Morgunblaðið - 15.11.2010, Page 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010
J lagjafabréf
Gefðu góða ferð í jólagjöf
Njóttu þægindanna og fljúgðu með Flugfélagi Íslands.
Kauptu jólagjafabréf fyrir 14.900 kr.* á alla áfangastaði innanlands.
*Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar.
flugfelag.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
F
L
U
52
24
8
11
.2
01
0
Skilmálar:Jólapakkatilboð gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands
innanlands.Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 31. maí 2011.
Bókun á jólapakkatilboðinu skal fara fram í síðasta lagi
28. febrúar 2011.
Ef jólapakkinn er ekki notaður fyrir þann tíma, þ.e. ekki
gerð bókun, þá gildir hann sem inneign og má nota sem
greiðslu upp í önnur fargjöld.
Eftir 28. febrúar er aðeins hægt að breyta upp í dýrara
fargjald og greiða mismun á fargjaldi og breytingagjald.
Við bókun þarf að gefa upp númer á gjafabréfi.
Eingöngu bókanlegt báðar leiðir.
Gjafabréfið gildir til 1. desember 2011.
Endurgreiðslur eru ekki heimilaðar.
Takmarkað sætaframboð.
Engir Vildarpunktar eru veittir
Bókanlegt í síma 570
Nafn
Áfangastaður
Jón JónssonAkureyri
Gjafabréf nr.
Það er ekki á hverjum degi sem
krakkar fá tækifæri til að fara í
bíó þar sem lifandi tónlist er leikin
með myndinni. Þessir krakkar og
foreldrar þeirra gripu gæsina og
skelltu sér í bíó á laugardaginn að
sjá tvær sígildar þöglar kvik-
myndir með meistara Chaplin,
Hundalíf og Iðjuleysingjana. Sin-
fóníuhljómsveit Íslands lék undir
og krakkarnir kunnu greinilega
vel að meta lifandi tóna um leið og
þau fylgdust með hundinum
Scraps hjálpa flækingnum Chaplin
og söngkonunni Ednu. Og hlátra-
sköllin glumdu þegar vandræðin
hjá flækingnum urðu heldur betur
flókin er kona nokkur ruglaðist á
honum og eiginmanni sínum í
Iðjuleysingjunum. Kvikmyndir
Chaplins eru margar frægustu
perlur kvikmyndasögunnar. Síðar
á ævinni lagði hann fyrir sig tón-
smíðar.
Lifandi tónlist og
Chaplin á tjaldinu
Morgunblaðið/Kristinn
Bíótónlist Krökkunum virtist líka vel svarthvít bíómynd Chaplins enda var sinfóníuhljómsveit að spila með.
Ungur íslenskur trompetleikari,
Baldvin Oddsson kom nýverið fram
í vinsælum útvarpsþætti í Banda-
ríkjunum sem kallast „From the
Top“, en Baldvin hefur stundað
tónlistarnám í Bandaríkjunum frá
því í sumar. Útvarpsþátturinn var
tekinn upp 24. október sl. í Boston
að viðstöddum fullum sal áhorfenda
og verður útvarpað frá og með deg-
inum í dag á yfir 250 útvarps-
stöðvum um gervöll Bandaríkin.
Þá hefur Baldvini verið boðinn
námsstyrkur að upphæð 10 þúsund
dollara frá Jack Kent Cooke Fo-
undation og From the Top vegna
framúrskarandi árangurs í tónlist-
arnámi sínu. Styrkurinn er skil-
yrtur og skal notast til hljóðfæra-
kaupa og/eða til að standa straum
af kostnaði við sumarnámskeið og
ferðalög vegna þeirra.
Þá er gert ráð fyrir því að styrk-
þegar gefi af sér til baka með því að
sinna ákveðnum samfélagsverk-
efnum tengdum tónlist sinni eins og
að kynna hana fyrir öðrum. Að
sögn föður Baldvins, Odds Björns-
sonar, er líklegt að hann muni sinna
slíkum verkefnum á Íslandi þegar
þar að kemur þó enn hafi ekkert
verið ákveðið í þeim efnum enda
stutt síðan ljóst var að Baldvin
fengi styrkinn.
Fyrst á námskeið í Boston
Baldvin Oddsson er einn yngsti
nemandi sem lýkur einleikaraprófi
hér á landi, en hann var aðeins 15
ára þegar hann náði þeim árangri
síðastliðið vor. Vanalega eru nem-
endur um tvítugt sem ljúka slíku
prófi. Að náminu loknu hélt Baldvin
utan til Bandaríkjanna til frekara
náms, en hann kláraði grunnskól-
ann síðastliðinn vetur.
Fyrst fór hann á tveggja vikna
meistaranámskeið í Boston þar sem
margir af helstu snillingum í heimi
trompetleikara voru á meðal kenn-
ara, þ.á m. Svíinn Håkan Harden-
berger.
Að því loknu hóf hann nám við
tónlistarmenntaskóla í Interlochen
í Michigan og verður þar í vetur.
Baldvin er að vonum mjög
spenntur fyrir því sem framundan
er og tekur undir það að um sé að
ræða ákveðinn draum sem sé að
rætast.
Efnilegur Baldvin Oddsson.
Útvarpað
um gervöll
Bandaríkin