„Þóra er ekki hin hefðbundna kvenhetja Ís-
landssögunnar, hvorki skáld né baráttukona fyrir
réttindum kvenna, en hún skrifaði hins vegar
bréf og dagbækur, sem eru einstakar sögulegar
heimildir,“ segir Sigrún. „Stíll hennar er hispurs-
laus og Þóra lýsir aðstæðum og atburðum mjög
nákvæmlega með sviðsetningum og samtölum.
Þetta er að mínu viti hin raunverulega arfleifð
Þóru og sérstaða í Íslandsögunni, ekki mynd-
listin, hannyrðirnar eða félagsstörfin.“
Þóra var af góðum ættum og naut þeirra for-
réttinda sem því fylgdu, en var hún á einhvern
hátt læst inni í samtíma sínum? „Aðstæður henn-
ar gerðu henni kleift að ferðast og mennta sig en
samfélagið setti henni þó skorður að því leyti að
hún varð að finna sér maka af sömu stétt og þar
var framboðið minna en eftirspurnin því karl-
menn gátu gifst „niður fyrir sig“, segir Sigrún.
„Leið Þóru út úr þessari klemmu var að koma
sér burt og reyna að finna sér útlendan mann.“
Þóra giftist seint en hamingjusamlega, Þor-
valdi Thoroddsen. „Einhverjir karlar höfðu nú
reyndar efasemdir um það en ég held að bókin
sýni að þau hafi elskað hvort annað,“ segir Sig-
rún. „Og þó að ég hafi nú meiri áhuga á Þóru og
bréfum hennar áður en hún giftist Þorvaldi eru
bréfaskipti þeirra mjög dýrmætar heimildir sem
draga skýrt fram hvernig persónuleiki Þóru tek-
ur breytingum og hvernig hún virðist hafa áhrif
á hans eigin tjáningu í bréfum.“
Fræðileg opinberun
En hvernig kynntist Sigrún Þóru fyrst? „Þeg-
ar ég var tvítug á fyrsta ári í sagnfræði í Há-
skóla Íslands fékk ég það verkefni að greina
bréf, tímasetja það og staðsetja. Vísbendingar
voru um að bréfið væri skrifað á 19. öld, en þó
fannst mér sem stíllinn passaði ekki við þá mynd
sem ég hafði af tímabilinu því orðalagið var
kæruleysislegt og tóninn svolítið framhleypinn.
Ég varð eiginlega fyrir fræðilegri opinberun að
uppgötva þetta misræmi milli þess sem ég hafði
haldið og þess sem var. Ég skrifaði síðan fræði-
grein um þessa „upplifun“ mína, hvernig áhugi
okkar á viðfangsefnum sögunnar kviknar og
þróast. Mörgum árum síðar fór ég að rannsaka
þetta stóra bréfasafn Þóru og komst að því að
þetta bréf var bara toppurinn á ísjakanum. Ég
vann í þessu bréfasafni í nokkur ár og í lok hvers
vinnudags var ég alltaf jafn undrandi á því sem
ég las. Líklega er efnið í öllum söfnunum samtals
um 30.000 handritasíður og þar eru konur í aðal-
hlutverki. Mikill fjársjóður og þar er margt sem
á eftir að rannsaka.“
Nýtt ljós á Ísland 19. aldar
Þegar Sigrún er spurð hvernig hún hafi unnið
bókina segir hún: „Þegar ég fór að skoða bréfin
sá ég strax að það var engin þörf fyrir sviðsetn-
ingar eða uppspunnin samtöl eins og margir ævi-
sagnaritarar hafa þurft að grípa til í þeim til-
gangi að ná markmiðum sínum. Allt þetta var til
staðar í heimildunum og ég áttaði mig á því að
ég gæti skrifað bók sem hefði eiginleika skáld-
skapar en væri þó kirfilega reist á heimildum frá
upphafi til enda. Besta leiðin til að koma þessu
andrúmslofti bréfanna til skila var að reyna að
rjúfa ekki frásögnina með fræðilegum útlegg-
ingum. Ég var líka staðráðin í að reyna ekki að
koma öllu til skila heldur halda mig við einn vel
afmarkaðan þráð. Að baki frekar þéttri og ein-
faldri frásögninni býr því sterk fræðileg sann-
færing. Og þó að einhverjum gæti virst að hér
væri á ferðinni lítil og sæt saga um ástir og örlög
þá segi ég hiklaust að þessi saga varpar nýju
ljósi á Ísland á 19. öld, ekki bara hversdagslíf ís-
lenskra embættismanna, heldur líka stærri þætti
eins og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, ímynd
þjóðarinnar og sjálfsímynd.
Það er mikil gæfa að hafa fengið tækifæri til
að fara í gegnum þessi ótrúlegu gögn en ef fólk
hefur gaman af þessari bók þá á Þóra þar líka
stærsta heiðurinn.“
Morgunblaðið/RAX
Sigrún „Og þó að einhverjum gæti virst að hér væri á ferðinni lítil og sæt saga um ástir og örlög þá segi ég hiklaust að þessi saga varpar nýju ljósi á Ísland á
19. öld, ekki bara hversdagslíf íslenskra embættismanna, heldur líka stærri þætti eins og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga, ímynd þjóðarinnar og sjálfsímynd.“
Tjáning Þóru biskups
Sterk fræðileg sannfæring að baki frásögninni, segir höfundurinn
Landsvirkjun, HS-veitur hf., Rio
Tinto Alcan, Mosfellsbær og Sel-
tjarnarnesbær hafa fjármagnað
samanlagt 18 sýningar á Bláa gull-
inu og bjóða nú 4. og 5. bekkingum
frá höfuðborgarsvæðinu og
Reykjanesi í leikhús að sjá Bláa
gullið, en leikhópurinn Opið út
setti það upp í samstarfi við Borg-
arleikhúsið. Sýningin, sem Char-
lotte Bøving leikstýrir, var frum-
sýnd í fyrra og fékk mjög jákvæða
gagnrýni í flestum fjölmiðlum og
var þess sérstaklega getið hvað
sýningin er upplýsandi fyrir
krakkana. Um sýninguna segir í
fréttatilkynningu; „Bláa gullið
fjallar um margbreytileika vatns-
ins. Sýningin hefur það að mark-
miði að áhorfendur sjái vatn í nýju
ljósi; upplifi margbreytileika, mik-
ilvægi og töfra bláa gullsins. Þrír
trúðar leiða áhorfendur um sögu-
svið vatnsins sem hefur verið á
stöðugu ferðalagi um jörðina í ár-
þúsundir; undir og á yfirborði
hennar, í öllu lífverum og um him-
ingeiminn. Trúðarnir varpa fram
ýmsum spurningum um eðli og
uppruna vatnsins á fræðandi en
trúðslegan hátt! Sýningin er fræð-
andi og forvitnileg fyrir pælandi
unglinga – en fyrst og fremst bráð-
skemmtileg trúðasýning fyrir alla
fjölskylduna.“ 3.600 börn streyma
nú í Borgarleikhúsið en sýningum
á verkinu lýkur á föstudaginn.
3.600 börn
í Borgar-
leikhúsið
Bláa gullið er aft-
ur komið á fjalirnar
Trúðarnir þrír fræða krakkana.
Svo virðist sem of-
gnóttin hafi leyst
mikinn sköpunarkraft úr
læðingi við komu Errós til
Bandaríkjanna...25
»
Bókasafn Kópa-
vogs mun bjóða
upp á fyrirlestur
um Njálu á Degi
íslenskrar tungu
hinn 16. nóvem-
ber. Bjarni E.
Sigurðsson flytur
erindið og nefnir
hann það Gunnar
Hámundarson,
ástir hans og örlög. Sýning hefur
verið opnuð á verkum Þórhildar
Jónsdóttur í tengslum við fyrirlest-
urinn. Þar eru sýndar andlitsmyndir
af persónum úr Njálu sem hún hefur
teiknað á tölvutengdu teikniborði.
Erindið hefst klukkan 17.15 og með
spurningum og umræðum mun það
taka um eina klukkustund.
Njála kemur í
Kópavoginn
Maður úr Njálu