Morgunblaðið - 20.11.2010, Page 11
Hugsi Ok, átti ég að fara fyrst þarna, og síðan þarna? Eða síðan þarna og þá ... æ bíddu, hérna ...
Athyglisvert. Ég fílaði þetta, þetta keyrði
hausinn í gang og minnti á sérkennilegan
jógatíma. Því næst lögðumst við á gólfið og
áttum að vera eins og tuskur. Eftir það stóð-
um við upp og slompuðumst um (hinn svofelldi
Kaliforníumaður) og svo stig af stigi þar til við
vorum hlaupandi um, öskrandi, æpandi, hlæj-
andi og grátandi.
En þegar hér var komið sögu hafði ég
dregið mig í hlé. Ég sá að stelpurnar voru
bæði orðnar þreyttar og óöruggar og vissi sem
var að voðinn yrði vís þegar brjálsemin yf-
irtæki hópinn á lokastigi þessara tilfinninga
og tjáningar. Ég smokraði mér því út í horn
með stelpurnar í fanginu og fylgdist með.
Endað var á því að skipta fólkinu upp í hópa
og þeir látnir spinna verk á staðnum. Ég tók
ekki heldur þátt í því, en nú voru hvatirnar
orðnar annarlegri. Ég hefði vel getað tekið
þátt í þessum hluta með stelpurnar mér við
hlið, enda þessi partur til muna rólegri og yf-
irvegaðri. Ég held hins vegar, svei mér þá, að
ég hafi fengið „cold feet“ eins og það er kallað
upp á ensku. Ég þorði ekki, fannst eitthvað
óþægilegt og verð að viðurkenna, þetta með
hláturinn og grátinn var nokkuð sem ég hefði
veigrað mér við að fara út í. Ég notaði því
dæturnar sem hálfgildings afsökun fyrir því
að bakka rólega út úr þessu. Ég hef enga
skýringu á því af hverju ég gerði þetta. Und-
arlegt fyrir mann sem getur vart verið í klæð-
um með góðu móti og er haldinn óstjórnlegri
sýndarþörf. Tímanum sjálfum var stjórnað af
miklum sóma og ekkert við hann að athuga.
En ég þarf greinilega að hugsa það aðeins bet-
ur hvort ég eigi að gera alvöru úr því að sækja
um …
Rrrrrrr!!! Hinar ógurlegu, lifandi sláttuvélar létu heldur betur til sín taka!
Æææ Það hefði nú mátt fótósjoppa bumbuna.
Andakt Ó, himneski faðir, lýs mér leið...
Hljóð voru reynd, hópurinn
sönglaði með sínu nefi og
reyndi að ná samtóni, m.a.
með því að hver settist upp við
bakið á öðrum og reigði hrygg-
inn og ýlfraði eins og sláttu-
vél. Athyglisvert.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010
Viðskiptavinir með íbúða- og fasteignalán hjá Landsbankanum geta
lækkað höfuðstól lána sinna með því að óska eftir 110% aðlögun eða
25% höfuðstólslækkun lána í erlendri mynt.
LAUSNIR FYRIR HEIMILI | landsbankinn.is | 410 4000
Við tökum vel á móti þér um land allt.
110% aðlögun
· Höfuðstóll íbúða- eða fasteignalána er færður niður í 110%
af virði eignar
· Fyrir þá sem eru með íbúða- og fasteignalán með höfuðstól
umfram virði eignar
25% höfuðstólslækkun lána í erlendri mynt
· Höfuðstóll lána í erlendri mynt færður niður um 25% samhliða
breytingu í verðtryggt eða óverðtryggt íbúðalán í íslenskum
krónum
· Fyrir þá sem eru með lán í erlendri mynt
N
B
I
h
f
.
(
L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
)
,
k
t
.
4
7
1
0
0
8
-
0
2
8
0
.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
4
2
8
3
Lægri
höfuðstóll