Morgunblaðið - 15.11.2010, Síða 32
MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 319. DAGUR ÁRSINS 2010
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218
1. Festust í lótusblóminu
2. Litli bróðir sló í gegn
3. Ók á 120 km hraða á felgunni
4. „Arnold Schwarzenegger kvenna“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Sigrún Pálsdóttir sem skrifaði ævi-
sögu Þóru, sem var dóttir Péturs Pét-
urssonar biskups, segir hana ekki
hefðbundna kvenhetju. Hvorki skáld
né baráttukonu fyrir réttindum
kvenna. »24
Ekki hefðbundin
kvenhetja
Íslenska dans-
stuttmyndin Bet-
ween eftir Maríu
Þórdísi Ólafs-
dóttur hefur verið
valin á kvik-
myndahátíðina
Cinedans í Amst-
erdam í Hollandi
sem fer fram 9. til
12. desember. Hátíðin er ein sú
stærsta í Evrópu sem sérhæfir sig í
dansi. Myndin fjallar um þunn skil
raunveru og óraunveru.
Dansmynd Maríu val-
in á kvikmyndahátíð
Mojito er nýtt íslenskt leikverk
eftir leikskáldið Jón Atla Jónasson.
Verkið fjallar um tvo
menn sem hittast fyrir til-
viljun og annar þeirra fer
að rifja upp heimsókn
sína á veitingastað í
Reykjavík sem end-
aði með ósköpum.
Verkið verður
frumsýnt í Tjarn-
arbíói á miðviku-
daginn þann 17.
nóvember.
Nýtt verk eftir Jón
Atla Jónasson
Á þriðjudag Gengur í suðaustan hvassviðri með slyddu eða rigningu fyrst sunnanlands.
Hlýnandi veður.
Á miðvikudag Norðaustanátt og slydda eða snjókoma á Vestfjörðum og hiti um frost-
mark. Annars suðlæg átt og skúrir eða slydduél, einkum austanlands og hiti 0 til 7 stig.
VEÐUR
Ragna Ingólfsdóttir hélt
áfram sigurgöngunni á Ice-
land International, alþjóð-
lega badmintonmótinu sem
lauk í gær. Hún hefur unnið
einliðaleik kvenna í öll fjög-
ur skiptin sem það hefur
verið haldið og tapaði ekki
lotu á mótinu að þessu
sinni. „Mér líður alltaf mjög
vel á þessu móti,“ sagði
Ragna við Morgunblaðið
þegar sigurinn var í höfn.
»3
Líður alltaf mjög
vel á þessu móti
Telma Rut Frímannsdóttir úr Aftur-
eldingu varð tvöfaldur Íslandsmeist-
ari í karate um helgina. Hún stundar
líka handbolta og segir að íþrótt-
irnar fari mjög vel saman. „Hand-
boltinn hjálpar mér með þol og út-
hald, og einnig með styrk í fótunum
því maður þarf að hafa góðan stökk-
kraft,“ sagði Telma Rut við Morg-
unblaðið. Ingólfur Snorrason úr
Fylki varð líka tvöfaldur Ís-
landsmeistari. »2
Karate og handbolti
fara mjög vel saman
Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmað-
urinn ungi, gerði það gott í gær þegar
hann tryggði AZ Alkmaar sigur á
stórveldinu Ajax í hollensku úrvals-
deildinni í knattspyrnu. „Það var fá-
ránlega mikil stemning á vellinum.
Ajax er náttúrlega með frábært lið en
við áttum mjög góðan leik og þeir
áttu bara ekki séns í okkur,“ sagði
Kolbeinn við Morgunblaðið. »1
Fáránlega mikil
stemning á vellinum
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Það sem er kannski sérstakt við af-
mæli Blóðbankans nú er að Blóð-
gjafafélag Íslands hefur stofnað með
sér ungliðadeild. Hún var formlega
stofnuð í gær og mun einbeita sér að
því að auka fræðslu og umræðu á
meðal ungs fólks um blóðgjafir,“
segir Sveinn Guðmundsson, yfir-
læknir Blóðbankans.
Sveinn segir að í ljósi þess að ís-
lenska þjóðin sé að verða eldri standi
hún frammi fyrir vaxandi þörf á
blóðgjöfum. Þetta þýði að á sama
tíma og þeim fjölgi sem geta þurft
blóð, sem séu einkum þeir sem eldri
eru, fækki þeim að sama skapi hlut-
fallslega sem geti gefið blóð, en Blóð-
bankinn þarf að meðaltali um 70
blóðgjafa á hverjum virkum degi til
starfsemi sinnar.
Skrá yfir stofnfrumugjafa
Sveinn segir að í tilefni af afmæli
Blóðbankans verði einnig fagnað
góðum árangri í verkefni sem farið
var í fyrir um fimm árum með stofn-
un sérstakrar stofnfrumugjafaskrár.
Skráin inniheldur nú um eitt þúsund
blóðgjafa bankans sem eru reiðu-
búnir af gefa óskyldum einstaklingi,
sem á því þarf að halda, stofnfrumur
úr sér. Á síðustu árum hafi fimm ís-
lenskir blóðgjafar farið til Noregs til
þess að gefa stofnfrumur, en verk-
efnið hefur verið unnið í samstarfi
við Ríkissjúkrahúsið í Osló.
Sveinn segir að stofnfrumugjafa-
skrá Blóðbankans sé hluti af slíkri
skrá á heimsvísu. Á henni séu nú um
15 milljónir blóðgjafa, en eftir því
sem fleiri taki þátt í verkefninu auk-
ist líkurnar á hentugum stofnfrumu-
gjafa fyrir hvern sjúkling.
„Á svona degi er Blóðbankanum
auðvitað efst í huga þakklæti til okk-
ar u.þ.b. tíu þúsund blóðgjafa. Okkar
starf væri lítils virði ef þeirra nyti
ekki við,“ segir Sveinn. Dagskrá í til-
efni afmælisins verður í Blóðbank-
anum frá kl. 16 til 19 og eru blóð-
gjafar boðnir velkomnir.
Vaxandi þörf á blóðgjöfum
Blóðbankinn fagnaði 57 ára afmæli í gær Bankinn þarf að meðaltali á 70 blóð-
gjöfum að halda á hverjum virkum degi ársins Ungliðadeild blóðgjafa stofnuð
Morgunblaðið/Ómar
Blóð Sigríður Lárusdóttir, hjúkr-
unarfræðingur, ásamt blóðgjafa.
Eygló Ósk Gústafsdóttir, 15 ára gömul sundkona úr Ægi, setti tvö Íslands-
met á Íslandsmótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Laugardalslaug-
inni um helgina. Eygló Ósk, sem sést í 200 metra baksundi á myndinni,
synti 100 metra bak á 1.02,18 og 200 metra bak á 2.12,38. Alls voru sett sex
Íslandsmet á mótinu auk fjölda aldursflokkameta og til dæmis setti Krist-
inn Þórarinsson, 14 ára Fjölnismaður, 9 Íslandsmet í sínum aldursflokki.
Morgunblaðið/Kristinn
Eygló Ósk setti tvö Íslandsmet í baksundi
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg átt og víða léttskýjað, en suðaustan 8-13 og þykknar
upp með dálítilli slyddu sunnantil á landinu síðdegis.