Morgunblaðið - 20.11.2010, Side 28

Morgunblaðið - 20.11.2010, Side 28
Sporin hræða á gjaldeyrismörkuðum FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is O fgnótt og nánast óheft aðgengi að ódýru fjár- magni upp úr aldamót- um stuðlaði að fast- eignabólum og eignaverðbólgu víðast hvar á Vest- urlöndum. Viðtekin trú á að seðla- bankamenn hefðu loksins náð slíkum tökum á stjórntækjum peninga- málastefnunnar að lágir vextir þyrftu ekki á endanum að leiða til ofþenslu og verðbólgu réð för allt fram að því að fjármálakreppan brast á með full- um þunga haustið 2008. Sporin hræða og því beita nú mörg ríki varn- araðgerðum gegn gjaldeyrisinnflæði um þessar mundir. Síðan þá hefur mikið vatn runnið sjávar. Eitt hefur þó ekki breyst en það er ofgnótt af ódýru fjármagni. Seðlabankavextir eru við núllið beggja vegna Atlantsála auk þess sem seðlabankar í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa beinlínis aukið pen- ingamagn í umferð til þess að freista þess að koma hagkerfum sínum í gang. Þó svo að Evrópski seðlabank- inn hafi ekki gengið svo langt hefur hann verið umsvifamikill kaupandi að ríkisskuldabréfum evrusvæðisins sem getur þegar fram í sækir haft áhrif til aukningar peningamagns. Fjármagnið flæðir en fer nú í aðra átt Munurinn á ástandinu nú og á árunum á undan fjármálakreppunni felst fyrst og fremst í flæði fjár- magnsins. Fyrir nokkrum árum flæddi fjármagn frá útflutnings- hagkerfum Asíu til Vesturlanda þar sem það kynti undir meiriháttar eignabólu. Nú fer það í öfuga átt. Lágvaxtastefnan í Bandaríkjunum og í Evrópu hefur haft hverfandi áhrif á hagvöxt í þessum ríkjum en á sama tíma leitt til gríðarlegs innflæðis fjár- magns til þeirra hagkerfa Asíu og Rómönsku-Ameríku sem vaxa hvað hraðast um þessar mundir. Í sjálfu sér er enginn eðlismunur á þessu fjármagnsflæði og innflæðinu sem átti sér stað hér á landi á þenslu- árunum fyrir bankahrun. Fjárfestar nýta sér vaxtamun milli landa í við- skiptum með skuldabréf. Í þessu fel- ast engin tíðindi. Það heyrir hins veg- ar til tíðinda að ríki í Asíu og Rómönsku-Ameríku hafa í vaxandi mæli reynt að verja hagkerfi sín fyrir afleiðingum skyndilegrar aukningar á innflæði erlends fjármagns; fyrst og fremst eignaverðbólgu og mögulegri rangri nýtingu á framleiðsluþáttum til lengri tíma litið. Þannig tilkynntu suðurkóresk stjórnvöld í vikunni að áfram yrði lagður skattur á fjárfest- ingar erlendra aðila á þarlendu rík- isskuldabréfi. Ástæðan er sögð vera að koma í veg fyrir sveiflur á gjald- eyrismarkaði en án efa er fyrst og fremst átt við of mikla styrkingu vonnsins. Taílensk stjórnvöld hafa sett sérstakan fjármagnstekjuskatt á fjárfestingar erlendra aðila í rík- isskuldabréfum og skuldabréfum fyr- irtækja. Brasilísk stjórnvöld skatt- leggja sérstaklega erlendar fjárfestingar á innlendum skulda- bréfamarkaði meðan engar sérstakar hömlur eða takmarkanir eru á beinar erlendar fjárfestingar. Þessar aðgerðir eru í sjálfu sér ekkert annað en eitt form gjaldeyr- ishafta, þó svo að þau séu ekki nærri eins altæk og þau sem er stuðst við hér á landi um þessar mundir. Auk þess sem þeim er ætlað að hindra nei- kvæð áhrif mikils innflæðis skamm- tímafjármagns en ekki útflæðis gjald- eyris eins og hér á landi. Leiðtogar tuttugu helstu iðn- ríkja heims komu sér saman um á dögunum að slík höft gætu verið rétt- lætanleg og nauðsynleg um þessar mundir sökum þess hversu lágir stýrivextir eru nú á Vesturlöndum og hlýtur það að benda til þess að ný hugsun sé farin að ryðja sér til rúms í þessum efnum. Reuters Afslöppun Nýmarkaðsríki hafa brugðist við miklu gjaldeyrisinnflæði að undanförnu með því að reisa tálma fyrir frjálsa för fjármagns. 28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það er óskilj-anlegt meðöllu að reynt sé að deila um það í fullri al- vöru hvort aðlög- unarferlið að ESB sé hafið á Íslandi þvert gegn sam- þykktum Alþingis. Ekki hefur einu sinni verið látið svo lítið að ræða það í utanrík- ismálanefnd Alþingis að slíkt ferli sé hafið og að mati ESB muni engar eiginlegar samn- ingaviðræður fara fram, hvorki fyrr né síðar. Þetta er svo brjálæðislegt vegna þess að um þetta verður ekki deilt. Eftir að meirihluti Alþingis hafði samþykkt að senda mætti umsókn til ESB, sem allmargir lýstu yfir op- inberlega að þeir gerðu þvert gegn samvisku sinni, var því haldið fram að um eins konar könnunarviðræður væri að ræða. Það var kallað að „fá að kíkja í pakkann.“ Hugsanlegt er að til séu allmargir kjánar sem hafi keypt þetta þótt ótrú- legt sé. En það keyptu ótrú- lega margir töfrafótnuddtækið á sínum tíma svo ekkert er úti- lokað. Svo kom ekki bara á daginn að það þurfti ekki að taka neinar umbúðir utan af pakka til að fá að kíkja því það var engan pakka að fá til að gramsa í og velja sér góðgæti úr við hæfi og sleppa öllu hinu. Reglum ESB hafði verið breytt fyrir mörgum árum. Umsókn felur nú í sér inn- göngu, sem verður þó ekki endanleg og formleg fyrr en löggjöf ríkisins hefur verið felld að reglum sambandsins, samkvæmt einhliða mati þess og sáttmálar verið undirrit- aðir. ESB margtekur fram að ekki sé við hæfi að tala um samningaviðræður, því með því sé verið að villa um fyrir ís- lenskum almenningi. Það hef- ur aldrei vafist fyrir Össuri Skarphéðinssyni. Þegar Ög- mundur Jónasson loks áttar sig á að hann fái ekki að „kíkja í pakkann“ fyrr en mörgum mánuðum eftir að Samfylk- ingin hefur haldið sín jól í Brussel og löngu verði búið að henda trénu út úr stofunni með gerviskrautinu og öllu saman sækir að honum svimi. Hann vill vita á næstu fáu vik- um hvort gengið verði að öll- um þeim sérsjónarmiðum Ís- lands sem áróðursmenn ESB hafa haldið fram að væri auð- velt af því að Svíar hafi fengið leyfi til að taka áfram í nefið í laumi. En við Ögmund talar ESB og íslenska utanrík- isráðuneytið eins og handóða relluskjóðu sem nýfarin er að staulast um og rífa úr hillum og spyr með þjósti hvort menn geri sér ekki grein fyrir að nú séu Ís- lendingar í aðlög- un og þeim verði ekki svarað um eitt eða neitt fyrr en henni sé lokið. Og Steingrímur J. sem skömmu áður hafði lýst því yfir að aðlögun ætti sér ekki stað tekur nú þátt í að snupra Ögmund á sömu forsendum. Og Stein- grímur bætir því við að ekki sé hægt að hætta við málið núna. Þetta hefur hann sjálfsagt ekki komist hjá að segja vegna þess að hann hafði ekki svikið flokksbræður sínar og kjós- endur um neitt þann daginn fram að því. En á Steingrím hrópa orðin sem hann hafði yfir þegar hann var að fá flokkssystkini sín í þinginu í sögulegasta svikaleiðangur íslenskra stjórnmála. Þegar atkvæði voru greidd um umsókn- artillöguna kvaddi Stein- grímur J. Sigfússon sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna, ugg- laust með óbragð mikið í munni, og útskýrði eigin af- stöðu og flokks síns svo: „Við áskiljum okkur ekki bara rétt til þess að leggjast gegn samn- ingsniðurstöðu, verði hún sú sem við teljum mörg hver lík- legt, þ.e. að hún breyti litlu um það mat sem uppi hefur verið um hvað það þýði fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Við áskiljum okkur líka rétt til þess á hverju stigi málsins sem er að leggja það til að samningaviðræðum verði hætt og það á Alþingi líka að gera.“ Augljóst má vera að þessi yfirlýsing var gefin með sam- þykki þingflokks VG eða að kröfu hans til að gera mönnum þar léttara um vik þegar þeir víkja frá sínum helstu stefnu- miðum, loforðum og dreng- skaparheiti gagnvart stjórn- arskránni um að fylgja samvisku sinni við atkvæða- greiðslur á Alþingi. En nú vill Steingrímur J. ekkert við þessi orð sín kannast. Eða að minnsta kosti ekkert með þau hafa. Áður hefur verið minnst á að margt bendir til þess að Steingrímur J. Sigfússon meini yfirleitt ekki neitt með neinu sem hann segir. Þessi atburðarás ýtir enn undir það mat. En Steingrímur getur þó hugsanlega í afsökunar- og út- úrsnúningaskyni sagt sem svo: Ég get ekki „lagt til að samn- ingaviðræðum verði hætt“, vegna þess að ESB segir að þetta séu ekki samninga- viðræður heldur hreinrækt- aðar aðlögunarviðræður. Kannski verður það þrauta- lendingin. Vinstri grænir höfðu áskilið sér rétt til að slíta aðildarvið- ræðum hvenær sem væri. Tilefnin gátu aldrei orðið meiri en þau sem nú blasa við} Himinhrópandi tilefni F orstjóri stoðtækjaframleiðandans Össurar, Jón Sigurðsson, sagði í útvarpsviðtali fyrir skömmu að hann skildi hreinlega ekki hvers vegna hefði ekki verið gengið frá Icesave strax eftir hrun. Í kjölfarið lýsti hann því yfir að tiltrú á Íslandi myndi batna mjög og lánshæfismat landsins lagast svo um munaði, væri Icesave-málinu komið frá. Af þessu má draga þá ályktun að forstjórinn telji að æski- legast hefði verið ef hinir upprunalegu Icesave- „samningar“, sem íslenska þjóðin hafnaði í þjóðaratkvæðagreiðslu að gangast undir, hefðu verið festir í lög. Enda alþekkt í peningafræð- unum að geigvænleg skuldaaukning ríkja í er- lendri mynt gerir þau að mun æskilegri lántak- anda til framtíðar. Eða þannig. Vart verður hjá því komist að setja þessi orð forstjórans í samhengi við þá einstöku greiðasemi sem ís- lensk peningamálayfirvöld sýndu hluthöfum og stjórn- endum Össurar í upphafi þessa mánaðar. Þá ákvað Seðla- banki Íslands að afnema gjaldeyrishöft gagnvart einu fyrirtæki á Íslandi, Össuri. Hluthöfum var gert kleift að færa hlutabréf sín á Íslandi til Danmerkur. Enginn rök- stuðningur fylgdi þessari ákvörðun Seðlabankans, sem kynnt var í upphafi mánaðarins. Um tveimur vikum síðar barst síðan tilkynning frá Össuri um að fyrirætlað væri að afskrá félagið úr íslensku kauphöllinni. Fyrirtækið Össur hefur vaxið og dafnað á Íslandi í að verða fjóra áratugi. Á þeim tíma hefur félagið fengið nýsköpunarstyrki og lán frá lífeyrissjóðum allra landsmanna, og orðið í kjölfarið eitt burðugusta fyrirtæki Íslands. En núna stoppar Icesave allt saman, að mati forstjórans, sem sagði í vikunni að fjármagns- markaðir væru lokaðir íslenskum fyrirtækjum vegna málsins. Forstjórinn hefði þó ekki þurft að horfa lengra aftur en í október 2009, þegar Össur hf. náði sér í tæplega 150 milljónir danskra króna hjá erlendum fjárfestum í hlutafjárútboði. Það þrátt fyrir að félagið væri skráð á markað á Íslandi á þeim tíma og Ice- save-málið óleyst. Að sjálfsögðu hafa aðalhöfundar og fylg- ismenn Icesave-samningsins, sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslu síðasta vor, gripið þessi ummæli forstjórans á lofti. Mörgum samsæriskenningum hefur verið fleygt út í umræðuna í gegnum tíðina, en maður vill eig- inlega ekki trúa því að forstjóri Össurar hafi samið um að fá hlutabréf fyrirtækisins úr landi gegn því að harma stöðu Icesave-málsins í viðtölum í fjölmiðlum. Margoft hefur verið sýnt fram á að Íslandi ber ekki lagaleg skylda til að bæta erlendum sparifjáreigendum fall hins einkarekna Landsbanka. Meira að segja þeir sem eru hlynntir því að gangast undir Icesave-skuld hafa við- urkennt að málið sé leyst á pólitískum forsendum, en ekki lagalegum. Enda snýst málið nú um að bjarga andliti þeirra sem reyna að þröngva þessari skuld upp á lands- menn – og meira að segja forsvarsmenn úr atvinnulífinu taka þátt í þeim skollaleik. thg@mbl.is Þórður Gunnarsson Pistill Kaup kaups STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Seðlabankar nýmarkaðsríkja reyna í vaxandi mæli að verja sig gegn neikvæðum afleið- ingum mikils og skyndilegs innflæðis fjármagns sem leit- ar í annað en beina erlenda fjárfestingu. Þrátt fyrir það virðist Seðlabanki Íslands ætla að halda sig við hávaxta- stefnuna þegar höftunum léttir. Væntanlega í þeirri trú að styrking gengis krónunnar haldi niður verðbólgu frekar en aðrir þættir. Arnór Sig- hvatsson aðstoðarseðla- bankastjóri boðaði einmitt þetta á dögunum í ræðu á morgunfundi íslenskra verð- bréfa. Þar sagði hann að stjórnvalda biði það verkefni að sýna fjárfestum að Ísland væri betri fjárfestingarkostur en önnur skuldug ríki og nauðsynlegt yrði þegar fram í sækti að laða fjármagn sem nú er í skjóli í lágvaxtalöndum til landsins. Án efa á Arnór þar við hvernig megi beita vaxtamun í krafti peninga- málastefnunnar til þess. Áfram horft til hávaxta ÍSLAND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.