Morgunblaðið - 20.11.2010, Page 18
VIÐTAL
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Unnið er að smíði nýs lagafrum-
varps í sjávarútvegsráðuneytinu um
fiskveiðistjórnun. Stefnt er að því að
það líti dagsins ljós upp úr áramót-
um, verði að lögum á vorþingi og
komi til framkvæmda, a.m.k. að
hluta, við upphaf nýs fiskveiðiárs
næsta haust. Ákveðnir þættir gætu
þurfti lengri aðlögun.
Útgangspunktar við þessa vinnu
er blönduð leið þar sem annars veg-
ar verður byggt á því aflahlutdeild-
arkerfi sem notað hefur verið und-
anfarna áratugi og hins vegar á
svokölluðum pottum sem tækju
meðal annars tillit til byggðarlaga
og sérstakra aðstæðna. Ekki er víst
að pottarnir verði upp byggðir á
sama hátt og nú er gert. Samningar
yrðu gerðir við útgerðarfyrirtæki,
en jafnframt er til skoðunar að
samningar yrðu einnig gerðir við
byggðarlög. Ákvæði um veiðigjald
koma einnig til endurskoðunar og
m.a. horft til upphæða og ráðstöf-
unar til sjávarbyggða og hafrann-
sókna í því sambandi.
Jóhann Guðmundsson, skrif-
stofustjóri í sjávarútvegsráðuneyt-
inu, stýrir vinnunni við gerð frum-
varpsins. Að vinnunni koma um
fimmtán starfsmenn ráðuneytisins
og Fiskistofu og er unnið í hópum
eftir málaflokkum. Þá hefur verið
skipaður formlegur samráðshópur
sem í eiga sæti fulltrúar þingflokka
stjórnarflokkanna. Hópurinn kemur
að pólitískri stefnumörkun og út-
færsla verður kynnt samráðs-
hópnum eftir því sem málinu vindur
fram.
„Við þekkjum þá hörðu umræðu
sem verið hefur hér á landi und-
anfarin ár um eignarhald á sjávar-
auðlindinni,“ segir Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, í samtali við Morgun-
blaðið. „Menn hafa reynt að kasta
langvarandi eignarrétti á auðlindina
þrátt fyrir það grundvallaratriði að
auðlindin sem slík sé í þjóðareigu.
Ráðuneytið hefur því sent bréf til
formanns undirbúningsnefndar
stjórnlagaþings um að ákvæði um
náttúruauðlindir í þjóðareign verði
skilgreint og fái stað í stjórnarskrá
lýðveldisins. Þetta er gert í sam-
ræmi við niðurstöður starfshóps um
endurskoðun á fiskveiðilöggjöfinni.“
Horft til framtíðar
– Verður í vinnu ráðuneytisins við
nýtt frumvarp byggt á samningaleið
eins og var meginniðurstaða svo-
kallaðrar sáttanefndar?
„Þessi starfshópur lagði ekki til
eina einhlíta endanlega útfærslu, en
bendir á að tryggja verði ákveðinn
grundvöll fyrir fyrirtæki í sjávar-
útvegi. Þau verði að hafa samning til
að skapa ákveðinn stöðugleika um
ákveðna hlutdeild til tiltekins tíma
þannig að þau geti skipulagt sig.
Þetta er bara sjálfsagt og eðlilegt og
ekki ágreiningur um það.
Í áliti starfshópsins kom líka fram
að ákveðnum hlut leyfilegs heildar-
afla gæti verið deilt út með öðrum
hætti. Það er nú þegar gert að
ákveðnu marki með byggðakvóta,
línuívilnun, vegna rannsókna og
með ýmsum öðrum sértækum þátt-
um. Þetta má gera með enn mark-
vissari hætti og þá horfum við til
beinni og virkari byggðatenginga og
aðkomu landsvæðanna sjálfra til að
tryggja öryggi byggðanna. Þannig
gæti línuívilnun notið ákveðins for-
gangs og á því er engin launung að
ég er mjög hlynntur því að kanna
hvernig megi styrkja og efla dag-
róðraflotann.
Við gætum líka þurft að eiga
heimildir, eins og að hluta er gert
ráð fyrir í byggðakvótanum núna, til
að koma skyndilega inn til hjálpar
byggðarlögum sem lenda í vanda.
Einnig að það sé með einhverjum
hætti virkur leigumarkaður til þess
að menn geti sótt í, bæði með tilliti
til meðafla og breyttrar gengdar á
fiskislóð. Í þessu kerfi þarf að vera
ákveðið svigrúm.
Í heildina litið er hugmyndin sú
að nýtt kerfi verði lagt upp þannig
að ákveðið hlutfall af heildarafla
verður tekið til slíkrar ráðstöfunar
og ákveðin hlutdeild til núverandi
aflahlutdeildarhafa, þannig að þeir
hafi líka sína tryggingu. Þeir gætu
líka hugsanlega sótt í þá potta sem
verður úthlutað með öðrum hætti og
með önnur markmið í huga. Málefni
nýliðunar verða skoðuð sér-
staklega.“
– En ef línupotturinn, byggða-
potturinn og aðrir pottar eru stækk-
aðir þarf þá ekki að taka heimildir
annars staðar frá? Kæmi það ekki
niður á útgerðum sem hafa verið í
gamla kerfinu?
„Það er ófært að núverandi afla-
markshafar eigi allan rétt og taki þá
alla aflaaukningu til sín.
– En útgerðin hefur tekið á sig
skerðingu þegar heimildir hafa
minnkað.
„Nú erum við að horfa til fram-
tíðar. Við erum ekki að horfa á kerfi
sem sett var á á níunda áratugnum
og mikið ósætti hefur verið um.
Rekstrarlega hefur það á margan
hátt verið árangursríkt, en það hef-
ur líka leitt af sér erfiðleika víða um
land.“
Allir óska eftir öryggi
– Þið talið mikið um að skapa sátt,
en er ekki rétt að á borðum í ráðu-
neytinu séu ályktanir og álit frá
hagsmunasamtökum sjómanna, út-
gerðinni, verkalýðsfélögum, sveit-
arstjórnum og fleiri um að viðhalda
þessu hlutdeildarkerfi.
„Auðvitað verður að vera ákveðin
grunntrygging fyrir útgerðina, en
við skulum samt hafa í huga að nú
er í raun úthlutað aflamarki til eins
árs. Það er nú öryggið sem þessar
útgerðir búa við. Mörg af þeim
byggðarlögum sem hafa verið að
álykta eru fyrst og fremst að óska
eftir öryggi fyrir sig. Síðan koma út-
gerðir frá sömu byggðarlögum og
óska eftir að farið verði varlega í
breytingar á núverandi kvótakerfi á
sama tíma og beiðnir berast um
aukinn byggðakvóta, sem er hinn
samfélagslegi þáttur í þessu fisk-
veiðistjórnunarkerfi.
Öryggi er það sem allir kalla eftir
fyrir sig, hvort sem það eru útgerð-
ir, fiskvinnslufyrirtæki eða fólkið
sem vinnur í landi. Það er mjög eðli-
legt að allir sem tengjast sjávarút-
vegi kalli eftir auknu öryggi og það
á enginn einn mikinn rétt umfram
aðra.“
Megum ekki setja allar
útgerðir í sama flokk
– Er hugsanlegt að stjórnvöld
baki sér ábyrgð með því að taka
kvóta af útgerðum og setja í stækk-
aða potta? Heimildir hafa verið seld-
ar og veðsettar í rúma tvo áratugi.
„Nei, ég hef enga trú á því að
nokkur skaðabótaábyrgð skapist. Í
núgildandi lögum um fiskveiði-
stjórnun segir að fiskveiðiauðlindin
sé sameign þjóðarinnar og henni
beri að ráðstafa með tilteknum
hætti, meðal annars til að treysta
byggð í landinu, og að veiðar skuli
stundaðar með sjálfbærum hætti.
Þetta stendur skýrum stöfum í
fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlag-
anna.
Hins vegar ber að fara fram í
þessari vinnu þannig að við höldum
sem sterkustum sjávarútvegi. Mörg
útgerðarfyrirtæki eru hátæknivædd
og búa yfir mikilli þekkingu. Við
megum heldur ekki setja allar út-
gerðir í sama flokk þegar við gagn-
rýnum framgöngu einstakra út-
gerða. Margar sterkar útgerðir hafa
verið reknar af mikilli hagkvæmni,
en einnig af mikilli trúmennsku
gagnvart sínum byggðarlögum og
fólkinu sem þar býr. Það verðum við
að hafa mjög rækilega í huga þegar
við erum að fjalla um þessa atvinnu-
grein. Stórir hlutar af henni eru
reknir í mikilli sátt við samfélagið,
en innan um eru aðrir svartir sauð-
ir.
– Þú hefur ekki nefnt fyrning-
arleið, er hún enn til skoðunar?
„Þegar nefnd eru einstök hugtök,
fyrningarleið eða eitthvað annað, þá
eru það ekki einhlít orð. Það sem ég
legg áherslu á er að fiskiauðlindin
og aðgengi að henni til framtíðar sé
skipt með þeim hætti að rétti og
starfsöryggi útgerðanna, fisk-
vinnslufyrirtækjanna, fólksins og
búsetunnar sé haldið til haga. Það
má til dæmis halda því fram að bú-
setan í ákveðnum sjávarbyggðum
hafi verið fyrnd á síðustu árum með
miklum fólksflutningum.
Menn verða að gæta þess að festa
sig ekki í neinum formum. Stefnan
þarf að vera skýr og á það legg ég
áherslu. Markmiðið er að skapa öll-
um þeim sem tengjast útgerðinni
öryggi. Við þurfum að umgangast
auðlindina á sjálfbæran og vistvæn-
an hátt, en líka samfélagslegan,“
segir sjávarútvegsráðherra.
Blönduð leið potta og samninga
15 manns koma að gerð frumvarps
Fulltrúar stjórnarflokka með í ráðum
Morgunblaðið/Ernir
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra „Við þurfum að umgangast auð-
lindina á sjálfbæran og vistvænan hátt, en líka samfélagslegan.“
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010
Jón Bjarnason segir að innan
þessa fiskveiðiárs muni sjávar-
útvegurinn í meginatriðum búa
við þann lagagrunn sem nú er
fyrir hendi. „Það breytir því þó
ekki að ég áskil mér rétt til að
flytja frumvörp sem taka til
tímabundinna aðgerða innan
þessa árs. Í þeim efnum er ým-
islegt til skoðunar og við verð-
um að vera tilbúin að bregðast
við aðstæðum í lífríkinu.
Sjávarútvegur er síbreyti-
legur atvinnuvegur sem byggist
á síkviku lífríki. Við fáum nýja
stofna inn í lífríkið og þurfum
að geta brugðist við því og end-
urmetið stöðuna og svo hopa
aðrir stofnar. Það er aldrei sú
staða uppi að menn geti sagt að
nú viti þeir allt í sjávarútvegi.
Það er ekki þannig að menn geti
bara labbað inn í banka og veð-
sett framtíðina, það er mikill
misskilningur,“ segir Jón
Bjarnason sjávarútvegs-
ráðherra.
Ýmislegt til
skoðunar
SÍBREYTILEGUR ÚTVEGUR
Morgunblaðið/Alfons
Hugsaðu
Þegar þig
vantar skó
VELKOMINN Í SMÁRALIND
MIKIÐ ÚRVAL AF BARNA,HERRA OG DÖMUSKÓM
Stráka skór 2.litir
4.990 kr
Stelpustígvél
2.litir
6.990 kr
Stelpuskór
3.litir
8.990 kr
Leður
Tramparar
19.990 kr
Weinbrenner
herra
17.490 kr
Dömu
vetrarskór
19.690 kr
Dömu
vetrarskór
11.990 kr
Herraskór
9.990 kr