Morgunblaðið - 20.11.2010, Page 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010
Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu
Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins. Í vörslu Rannís
eru opinberir samkeppnissjóðir s.s. Rannsóknarsjóður og Tækniþróunarsjóður. Rannís sér um greiningu
á rannsóknum og nýsköpun á Íslandi og gerir áhrif rannsókna og nýsköpunar á þjóðarhag og hagvöxt
sýnilegan. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins.
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
Dagskrá
Fundarstjóri: Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís
8.30 Setning Haustþings Rannís
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra
8.45 Developing the European Research and Innovation Ecosystem
Professor Luke Georghiou, Vice-President for Research and Innovation,
University of Manchester and Professor of Science and Technology Policy and Management
9.30 Einkaleyfi sem mælikvarði á þekkingu
Grétar Ingi Grétarsson aðstoðarforstjóri Norrrænu einkaleyfastofunnar
9.50 Frá rannsóknum á Íslandi til alþjóðlegrar nýsköpunar
Rögnvaldur Sæmundsson dósent við Viðskiptadeild HR og forstöðumaður
Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum
10.10 Samantekt
Haustþing Rannis verður á Hótel Sögu, Harvard 2. hæð
Morgunverður fyrir gesti. Skráning á rannis@rannis.is
Haustþing Rannís 2010
Frá rannsóknum til nýsköpunar
25. nóvember kl. 8.30 - 10.30 á Hótel Sögu
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
n
Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra
viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið.
34 dagar til jóla
Síðasti
öruggi
skiladag-
urinn til að
póstleggja
jólapakka til
landa utan
Evrópu er
mánudagurinn 6. desember, og jóla-
kort til landa utan Evrópu er föstu-
dagurinn 10. desember.
Síðasti öruggi skiladagur fyrir
jólapakka til Evrópu er mánudag-
urinn 13. desember og fyrir jólakort
til Evrópu föstudagurinn 17. desem-
ber, til að þau skili sér í tæka tíð fyrir
jólin.
TNT-sendingar til landa utan Evr-
ópu hafa frest til 17. desember en
þær TNT-sendingar sem fara til Evr-
ópu til 21. desember.
Til að vera viss um að jólapakkar
og jólakort innanlands skili sér fyrir
jól er mánudagurinn 20. desember
síðasti öruggi skiladagurinn.
Á öllum pósthúsum landsins er tek-
ið á móti jólapóstinum en til að auka
þjónustu fyrir jólin verða opnuð jóla-
pósthús í Kringlunni, Smáralind og á
Glerártorgi á Akureyri. Jólapóst-
húsin verða opnuð 9. og 10. desember
nk. og verða opin á afgreiðslutíma
verslunarmiðstöðvanna.
Allar nánari upplýsingar um síð-
ustu skiladaga, afgreiðslutíma og
þjónustu póstsins er að finna á
www.postur.is.
Síðustu skiladagar
fyrir jólapakka
Jólakort
SOS barna-
þorpanna
eru komin í
sölu. Það
eru listakon-
urnar Ingibjörg Eldon Logadóttir
og Gunnella sem eiga heiðurinn
af kortunum í ár. Á vef samtak-
anna, www.sos.is, er úrval jóla-
korta til sölu. Einnig eru þau fá-
anleg á skrifstofu samtakanna að
Hamraborg 1 í Kópavogi.
SOS barnaþorpin taka að sér
munaðarlaus og yfirgefin börn í
yfir hundrað löndum og sjá þeim
fyrir heimili. Þar fá börnin að búa
við öryggi og hlýju þar til þau
eru orðin fullorðin og reiðubúin
til að standa á eigin fótum.
Barnaþorpin eru nú orðin 510
talsins og í þeim búa um 80.000
börn.
Samtökin sinna einnig forvarn-
arstarfi meðal fátækra barnafjöl-
skyldna sem eiga á hættu að
sundrast. Með fjölskyldueflingu
SOS eru innviðir fjölskyldunnar
styrktir og foreldrum hjálpað
með fræðslu og stuðningi svo þeir
sjálfir geti mætt grunnþörfum
barna sinna með mannsæmandi
hætti, segir í tilkynningu.
SOS barnaþorpin
selja jólakort
Í dag, laugardag,
kl. 14 verður opið
hús í Dagdvöl
Sunnuhlíðar að
Kópavogsbraut
1c. Seldir verða
munir unnir af
heimilisfólkinu á
Dagdvöl og heimabakaðar kökur.
Þá verður kaffisala á vegum Sorop-
timistaklúbbs Kópavogs. Allur
ágóði rennur til Dagdvalar þar sem
eldra fólk dvelur daglangt og nýtur
ýmissar þjónustu.
Bazar og kaffisala
Íslandsdeild Amnesty Inter-
national hefur hafið sölu á jóla-
korti ársins 2010. Allt frá stofn-
un Íslandsdeildar Amnesty
International árið 1974 hefur Ís-
landsdeildin gefið út listaverka-
kort og ætíð leitast við að fá
verk íslenskra listamanna til að
prýða kortin. Í ár var leitað í
smiðju meistara Ásgríms Jóns-
sonar og mun verk hans prýða
kortið.
Amnesty International gegnir mikilvægu hlutverki í verndun mannrétt-
inda. Samtökin grípa til aðgerða þegar grundvallarmannréttindi fólks eru
fótum troðin. Kaup á jólakortum Amnesty International jafngilda mark-
vissum stuðningi við mannréttindi, segir í tilkynningu. Kortin eru seld á
skrifstofu deildarinnar að Þingholtsstræti 27 í Reykjavík og í helstu bóka-
búðum. Hægt er að panta kortin á heimasíðu samtakanna.
Jólakort Amnesty International
Í ár mun Blindrafélagið gefa út
tvær gerðir af jólakortum auk
merkisspjalda á pakka. Jólakort
með myndinni „Englajól“ eftir
listamanninn Marilyn Herdísi Mellk
verða seld 8 saman í pakka með
umslögum fyrir 1.200 kr. Merk-
isspjöld verða seld 8 saman í pakka
á 400 kr. og jólakort með mynd af
Eyjafjallajökli eru seld 15 saman í
pakka fyrir 2.250 kr.
Hægt er að nálgast kortin hjá
Blindrafélaginu að Hamrahlíð 17 í
Reykjavík eða með tölvupósti á net-
fangið blind@blind.is. Þá munu
sölumenn ganga í hús á næstu vik-
um og bjóða kortin til sölu.
Blindrafélagið, samtök blindra
og sjónskertra á Íslandi, fjár-
magnar starfsemi sína að lang-
mestu leyti með sjálfsaflafé. Þar
gegnir sala jólakorta veigamiklu
hlutverki. Með því að kaupa jóla-
kort félagsins tekur fólk virkan
þátt í að styðja til sjálfstæðis blinda
og sjónskerta einstaklinga á öllum
aldri og stuðla þannig að auknum
lífsgæðum þeirra og betra sam-
félagi, segir í tilkynningu.
Blindrafélagið reiðir sig á sölu jólakorta
til að halda starfseminni gangandi
Sænska jóla-
geitin hefur nú
fengið sinn
fasta stað á
litlum hól við
IKEA í Kaup-
túninu og nýt-
ur sín vel.
Búið er að
skreyta hana
með rauðum borðum og jólaljósum
þannig að hún er mjög jólaleg og
lýsir upp skammdegið. „Þess má
geta að geitin var smíðuð hér á Ís-
landi þannig að hún er dálítið ís-
lensk í sér þrátt fyrir að forfeður
hennar séu sænskir,“ segir í til-
kynningu.
Jólageitin
ÚR BÆJARLÍFINU
Ómar Garðarsson
Vestmannaeyjar
Þó að Vestmannaeyingar séu
ekki kátir með að ekki skuli allt
ganga eins og ætlað var með Land-
eyjahöfn er nóg um að vera í Eyjum
eins og venjulega á haustin. Það sem
Eyjamenn sakna helst er að ekki
skuli koma fleiri og njóta með þeim
en trúa því að úr rætist.
Þann 15. nóvember, 2010, voru
liðin 60 ár frá andláti eins virtasta
ljósmyndara í Vestmannaeyjum,
Kjartans Guðmundssonar (1885-
1950). Af því tilefni var efnt til dag-
skrár til heiðurs Kjartani í Safna-
húsinu á laugardag. Í anddyri eru
myndir Kjartans til sýnis og verða
til mánaðarloka.
Þann 12. nóvember voru fimm
ár síðan vefurinn www.heimaslod.is
var formlega opnaður. Hugmynda-
fræði vefsins byggir á Wikipedia al-
fræðiorðabókinni og má segja að
Heimaslóð sé alfræðisafn Vest-
mannaeyja sem sérhæfir sig í upp-
lýsingum um Vestmannaeyjar og
Vestmannaeyinga.
Safnahelgi í Vestmannaeyjum
hefur fest sig í sessi sem menningar-
veisla þar sem í boði eru tónleikar,
sýningar og aðrar uppákomur. Má
segja að listagyðjan leiki við hvern
sinn fingur, hvort sem um er að
ræða ritlist, myndlist eða tónlist.
Meðal gesta af fastalandinu voru rit-
höfundar, tónlistarfólk og grínarar.
Aðsókn var yfirleitt góð.
Söngleikurinn um Konung ljón-
anna, Lion King, var nýlega frum-
sýndur í Bæjarleikhúsinu í Vest-
mannaeyjum. Er þetta sérstök
hátíðarsýning í tilefni af 100 ára af-
mæli félagsins á þessu ári. Leik-
stjóri er Haraldur Ari Karlsson en
alls koma um 50 manns að sýning-
unni sem er bæði fjörug og
skemmtileg.
Þema norræna skjaladagsins
þetta ár er veður og veðurfar. Hér-
aðsskjalasafnið í Vestmannaeyjum
sýnir af því tilefni veðurbækur frá
Stórhöfða síðastliðin níutíu ár, allar
eru þær til, vel varðveittar, í örugg-
um höndum uppi á Stórhöfða. Einn-
ig veðurbók frá frostavetrinum
mikla 1918 en hún sýnir mesta frost
sem mælst hefur í Vestmannaeyjum
frá því að mælingar hófust.
Nú er lokafrágangur hafinn á
nýju fjölnota íþróttahúsi við Há-
steinsvöll en í húsinu verður m.a. að-
staða fyrir frjálsar íþróttir og hálfur
knattspyrnuvöllur. Gert er ráð fyrir
að húsið verði tilbúið í desember.
Færri ferðamenn vegna
vandræða með höfnina
Morgunblaðið/Ómar Garðarsson
Afmælissýning Haraldur Karl, leikstjóri Konungs ljónanna, og Fríða
Sigurðardóttir sem hefur starfað með Leikfélagi Vestmannaeyja í áratugi.