Morgunblaðið - 20.11.2010, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010
Enn einu sinni hefur sjón-
hverfingamönnum hinnar
hreinu vinstri stjórnar tekist
að rugla almenning og fjöl-
miðla í ríminu. Enn reyna þeir
að ýta til hliðar málum, sem
þeir hétu að leysa, áður en
þeir voru kosnir. Nú skal kosið
til stjórnlagaþings, en fulltrúa
á það ber að kjósa úr hópi
hundraða einstaklinga, sem
hafa ákveðið, að þeir séu hæfir
til að kasta gömlu stjórn-
arskránni og búa til nýja.
Stjórnarskráin er góð. Hún
þarfnast að vísu lagfæringa,
og sumar þeirra lagfæringa
hafa þvælst fyrir mönnum síð-
an hún var lögfest. Engin
ástæða er til byltingar í þeim
efnum. Þó ber að leggja emb-
ætti forsetans niður, og þó
fyrr hefði verið.
Þeim, sem ætla að kjósa, er
bent á ágæta grein Magnúsar
Thoroddsen hrl. í Morg-
unblaðinu 18. þ.m. Þá er rétt
að benda á hugrenningar Kol-
brúnar Bergþórsdóttur í sama
blaði, en þar segir Kolbrún
allt, sem segja þarf.
Mín reynsla af nefndastörf-
um er sú, að árangur slíkra
starfa er oftast í öfugu hlutfalli
við fjölda þeirra, sem í nefnd-
unum starfa. Mín reynsla seg-
ir, að árangur náist, þegar
einn eða tveir nefndarmenn
setjast niður og vinna það,
sem þarf að vinna. Mín
reynsla segir, að endurskoðun
stjórnarskrár okkar sé best
komin í höndum tveggja til
þriggja manna, sem ekki séu
háðir neinu pólitísku valdi né
háðir stjórn götunnar.
Höfundur Laxdælu lét Ólaf
Pá segja, þegar einn félaga
hans lagði til, að fleiri menn
yrðu kallaðir til ráða: Það ætla
ég að oss reynist þeim mun
verr manna ráð sem þau koma
fleiri saman.
Axel Kristjánsson
Stjórn-
lagaþing
Höfundur er lögmaður.
Silfur Egils hefur
fengið nýjan liðsmann
til þess að sverta líf-
eyrissjóðina í augum
almennings. Sl.
sunnudag ræddi Egill
við Ólaf Margeirsson,
doktorsnema í hag-
fræði við háskólann í
Exeter, en sá skóli
nýtur virðingar og
trausts. Titill Ólafs er
því mjög til framdráttar þeim
sjónarmiðum sem slíkur ætlaður
lærdómsmaður setur fram. Ólafur
reiddi hátt til höggs og sakaði for-
ráðamenn lífeyrissjóða og eftirlits-
aðila um að lífeyrissjóðakerfi
landsmanna væri ein allsherjar
svikamylla sem hann jafnaði við
hina frægu Ponzi-píramída, þar
sem hinir fyrstu fá ríkulega ávöxt-
un á fé sitt en hinir síðustu koma
að brunarústum og fá ekkert til
baka.
Í grein á Pressunni 12. þ.m.
segir Ólafur: „Óvart var, þegar
3,5% viðmiðið var sett fram, búinn
til risavaxinn Ponzi píramídi sem
er nú við það að hrynja end-
anlega.“ Og síðan í lok grein-
arinnar: „ – en ef sameignakerfið
er ekki tekið í gegn nú þegar mun
Ponzi píramídinn sem það er
hrynja endanlega niður á nú þegar
gjaldþrota hagkerfi Íslands. Og þá
mun enginn, hvorki verkalýðurinn
né fyrirtæki, bera nokkurn skap-
aðan hlut úr býtum.“ Enginn frek-
ari rökstuðningur er fyrir stað-
hæfingunni.
Að mati Ólafs hrynur kerfið
sem sagt ef það er ekki tekið í
gegn ekki seinna en núna og verð-
ur rústir einar og enginn fær neitt
úr því! Þvílíkt dómadagsrugl er
þetta.
Á 10. áratug síðustu aldar og á
fyrstu árum þessarar aldar heyrð-
ist oft gagnrýni á hið „lága“ ávöxt-
unarviðmið, 3,5%, vegna þess að
sjóðirnir nutu almennt mun hærri
raunávöxtunar. Hvað varð um
þessa umframávöxtun? Að sjálf-
sögðu var hún nýtt til
þess að auka réttindi
sjóðfélaganna. Hið
sama gerist með
gagnstæðu formerki
ef ávöxtunin er lægri
en viðmiðið. Um þetta
gilda skýrar reglur
sem sjóðirnir verða
og telja sjálfsagt að
fara eftir. Þeir hafa
nú tekizt á við alvar-
legar afleiðingar efna-
hagshrunsins og hafa
orðið að skerða réttindi umtals-
vert en mismikið og eflaust munu
ýmsir sjóðir þurfa að skerða rétt-
indi enn frekar. Forsvarsmenn líf-
eyrissjóðanna og sérfræðingar
þeirra sem og fulltrúar stjórn-
valda munu gæta þess í framtíð-
inni sem hingað til að sjóðirnir
mismuni ekki sjóðfélögunum og í
því felst m.a. að færa ekki fjár-
muni milli aldurshópa heldur laga
réttindin að aðstæðum á hverjum
tíma.
Ólafur Margeirsson hlýtur að
hafa eitthvað þarfara að gera við
sína hagfræðimenntun en að
skapa ótta í samfélaginu um hrun
lífeyrissjóðakerfisins. Það mun
laga sig að breytingum á vaxta-
stigi í þjóðfélaginu án afskipta
Ólafs. Gífuryrði og rakalausar full-
yrðingar hans eru góð dæmi um
þá neikvæðu, miður frjósömu um-
ræðuhefð sem dafnar vel í þjóð-
félaginu eftir hrunið og er oft
áberandi í Silfri Egils að því er
málefni lífeyrissjóða varðar.
Dómadagsrugl
doktorsnema
Eftir Bjarna
Þórðarson
» Forsvarsmenn líf-
eyrissjóðanna sem
og fulltrúar stjórnvalda
munu gæta þess í fram-
tíðinni sem hingað til að
sjóðirnir mismuni ekki
sjóðfélögunum.
Bjarni Þórðarson
Höfundur er trygginga-
stærðfræðingur.
Ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur sem
tók einhverra hluta
vegna upp á því að
kalla sig Norrænu vel-
ferðarstjórnina hefur
ástundað mjög ljótan
leik í vanhugsuðum
niðurskurði á heil-
brigðiskerfinu. Guð-
bjartur Hannesson
heilbrigðisráðherra
hefur att heilbrigðisstofnunum,
sjúkrahúsum og landshlutum sam-
an í reiptog um síminnkandi fjár-
framlög.
Í vörn sinni fyrir „sínum“ stofn-
unum hafa sumir hætt sér á þá
braut að styðja óljós niður-
skurðaráform Guðbjarts Hann-
essonar heilbrigðisráðherra í þeirri
von að þau beri ekki niður hjá
þeim.
Ég get tekið undir með Þorbirni
Jónssyni og Önnu Lilju Gunn-
arsdóttur stjórnendum á LSH um
að það beri að horfa á heilbrigð-
iskerfið með heildstæðum hætti til
framtíðar. Eitt af því sem stendur
upp úr sem niðurstaða skýrslna
Ríkisendurskoðunar um meirihátt-
ar breytingar á heilbrigðiskerfinu
s.s. sameiningu sjúkrahúsa á höf-
uðborgarsvæðinu er að illa und-
irbúnum og vanhugsuðum breyt-
ingum getur fylgt aukinn
kostnaður. Sigurbjörg
Sigurgeirsdóttir fyrr-
verandi stjórn-
sýsluráðgjafi heil-
brigðisráðherra hefur
um árabil haldið uppi
málefnalegri gagnrýni
á hve dýrkeypt það
getur orðið og sárs-
aukafullt ef mikils-
verðar breytingar eru
gerðar á heilbrigð-
iskerfinu án nokkurrar
umræðu. Það er vissu-
lega sorglegt að verða
síðan vitni að því að ráðherra Sam-
fylkingarinnar virðist ekkert hafa
lært af reynslu fyrri ára og sé ekki
tilbúinn að hugsa, horfa og fram-
kvæma svo. Gert er ráð fyrir 500
milljóna króna niðurskurði á LSH
og í raun mun aukinn fjöldi sjúk-
linga frá landsbyggðinni til Reykja-
víkur virka sem aukinn nið-
urskurður á Landspítalanum.
Niðurstaðan verður að mun minni
fjármunir verða fyrir hvern sjúk-
ling sem er ávísun á verri þjónustu.
Í þessu samhengi er rétt að hafa
það í huga að úttektir hafa bent á
að það sem kallast vandi við frá-
flæði og útskriftir sé viðvarandi á
Landspítalanum sem felst í því að
sjúkrarúm eru frátekin af sjúkling-
um sem eru að jafna sig eftir með-
ferð. Fráflæðivandinn minnkar
getu sjúkrahússins til að taka þá
sjúklinga til meðferðar sem bíða
eftir aðgerð. Augljóst er að lokun
sjúkrarýma á minni sjúkrahúsum
mun auka þennan vanda og minnka
afkastagetu Landspítalans.
Niðurskurður heilbrigðisþjónust-
unnar er bein afleiðing af stefnu
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ættu
heilbrigðisstarfsmenn að setja þró-
un mála hér á landi í samhengi við
stefnu AGS og afleiðingar hennar
fyrir heilbrigðiskerfi annars staðar
þar sem sjóðurinn hefur ráðið för.
Gert er ráð fyrir svipuðum nið-
urskurði árið 2012 og mjög senni-
lega verður heilbrigðiskerfið áfram
fyrir blóðugum niðurskurð-
arhnífnum í samræmi við sögu
AGS.
Áður en lengra er haldið á braut
niðurskurðar og því að vega að
grunnheilbrigðisþjónustu lands-
manna er rétt að taka umræðu um
hver sé framtíðarsýn og stefna
stjórnvalda.
Heilbrigðisþjónustan í kreppu
Eftir Sigurjón
Þórðarson » Guðbjartur Hann-
esson heilbrigð-
isráðherra hefur att
heilbrigðisstofnunum,
sjúkrahúsum og lands-
hlutum saman í reiptog
um síminnkandi fjár-
framlög.
Sigurjón Þórðarson
Höfundur er formaður Frjálslynda
flokksins.