Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS
Hugrún Halldórsdóttir
hugrun@mbl.is
Vinnumálastofnun hefur í samstarfi við Stúdíó
Sýrland boðið atvinnulausu fólki þann kost að
sitja svokallað virkninámskeið þar sem kennt er
nánast allt sem viðkemur kvikmyndagerð og
hljóðvinnslu. Tveir hópar, yngri og eldri, útskrif-
uðust þaðan í gær og frumsýndu af því tilefni af-
rakstur námskeiðsins, stuttmyndir. Þátttakendur
sáu alfarið um gerð myndanna, allt frá handrit-
skrifum að hljóðsetningu, en langflestir höfðu
litla eða enga reynslu af kvikmyndageiranum.
Taka eftir því sem þau geta
„Við fengum að velja um þrjú námskeið hjá
Vinnumálastofnun og settum held ég öll Sýrland
í fyrsta sætið því það var eitthvað sem við viss-
um ekkert um. Við erum öll búin að lifa lengi og
fara á alls konar námskeið en aldrei neitt svona.
Ég held að ég hafi aldrei hlegið jafn mikið á ævi
minni. Við erum á öllum aldri en erum faktískt
öll jafn gömul því við tökum aldrei eftir aldr-
inum, við tökum bara eftir því sem hinn getur og
hvort að við getum nýtt okkur það. Við lærðum
að skrifa handrit, taka mynd, klippa, leika, hljóð-
setja, mixa og allt saman,“ segir Inga Helgadótt-
ir, meðlimur eldri hópsins, og bætir við að nám-
skeiðið hafi verið hörku vinna og alls ekkert dútl.
„Við vorum frá eitt til sjö alla daga vikunnar
og stundum lengur ef þurfi … og ef við fengum.“
Inga skellir upp úr og útskýrir mál sitt: „Stund-
um vorum við rekin út því fólkið vildi fara heim
sem vann hjá Sýrlandi.“
Aðalleikarinn í Áramótaskaupinu
Námskeiðið hefur nú þegar skilað ætluðum
árangri. Eldri hópurinn, sem skipaður er 18
manns á aldrinum 26 til 64 ára, stefnir á að
stofna nýtt fyrirtæki og hefur einn aðalleikarinn
nú þegar hreppt hlutverk í Áramótaskaupinu og
Hlemma vídeó. „Við ákváðum þegar lengra var
komið að nota alla þessa hæfileika sem voru
samankomnir á einum stað. Við erum til dæmis
með lögfræðinga, viðskiptafræðinga, arkitekta,
kennara, myndlistarfólk, margmiðlunarfólk,
dansara, tónlistarmenn og öll þau tæki sem
fylgir þessum hópum. Það var ekkert annað að
gera, við vorum með fyrirtæki.“
Hið nýja fyrirtæki hefur hlotið nafnið Di-
vine Production sem sótt er í titil stuttmynd-
arinnar Divine intervention, eða Himneskt inn-
grip, sem hópurinn framleiddi á námskeiðinu.
Fyrirtækið mun einbeita sér að fyndnum og
skemmtilegum stuttmyndum og jafnvel
fræðslu- og heimildarefni. „Við ætlum að
hætta að bíða eftir að einhver komi og
segi: „Get ég boðið þér vinnu?“ Við
ætlum að fara og segja: „Getum við
selt ykkur eitthvað?“
Þó svo að þátttakendur séu
flestir hverjir ánægðir með árangur
námskeiðsins voru einhverjir hnípnir þegar það
hóf göngu sína að sögn Ingu, enda ekki auðvelt
að horfast í augu við atvinnumissi.
„Þetta er ævintýri“
„Ég man að ég hugsaði: „Hvað er ég komin
í.“ Ég kom hingað inn í allt annan heim sem ég
kunni ekkert á en svo kemur maður út sem al-
veg ný manneskja, tilbúin í hvað sem er. Guði sé
lof fyrir kreppuna,“ segir Inga og gerir að gamni
sínu. „Hún kom allavega með eitthvað jákvætt
fyrir okkur. Hún kom með nýtt tækifæri og nýja
vini inn í líf okkar allra. Ég er búin að vinna sem
bókari síðan ég var sextán ára og er svo fegin að
hafa ekki farið á tölvunámskeið sem ég hef farið
á þúsund sinnum. Með þessu kemst maður því-
líkt út fyrir kassann. Nú ætla ég að stofna fyr-
irtæki með átján manns og fara inn í stutt-
myndagerð. Þetta er ótrúlegt, þetta er
ævintýri.“
Hópur Ingu ætlar ekki að taka sér neitt hlé
þó svo að námskeiðinu sé lokið og var fyrsti
vinnufundurinn á vegum fyrirtækisins Divine
production haldinn í gær. „Það er eins og okkur
hafi verið raðað saman, rétt fólk á réttum stað
og allt passaði. Við ætlum ekki að leyfa neinum
að stoppa og hugsa, við erum lögð af stað. Nú
tekur lífið við og peningastreymið,“ segir Inga
og hlær.
Kreppan kom með nýtt
tækifæri og nýja vini
Atvinnulausir stofna fyrirtæki Ætla að einbeita sér að stuttmyndum
Morgunblaðið/Ernir
Virkni Þessi föngulegi hópur sat sex vikna virkninámskeið Vinnumálastofnunar og Sýrlands Stúdíó og
úr varð nýtt fyrirtæki, Divine Production, sem mun sérhæfa sig í stuttmyndagerð.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010
Lagt var hald á fimm haglabyssur
og þrjár rjúpur í eftirlitsferð lög-
reglunnar í Borgarfirði og Dölum á
rjúpnaveiðislóðir í almenningi á
Bröttubrekku og Holtavörðuheiði í
gær. Lögreglunni höfðu borist til-
kynningar um veiðimenn á fjór-
hjólum og vélsleðum en það er ekki
leyfilegt. Mennirnir voru farnir
þegar lögreglan kom.
Farið var á TF-GNÁ þyrlu Land-
helgisgæslunnar og voru sextán
veiðimenn teknir tali. Fimm þeirra
voru ekki með sín mál í lagi. Vant-
aði skotvopnaleyfið, veiðikortið eða
hvort tveggja. Einn var með byssu í
eigu annars manns en ekki skrif-
lega lánsheimild.
Ekki voru allir veiðimennirnir
sáttir við þessar aðgerðir lögregl-
unnar og áttu síst von á því að eft-
irlitið kæmi að ofan úr heiðskíru
lofti. gudni@mbl.is
Fimm haglabyssur
og þrjár rjúpur tekn-
ar við eftirlit úr lofti
Morgunblaðið/Theódór Kr. Þórðarson
Eftirlit Þyrla Gæslunnar aðstoðaði
lögreglu í eftirliti á rjúpnaslóðum.
„Við erum þátttakendur í átaksverkefnunum
UFTA – Ungt fólk til athafna og ÞOR – Þekk-
ing og reynsla á vegum Vinnumálastofnunar
sem ganga út á það að virkja atvinnulaust
fólk sem er á bótum. Reynslan sýnir að með
tíð og tíma sest fólk í ákveðið form og þá er
mjög erfitt að komast upp úr því,“ segir Þórir
Jóhannsson, framkvæmdastjóri Sýrlands.
Hvert námskeið stendur yfir í sex vikur og
er kennt í fjóra tíma á dag. Eldri
hópurinn mætir fyrir hádegi og sá
yngri eftir hádegi. Þórir segir
þátttakendur almennt ánægða
með námskeiðið hjá Sýrlandi,
þeir fyllast krafti, jákvæðni og
þori og drífa sig strax af stað.
„Það er jákvætt að ríkið
skuli horfa út fyrir boxið á
þessum niðurskurðartímum
og hafa þor í að setja pen-
inga í svona. Þetta skilar sér
margfalt.“
„Fyllast krafti,
jákvæðni og þori“
ÁTAKSVERKEFNIN UFTA OG ÞOR
Þórir Jóhannsson MMyndskeið á mbl.is
„Þetta eru ekki stórir markaðir og
eru fljótir að sveiflast niður í verði ef
mikið er framleitt,“ segir Gunnþór
Ingvason, framkvæmdastjóri Síld-
arvinnslunnar í Neskaupstað, um
markað fyrir frosna loðnu og loðnu-
hrogn. Hann getur þess að Norð-
menn séu komnir á fullt inn á þenn-
an markað og enn séu til birgðir frá
síðustu vertíð.
Sjávarútvegsráðherra gaf í gær út
reglugerð um loðnuveiðar á komandi
loðnuvertíð. Heildaraflamark er 200
þúsund tonn og þar af koma 139 þús-
und tonn í hlut íslenskra loðnuskipa.
Gunnþór telur að útflutnings-
verðmæti þess kvóta sem íslensku
útgerðirnar fá geti numið 12 millj-
örðum króna.
Jón Bjarnason ráðherra lagði
áherslu á það þegar hann gaf út
kvótann að sem mestur þjóðhags-
legur ábati skapaðist af þessari auð-
lind og kvótinn nýttist sem best til
manneldis. Gunnþór segir að fyr-
irtækin séu með mikla fjárfestingu
bundna í tækjum og mannskap sem
þau vilji nýta sem best. Hann reikn-
ar þó ekki með að mikið verði hægt
að frysta til manneldis í vetur vegna
markaðsaðstæðna, bæði í Rússlandi
og Japan. Á sama tíma sé verð á lýsi
og mjöli gott og fyrirtækin hafi það
forskot á aðrar þjóðir, til dæmis
Norðmenn, að hafa stýringu á hrá-
efninu á einni hendi. Þannig sé hægt
að hámarka heildarverðmæti afurð-
anna. helgi@mbl.is
Viðkvæmur mark-
aður fyrir loðnu
Íslensk skip fá 139 þúsund tonn
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Gallerí Fold • þar sem verkin seljast
Síðustu forvöð að koma verkum
inn á næsta listmunauppboð
Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16
Opnun kl. 15 • Allir velkomnir
Jólauppboð
6. desemberHulda Vilhjálmsdóttir
Jörðin hreyfist
Ekki líklegt að
höfðað verði mál
„Ég held að hún
sé nú ansi seint
fram komin. Sér-
staklega frá
flokkum sem
sjálfir tóku
ákvörðun um að
höfða ekki mál
gegn Bretum á
meðan það var
hægt,“ segir
Steingrímur J.
Sigfússon, fjármálaráðherra, um
þingsályktunartillögu 14 þing-
manna stjórnarandstöðunnar þess
efnis að höfðað verði mál gegn
Bretum vegna beitingar hryðju-
verkalaga gegn íslenska ríkinu og
íslenskum fyrirtækjum haustið
2008.
Gunnar Bragi Sveinsson, þing-
flokksformaður Framsóknarflokks-
ins og fyrsti flutningsmaður tillög-
unnar, segir ætlunina „að leita
réttlætis fyrir Íslands hönd“.
Steingrímur segir að ríkisstjórn-
inni hafi verið það í lófa lagið að
höfða mál á sínum tíma. „Það var
niðurstaða þáverandi ríkisstjórnar
að hverfa frá því að höfða mál.
Frestur til þess rann út 7. janúar
2009, þannig að ég óttast að það sé
ansi síðbúið að fara að taka það upp
núna aftur,“ segir hann.
einarorn@mbl.is
Steingrímur J.
Sigfússon