Morgunblaðið - 20.11.2010, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.11.2010, Qupperneq 32
32 UMRÆÐAN Stjórnlagaþing MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Það þarf engan að undra að við Íslend- ingar sem erum nýfarn- ir að feta okkur einir og óstuddir til sjálfstæðis eftir að hafa aðra þjóð sem bakhjarl; Dani til 1944 og síðan Bandarík- in eftir það, kunnum ekki fótum okkar forráð í þeim efnahagsflækjum sem skyndilega opnast hér á landi sem víða annars staðar á Vesturlöndum. Það þarf ekki að fara í grafgötur með þá staðreynd, að eftir að við kusum að lýsa yfir sjálfstæði árið 1944, mitt í átökum seinni heimsstyrjaldar, og slit- um samskiptum við Dani, þá varð okk- ur til happs, að Bandaríkin tóku við sem bakhjarl Íslendinga á flestan hátt. – Fyrst með Marshall-aðstoðinni og síðan með hvers konar samningum milli þjóð- anna, í formi viðskipta og efnahagslífs, þar með taldir fisksölusamningar, milli- landaflug til Ameríku, rekstur Kefla- víkurflugvallarins og afleidd verkefni á vegum NATO. „Umkennisleikur“ Það er kannski vegna ofangreindrar aðstoðar í formi samvinnu og gagn- kvæms trausts milli Íslands og Banda- ríkjanna, að minni hluti landsmanna hefur haft horn í síðu Bandaríkjanna og sem komið hefur fram með ýmsum hætti. Fyrst og lengi vel var krafan um að Ísland gengi úr NATO og varn- arliðið færi brott. Síðar með reglu- bundnum pistlaskrifum einstaklinga úr hinni „rómuðu“ málskrafsstétt – hin seinni árin – þar sem hamast var á þeim George Bush, Davíð Oddssyni, Halldóri Ásgrímssyni og Birni Bjarnasyni með dólgslegum hætti. Mátti nánast lesa úr þessum pistlum elítunnar að koma þyrfti þessum mönn- um „fyrir kattarnef“, þannig að þeir væru ekki til trafala, hver á sínum stað. Einkum fór svonefnd innrás Bandaríkj- anna í Írak fyrir brjóstið á þessum skri- bentum sem töldu að tveir ráðherranna íslensku, Davíð og Halldór hefðu rekið endahnútinn á innrásina! Þessi „umkennisleikur“ (orðið kynnt til sögunnar af núv. fjármálaráðherra) er nú sviðsettur allt hvað af tekur í þremur liðum; 1) Með skipun nefndar sem rannsaki á aðdraganda stríðsins í Írak með aðstoð Íslands, 2) Með því að utanríkisráðuneytið kanni hugsanlegt eftirlit sendiráðs Bandaríkjanna með íslenskum þegnum og svo 3) Með því að taka upp eftirlætisslagorðið „Ísland úr NATO“ – vantar aðeins að geta haft með „….og herinn burt“. Í „hruninu mikla“ sem nú er sagt ganga yfir Ísland, og rekja má til frekju íslenskra peningaplokkara í sam- skiptum við íslenskar fjármálastofn- anir, er umkennisleikurinn stundaður grimmt af stjórnvöldum, en þó sér- staklega af einstökum ráðherrum í rík- isstjórninni með leikbrellum af því tagi sem hér hefur verið stiklað á. Skuldavandi heimilanna og of- urþungi leikenda í röðum hins svo- nefnda vinnumarkaðs til þess að tengja vanda skuldara við „hrunið“ er blekk- ingarleikur sem ábyrgum stjórn- málamönnum ber skylda til að afhjúpa hið bráðasta og taka til við uppbygg- ingu atvinnuvega og framkvæmda úr öllum þeim auðlindum sem Ísland hefur yfir að ráða. Ekki bara einstökum orku- lindum, heldur líka þeim sem bíða ónýttar og sumar órannsakaðar. Hræðslugæði Þótt sífelldur áróður sé í gangi gegn stóriðju, sem hefur þó skapað þjóðhags- legan ávinning og stendur ásamt sjáv- arútveginum sem önnur styrkasta stoð- in í tekjuöflun þjóðarinnar, þá er langt í frá að nóg hafi verið virkjað, einmitt til að auka stóriðju enn frekar. Jarðhitinn, t.d., á enn langt í land með að vera fullnýttur, og koma stöð- ugt nýjar hugmyndir þar um. Nýverið mátti lesa grein eftir fyrrv. orku- málastjóra , Jakob Björnsson, um nýt- ingu jarðhita á Torfajök- ulssvæðinu, sem hann segir mikilvægt svæði bæði frá útivistarsjón- armiði og sem orkulind. Einnig verður að telja óeðlilegt að fossaaflið skuli ekki eiga jafn auð- veldan aðgang að ríku- legri uppbyggingu iðn- aðar og jarðhitinn. Hvaða rök, önnur en mótmæli Sigríðar heit- innar í Brattholti við hug- mynd um sölu Gullfoss í hendur útlendinga, eru gegn því að þetta mikla vatnsfall sé virkjað? Til eru drög að hugmynd um virkjun neðan við Gullfoss, þar sem allt vatnið er nýtt, en fossinn sjálfur heldur sínu útliti óskertu. – Byggt á minni fallhæð en meira vatni. Gullfossi eða umhverfi hans gagn- vart ferðamönnum hefur sjaldnast ver- ið sómi sýndur og lengi vel var engin aðstaða þar til að ganga örna sinna. Það er svo gráglettni „örlagagyðju“ Ferðamálastofnunar, að Sigríðarstofu við Gullfoss, skuli nú hafa verið breytt í sæmilega salernisaðstöðu (samkv. ný- legri blaðafrétt). Það er eitt með öðru í þeim þætti hræðslugæða sem hér eru landlæg, a.m.k. á yfirborðinu í hugskoti ráða- manna, að ekki skuli leitað til erlendra olíufélaga um ókeypis fullnaðarrann- sóknir á setlögunum á Skjálfandaflóa. Þess í stað hafa landsmenn verið blekktir með því að Ísland „bjóði út rannsóknir“ á Drekasvæðinu, langt norður í höfum, á svæði þar sem engar líkur eru á að rannsakað verði í náinni framtíð. – Og allra nýjustu fréttir herma að rannsóknir á Drekasvæðinu verði slegnar af. Geymist fyrir ESB Hvað sem líður endalausum og gagnslausum ráðagerðum um aðstoð við stórskulduga einstaklinga í hrundu þjóðfélagi verður því varla á móti mælt, að nægar auðlindir eru til staðar í þjóðfélaginu til að brauðfæða og vinnuvæða allar vinnufúsar hendur til bærilegrar afkomu. Ef ekki enn betri. Það er hins vegar afar auðvelt að standa í stað undir ráðleysi ónýtra stjórnmálamanna allra flokka, þar sem enginn gengur lengra í hugmyndaflug- inu en að nefna „þjóðstjórn“ til sög- unnar. – Og andskotar alþingismanna: utanþingsstjórn. Núverandi forsætisráðherra hefur sárbeðið þingheim um að efna til van- trauststillögu. Enginn flokkanna hefur áhuga. Vilja fremur hnoðast með kröfu skuldara og óreiðufólks þar til jólaleyfi gengur í garð á Alþingi. Umræðu um nýjar auðlindir og orkuvinnslu skal geyma þar til ESB kallar á þær til skoðunar á sínu borði. Áfergja ESB í Ísland undir hand- arkrikann ræðst af hinni rúmlega 600 þúsund ferkílómetra auðlindalögsögu landsins. Allt stefnir því í stöðnun að óbreyttu. Og ekki nokkur skilningur ís- lenskra stjórnvalda, hvorki þessara né annarra undangenginna, á því að fá- mennri eyþjóð í norðurhöfum er ekki stætt á fullveldi, hvað þá sjálfstæði án stuðnings sterks bakhjarls. Vera má, hins vegar að ef allt um þrýtur verði Ísland nauðbeygt til að ganga að af- arkostum ESB. Verði ESB þá enn við lýði. Ég mæli hins vegar eindregið með tafarlausri upptöku viðræðna við Bandaríki Norður-Ameríku og Kan- ada um efnahagslegt bandalag ásamt gjaldmiðilstengingu við annað hvort þessara ríkja. – Ein og óstudd gengur íslenska þjóðin ekki héðan af til móts við nýja tíma og endurnýjað sjálfs- forræði sem mark er takandi á eða vilji landsmanna til að sætta sig við. Stefnir í stöðnun að óbreyttu Eftir Geir R. Andersen Geir Andersen Höfundur er blaðamaður. »Ein og óstudd geng- ur íslenska þjóðin ekki héðan af til móts við nýja tíma ... Í skjóli nætur, á há- tindi góðærisins 2008, læddist ég ásamt tveimur öðrum piltum, um miðbæ Reykjavík- ur, vopnaður penslum og hvítri málningu. Markmiðið nætur- innar var að fegra borgina, losa Lauga- veginn við leiðinda veggjakrot. Við tókum málin í okkar hendur á meðan borg- arbúar sváfu og borgaryfirvöld með málin í nefnd og frekari skoðun. Verkið var hvorki erfitt né kostn- aðarsamt, tveggja klukkutíma göngutúr niður Laugaveginn og á leiðinni til baka máluðum við jafnvel aðra umferð á nokkra staði. Þetta framtak okkar vakti skilj- anlega mikla athygli og fengum við mikið lof fyrir. Borg- arstjóri þurfti að svara fyrir þennan verknað daginn eftir, koma með pólitískar afsakanir hvers vegna þetta hefði ekki verið gert fyrr og lofa að bæta úr mál- unum, sem hann að lok- um gerði. Borgin hlaut að lok- um alþjóðleg verðlaun fyrir frábæran árangur við hreinsun miðborgar Reykjavíkur. En hvað þurfti til, það þurfti bara þrjá unga menn til að sýna fram á einfaldleikann við að leysa þetta vandamál. Stjórnsýslan virðist vera einkar lagin við að flækja einföld- ustu mál. Unga kynslóðin í landinu er orðin leið á þessum stjórnsýslu- leikjum og vill fá ákveðnari aðgerðir og framkvæmdir. Það er síður en svo að okkur standi á sama um það samfélag sem við búum í. Við erum nú einu sinni framtíð landsins. Unga kynslóðin er að leggja grunn að því samfélagi sem við viljum búa í næstu 80 árin, grunn að því samfélagi sem við vilj- um að börnin okkar alist upp í. Við höfum nefnilega margt til mál- anna að leggja. Við erum snjöll við að finna nýjar leiðir og frumlegar aðferðir við að leysa þau vandamál sem til staðar eru: Einfaldar lausnir á flóknum vandamálum. Því er mikilvægt að unga kyn- slóðin, með sinn ferskleika, nái kjöri til stjórnlagaþings. Þannig má semja stjórnarskrá til framtíðar, fyrir framtíðaríbúa þessa lands. Kjósum ungt fólk til áhrifa við gerð nýrrar stjórnarskrár. Einfaldar lausnir á flóknum vandamálum Eftir Eyþór Jóvinsson Eyþór Jóvinsson Höfundur er sjómaður og nemi í arkí- tektúr og er frambjóðandi til Stjórn- lagaþings. Stjórnlagaþing er stórkostlegt tækifæri til að setja þjóðinni stjórnarskrá nú þegar lýðveldið er á sjötugs- aldri. Stjórnarskrána þarf að styrkja sem sáttmála um lýðræði, mannréttindi og jafn- rétti; grunngildi í samfélagi þar sem manninum er sýnd virðing og allir fá meira að vita og hafa áhrif. Gildandi stjórnarskrá er að grunni til gott skjal enda mótað af frelsisanda nítjándu aldar. En hún hefur hvorki verið vörn gegn græðgi sérhagsmunaseggja né heldur hefur hún spornað við af- glöpum í stjórnarháttum. Við end- urskoðun stjórnarskrárinnar þarf að ígrunda gaumgæfilega hvernig hún getur orðið þjóðinni slík vörn. Til þess að mistök fortíðarinnar end- urtaki sig ekki hallast ég einkum að tvennu. Það þarf að styrkja stöðu löggjafarvalds- ins, Alþingis, m.a. með því að ráðherrar sitji ekki á þingi. Jafnframt þarf að skapa aukið aðhald og eftirlit með öllu valdi, hvort sem það er framkvæmdarvaldið, Alþingi eða jafnvel dómstólarnir. Sameina mætti það aðhaldsvald sem við höfum með umboðsmann Alþingis í broddi fylkingar. Þessi sameinaði vett- vangur yrði að umboðsmanni al- mennings gagnvart ríkisvaldinu um leið og Hæstiréttur fengi hlut- verk stjórnlagadómstóls. Við erum fámenn þjóð. Því verð- ur að gæta hófs við endurgerð stjórnarskrárinnar og setja okkur stjórnkerfi við hæfi. Smæð þjóð- arinnar veitir líka tækifæri, m.a. til beinnar aðkomu almennings að meginákvörðunum en einnig til að fólkið geti haft aukin áhrif á val fulltrúa sinna. Aukið persónukjör er tvímælalaust kall tímans. Kosn- ingin til stjórnlagaþings er stór- merkur áfangi á þeirri leið. Því er brýnt að kosningarþátttaka verði mikil og kjósendur nýti sér valrétt sinn. Ég býð mig fram til setu á stjórnlagaþingi. Nái ég kjöri mun ég m.a. halda fram ofangreindum sjónarmiðum en ég mun hlusta á viðhorf annarra og taka rökum. Samfélagssátt fæst aðeins með samræðu á stjórnlagaþingi og samráði við þjóðina. Ég mun hafa almannaheill að leiðarljósi. Ég þigg engin fjárframlög til fram- boðs míns og dreg ekki taum neinna sérhagsmuna. Virkjum þingræðið og veitum aðhald Eftir Þorkel Helgason Þorkell Helgason Höfundur er stærðfræðingur og er frambjóðandi til stjórnlagaþings með auðkennistöluna 2853. Skyndiendurskoðun á stjórnarskránni er í takt við annað sem rík- isstjórnin býður upp á. Til hennar er efnt nú þegar ólga og upplausn er í þjóðfélaginu og æs- ingamenn fá nær einir orðið. Drjúgur hluti landsmanna á enn ófarna talsverða leið út úr því moldviðri sem ákaft hefur verið þyrlað upp, í þeirri von að fólk dragi rangar ályktanir af bankaþrotinu. Við þær aðstæður hefðu venjuleg stjórnvöld reynt að verja undirstöðurnar og tryggja að grunnur þjóðfélagsins yrði ekki ólg- unni að bráð. En Íslendingar búa ekki við neina venjulega ríkisstjórn. Ef núverandi ríkisstjórn stýrði skipi sem hreppti illviðri, þá myndi hún hætta að stýra en reka þess í stað alla áhöfnina í að eyðileggja akkerið. En af því að ríkisstjórnin stýrir aðeins þjóðarskútunni, þá þykir henni brýn- ast að níða niður stjórn- arskrána og efnir nú til sérstaks stjórnlaga- þings utan um þá mein- loku sína að hún sé „úr- elt“ og „þarfnist endurskoðunar“. Stjórnarskráin þarfn- ast ekki endurskoð- unar. Mikilvægasta hlutverk hennar er að vernda borgarana fyrir ríkisvaldinu. Einföld og skorinorð stjórnarskrá er líklegri til að þjóna því hlutverki en langur listi fagurra fyrirheita. Aldrei er meiri þörf á að sjá stjórnarskrána í friði en á óróa- tímum. Það er af og frá að efna nú til heildarendurskoðunar hennar, hvað þá að til þess verks sé skipað fólki sem þarf aldrei að leita endurkjörs og ber ekki ábyrgð gagnvart neinum. Stjórnlagaþingið er misráðið, en sú staðreynd breytir ekki hinu, að kosið verður til þess eftir viku. Úr því svo er komið, þá er eins gott að fólk, sem veit hvað stjórnarskrá er og hvað ekki, mæti og kjósi þá frambjóðendur sem líklegir eru til að verja grund- vallaratriði stjórnskipunarinnar. Ég býð mig fram til stjórnlagaþings, beinlínis í þeim varnartilgangi. Sér- staklega vil ég gæta þess að ekki verði gengið á réttindi borgaranna, bæði eignarrétt og persónuleg rétt- indi, og þess að fullveldi landsins sé varið. Ég mun aldrei styðja tillögur sem auðvelda það að skerða fullveldi Íslands. Skemmum ekki stjórnarskrána Eftir Þorsteinn Arnalds Þorsteinn Arnalds Höfundur er verkfræðingur. St j ó rn l agaþ ing www.mbl.is/stjornlagathing

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.